Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 76
76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hafðu samband við annað fólk,
en gættu vel að því sem þú segir
um athafnir þinar. Það sem ger-
ist á bak við tjöldin er þér í hag.
Naut
(20. apríl - 20. mal) 1
Þú vinnur að einhvetju verkefni
með vinum þínum í dag. Þó að
ekki sé heppilegt að leita eftir
fjármálaráðgjöf núna verður þú
að taka mikilvæga ákvörðun sem
varðar fjárhag þinn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Eitthvað sem þú gerir núna á
eftir að koma þér vel síðar. Þú
telur þig ekki vita nógu mikið til
að geta tekið ákvörðun um
ákveðna fjárfestingu. Sjálfs-
traust þitt fer vaxandi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Rannsóknarverkefni verður á
dagskrá hjá þér innan skamms.
Þið hjónin vinnið saman eins og
einn maður og gerið áætlun fyrir
framtíðina. Ferðaáætlun er einn-
ig í bígerð.
Ljón
(23. júl! - 22. ágúst)
<ef
Þig langar til að hitta vini þína
oftar en þú gerir, en þú átt svo
annríkt í vinnunni að allt annað
verður að víkja. Haltu þig samt
við langtímamarkmið þín.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <1$
Einhleypingar komast í snertingu
við rómantíkina í dag. Hjón taka
mikilvæga ákvörðun sem varðar
bam þeirra. Byijaðu á einhveiju
nýju og stefndu hátt.
(23. sept. - 22. október)
í dag er tilvalið að gera ferða-
áætlanir. Líklegt er að breytingar
verði heima fyrir hjá þér núna.
Ættingi þinn biður þig um að
gera sér greiða.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sjálfsöryggi þitt er í góðu lagi
núna og þér finnst þú fullfær um
að takast á við verkefni sem þú
hefur ýtt á undan þér. Hjón taka
mikilvæga ákvörðun um heimilis-
hagi sína.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Hjón eiga að vinna sameiginlega
að sínum málum í dag. 1 kvöld
kemur í Ijós skoðanaágreiningur
milli þín og einhvers sem er ná-
kominn þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ef þú tekur á þig rögg og vinnur
að framgangi áhugamála þinna
mun þér líða miklu betur. Morg-
unstund gefur gull í mund. Gættu
þess að hvílast vel i kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Gömul hugmynd fær nýtt líf f
dag. Fjármálaumræður verða að
fara fram I trúnaði. Dragðu þig
ekki inn ! skelina, heldur láttu
hendur standa fram úr ermum.
Gerðu eitthvað skemmtilegt.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) '5+t
Þú getur þurft að gegna forystu-
hlutverki núna í félagsskap sem
þú ert f. Þú tekur ákvörðun sem
skiptir miklu fyrir fjölskyldu þína.
AFMÆLISBARNIÐ á auðvelt
með að vinna með öðru fólki og
lendir oft ! hlutverki foringjans.
Um leið og því tekst að komast
yfir óeirðina og temja sér ábyrgð-
arkennd nær það langt. Það er
skapandi, oft á tíðum hástemmt
og á undan sinni samtíð. Venju-
lega nær það árangri á skapandi
sviðum, en mannúðarsjónarmið
eiga einnig sterk ítök i því.
Stjórnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindategra staóreynda.
DÝRAGLENS
n DCTTID
Untl 1 IK
LJÓSKA
FERDINAND
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Treystir lesandinn sér til að
hnekkja sex gröndum á opnu
borði?
Vestur
♦ 1092
¥843
♦ ÁG953
♦ 97
Norður
♦ ÁK
¥ G765
♦ D102
♦ KD85
II
Suður
♦ G43
¥ÁKD2
♦ K74
♦ Á63
Austur
♦ D8765
¥109
♦ 86
♦ G1042
í æfingaleik um síðustu helgi
varð Karl Sigurhjartarson sagn-
hafi í sex gröndum. Hann var
ekki sérlega stoltur af þeim
samningi enda hjartaslemman
skömminni skárri. En Karl var
fljótur að innbyrða tólf slagi.
Hann fékk út spaða og spilaði
strax tígli á kóng. Vestur drap
á ás og spilaði aftur spaða. Karl
svínaði tígultíu og tók alla slag-
ina á rauðu litina. Austur stóðst
ekki þrýstinginn til lengdar:
Varð að sjá af spaðadrottningu
eða einu laufi. Sjálfvirk kast-
þröng í svörtu litunum.
Vestur missti af einstöku
tækifæri. Hann gat banað spil-
inu með því að dúkka tígulinn
tvisvar!!! Þá næst ekki rétt hrynj-
andi fyrir kastþröngina og aust-
ur fær tvo síðustu slagina.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Bandaríski stórmeistarinn
Yasser Seirawan hefur átt stór-
kostlega góðu gengi að fagna á
alþjóðamótinu í Haninge í Svíþjóð.
Bæði hefur hann teflt vel og líka
verið farsæll: Eitt dæmi: Hvítt
Seirawan (2.595), Svart: Karpov
(2.730), enski leikurinn, 1. c4 -
e5, 2. g3 - g6, 3. d4!? - d6, 4.
dxe5 - dxe5, 5. Dxd8+ - Kxd8,
6. Rc3 - c6, 7. f4 - Be6, 8. Rf3
- Bxc4, 9. Bh3 - f5, 10. b3 -
Bb4, 11. Bb2 - Bd5?!, 12. e4! -
dxe4
13. 0-0-0 - Bxc3, 14. Bxc3 -
exf3, 15. Bxe5 - Rd7, 16. Bxh8
(Hvítur hefur nú unnið skiptamun,
en það er ekki sopið kálið þótt í
ausuna sé komið. Framhaldið var
þannig:) 16. - Re7, 17. Hhfl -
Rf5, 18. Bd4 - h5,19. g4 - hxg4,
20. Bxg4 - Rh4, 21. Bf2 - Rg2,
22. Bgl - Rh4, 23. h3 - Kc7,
24. Bh2 - Rf6, 25. f5+ - Kb6,
26. fxg6 - Rxg4, 27. hxg4 -
Hg8, 28. Hd4 - a5, 29. g5 -
Rxg6, 30. Kd2 - Hf8, 31. Bgl -
Ka6, 32. Bf2 - Hf5, 33. Hg4 -
Re5, 34. Hg3 - Rg6, 35. Hhl -
He5, 36. Hel - Hf5 og hér féll
Karpov á tíma, en líklega er stað-
an orðin jafntefli. Fyrir síðustu
umferðina á mótinu var staðan
þessi: 1. Seirawan 8 v. af 10
mögulegum, 2. Ehlvest 7'Av. 3.
Karpov 7 v. 4. Polugajevsky
6 v. 5-6. Andersson og Sax 5 v.
7. Hector 4 v. 8-12. Hellers, Karls-
son, Wojtkiewicz, Van der Wiel
og Ftacnik 3 'Av.