Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 Sjávarútvegur — iðnad- ur — fiskveiðisljórnun eftir Ágúst Einarsson Fyrri grein Grundvöllur umfjöllunar um sambúð iðnaðar og sjávarútvegs með sérstakri hliðsjón af stjómun fískveiða er að glöggva sig á þætti þessara atvinnugreina í þjóðarbú- skapnum. í grein þessari verður stjómun fiskveiða skoðuð í stærra samhengi en nú er oftast gert. Einnig verður velt upp nokkrum hugmyndum um samvinnu þessara tveggja atvinnugreina í framtíðinni. Útflutningstekjur landsmanna íslendingar, sem fámenn þjóð, em meira háðir utanríkisviðskiptum en aðrar þjóðir. Mikilvægi og sér- staða sjávarútvegs liggur ekki hvað síst í því hve stóran hluta hann axlar í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Útflutningstekjur Islendinga í fyrra vom 111 milljarðar. Mynd 1 sýnir þátttöku nokkurra atvinnu- greina í gjaldeyristekjum. Á myndinni sést hlutur nokkurra atvinnugreina í gjaldeyristekjum síðustu 7 ár frá 1983 til og með 1989. Sjávarafurðir bera höfuð og herðar yfír aðrar greinar með frá 46% gjaldeyristekna 1983 upp í 51% í fyrra. Iðnaði er tvískipt, í fyrra lagi stóriðjuverksmiðjurnar tvær í Straumsvík og á Grundartanga, sem skila frá 9% til 14% gjaldeyris- tekna. Þessar stóriðjuverksmiðjur hafa nokkra sérstöðu í iðnaðar- framleiðslu. Aðrar iðnaðarvörur er með 5-6% gjaldeyristekna öll þessi 7 ár og vega þar ull og niðurlagðar sjávar- afurðir þyngst. Einnig eru á myndinni tekjur af erlendum ferðamönnum til að sýna þátt þessarar vaxandi atvinnugrein- ar. Framlag hennar hækkar frá 3% í 6% gjaldeyristekna á þessum 7 ámm. Tekjur vegna samgangna koma reyndar oft á eftir sjávarútvegi og em með 10-13% gjaldeyristekna undanfarin ár. Tekjur af vamarliðinu eru 6-7% af gjaldeyristekjum á þessu tíma- bili. Yfirburðastaða sjávarútvegs á Þáttur nokkurra atvinnu- greina í gjaldeyristekjum 60 50 40 00 20 10 Ar ■H SjAvanltvogiir [ Jl Aörar iönaftarvÖr\ir þessu sviði hefur skapað honum sterk ítök í íslensku þjóðfélagi. Vafalaust kemur ýmsum á óvart, hve lítill hluti aðrar iðnaðarvörur era af gjaldeyristekjum. Framlag til landsframleiðslu Fleira er hins vegar í þjóðarbú- skapnum en fenginn dollar eða pund, þótt mikilvæg séu. Innlend framleiðsla á iðnaðarvörum og öðru sem sparar gjaldeyri og er þannig í samkeppni við innflutning er líka mikils virði. Hægt er að meta þátt atvinnu- greina með ýmsu móti; sem hlut- fall af vinnuafli sem starfar í grein- inni, sem hlutfall fjárfestinga og fleiri mælikvarðar eru mögulegir. Á mynd 2 sést framlag nokkurra S'tóriöja Erlo.ndir feröamonn atvinnugreina til landsframleiðslu. Hér er valin sú léið að sýna hefð- bundinn samanburð sem er þáttur atvinnugreina í landsframleiðslu. Við staðnæmumst við sjávarútveg og iðnað eins og áður í okkar sam- anburði. Framlag sjávarútvegs eykst á þessum 7 árum úr tæpum 12% í rúm 16%. Annar iðnaður skilar 12-14% landsframleiðslunnar. Athygli vekja hinar miklu sveifl- ur í stóriðjuframleiðslu frá 0,8% til 2,0%. Sundurgreindar tölur stóriðju og annars iðnaðar fýrir síðustu 2 ár vom ekki tiltækar, en iðnaður samtals er 13,6% og 13,5% þessi 2 ár og eru síðustu 2 árin þess vegna sýnd sérstaklega á myndinni. Hér er miklu meira jafnræði milli sjávarútvegs og iðnaðar. Lands- framleiðsla okkar í fyrra var rétt tæpir 300 milljarðar, þannig að hér erum við að tala um mikilvæga þætti og hvert prósentustig sam- svarar miklum verðmætum. Auðvitað vega aðrar atvinnu- greinar þungt í þessu. Byggingar- starfsemi skilar um 9%, samgöngur um 8%, verslun, veitinga- og hótel- rekstur um 8%. Aðalatriðið er þó, að engin at- vinnugrein hérlendis getur staðið óstudd. Allt er atvinnulífið samofíð, styður, styrkir og veikir hvert ann- að allt eftir viðskiptum manna á milli. Þannig væri enginn sjávarútveg- ur hér ef ekki væri öflugur iðnaður og víst væri enginn iðnaður ef við hefðum ekki sterkan sjávarútveg. Einangmnarstefna er ekki skyn- samleg en betur verður vikið að því síðar. Þessi samanburður hér að fram- an sýnir samt viss hlutföll og ákveðna þróun. Samvinna atvinnugreinanna Mjög stór hluti iðnaðar hefur beinlínis byggst upp í tengslum við sjávarútveg; skipasmíðaiðnaður, margvíslegur vélsmiðjurekstur og rafeindaiðnaður svo nokkur dæmi séu nefnd. Sambúð er góð milli atvinnu- greina hérlendis á mörgum sviðum. Launakjörin eru svipuð í sjávarút- vegi og iðnaði í landvinnslu, en sjó- menn njóta verulega hærri launa sem markast m.a. af hlutaskipta- kerfi þeirra. Lánsfjármagn er nú orðið í stór- um dráttum á sama verði til iðnað- ar og sjávarútvegs og er það vel. Eðlileg samkeppni er þannig milli þessara greina bæði á vinnu- og fjármagnsmarkaði. Erfitt er að meta styrkleika atvinnufyrirtækj- anna, en eigið fé er væntanlega nú orðið meira í iðnfyrirtækjum í sam- anburði við sjávarútveg. Nær óger- legt er að alhæfa um þetta. Aðstæð- ur eru svo mismunandi milli fyrir- tækja og greina. En hvað með fiskveiðistjórnun- ina? Rýrir ekki núverandi stjórnun möguleika iðnaðar á vexti vegna þess að gengisskráning sé röng? Áður en þeirri spurningu er svar- að verður sýnt hvernig hægt er að Framlag nokkurra atvinnu- greina til landsframleiðslu 20 15 10 20 15 10 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Ár ■B Sjftvurrttvcgur L Jl Aftr«r iftnaftarvörur Stóriöja Iftnaftur aamtala Útflutningur sjávar- afiirða íslands og Noregs Milljarðar 70 i— --------—------------+ 60 50 40 30 20 10 1987 Ágúst Einarsson „Mjög stór hluti iðnaðar hefiir beinlínis byggst upp í tengslum við sjáv- arútveg; skipasmíða- iðnaður, margvíslegur vélsmiðjurekstur og rafeindaiðnaður svo nokkur dæmi séu nefiid.“ spara 25 milljarða á ári við stjórnun fiskveiða. Hvernig má spara 25 miHjarða á ári við fískveiðistjórnun? Hér verður sýnt hvernig þetta er hægt og munar satt best að segja um minna. En fyrst verður aðeins að líta í kringum okkur. Sjávarútvegurinn á í vemlegri samkeppni erlendis og helstu keppinautar okkar á flestum mörkuðum em Norðmenn. Á mynd 3 sést útflutningur ís- lendinga og Norðmanna í milljörð- um króna fyrir 3 síðustu ár. Útflutningstekjur Norðmanna af sjávarafurðum eru ívið meiri en okkar þ.e. 10,4% meiri árið 1987, 10,7% meiri árið 1988 og aðeins 8,1% meiri árið 1989. Vemlegur samdráttur varð hjá þeim í fyrra eins og þessar tölur bera með sér. Hér eru bornar sam- an hefðbundnar sjávarafurðir, þ.e. botnfiskveiðar og -vinnsla, og upp- sjávarafli eins og loðna og síld. Fiskeldi er ekki inni í þessum sam- anburði. Norðmenn flytja út, eins og við, megnið af sjávaraflanum. Starfandi sjómenn á Islandi eru um 6 þúsund en um 20 þús. í Noregi. Skipafloti Norðmanna er mörgum sinnum stærri og allt að 9 sinnum fleiri skip em þar en í íslenska flotanum. Lauslegur samanburður á út- gerðarkostnaði sýnir að væri norska fyrirkomulagið hér væri almennur útgerðarkostnaður a.m.k. 16 mill- jörðum hærri. Þótt launakjör sjómanna væru rýrð veralega, þá væm launa- greiðslur til sjómanna a.m.k. 9 millj- örðum hærri en nú er, ef norska fiskveiðistjómunin væri höfð hér- lendis við stjórnun fiskveiða. Hér er mjög vægt farið í saman- burði. Auðvitað var vitað að þetta væri óhagkvæmt hjá frændum okk- ar, en að íslensk fiskveiðistjórnun skili a.m.k. 25 milljarða lægri til- kostnaði en hjá helsta samkeppnis- aðila er mikið. Þetta er um 400 þús. kr. ávinningur fyrir hveija 4ra manna fjölskyldu í landinu. Hvernig gera Norðmenn þetta? Þeir styrkja sjávarútveginn m.a. úr ríkissjóði. Árið 1989 nam styrkur- inn 7,5 milljörðum og á þessu ári, 1990, 10,5 milljörðum eða yfír 12% af útflutningstekjum sjávarafurða þeirra. Þetta sýnir og fólk ætti að skynja að fiskveiðistjómun okkar er mjög árangursrík og hagkvæm í saman- burði við aðra. Höfundur er prófessor við Háskóla hlnndsJi^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.