Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 74
74
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
Gardsláttuvélin
wn StLÖQ ÁILLLÍ m
Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu
Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg.
Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg.
3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél.
Auðveldar hæðarstillingar.
Þú slærö betur meö
^ SÆm&sXt
A AburM AUtM/A J,lJJiA av'
SIMI: 681500 - ARMULA 11
Dáleiðsla
Lífsafl býður upp á einkatíma og námskeið í
dáleiðslu fyrir fólk sem vill ná góðri slökun á
hug og líkama og geta nýtt sér hana í
daglegu lífi.
Með hjálp dáleiðslu nærð þú meiri
einbeitingu, slökun, skýrari hugsun, hugarró
um málefni sem hafa angrað þig o.s.frv.
Námskeið í dáleiðslu verður haldið
laugardaginn 26. maí n.k. Leiðbeinandi er
Friðrik Páll Ágústsson A.V.P.
Ath!!!
Fjöldi er takmarkaður,
vinsamlegast skráið ykkur sem
fyrst í síma:
91 - 622199
LIFSAFL Laugavegur 178, 105 Rvk.
Handan við
gröf og dauða
eftir Steinþór
Þórðarson
Kristið fólk lítur á Biblíuna sem
leiðarvísi til farsældar í jarðnesku
lífi, og einnig til undirbúnings fyrir
eilífa lífið. Þó virðast fáir lesa hana,
enda verður fólki það iðulega á að
gera eitt eða annað sem brýtur í
bága við leiðbeiningar hennar.
Ætla mætti að fólk léti sér annt
um að fylgja þessari fræðslu Guðs,
ekki síst þegar hún fjallar um sálu-
hjálp, eilíft líf og eilífan dauða. En
þar sem Biblían er almennt lítið
lesin, fer fólk gjaman eftir marg-
víslegum öðmm leiðbeiningum sem
leiða á villigötur. Þetta skal útskýrt
nánar.
í sköpuninni sagði Guð við mann-
inn: „af skilningstrénu góðs og ills
mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt
og þú etur af því, skalt þú vissulega
deyja.“ (1. Móse 2.16-17). Skömmu
síðar kemur Satan fram á sjónar-
sviðið og segir við konuna: „Vissu-
lega munuð þið ekki deyja!“ (1.
Móse 3.4). Aðeins önnur yfirlýsing-
in er sönn. Nú vitum við að þar sem
mannkynið trúði Satan fremur en
Guði bíður dauðinn allra manna.
Við vitum núna að Guð hafði rétt
fyrir sér, og að Satan fór með lygar.
Algeng er sú skoðun að í dauðan-
um haldi hinn dáni áfram að lifa
eins og ekkert hafi í skorist. Sam-
kvæmt skýringum orðabóka, bæði
íslenskum og erlendum, þýða hug-
tökin „dauði“ og „að deyja“ fjör-
tjón, ævilok, að hætta að lifa, .enda
er dauðinn algjör andstæða við lífið.
Óvinur mannkynsins taldi okkar
fyrstu foreldrum trú um að dauðinn
væri líf, og alla tíð síðan hafa marg-
ir trúað þessari blekkingu. En hvað
hefur Bibh'an að segja um dauðann.
Páll postuli skrifar Tímóteusi um
„konung konunganna og Drottin
drottnanna. Hann einn hefur ódauð-
leika,“ (1. Tím. 6.15-16). Þar höfum
við það á hreinu að mennirnir eru
dauðlegir. Þó er það algeng skoðun
á meðal hinna kristnu að maðurinn
sé ódauðlegur. Gagnstætt útbreidd-
um skoðunum fólks segir Biblían
að dánir muni ekki lifa á ný, í einu
formi eða öðru, fyrr en Guð vekur
hina dánu aftur til lífsins. Sálma-
skáldið lýsir því sem gerist þegar
menn deyja. „Andi þeirra líður burt,
þeir verða aftur að jörðu, á þeim
degi verða áform þeirra að engu.“
(Sálmar 146.4). Á öðrum stað segir
í orði Guðs: „Því að þeir sem lifa,
vita að þeir eiga að deyja, en hinir
dauðu vita ekki neitt og hljóta eng-
in laun framar, því að minning
þeirra gleymist. Bæði elska þeirra
og hatur og öfund, það er fyrir
löngu farið, og þeir eiga aldrei
framar hlutdeild í neinu því, sem
við ber undir sólinni.“ (Préd. 9.5-6).
í 10. versi segir: „Allt, sem hönd
þín megnar að gjöra með kröftum
þínum, gjör þú það, því að í dánar-
heimum, þangað sem þú fer, er
hvorki starfsemi né hyggindi né
þekking né viska." Samkvæmt
S túdentastj arnan,
14 karat gull,hálsmen eða prjónn.
Verð kr. 3.400
Jðn Slpunílsson
Skurtyipaverzton
LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI 13383
SÖLUAÐILAR GARFIELD: Reykjavik: Toppskórinn Veltusundi,
Skólinan Laugavegi, Sparta Laugavegi, Skóbær Laugavegi, Skóverslun Helga Völvufelli,
Glæsiskórinn Glæsibæ, Skóhöllin JL-húsinu. Hafnarfjörður: Skóhöllin Reykjavfkurvegi.
Keflavik: Skóbúð Keflavíkur. Hveragerði: Byggingavöruv. Hveragerðis. Grindavfk:
Málmey. Seifoss: Kaupfélag Árnesinga. Akranes: Staðarfell. Borgarnes: Kaupfélag
Borgfirðinga. Akureyri: Skótískan. Húsavík: Skóbúð Húsavíkur. Egilsstaðir: Krummafótur.
Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Patreksfjörður: Versl. Ara Jónssonar. Djúpivogur:
E.H. búðin. Hvolsvöllur: Kaupfél. Rangteyinga. Ólafsfjörður: Blóm og gjafavörur. Þingeyri: |
Kaupfél. Dýrfirðinga. Höfn Hornarf.: Orkuver. Ólafsvík. Versl. Vík.
Notum nú
dómgreindina
eftirHalldór segir hann. Þó er það einsdæmi
að þessi mannalát séu opinberlega
rakin til neyslu eiturlyfja. Skráðar
dánarorsakir eru „hjartaáfall,
heilablóðfall, köfnun, sjálfsvíg, fólk
verður úti, ferst í umferðarslysum,
bíður bana í átökum og svo má
lengi telja.“
Hér skal ekki dvalist við einstak-
ar sorgarsögur en allar þessar
dánarorsakir eru gamalkunnar úr
sögu okkar og áttu rætur að rekja
til drykkjuskapar áður en hin nýrri
efni komu til sögu.
Morgunblaðið hefur þann góða
sið að birta vikulega útdrátt úr
bókum lögreglunnar. Þennan
þriðjudag sem leiðarinn er kenndur
við eitur og dauða gefur þar að
lesa m.a.:
„A.m.k. 70 sinnum þurfti lög-
reglan að hafa afskipti af ölvuðu
fólki. 22 gistu fangageymslurnar,
12 á laugardagsnótt, 8 á sunnu-
dagsnótt og 2 á mánudagsnótt. 5
þeirra voru færðir fyrir dómara að
morgni og boðið að gera upp fyrri
gerðir sínar á kr. 7.000-10.000.
Það voru þeir, sem höfðu haft
uppi ókurteislegt athæfi á al-
mannafæri, sýnt af sér miður góða
hegðun og einn hafi haft uppi til-
burði til þess að bíta starfandi lög-
regluþjón. Stundum er ekki djúpt
á dýrseðlinu í mannskepnunni.
Aðrir þeir, er nutu gistiaðstöðu
fangageymslunnar, voru þar vegna
undanfarinna þjófnaða, innbrota,
heimilisófriðar, slagsmála og
skemmdarverka. Þeir voru færðir
fyrir starfsmenn rannsóknadeilda
Rannsóknarlögreglu ríkisins og
gert að gera þar nánar grein fyrir
málum sínum.
19 ökumenn eru grunaðir um
að hafa ekið undir áhrifum áfengis
um helgina. 16 þeirra voru stöðv-
aðir í akstri, en þrír höfðu lent í
umferðaróhöppum. “
Kristjánsson
Forustugrein Morgunblaðsins
10. apríl sl. heitir Eitur og dauði.
Hún er að verulegu leyti byggð á
viðtali sem blaðið átti við Hákon
Siguijónsson rannsóknarlögreglu-
mann í fíkniefnadeildinni og birtist
sunnudaginn áður.
í þessari forustugrein segir svo
m.a.:
„íslendingar hafa að mestu ver-
ið lausir við þann vanda sem eitur-
lyf hafa í för með sér með tilheyr-
andi ofbeldi og glæpum.“
Þetta er ofmælt. íslendingar
hafa lengi neytt áfengis og eru af
því margar ljótar sögur og átakan-
legar fyrr og síðar.
Mjög samtímis því sem Morgun-
blaðið birtir þessa grein kemur út
Fréttabréf Vímulausrar æsku. Þar
er viðtal við annan mann frá fíkni-
efnadeild lögreglunnar, Arnar
Jensson. Hann segir m.a.:
„Því má heldur ekki gleyma að
það er undantekning ef maður
neytir aðeins eins fíkniefnis. Ferill
þeirra neytenda sem við kynnumst
er venjulega sá að bytjað er í
áfengi og það verður að vanda-
máli, þá kynnast menn hassinu.
Við hassnotkun dofnar yfir öllu og
veröldin verður grá og dofin. Til
að losna við þennan gráma fer
fólkið í amfetamín.“
Þetta er venjulega leiðin. Auk
þess sem áfengi er hættulegt efni
sem margan hefur að velli lagt
eins og Sirak segir, opnar það lan-
goftast leiðina fyrir öðru eitri sem
er nýrra í sögunni og sumt ennþá
áhrifameira.
í viðtalinu við Hákon kemur
ýmislegt fram um eiturdauðann:
„Á 10 ára tímabili hafa 57 þeirra
sem voru á skrá hjá okkur látist,“
Steinþór Þórðarson
„Upprisa Lasarusar, og
annarra sem Biblían
greinir frá, er fyrirheit
um að síðar muni allir
þeir sem dáið hafa í trú
á frelsarann einnig upp
rísa, þ.e. þegar Kristur
kemur aftur í skýjum
himinsins.“
þessum yfirlýsingum Biblíunnar
vita hinir dauðu ekki neitt, og þeir
eru ekki færir um nokkra starfs-
semi. Sjálfur líkti Drottinn dauðan-
um við svefn þegar vinur hans,
Lasarus, dó. Hann sagði: „Lasarus,
Halldór Kristjánsson
„En öllu öðru fremur
viljum við þó hinda von-
ir við að menn fari nú
að nota dómgreindina
og hugleiða hvað þeir
geti gert og hvað okkur
beri að gera hverjum
og einum til að hnekkja
neyslu þessara voða-
legu tegunda.“
Þessi helgi mun hafa verið talin
tiltölulega róleg hjá lögreglunni.
Þó liggur mikil mæða, ólán og leið-
indi að baki þessum óhöppum öll-
um. Um það ætti ekki að þurfa
að ræða frekar.
í forustugreininni er svo vikið
að því að Heilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna telji horfur á því
að 500 milljónir manna deyi af
völdum reykinga á næstu 25 árum.
í framhaldi af því segir að ríkis-
valdið leggi blessun sína yfir mesta
ógnvaldinn, tóbakið og spurt hvaða
siðferðislegan rétt það hafi til að
gera sér verslun með slíkan ófögn-
uð að gróðalind.
Hins vegar nefnir blaðið. ekki
áfengisverslun og birtir heldur