Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 83

Morgunblaðið - 24.05.1990, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 83 Mhming: Ástríður G. Magnús- dóttirírá Mosfelli Fædd 18. september 1904 Dáin 3. apríl 1990 Þann 11. apríl sl. var til moldar borin frá Lágafellskirkju í Mosfells- bæ, Ástríður G. Magnúsdóttir. Hún hlaut leg að Mosfelli, eigi alllangt frá hól þeim þar hún lék sér sem barn og þar sem staðið hafa kirkjur þeirra Mosdæla af og til um aldir. Útförina gerði séra Bjarni Sigurðs- son prófessor og þótti mælast vel að vanda. í mannlífi Mosfellsbyggðar hefur lengi ríkt sérstæð og góð birta sem á sér upphaf í hugblæ þeirra er þar búa. í persónuleika margra þeirra er að fínna þá tegund greindar og þær dyggðir sem eru til framdrátt- ar ákjósanlegu mannlífi. Þegar fólk úr þessu byggðarlagi kemur saman til að gleðjast eða til að syrgja má líta þar margan með góðu yfir- bragði og fínna margt þétt handtak- ið. Afkoma íbúanna hefur lengi verið fremur góð og öfund ekki dregið langan slóða á bæjum Mos- fellsdals og Reykjahverfis. í lífi sveitarinnar hafa runnið saman forn sveitamannagildi og nútímaleg tilþrif heimsmenningar og ýtt fram á sviðið skemmtilegri manngerð sem er algeng þar um slóðir. Þar sem efni hafa verið góð eru dæmi um stórmannlegar gjafir: Stefán Þorláksson í Reykjavík gefur sveit- ungum sínum kirkju að Mosfelli — með öllu inventari. — Fjölskyldurn- ar á Reykjum gefa dýrmætt land undir þjóðþrifafyrirtækið Reykja- lund. Mörgum þar á bæjum er létt um góðkynjaða viðræðu og mega börn þeirra Valgerðar Gísladóttur og séra Magnúsar Þorsteinssonar á Mosfelli vera ágætt dæmi þar um og verðugir fulltrúar þessa byggð- arlags vegna greindar, glaðværðar, hjartahlýju og tryggðar við forna vini og æskustöðvar, að ógleymdu listrænu upplagi. Ásta Magnúsdóttir var eitt þess- ara kunnu systkina og oft kennd við bernskustað sinn Mosfell. Ásta fæddist í Laxnesi þar ofar í dalnum en foreldrar hennar höfðu þar nokkra viðdvöl á leið frá Bergþórs- hvoli að Mosfelli er séra Magnús tók við þeim stað og var prestur þeirra Mosfellinga frá 1904 til 1922 er hann lést fimmtugur að aldri. Eftir hamingjudaga á þessu forna bóli hjá svipmiklum foreldrum og kæmm systkinum hafði Ásta eign- ast það veganesti sem dugði vel á leið hennar um lífsins dal. Ung að árum ræðst hún til starfa að Hvann- eyri og kynnist þar bændaskóla- nema úr Norðurlandi, Tómasi Jó- hannssyni. Þau felldu hugi saman og eftir siglingu Tómasar og fram- haldsnám erlendis, gengu þau í hjónaband fagran júlídag 1924. Tómas réðst kennari að Hólum í Hjaltadal og bjuggu þau á þeim fræga stað næstu árin og þar fædd- ust þeim dætur tvær er skírðar voru Guðrún og Valdís Salvör. Tóm- as lést fyrir aldur fram 4. maí 1929. Ári síðar flyst Ásta til Suðurlands og eru þær mæðgur um nokkur ár heimilisfastar á Brúarlandi í fæð- ingarsveit Ástu. Brúarland var á þeim árum að heita má um þjóð- braut þvera en þar réðu húsum öðlingshjónin Kristín Magnúsdóttir systir Ástu og Lárus Halldórsson skólastjóri. Ásta fékk starfa sem símamær en á Brúarlandi var þá mikil mið- stöð Landsímans. Afgreiðslustúlkur símans voru á þeim árum dularfull- ar goðverur sem menn áttu orða- skipti við ótal sinnum, en litu kannski aldrei augum. Þær boðuðu nýja og merkari tíma og þegar rödd þeirra barst eftir langlínum sló þögn á viðstadda meðan þær fluttu bylt- ingarkennd tíðindi eða kvöddu tii athafnamenn og búendur að tala í síma. Þær stjórnuðu landjnu um skeið. í þessu starfi naut Ásta sín ágætavel með sín hæversku úr- ræði, einörðu framkomu og skýra talanda. Þær mæðgur samsömuð- ust á augabragði hinu glaðværa heimilislífi frændfólksins, en á Brú- arlandi var um þessar mundir fjöl- mennasta og fjörmesta heimili byggðarlagsins. Þar var einnig skóli, símstöð og samkomusalur sveitarinnar. Var því ekki örgrannt um, að Ásta hrærðist á þessum árum nálægt miðju atburðanna. Upp úr 1950 þegar dæturnar eru vaxnar úr grasi hefst nýtt tímabil í lífi Ástu. Hún ræðst nú til starfa við vöggustofuna að Hlíðarenda í Reykjavík en þar var í mótun fyrsta stofnun þeirrar gerðar hér á landi. Ásta vann þar um árabil við hlið móður minnar og margra úrvals- stúlkna að því að búa skjól og veita umönnun ungbörnum sem voru á hrakhólum vegna erfíleika mæðr- anna af ýmsum toga. Á Hlíðarenda var kostað kapps um að veita hveiju og einu barni sem mesta athygli og ástúð, að þau mættu snúa til mæðra sinna í sem allra bestu ástandi líkamlegu og andlegu. Hér nutu sín mannkostir Ástu bæði hjartagæzka hennar og eins hitt hversu auðveld henni voru sam- skiptin við annað starfsfólk á Hlíðarenda. Hún vai\stólpi í starfi og sem félagi var hún gleðigjafi og lífsreyndur trúnaðarvinur. Mér er kunnugt um, að Ásta skilaði miklu og góðu verki og var í metum og uppáhaldi hjá samstarfsfólkinu. A þessum árum kynntist Ásta Páli Guðjónssyni sérleyfishafa * frá Stokkseyri. Þau gengu í hjónaband en slitu samvistir eftir fáein ár. Að loknum starfstíma Ástu á Hlíðar- enda vann hún um skeið á Hrafn- istu í Reykjavík. Endurnýjuðust á því árabili kynni við fornan vin úr Kjósarsýslu, Julíus Jónsson, sem var mörgum kunnur frá þeim árum er hann ók á sérleiðinni Reykjavík- Kjalarnes-Kjós. Þessi ágætismaður gerðist Ástu hinn besti félagi og vinur, og þau hvort öðru. Giftust þau, en nokkrum árum síðar tók Júlíus sjúkdóm er leiddi hann til dauða 13. september 1982. Eftir þennan missi bjó Ásta í mörg ár ein í íbúð sinni í Áusturbrún 2. Hafði hún stuðning af dætrum sínum báðum en sú eldri þeirra, hin lands- kunna söngkona og tónlistarkenn- ari Guðrún Tómasdóttir, býr í Mos- fellsdal ásamt eiginmanni sínum sem er bandarískur menntamaður og listfræðingur, Frank Ponzi. Þau eiga tvö börn uppkomin. Valdís, önnur dóttir Ástu, skörungs- og myndarkona giftist einnig Banda- ríkjamanni, Andrew Caltagirone er var liðsmaður við brunavarnir New York-borgar. Þau áttu fjögur börn sem öll búa í Bandaríkjunum. Andrew lést 3. desember 1983. Valdís er nú búsett hér í Reykjavík og í sambýli við Björn Björgvins- son, sem er kunnur í röðum banka- manna. Einkar kært og tíðförult hefur ávalt verið millum Ástu og ætt- menna hennar, sýndi hún vinum sínum skyldum sem óskyldum, mikla tryggð og fagnaði þeim elsku- lega þegar þá bar að garði. Hver heimsókn til Ástu snerist upp í dá- litla hátíð og hurfu .menn af þeim fundum með glaðara yfirbragði og nestaðir bjartsýni. Ásta var þó ekki geðbrigðalítil manneskja, öðru nígftT Hún átti stórt og öflugt tilfinninga- svið og gat gustað af ef því var að skipta, og urðu þeir helst fyrir, sem henni þótti vænst um. En mest var örlæti Ástu er hún jós úr sjóði góð- vildar sinnar og umhyggju sem var ekki fráskilin kröfu um að menn stæðu sig og væru beinir í baki. Ásta var um flesta hluti það sem við köllum stór í sniðum og ekki lét hún sitt eftir liggja þegar vinir komu saman að slá hörpu gleði og söngs. Einnig hér sá til mikilla hæfileika. Fjölmargir eiga góðar minningar af kynnum sínum og samskiptum við Ástu Magnúsdóttur frá Mosfelli. Hún var eftirminnileg- ur niðji sterkra ætta og mátti einn- ig teljast um margt afsprengi góðra strauma í mannlífi Mosfellssveitar. Ásta kunni vel skil á sögu manna og atburða í fæðingarsveit sinni og .skildi mætavel, að í einum skika alheimsins geta rúmast öll sannindi hans bæði þau sem augljós eru og hin sem eru dulbúin. Fjölda vina og ættmenna mun um sinn þykja tómlegra eftir fráfall Ástu en ekki er laust við að söknuður sá sé lýst- ur mjúku brosi sem kemur kunnug- lega fyrir sjónir. Emil Als Minning: Hörður Pálsson skipsijóri Fæddur 17. janúar 1931 Dáinn 7. maí 1990 Þórður Agústs- son - Minning Fæddur 5. mars 1920 Dáinn 14. maí 1990 í litlu sjávarþorpi úti á landi, veldur andlátsfregn sorg á hveiju heimili. Þegar fáni er dreginn í hálfa stöng á samkomuhúsi staðar- ins setur menn hljóða, spurningin um, hver sé nú látinn berst frá manni til manns, og svarið kemur svo oft öllum á óvart. Það er góð samlíking hjá Hallgrími Péturssyni að líkja dauðanum við sláttumann. Því er og líka mikill fagnaðarboð- skapur öllu mannkyni þegar dauð- inn verður ekki til lengur. Hvílík huggun í sorginni að eiga slíka trú. Hér á Stokkseyri hafa verið óvenju mörg mannslát á síðustu misserum. Svona lítið byggðarlag setur ofan og er ekki samt eftir. Við fráfall hvers og eins myndast skarð sem erfitt er að fylla í. Þegar ég spurði lát vinar míns Harðar á Snæfelli, varð mér hverft við, síst af öllu datt mér slíkt í hug. Hvílíkt áfall, ég bað fyrir konu hans og börnum og allri hans yndislegu ijöl- skyldu, hvílík sorg. I huga mér komu ótal liðnar samverustundir sem okkar fjölskyldur hafa átt sam- an. Svona skyndileg breyting úr gleði í sorg tæmir algjörlega lífsvit- undina og maður verður svo ógnar- lega smár og umkomulaus gagn- vart slíkum örlögum. Oft ræddum við Hörður saman yfir kaffibolla, bar margt á góma og tíminn leið allt of fljótt. Við vorum, ef svo mætti segja, dálítið andlega skyldir, við skynjuðum sköpunarverkið í kringum okkur á svipaðan hátt, þungamiðju slag- verksins til sjós og lands. Hörður hafði mikla reynslu og þekkingu á sjávarútvegsmálum og sjómaður fram í fingurgóma, far- sæll og fengsæll skipstjóri. En Hörður hafði Ííka yndi af ræktun, þess ber garður þeirra hjóna vitni, það mátti því segja að hann hafi verið sannkallað barn náttúrunnar. í hveiju starfi var Hörður heill, réttsýnn og mikilvirkur og lagðist ætíð á sveif með þeim er minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hann var líka ástríkur heimilisfaðir og vina- fastur. Eftir áralanga þjónustu á hafinu var Hörður vinur okkar að stefna að því að koma í land eins og það er kallað á sjómannamáli og njóta þess á efri árum að vera meira heima með fjölskyldunni. Hann lét þann draum sinn rætast að eignast trillu sem hann ætlaði að gera út í rólegheitum á sumrin og allt virtist þetta blessast svo prýðilega, synir og tengdasynir studdu hann dyggilega í útgerðar- málunum og mátti segja að öll fjöl- skyldan hafi staðið þar saman eins og í öllu öðru og verð ég að segja það hér að vart hef ég kynnst sam- hentari fjölskyldu um mína daga. Þegar kallið kom var Hörður nýkominn úr róðri með tengdasyni sínum Olav Hilde. Faðir Olavs sem býr út í Noregi og er hér í stuttri heimsókn hjá syni sínum ogtengda- dóttir, fór með þeim í þennan róður að gamni sínu. Þeir voru að landa fiskinum, höfðu veitt vel og voru ánægðir með daginn. Skyndilega kom áfallið, allt var gert til að bjarga en án árangurs. Hörður vin- ur minn var allur, hann dó með fullri reisn í miðri önn dagsins, en minningin lifír um góðan dreng og allt sem góður Guð okkar með hon- um gaf. Við aliir Stokkseyringar sendum konu hans og börnum og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Magnús Sigurjónsson Þórður var fæddur í Hvammi, Landsveit, Rangárvallasýslu, þann 5. mars 1920, næstelstur fímm barna hjónanna Ágústar Kristins Eyjólfssonar kennara og bónda í Hvammi, og konu hans, Sigurlaug- ar Eyjólfsdóttur. Þörður hleypti ungur heimdraganum, stundaði nám við Samvinnuskólann en hóf upp úr því vershinarstörf, sem urðu hans ævistarf. Árið 1953 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ólínu Þóreyju Stefánsdóttur, og áttu þau saman tvo syni, Stefán og Ágúst,_ auk þess sem Þórður gekk syni Ólínu, Páli Braga, í föður stað. Ættir og starfssvið Þórðar Ágústssonar verða ekki rakin frek- ar hér, enda aðrir hæfari til þess verks. Aftur á móti langar okkur systkinin til þess að kveðja frænda okkar og vin, með nokkrum fátæk- legum orðum. Einhveijar fyrstu minningar bernskunnar tengjast vorverkunum í Látalæti, sumarbústaðnum á Kjal- arnesi, en þar stundaði Þórður garð- rækt, með foreldrum okkar, svo árum skipti. Það fylgdi honum allt- af sérstakur blær, sem einkenndist af ijúfmennsku hans og elskusemi í okkar garð, og alltaf vakti blái sendibíllinn á brekkubrúninni sömu eftirvæntinguna, því að aldrei fannst manni Þórður koma tóm- hentur heim. Seinna meir upplifðum við ár- vissar vorferðir á æskuslóðir hans í Landsveitinni. Aldrei fannst manni Þórður vera eins í essinu sínu, og undir þeim kringumstæðum, enda fáum mönnum kynnst sem upplifðu vorið af jafn mikilli tilfinningu og hann. Hann sagði lika stundum, í gamni þó, að það væri synd með mannskepnuna að hún gæti ekki skriðið í hýði á haustin og sofið þar, uns brestum tæki að siá í heim- skautanóttina. Þannig þyrpast minningamar áð, biandnar eigingjörnum sársauka, yfir því að hafa ekki fengið að njóta hans lengur. Eigingjörnum, því að víst hefur dauðinn verið honum líkn, eftir myrkur heilsuleysis og erfið- leika undangenginna ára. Ólínu vinkonu okkar, sonum þeirra, stjúpsyni og öllum öðrum aðstandendum, vottum við innilega samúð okkar. Þórði er þökkuð áratuga tryggð og vinátta við fjölskyldu okkar, vin- áttu sem aldrei bar minnsta skugga á. Við kveðjum í þeirri fullvissu, að á morgni nýs lífs bíði hann okkar, með bros á vör, hahdan „Þjórsár eilífðarinnar“. Guð blessi minningu hans. Karl og Sigríður Axelsbörn. Minningar- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, aðe reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fléiri greinar eru skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í áður birt ljóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort ljóð eða kveðja \ bundnu máli eru ekki birt. : t Faðir okkar, ANTOIM ÞORVARÐARSON, Glæsistöðum, Vestur-Landeyjum, verður jarðsettur frá Akurey föstudaginn 25. maí kl. 14.00. Ferð verður frá BSi kl. 11.30. Synir hins látna. Lokað verður föstudaginn 25. maí frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar SIGRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR. Hilti-umboðið, Krókhálsi 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.