Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 49

Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 49
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 49 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Andstæðingar án baráttumála Feluflokkar í kosningaham egar tekist er á í jafn mörg- um sveitarfélögum og gert er fyrir kosningarnar á laugar- dag, mótast ekki neitt eitt kosn- ingamál á vegum stjórnmála- flokka, sem spannar landið allt. Við þær aðstæður sem nú ríkja, þegar ýmsir stjórnmálaflokkar eða hlutar þeirra hafa beinlínis farið í felur vegna kosninganna er einnig enn ólíklegra en ella, að eitthvert eitt mál sem nær til landsins alls setji svip sinn á kosningabaráttuna. í forystugrein Morgunblaðs- ins í gær var drepið á kosninga- loforð sjálfstæðismanna í Reykjavík og hvernig staðið er að kynningu á þeim og efndum. Enginn þarf að fara í grafgötur um það, hvað Sjálfstæðisflokk- urinn hyggst gera, verði honum áfram treyst fyrir meirihluta- stjórn. Verra er að átta sig á því, hvað myndi gerast ef sjálf- stæðismenn misstu meirihlut- ann í Reykjavík, þar sem and- stæðingar hans eru alls ekki á einu máli og innan raða þeirra ríkir ágreiningur bæði um menn og málefni. Þótt aðstæður allar séu á þann veg sem hér er lýst og áður hafi þeim svipað til þess sem nú er, hefur andstæðingum sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem þurfa að sækja á í kosn- ingabaráttunni, yfirleitt tekist að blása upp einhver mál og gera þau að kosningamáli sínu. Þannig var það eitt helsta deilu- málið í Reykjavík fyrir kosning- arnar 1986, hvort ráðist skyldi í virkjun jarðhitans á Nesjavöll- um og hvernig staðið hefði ver- ið að landakaupum við suður- enda Þingvallavatns. Nú er ekki lengur minnst á Nesjavelli af andstæðingum sjálfstæðis- manna enda blasir við öllum, sem það vilja sjá, að fáar fram- kvæmdir hafa verið skynsam- legri fyrir borgarbúa og ná- grannabyggðirnar en einmitt þær. Reynslan af kosningamálun- um í baráttunni 1986 hefur kannski hrætt vinstri menn frá því nú að ráðast til atlögu gegn sjálfstæðismönnum með sama eða svipuðum hætti. Líklegra er þó að andstæðingar sjálf- stæðismanna hafi einfaldlega ekki fundið neitt sem þeir telja snöggan blett á störfum og stefnu sjálfstæðismanna. Gagn- rýni aðstandenda Nýsvettvangs vegna útgáfu tveggja kynning- arbæklinga ávegum Reykjavík- urborgar er þess eðlis að ekki er gjörlegt að byggja heila kosn- ingabaráttu á slíku máli. Til- raunir framsóknarmanna til að slá sig til riddara í nafni siðferð- is eru dæmdar til að mistakast og bera helst dómgreindarskorti vitni. Alþýðubandalagsmenn hafa frekar verið í slag við Nýjan vettvang en Sjálfstæðis- flokkinn. Kvennalistinn hefur einfaldlega horfið í kosninga- baráttunni og um aðra flokka eða önnur framboð í Reykjavík þarf í raun ekki að ræða. Hafí Nýr vettvangur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag í -Reykjavík viljað hampa einhveiju einu sem þeir standa allir einhuga um, hefði þeim verið í lófa lagið að vekja at- hygli á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, störfum henn- ar og stefnu. Ekki hefur einu sinni vottað fyrir tilraun til þess. Kemur það nokkrum á óvart? Greiðum atkvæði! IMorgunblaðinu á sunnudag var fjallað um þá staðreynd, að kosningaþátttaka í borgar- stjórnarkosningum hefur farið hraðminnkandi síðasta áratug, sem og í sveitarstjórnarkosning- um almennt. Kjörsókn í Reykjavík var um 90% í borgar- stjómarkosningunum á sjötta og sjöunda áratugnum, en í síðustu kosningumj 1986, var hún tæplega 82%. A sama tíma hefur kjörsókn í alþingiskosn- ingum í Reykjavík jafnan verið á milli 88 og 92%. Á þessu er e' gin ein skýring. Þeir Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, og Sigurjón Péturs- son, oddviti Alþýðubandalags- ins, voru hins vegar sammála um það hér í blaðinu, að lítil harka í kosningabaráttunni ætti sinn þátt í þessu áhugaleysi, menn væru sammála um það sem til heilla væri. Ekki skal þessu andmælt heldur minnt á, að sá ve’dur sem á heldur. Við þurfum jll að nýta okkur réttinn til þess að kjósa og hafa áhrif á stjórn málefna sveitarfélags okkar. Þeir sem verða fjarri heimabyggð sinni á kjördag þurfa að kjósa utan kjörstaðar, áður en þeir leggja land undir fót. eftir Björn Bjarnason Hinn 5. janúar 1989 birtist flenni- stór fyrirsögn í Þjóðviljanum yfir mynd af þeim brosandi Olafi Ragn- ari Grímssyni, formanni Alþýðu- bandalagsins, og Jóni Baldvini Hannibalssyni, formanni Alþýðu- flokksins. Fyrirsögnin var á þennan veg: Ólafur Ragnar — Varanlega vinstrisamvinnu — Trúlofun krata og íhalds hefur verið slitið. Fréttin hefst á þessum orðum: „Það hefur margt verið að breytast sem.skapar nýjar forsendur. Alþýðuflokkurinn var í 30 ár ýmist leynilega eða opin- berlega trúlofaður Sjálfstæðis- flokknum og sú trúlofun þvældist fyrir farsælli samvinnu Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Nú hef- ur Alþýðuflokkurinn slitið þessari trúlofun og virðist af einlægni vilja taka höndum saman með okkur til að umskapa íslenskt þjóðfélag á grundvelli bræðralags og jafnréttiss segir Ólafur Ragnar Grímsson.“ I annarri frétt á sömu síðu er þetta. haft eftir Jóni Baldvini Hannibals- syni: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að breytast á undanförnum árum, er ekki lengur það sem hann var, getur ekki með neinum rökum haldið því fram að hann sé einhver kjöifesta í íslenskum stjórnmálum, þvert á móti er hann tómarúm. Það er nauðsyn á að fylla þetta tóma- rúm.“ Með þessum hætti kynnti Þjóðviljinn fundaherferð flokks- formannanna tveggja í ársbyrjun 1989, sem farin var á rauðu Ijósi. Með myndinni í Þjóðviljanum stóð: „Formenn A-flokkanna eru ánægðir með lífið og tilveruna þessa dagana, og Jón Baldvin segir tíma til kominn að stokka upp í flokkakerfinu." Hinn 23. janúar 1990 töluðu flokksformennirnir tveir á „nýju ljósi“ í Ársal Hótel Sögu. Þar spurði Olafur Ragnar, hvers vegna vinstri menn færu ekki til kosninga í vor með Guðrúnu Agnarsdóttur eða Ingibjörgu Sólrúnu kvennalistakon- ur sem borgarstjóraefni gegn Davíð Oddssyni; Alþýðubandalagið væri tilbúið í samstarf um framboð minnihlutaflokkanna í borgarstjórn. Jón Baldvin taldi útlitið hjá minni- hlutaflokkunum í Reykjavík ekki björgulegt í komandi kosningum og bætti við: „Menn munu lufsast að kjörborðinu og henda atkvæðinu á félaga Siguijón [Pétursson sem nú skipar efsta sætið hjá Alþýðubanda- laginu í Reykjavík] eða Bjarna [P. Magnússon sem nú skipar þriðja sætið á lista Nýs vettvangs], vitandi að það skiptir engu máli.“ Skömmu eftir þennan fund hófust þeir sem nú standa að framboði Nýs vettvangs opinberlega handa um að berja saman lista úr hópi andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur. Strax kom í ljós, að innan Framsóknarflokksins var ekki áhugi á sameiginlegu framboði og sömu sögu var að segja um Kvennalistann. Athyglin beindist því að Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu, flokkum þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars. Þeir stóðu ekki vel að vígi í Reykjavík um þær mundir. í lok janúar birtust í Stöð 2 niðurstöður skoðanakönn- unar, sem sýndu aðeins 4,4% fylgi Alþýðuflokksins í borginni, en hann hlaut 10% atkvæða í borgarstjórnar- kosningunum 1986, og 7% fylgi Alþýðubandalagsins, sem fékk 20,3% atkvæða í borgai’stjórnar- kosningunum 1986. Höfðu þessir flokkar þannig samtals 30,3% kjör- fylgi í Reykjavík fyrir fjórum árum en samkvæmt þessum tölum aðeins 11,4% samtals í lok janúar. Kratar í duftinu Þessar ógnvekjandi tölur ýttu undir þau öfl innan Alþýðuflokksins sem töldu rétt að flokkurinn drægi sig meira og minna í hlé vegna komandi kosninga í Reykjavík. Fyr- ir þessum mönnum vakti þó ekki að flokkurinn byði alls ekki fram heldur hitt að hann gerði það í skjóli einhvers annars og í þeim anda unnu alþýðuflokksmenn að því að stofna til sameiginlegs framboðs með hluta af Alþýðubandalaginu. Varð Nýr vettvangur til upp úr þessu. í rauðu og nýju ljósi verður að líta á hann sem tilraun til að láta drauminn frá því í janúar 1989 rætast. Fulltrúa Alþýðu- flokksins hefur ekki verið mikið hampað í baráttunni en látið sér allt lynda að lok- um. í stuttu máli má segja, að Álþýðu- flokknum hafí þótt svo miklu skipta að þurfa ekki að standa einn og óstuddur í þessum kosningaslag, að hann hafí einfald- lega skriðið í duftinu fyrir samstarfsmönn- um sínum. Nýjum vettvangi er nú spáð mismiklu fylgi í Reykjavík. Mest hefur það orðið í höndunum á starfsmönnum Félagsvísindastofn- unar háskólans, sem telja að hann geti fengið 23,3% en Alþýðubanda- lagið 6,7% eða samtals 30%, sem er hið sama og Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu samtals í borgarstjómarkosningunum 1986. Þá sýndi sundurliðun Félags- vísindastofnunar á uppsprettu fylg- is Nýs vettvangs með hliðsjón af afstöðu í fyrri kosningum, að stærsti hópurinn kemur frá Alþýðu- bandalaginu. I prófkjörsbaráttu Nýs vettvangs leitaðist Ólína Þorvarðardóttir við að gera lítið úr keppinautum sínum úr Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi með því að kalla þá „flokks- hunda“. í þeirri baráttu var Bjarna P. Magnússyni misboðið vegna þess að hann taldi Jón Baldvin og aðra forystumenn Alþýðuflokksins vinna gegn sér. í kosningaslagnum sjálf- um hefur Bjarni P. Magnússon, sem hefur verið borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, en skipar nú þriðja sætið hjá Nýjum vettvangi, mátt sæta ámæli meðal annars frá Ólínu, þeg- ar þenni hefur þótt hann setja upp of mikinn kratasvip.Fulltrúa Al- þýðuflokksins hefur ekki verið mik- ið hampað í baráttunni en látið sér allt lynda að lokum. í stuttu máli má segja, að Alþýðuflok-knum hafi þótt svo miklu skipta að þurfa ekki að standa einn og óstuddur í þessum kosningaslag, að hann hafí einfaid- lega skriðið í duftinu fyrir sam- starfsmönnum sínum. Ólafur Ragn- ar Grímsson man að minnsta kosti eftir því sem hann sagði í janúar 1989 um samstarf af þessu tagi og fleyginn á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Örlög Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagsfélag Reykja- víkur (ABR) hefur verið burðarás í öllu flokksstarfí Alþýðubandalags- ins. Innan þess starfa þeir, sem telja sig vörslumenn arfleifðarinnar frá 1930, þegar Kommúnistaflokk- ur íslands var stofnaður. Þeir vilja ekki starfa í stjórnmálum nema á eigin forsendum og milli þeirra og jafnaðarmanna í Alþýðuflokknum ríkir söguleg pólitísk óvild. Eru þeir Svavar Gestsson menntamálaráð- herra og Siguijón Pétursson. odd- viti Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn, í forystu fyrir þessum hópi. Þeir hafa nú í kosningabaráttunni lent í beinni andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, formann Alþýðu- bandalagsins, sem hefur hallað sér að þeim hópi innan ABR, sem starf- ar innan vébanda Birtingar og vill framboð með Alþýðuflokknum. Félagar í Birtingu urðu undir á fundi í ABR 6. febrúar síðastliðinn þegar ákveðið var að bjóða fram G-lista í Reykjavík eins og þeir Svavar og Siguijón vildu. Aðeins þremur dögum síðar kom miðstjóm Alþýðubandalagsins saman til fund- ar og þar gerðu Birtingarmenn harða hríð að gömlu kommaklík- unni í flokknum, en Svavar Gests- son reis upp henni til vamar og snerist af hörku gegn kröfu um uppgjör við kommúníska fortíð Al- þýðubandalagsins. Upp úr miðjum mars klofnaði síðan Alþýðubanda- lagsfélag Reykjavíkur vegna kosn- inganna til borgarstjómar og tók Kristín Á. Ólafsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi flokksins, þátt í próf- kjöri Nýs vettvangs. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson flokksformaður vildi ekki lýsa yfír stuðningi við G-listann í Reykjavík sagði Siguijón Pétursson að nauðsynlegt væri að kalla saman landsfund í flokknum og skipta um formann. Vísir að klofningi Alþýðubandalagsins sást á síðasta landsfundi þess í nóvem- ber 1989 en eftir þann fund lýsti Ólafur Ragnar því kampakátur yfir í Morgunblaðsviðtali, að því færi íjarri að klofningur væri yfírvofandi í flokknum. Tölur úr niðurstöðum skoðana- kannana benda til þess að Svavar, Siguijón og félagar, arftakar Kommúnistaflokks íslands, sem vilja búa á bak við þagnarmúr, þótt Berlínarmúrinn sé fallinn, fái hroða- lega útreið í kosningunum á laugar- dag. Kannanimar sýna strauminn frá Alþýðubandalaginu til Nýs vett- vangs, til styrktar Ólafí Ragnari Grímssyni. Hið hlálega við þessa þróun er, að Ragnheiður Davíðs- dóttir, formaður Nýs vettvangs, sér ástæðu til að rita grein í Morgun- blaðið til að bera af Nýjum vett- vangi, að Óláfur Ragnar sé guðfað- ir listans. Þannig hafa bæði forystu- maður G-listans og Nýs vettvangs hafnað forsjá Olafs Ragnars Grímssonar opinberlega. Kosningarnar hér í Reykjavík ráða úrslitum um það, hvort Al- þýðubandalagið verður áfram til í sinni núverandi mynd. Svavar Gestsson hefur undanfarið, eftir páskaferð til Austur-Berlínar, ritað afturhaldssamar sósíalista-greinar í Þjóðviljann og er engu líkara en hann sé að leggja grunninn að nýj- um þröngum flokki, pólitísku skjóli fyrir sig og skoðanabræður sína í ofviðrinu sem er í vændum. Með því að yfirgefa Alþýðubandalagið og ganga til liðs við Nýjan vett.vang eru kjósendur hins vegar einvörð- ungu að lengja dauðastríðið á vinstri kantinum. Nýr vettvangur er í senn til marks um uppdráttar- sýkina í Alþýðuflokki Jóns Baldvins og einskonar flóttamannabúðir frá Alþýðubandalaginu, biðsalur áður en menn fínna sér varanleg heim- kynni. Er ekki skynsamlegast að stíga skrefíð til fulls til stuðnings við markaðskerfíð eins og kjósendur í Austur-Evrópuríkjunum? Sér- keilnilegast er ef alþýðuflokks- mönnum, sem vilja samstarf til hægri, fínnst það fýsilegur kostur að veita Nýjum vettvangi lið, sam- tökum sem stefnt er sérstaklega gegn Sjálfstæðisflokknum. Að stela sigrinum Að lista Nýs vettvangs standa þeir sem hafa verið flokksbundnir í Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Borgaraflokki auk hinna sem ekki líta á sig bundna nokkrum flokki. Þetta fólk kemur þannig úr ólíkum áttum og hefur ekki neina reynslu af því að starfa saman. Baráttuað- ferðirnar minna á átök í framhalds- skóla, þar sem meira er lagt upp úr að koma höggi á andstæðinginn, hvað sem það kostar, en hafa það sem sannara reynist. Farið er inn á þá nýju braut í auglýsingastríði að birta neikvæðar auglýsingar um andstæðinginn. Stefnumál listans eru annað hvort mjög almennt orð- uð eða ákaflega þröngt svo sem eins og á þann veg, að borgarstjór- inn eigi að ferðast um á reiðhjóli. Minnir það fyrirheit helst á heit- strengingar Jóns Baldvins Hanni- balssonar eftir að hann varð ráð- herra um að hann myndi aka um á „bragga". Hvernig hefur verið staðið við það? Ekki er tekin mikil áhætta með því að fullyrða, að fengju vinstri flokkarnir umboð til að stjórna Reykjavík í þessum kosningum, myndi Nýr vettvangur fljótt splundrast. Hann yrði þannig tíma- bundið fyrirbæri en pólitísku áhrifin yrðu langvinnari á öðrum vett- vangi. Barist frá útlöndum Engum duldist það í ársbytjun 1989, að Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra var ekkert um fundi þeirra Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins gefíð. Hann vissi sem var, að það kynni að höfða til margra framsóknarmanna að stofna til vinstra samstarfs gegn sjálfstæðis- mönnum. Auðvitað vildi þó Steingrímur vera þar fremstur í flokki eins og annars staðar. í kosn- ingabaráttunni nú hefur hann valið þann kost að halda sig sem mest í útlöndum. Strax daginn eftir að þingi lauk lagði Steingrímur land undir fót. Hann hefur minnt á sig með því að segja frá viðtölum sínum við fræga menn, suma þó að endem- um. Hér skal enginn dómur lagður á, hvaða áhrif þessi barátta Steingríms hefur. Hitt er ljóst, að Arafat gerði honum engan greiða með því að sýna honum ísraelsku myntina og skýra mynd á henni sem ótvíræða yfírlýsingu um útþenslu- stefnu ísraela, þar sem engin slík mynt hefur verið slegin að sögn ísraelskra yfirvalda. Þá eru mjög skiptar skoðanir um það, hvort umhverfisráðstefnan í Björgvin sem þeir sóttu Steingrímur og Júlíus Sólnes hafí markað jákvæð spor í baráttunni gegn mengun. Loks hlýtur að hafa verið erfítt fyrir for- sæt.isráðherra ríkisstjórnar íslands að sitja undir því í Prag, að Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, lýsti stefnu íslands gagnvart Litháen sem undansláttarstefnu. Hvernig ætlar ráðherrann að koma þeim skoðunum á framfæri annars staðar á Norðurlöndunum? Þannig sá Sigmund þá Jón Baldvin og Ólaf Ragnar þegar þeir hófú herferðina á Rauðu ljósi í janúar 1989. Framsóknarmenn eru sérfræð- ingar í að segjast annarrar skoðun- ar en aðrir telja þá vera. í barátt- unni sem þeir heyja nú fyrir að halda sæti í borgarstjórn Reykjavík- ur hafa framsóknarmenn lagst lágt, Engum duldist það í ársbyrjun 1989, að Steingrími Her- mannssyni forsætis- ráðherra var ekkert um fundi þeirra Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins gefíð. Hann vissi sem var, að það kynni að höfða til margra framsóknar- manna að stofna til vinstra samstarfs gegn sjálfstæðis- mönnum. Auðvitað vildi þó Steingrímur vera þar fremstur í flokki eins og annars staðar. I kosningabar- áttunni nú hefur hann valið þann kost að halda sig sem mest í útlöndum. þótt þeir segist setja siðferði í önd- vegi. Hið furðulegasta við Fram- sóknarflokkinn er að hann skuli halda fylgi sínu sama á hveiju dyn- ur og síðan geta smeygt sér í það gervi sem þarf til að komast í valda- aðstöðu. Flokkurinn kann hins veg- ar nú að standa á svipuðum tíma- mótum og Alþýðubandalagið að því leyti, að meginhugsjón hans er að hrynja eða það sem hún hefur verið ummynduð í: Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Hið fjár- hagslega og hugmyndafræðilega uppgjör sem af því leiðir kann ekki síður að verða hrikalegt og erfitt en uppgjörið eftir miðstýringu kommúnismans. Líklega hefur vandi SÍS þó ekki komið nægilega mikið fram í dagsljósið enn þá til að hann hafi áhrif í kosningunum núna, enda hafa andstæðingar Framsóknarflokksins ekkert komið við þennan viðkvæmasta blettinn á honum. Horftiu flokkarnir Það er staðreynd að enginn for- manna stjórnarflokkanna getur kosið eigin flokkslista í sveitarfélög- unum þar sem þeir búa. í Garðabæ, heimabyggð Steingríms Hermanns- sonar, tala menn um KGB-listann til að minna á að stuðningsmenn Kvennalista, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks hafa sameinast um einn lista, sem forsætisráðherra kýs væntanlega. Á Seltjarnarnesi þar sem þeir búa flokksformennirn- ir Júlíus Sólnes og Ólafur Ragnar Grímsson býður hvorki Borgara- flokkur Júlíusar né Alþýðubandalag Ólafs fram. I Reykjavík er enginn A-listi í boði fyrir Jón Baldvin Hannibalsson. Þessi staðreynd segir meira en mörg orð. Þó er ekki enn unnt að tala um Alþýðubandalag, Alþýðuflokk og Framsóknarflokk almennt sem horfna lista, þar sem menn beijast víða um land undir merkjum flokk- anna. Borgaraflokkurinn skiptir hins vegar engu máli í sveitar- stjórnakosningunum og hljóta fleiri þingmenn hans en Ásgeir Hannes Eiríksson, sem er í framboði fyrir Nýjan vettvang, þótt kosninga- stjórnin hafi látið eins lítið á honum bera og frekast er kostur, að vera farnir að velta því fyrir sér, hvar þeir eigi að leita fyrir sér vilji þeir sinna stjórnmálum áfram. Með hliðsjón af þeirri miklu upp- sveiflu sém orðið hefur á fylgi Kvennalistans á undanförnum árum, ef marka má skoðanakann- anir, kemur á óvart, hve lítið fer fyrir honum til dæmis í kosninga- baráttunni í Reykjavík. Listinn rek- ur uppruna sinn til velgengni í borg- arstjórnarkosningum 1982, þegar hann fékk fleiri atkvæði í fyrstu atrennu en Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur. Kvennalistinn hefur alltaf starfað með öðrum blæ en hinir stjórnmálaflokkarnir, þannig að það boðar ef til vill ekki almennt fylgisleysi og upphaf endaloka, að listinn hafí horfið í kosningabarátt- unni. Mikið i húfí Landsmálabaráttan hefur ekki sett svip sinn á sveitarstjórnakosn- ingarnar. Á hinn bóginn er ljóst, að úrslit kosninganna verða metin sem skýr vísbending um stöðu flokkanna á landsvísu og framtíð ríkisstjórnarinnar. Þar kemur til dæmis í fyrsta sinn í ljós, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn stendur að vígi eftir klofninginn fyrir þing- kosningarnar 1987, þegar Albert Guðmundsson yfirgaf flokkinn og stofnaði Borgaraflokkinn. Kannanir nú benda til mikils fylgis flokksins á landsvísu og styrkrar stöðu í höf- uðvígi hans, Reykjavík. Á liðnum vetri fagnaði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, samstarfi A-flokkanna, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Hann taldi nýjan flokk þeirra Jóns Bald- vins og Ólafs Ragnars greinilega ekki verða til þess að fylla neitt tómarúm eftir Sjálfstæðisflokkinn heldur myndi slíkur flokkur skerpa línur í stjórnmálunum og auðvelda fólki að gera upp á milli flokka. Þorsteinn sér auðvitað að þeir sem hafna sósíalískri jafnaðarstefnu geta ekki kosið slíkan forsjár- hyggjuflokk heldur hljóta að snúa sér beint til Sjálfstæðisflokksins; Alþýðuflokkurinn sé einfaldlega að færast til vinstri með samstarfi við Alþýðubandalagið. Kemur þetta viðhorf heim og saman við könnun Félagsvísindastofnunar á uppruna fylgis Nýs vettvangs, það er að mestu frá Alþýðubandalaginu. Sterkasta tromp sjálfstæðis- manna er að geta bent á hve vel Reykjavík og öðrum sveitarfélögum hefur vegnað, þar sem þeim hefur verið treyst til meirihlutastjórnar. Þau eru auk Reykjavíkur: Seltjarn- arnes, Mosfellssveit Garðabær, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Tálknafjörður, Ólafsfjörður og Hveragerði. Nú beinist athygli sér- staklega að baráttu sjálfstæðis- manna við meirihluta vinstri manna í Kópavogi og Hafnarfirði. Einnig er fylgst með því af athygli, hvort Alþýðuflokknum tekst að verja hreinan meirihluta sinn í Keflavík og hvort rauði liturinn er jafn sterk- ur og áður á Neskaupstað, þar sem Alþýðubandalaginu hefur löngum verið treyst til meirihlutastjórnar. Þá hefur það gerst síðan kosið var síðast, að Davíð Oddssyni, borg- arstjóra í Reykjavík, hefur verið falinn nýr trúnaður í Sjálfstæðis- flokknum, en á liðnu hausti var hann kjörinn varaformaður flokks- ins. Er ekki vafi á því, að úrslitin í Reykjavík verða túlkuð í ljósi þessa og þau munu hafa áhrif á styrk Davíðs innan flokksins út fyrir borgarmörk Reykjavíkur. í syeitarstjórnakosningum eru menn að velja forystumenn í sveit- arfélagi sínu. Úrslit kosninganna verða hins vegar notuð sem vog á pólitíska ástandið í landinu og með atkvæði sínu nú geta menn ekki síður en í þingkosningum haft mik- il áhrif á stjórn landsmála. Vandinn er hins vegar í mörgum tilvikum sá að víða hafa stjórnarsinnar og ráðherrar reynt að fela flokka sína. Er það tilviljun eða kannski til marks um trú á góðan málstað? assé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.