Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 52

Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 Bæjarstjórn Akureyrar: Framkvæmdum frest- að vegna skekkju í uppgjöri staðgreiðslu SAMÞYKKT var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í fyrradag að fresta framkvæmdum fyrir 40 milljónir króna þar til við endurskoðun fjár- þagsáætlunar í ágúst og kom fram í máli Sigfusar Jónssonar bæjar- sljóra að ákveðið hefði verið að fresta umræddum framkvæmdum vegna skekkju í uppgjöri við útreikning skiptihlutfalls staðgreiðslu og einnig hefði snjómokstur í vetur farið 7-8 miiljónir króna fram úr áætlun. Gatnagerðaráætlun fyrir yfirstandandi ár upp á 90 milljónir króna var samþykkt á fundinum. Af liðnum gatnagerð, ósunduriið- að er frestað framkvæmdum fyrir 20 milljónir króna, frestað er hönnun á nýbyggingum fyrir 10 milljónir, 6 milljónir vegna byrjunarfram- kvæmda við nýja slökkvistöð, 2 millj- ónir vegna kaupa á erfðafestulöndum og 2 vegna vélakaupa. Gatnagerðaráætlun fyrir árið 1990 var samþykkt á fundinum en 90 milljónum króna verður varið til gatnagerðar á árinu. Alls verður :varið 25,1 milljón í nýbyggingar gatna, 15,6 milljónum vegna endur- byggingar gatna og fleira, 13,4 millj- ónir fara til nýlagningar gangstétta, 9,1 í malbikun gangstétta og 6,8 í ýmis verk. Stærsti liðurinn, 20 milljónir, eru vegna breytinga og endurbóta á frá- veitukerfi bæjarins. Tæknideild bæj- arins hefur verið falið að gera frum- hönnun og kostnaðaráætlun vegna breytinga og endurbóta sem gera þarf á fráveitukerfinu miðað við breyttar kröfur heilbrigðisyfirvalda um fráveitur. Er við það miðað að unnt verði að flytja allt skólp frá byggð sunnan Oddeyrar norður fyrir Oddeyrartanga og að stefnt að því að allt fráveituskólp frá byggð verði grófhreinsað áður en það er leitt til sjávar. Morgunblaðið/GSV Kristjana F. Arndal hefúr hlotið starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar, fyrst listamanna. Myndin er tekin við Laxdalshús er tilkynnt var um bæjarlistamanninn. Frá vinstri Ingólfur Armannsson menningar- fúlltrúi, Þórey Eyþórsdóttir, Kristjana, Rut Hansen og Gunnar Ragnars formaður menningarmálanefndar. Kristjana F. Arndal bæjarlistamaður Akureyrar: Ætla að vinna af krafti KRISTJANA F. Arndal er fyrsti Iistamaðurinn sem hlýtur starfs- OG EFNDIR- Sjálfstœðisflokkurinn hefur sýnt í verki að hann stendur við þau loforð sem hann gefur. Eftirtalin loforð voru gefin fyrir síðustu kosningar, og flokkurinn hefur staðið við þau öll. (-/ Sjálfstæöisflokkurinn náöi því markmiöi sínu aö gera Akureyringum kleift V! aö búa viö lægri orkugjöld frá Hitaveitu Akureyrar. Aö raungildi nemur þessi lækkun um 20%. , - 4, Sjálfstæðisflokkurinn lofaöi því, aö byrjaö yrði á framkvæmdum á nýrri V hafnaraöstcjðu. Nú í lok kjörtímabilsins hefur ekki aöeins veriö staðið viö þaö loforð heldur er framkvæmdum aö mestu lokiö og kostnaður við þær minni en áætlað var. Sjálfstæöisflokkurinn lofaði því, aö dvalarrýmum fyrir aldraða yrði fjölgað. ÍV haö loforð hefur veriö staðiö viö, bæöi með byggingu þjónustuíbúða og meö viðbyggingu dvalarheimilisins Hlíð og kaupum á sambýli fyrir aldraða. Sfl sfl st Sjálfstæðisflokkurinn lofaði því að sundlaug yrði byggð í Glerárhverfi. Við það loforð hefur verið staðið og nú er búið að opna hana almenningi. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að fasteignaskattur af ibúðahúsnæði yrði innheimtur án álags. Við þetta loforð hefur verið staðið. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að minnsta kosti einu skipi til viðbótar í skipaflota Útgerðarfélags Akureyrar. Við það loforð var staðið. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði öflugum stuðningi við háskóla á Akureyri. Háskólinn er nú orðinn að veruleika og er aðsóknin að skólanum ágæt. r~É Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að skipuleggja Glerársvæðið með það í huga að IV i þar geti risið íbúða- og stofnanabyggð. í nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessu svæði og hugmyndir eru uppi um nýjan íþróttaleikvang Akureyrar á svæðinu. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FORYSTA TIL FRAMTÍÐAR laun bæjarlistamanna á Akur- eyri, en um það var tilkynnt í hófi í Laxdalshúsi um helgina. Kristjana er Hafnfirðingur, en hún hefúr verið búsett um tíu ára skeið í Svíþjóð, auk þess sem hún bjó um tíma í Englandi og í Isra- el. Kristjana hefúr verið búsett á Akureyri frá því snemma á síðasta ári. Kristjana var valin úr hópi fimm umsækjenda um starfslaun bæjarlistamanns. „Þetta er mikið framtak hjá bænum að koma þessu á og það er mér mikill heiður að verða fyrsti bæjarlistamaðurinn sem fær starfs- laun. Ég kann ákaflega vel við mig hér í bænum, viðtökurnar hafa ver- ið góðar,“ sagði Kristjana í samtali við Morgunblaðið. Kristjana stundaði nám í Mynd- listaskólanum í Reykjavík 1959-63, sótti námskeið í teikningu í Eng- landi 1969-70, var í Myndlistaskól- anum í Reykjavík í teiknun, málun og myndmótun 1970-75, en það ár hóf hún nám við Listaháskólann í Stokkhólmi þar sem hún var fjögur ár í málaradeild og eitt ár í grafík- ■ LEIKRITIÐ Fátækt fólk verður sýnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar í síðasta sinn um helgina, á föstudags- og sunnudagskvöld. Leikritið samdi Böðvar Guð- mundsson rithöfundur upp úr end- urminningum Tryggva Emilsson- ar. ■ UPPSKER UHÁ TÍÐ Skákfé- lags Akureyrar fyrir öll skákmót frá áramótum fer fram í dag, upp- stigningardág, 24. maí kl. 16 í fé- Iagsheimili Skákfélagsins. Boðið verður upp á veitingar og er þess vænst að sem flestir komi og fylg- ist með. deildinni. Þá hefur hún einnig sótt ýmis námskeið í Stokkhólmi. Krist- jana hefur hlotið margvíslega styrki og hún hefur haldið einkasýningar í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Svíþjóð, Bandaríkjunum og í Nor- egi, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. „Nú get ég unnið ótrufluð að myndlistinni og ég ætla mér að vinna af krafti á næstunni, mun einbeita mér algjörlega að listinni," sagði Kristjana, en hún mun sem bæjarlistamaður efna til sýninga á verkum sínum á næsta ári. „Ég vinn lengi að hverri mynd, rissa upp skissur á blað fram og til baka og þannig þróast myndefnið þar til allt í einu kemur að því að ég get farið að vinna að myndinni fyrir alvöru. Myndefnið sæki ég gjarnan í augnabliksstemmningar, eitthvað sem ég hef upplifað,“ sagði Krist- jana. Vorsýning Myndlista- skólans Vorsýning Myndlistaskól- ans á Akureyri hefst í dag, uppstigningardag, 24. maí kl. 14. og verður hún opin í fjóra daga, fram á sunnudag 27. maí. Opið verður sýningar- dagana frá kl. 14-22. A sýningunni í Myndlistaskó- lanum eru verk eftir alla nem- endur skólans en þeir eru um 220, þannig á á sýningunni gefst gott yfírlit yfír starfsemi vetrarins. Kim Larsen í íþróttahöllinni ó morgun, föstudaginn 25. maí, kl. 20.30. Forsala aógöngumióa: Akureyri: Tónabúðin, Sunnuhlíd, og Ttílvutæki—Bókval. Saudárkróki: Verslunin Ábær. Siglufirdi: Verslunin Torgiö. Húsavík: Feröaskriístofa Húsavíkur. Sætaferðir frá HúsaviT<, Ólafsfirði, Sauðárkróki, Dalvík og Siglufirði. Miðaverð kr. 1.800. Visa og Euro íforsöíu við innganginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.