Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 47 Kjarnorkuvarnir Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu: Stórskotaliðshleðslur stóð- ust ekki öryggiskröfiirnar Brussel, Washington. Reuter. DICK Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á fundi með iréttamönnum í Brussel í gær að komið hefði í ljós fyrir tveimur árum að hluti þeirra Skora á ís- lendinga að virða hval- veiðibannið Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EVRÓPUÞINGIÐ, þing Evrópu- bandalagsins (EB), samþykkti í lok síðustu viku áskorun um áfram; haldandi bann við hvalveiðum. í áskoruninni er því beint m.a. til íslenskra sljórnvalda að þau virði bann Alþjóða hvalveiðiráðsins við hvalveiðum. Jafnframt eru Rússar og Norðmenn hvattir til að draga til baka mótmæli sín við banninu. Áskorunin var lögð fram í umræð: um utan dagskrár s.l. föstudag. í ljósi þess að Alþjóða hvalveiðiráðið hyggst endurskoða afstöðu sína til hvalveiða á þessu ári hvetur þingið til áframhaldandi banns. Aðildarríki EB eru hvött til að beita stjórnmála- legum og efnahagslegum þrýstingi til að koma í veg fyrir frekari hval- veiðar í framtíðinni. Ríkisstjórnir íslands, Japans og Noregs eru hvattar til að halda bann við hvalveiðum og taka upp nána samvinnu við hvalveiðiráðið um að: gerðir til verndar hvalastofnum. í áskoruninni lýsir þingið yfir áhyggj- um sínum vegna tilrauna hvalveiði- þjóða til að fá banninu hnekkt á þessu ári. í tengslum við umræðuna á þingi stóðu Grænfriðungar fyrir mótmæla- stöðu við Evrópuhöllina í Strasborg undir gríðarstóru hvalslíkani þar sem þeir hvöttu þingmenn til að gleyma ekki hvölunum. kjarnorkuhleðslna sem geymdar væru í vopnabúrum Bandaríkja- manna í Vestur-Þýskalandi stæð- ust ekki ströngustu öryggiskröf- ur. Gripið hefði verið til viðeig- andi ráðstafana og heyrði vandi þessi því nú sögunni til. Banda- ríska dagblaðið The Washington Post skýrði frá því í gærmorgun að komið hefði í ljós árið 1988 að hleðslurnar væru gallaðar og sögðu heimildarmenn blaðsins að þær hefðu hugsanlega getað sprungið. Aðspurður um frétt bandaríska dagblaðsins sagði Cheney það rétt vera að árið 1988 hefði komið í ljós að 155 millimetra hleðslur af gerð- inni W-79 sem ætlaður eru kjarn- orkustórskotaliði Bandaríkjamanna í Evrópu, stæðust ekki ströngustu ör- yggiskröfur. Cheney gaf í skyn að viðeigandi ráðstafnir hefðu verið gerðar áður en vestur-þýskum stjórnvöldum var skýrt frá þessu. Ráðherrann lét þessi ekki getið hversu margar kjarnorkuhleðslurnar hefðu verið og vildi ekki tjá sig um hvers vegna þær hefðu ekki verið taldar öruggar. Vísaði hann m.a. til þess að hann hefði ekki verið ráð- herra varnarmála á þessum tíma. Þessi vandi væri á hinn bóginn úr sögunni og það væri alrangt að hætta hefði verið á kjarnorkusprengingu. Vestur-þýska varnarmálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að vopn þessi væru talin öldungis örugg. Bandaríska dagblaðið kvaðst á hinn bóginn hafa heimildir fyrir því að fundist hefði galli í kjarnorku- hleðslunum. Þær hefðu af þeim sök- um hugsanlega getað sprungið hefði tiltekinn hluti þeirra orðið fyrir þungu höggi. Cheney sagði að hleðsl- urnar hefðu verið í vörslu hertiðsins í Vestur-Þýskalandi en í frétt The Washington Post sagði að sami galli hefði einnig komið fram í vopnabúr- um í Hollandi og á Ítalíu. Heimildar- menn blaðsins, sem sagðir voru kjamorkusérfræðingar og háttsettir bandarískir embættismenn, sögðu að afráðið hefði verið að halda þessu leyndu af ótta við viðbrögð almenn- ings. Þeir hinir sömu sögðu að nú væri verið að rannsaka hvort kjarna- hleðslur af gerðinni W-88 Trident og W-69 SRAM-A stæðust örygg- iskröfur. Talið er að um 2.000 kjarnorku- hleðslur af gerðinni W-79 sé að finna í vopnabúrum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Vestur-Evrópu. Flestar eru þær geymdar í Vestur-Þýska- landi en varnaráætlanir NATO gera ráð fyrir því að unnt verði að grípa til kjarnorkustórskotaliðs og annarra vígvallarvopna ráðist Rauði herinn inn í Vestur-Evrópu. Fundur varnarmálaráðherra NATO: Reuter Mótmæli halda áfram íBúkarest Ekkert lát er á mótmælum andstæðinga Endurreisnarráðsins í Rúm- eníu sem haldið hafa til á Háskólatorginu í miðborg Búkarest undan- farnar vikur. Endurreisnarráðið og forsetaframbjóðandi þess, Ion Ilies- cu, unnu stórsigur í þing- og forsetakosningunum um síðustu helgi en meðal náms- og menntamanna er sú skoðun almenn að ráðið hafi svikið málstað byltingarmanna og að kommúnistar séu enn við völd í Rúmeníu. Á þriðjudag hugðust þeir Petre Roman forsætisráðherra og Sever Georgescu, framkvæmdastjóri Endurreisnarráðsins, ná tali af leiðtogum stjórnarandstöðunnar á Háskóla-torginu. Fólkið réðst að Georgescu er hann birtist og komst hann naumlega undan inn á Interc- ontinental-hótelið þar skammt frá en þá var myndin tekin. Öryggi aðildarríkja tryggt með færri vopnum og minni herafla Varnaráætlanir endurskoðaðar með tilliti til breyttra aðstæðna ^Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á fundi varnarmálaráðherra aðildaríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) sem lauk í Brussel í gær var samstaða um Norræna ráðherranefiidin: Vinnustofiir handa myndlistarmönnum NORRÆNA ráðherraneíhdin (menningar- og mennlamálaráðherr- ar) ákvað á fúndi sínum í Kaupmannahöfn 9. maí síðastliðinn að ráða Ole Oxholm í embætti forstöðumanns Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, að því er segir í fréttabréfi frá neíhdinni. Ole Oxholm er danskur, fæddur 1936 og hefur verið búsettur á Grænlandi frá árinu 1966. Hann var um tíma fréttamaður hjá Græn- lenska útvarpinu, en hefur gegnt starfi fréttafulltrúa hjá Grænlands- flugi frá árinu 1985. . Á sama fundi ákvað ráðherra- nefndin einnig að ráðast í innrétt- ingu norrænnar vinnumiðstöðvar fyrir myndlistamenn. Miðstöðin verður til húsa í Dalsen í Fjaler í Sogni og Fjörðunum í Noregi. Verða þar fimm vinnustofur og fimm íbúðir. Norska ríkið mun standa straum af kostnaðinum við innréttingar og rekstur stöðvarinn- ar, en Norræna ráðherraráðið legg- ur fram 740.000 skr. (tæplega 7,4 millj. ísl. kr.) árlega. Þessi nýja norræna stofnun verður að stofni til eign sem Thora og Oddleif Fagerheim færðu Norr- ænu ráðherranefndinni að gjöf. að endurskoða allar varnará- ætlanir bandalagsins með sér- stöku tilliti til breyttra að- stæðna í Mið-Evrópu. Ráðherr- arnir voru sammála um að tryggja mætti öryggi aðild- arríkjanna með færri vopnum og minni herafla en hingað til. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri bandalagsins, sagði að þessi fundur væri mikilsverður þáttur í heildarendurmati aðild- arrikjanna á stefiiu NATO í framtíðinni. Endurmatinu lýkur með fundi leiðtoga NATO-ríkj- anna í Lundúnum 5.-6. júlí í sumar. Bjartsýni og trú á framtíðarör- yggi aðildarríkja bandalagsins og þjóða Evrópu erinnkennir lokayfir- lýsingu fundarins. í henni er lögð áhersla á að raunverulegar breyt- ingar hafi átt sér stað í Mið- og Austur- Evrópu og dregið hafi úr spennu og þar með líkunum á átökum á milli Varsjárbandalags- ins og NATO. Mat sem lagt hafi verið á áhættuþætti bendi til þess að dregið hafi verið úr þeirri ógn sem Vesturlöndum stafaði af her- afla Varsjárbandalagsins og nauð- synlegur viðbragðstími NATO: herjanna hafi lengst að mun. í framhaldi af því leggja ráðherr- arnir til að markmið um 3% árlega útgjaldaaukningu til varnarmála sem sett var árið 1977 verði af- lagt en aðildarríkin eru hvött til þess að meta aðstæður á hverjum tíma og tiyggja nægileg framlög til að viðhalda sameiginlegu ör- yggi ríkja NATO. I ljósi breyttra aðstæðna hefur NATO ákveðið að draga mjög úr heræfingum og þjálfun herafla síns. í ályktuninni felst einnig áskorun til Sovétmanna um að þeir leggi sig enn frekar fram í afvopnunarviðræðunum í Vínar- borg en þeir hafa það sem af er þessu ári heldur þótt draga lapp- irnar í viðræðunum sem snúast um niðurskurð á sviði hefðbundins herafla allt frá Atlantshafí til Úr- alfjaila. ítrekuð er nauðsyn þess að Bandaríkin og Kanada hafí áfram umtalsverðan herafla á meginlandi Evrópu. Ráðherrarnir taka vel í hugmyndir um að settar verði á stofn sameiginlegar her- sveitir innan NATO m.a. til að annast sameiginlegar skyldur í vörnum Þýskalands. Jafnframt er mælt með því að kannaðir verði möguleikar á sameiginlegum út- gjöldum aðildarríkjanna til varnar- mála. Manfred Wömer kvað banda- lagið standa frammi fyrir viða- miklum verkefnum. Aðlaga þyrfti stefnu þess síbreytilegum aðstæð- um í Evrópu og ákveða hvemig bregðast bæri við væntanlegum samningi um niðurskurð í hefð- bundnum vígbúnaði í Evrópu þannig að varnar- og öryggishags- munir aðildarríkjanna allra yrðu tryggðir. Þá lægi fyrir að hefja samningaviðræður um fækkun skammdrægra eldflauga í Evrópu og sameining þýsku ríkjanna hefði í för með sér bæði flóknar og erfið- ar samningaviðræður. Einnig yrðu aðildarríkin að móta sameiginlega afstöðu til fyrirhugaðs leiðtoga- fundar þátttökuríkja í Ráðstefn- unni um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) sem fyrir- hugaður er í París fyrir lok þessa árs. betri þjónusUi Uvgru reró Suzuki Swift Sedan 4ra dyra. Verð frá kr. 765.000,-stgr. Suzuki Fox Samurai. Verö frá kr. 929.000,-slgr. r_ Suzuki Swift 3ja dyra. Verö frá kr. 613.000,- slgr. Suzuki bilar hf. eru fluttir í Skeifuna 17. Suzuki Swift 5 dyra. Verð frá kr. 687.000,- stgr. Suzuki Vitara. Verð frá kr. 1150.000,- stgr. Opið Id. 9-18 mánud.-föstud. og kl. 10-17 laugardaga. * Nýskráning, númcraspjöid —■ og 6 ára ryö,amarabyi)jlr SUZUKI BÍLAR HF frá veiVsmi&ju cr inniUlin I vurM. SKEIFUNNI 17 - SÍMI 68S100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.