Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 84
84
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
23
Speki
ogmanvit
úr Mímisbmnni
„Askurinn er allra trjáa mestur og bestur...
En undir þeirri rót er til hrímþursa horfir,
þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit
er í fólgið" (SnorraEdda).
í EINNIBÓK:
Hávamál, Völuspá og Gylfaginning.
Hér eru perlur íslenskra fombókmennta,
um uppruna heimsins og hlutskipti
mannsins, saman komnar í einni fallegri
bók. Textinn er með nútímastafsetningu
og skýringum, sem Gísli Sigurðsson hef-
urannast.
Tilvalin stúdentsgöf!
og menning
Siðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
Sigrún Sigmjóns-
dóttir — Minning
Fædd 27. mars 1940
Dáin 18. maí 1990
Það var eitt kvðld að mér heyrðist barið,
ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið,
ég kallaði fram, og kvðldgolan veitti mér svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið.
(J.H.)
Að kvöldi þess 18. maí sl. lést í
Borgarspítalanum Sigrún Sigur-
jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þar
kvaddi kona, sem hafði náð þeim
þroska, að vera sátt við lífið og til-
veruna. Kona sem hafði tileinkað
sér jákvætt viðhorf til þess sem lífið
gaf og geislaði frá sér af kærleika.
Sigrún var gift Guðjóni Guðjóns-
syni trésmið og eignuðust þau þijú
böm, Sigríði, Tómas og Katrínu.
Sigrún og Guðjón voru mjög sam-
hent hjón og var samheldni innan
fjölskyldunnar þeim mikið í mun.
Sú samheldni og einlægni sem þau
hafa þróað innan fjölskyldunnar,
kemur vel í ljós þar sem hún endur-
speglast í börnum þeirra.
Það er dýrmætt að fá að eiga
samleið með góðu fólki. Við störfuð-
um með Sigrúnu á svæfingardeild
Landakotsspítala. Svæfingarhjúkr-
un var okkar sameiginlega við-
fangsefni. Sigrún vann af alhug og
umhyggju að sinni sérgrein og hafði
mikinn áhuga á að þróa gæði innan
hjúkrunar.
Hún var stórhuga kona. Það
sýndi sig best, þegar hún tók sér
leyfi frá störfum árið 1985 og fór
vestur um haf, til að afla sér meiri
reynslu og þekkingar í starfi. Sig-
rún og Guðjón dvöldu þar vetur-
langt, hún kynnti sér svæfingar-
hjúkrun og hann vann við trésmíð-
ar.
Það er eins og að stundum þurfi
að höggva nærri til að maður átti
sig á þeim mannlegu perlum sem
hrærast í umhverfinu. Þegar augun
opnast fyrir þeim eiginleikum, sem
þær hafa að geyma, gerir maður
sér far um að læra að þekkja þær
sem kærleiksverur. Sigrún veiktist
skyndilega í ágúst 1987. Svo alvar-
leg voru vei'kindi hcnnar, að okkur
var öllum brugðið sem með henni
störfuðum. Frá þessum tíma kynnt-
umst við Sigrúnu enn betur en áður
og um leið hennar geislandi perlum.
Þetia hefur verið einstakur tími,
við höfum eignast mikið með minn-
ingu um einlæga og góða vinkonu,
sem kunni bæði að gefa og þiggja.
Það var oft á brattann að sækja,
en Sigrún hafði einstakan lífsvilja
og með honum tókst henni að
yfirstíga margar erfiðar hindranir.
Glaðlyndi og ferskur blær fylgdi
Sigrúnu. Henni tókst að njóta
síðustu ára ævinnar, þó að baráttan
við erfiðan sjúkdóm hafi markað líf
hennar. Á þessum tíma gerði Sigrún
ýmislegt sem hana hafði lengi
dreymt um og naut þess.
Sigrún átti eina ósk, sem hægt
var að uppfylla, það var að halda
upp á fimmtugsafmæli sitt. Hún
var ekki há í loftinu, en stórhuga
var hún og mikil dugnaðar- og at-
hafnakona. Það sýndi sig best nú
í mars sl., þegar henni tókst með
óskiljanlegum lífskrafti að halda
þann dag hátíðlegan. Það gerði hún
með þvílíkri reisn, að þessi dagur
er okkur öllum ógleymanlegur.
Samheldni og einhugur starfsfólks
og stjórnenda Landakotsspítala, um
að gleðja Sigrúnu á þessum degi,
endurspeglaði þann geisla sem hún
gaf frá sér.
En tíminn tifaði hratt og það
vissi hún. Hún vildi geta notið þess,
sem lífið gaf. Sigrún vissi vel að
hveiju stefndi og var því búin að
ganga vel frá þeim málum, sem
stuðla að velferð fjölskyldunnar.
Hún var umvafin ást og hlýju og
naut þess með öll barnabörnin í
kringum sig.
Það voru góðar stundir sem við
áttum með fjölskyldunni í Melsel-
inu. Alltaf jafn innilegar móttökur
og hlýtt viðmót. Okkur er efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt
samieið með Sigrúnu. Minningin
um góðan vin, er dýrmæt.
Við vottum ástvinum Sigrúnar
einlæga samúð.
Gyða og Maríanna
Hetjulegri og langri baráttu Sig-
rúnar og samhentrar fjölskyldu
hennar við ólæknandi sjúkdóm er
nú lokið. Þessi barátta hefur alla
tíð einkennst af mikilli reisn og af
stórum3huga, þar sem aldrei var
látið undan síga. Einmitt þetta var
svo einkennandi fyrir persónuleika
Sigrúnar eins og hann birtist okkur
sem unnum með henni.
Þó Sigrún væri smávaxin kona
var hugurinn þeim mun stærri. Allt-
af voru til ráð að ffamkvæma það
sem hún ætlaði sér. Skemmst er
að minnast þess er ráðist var í bygg-
ingu hússins í Melseli, þar sem við
fengum að fylgjast með er Sigrún
gerðist sérfræðingur í nánast öllum
þeim greinum iðnaðar sem þarf til
að fullklára eitt hús. Það ber einnig
vott um takmarkalausan vilja er
Sigrún gerði tilraun til að mæta
aftur í vinnu heltekin af sjúkdómn-
um sem varð henni að aldurtila.
Samtímis húsbyggingunni urðu
vinnustundir Sigrúnar á Landakoti
fleiri en nokkru sinni fyrr, þrekið
og krafturinn virtist takmarkalaus.
En fátt er óendanlegt í þessum
heimi og í miðjum klíðum, allt of
snemma, bárði á dyr hjá Sigrúnu
vágesturinn sem nú hefur tekist að
flytja hana yfir móðuna miklu. Eft-
ir situr minningin um góða, dugm-
ikla og stórhuga konu. Við sem
vorum gestir Sigrúnar á 50 ára
afmæli hennar sem haldið var í
turni Landakotsspítala eigum góðar
og vel geymdar minningar. Sá dag-
ur sagði allt um þá kosti er henni
og ijölskyldu hennar hafði hlotnast,
þetta mun líklegast vera það eftir-
minnilegasta fimmtugsafmæli sem
við upplifum.
Sigrún var ákaflega hamingju-
söm manneskja í einkalífi sínu og
þeim sem til þekktu varð fljótt ljós
sú gagnkvæma virðing, heiðarleiki,
umhyggja og léttleiki sem alltaf
hefur verið ríkjandi á heimili henn-
ar og Gauja. Þetta heimili hefur
mikið reynt undanfarin þijú ár og
kostir þess komið í ljós við álagið.
Elsku Gaui, börn, tengdabörn og
barnabörn, megi góður Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg. Við
þökkum fyrir að hafa átt Sigrúnu
sem vin og samstarfsmann. Megi
hún hvíla í friði.
Samstarfsfólk svæfinga-
deildar Landakotsspítala.
Með fáeinum orðum langar mig
að minnast Sigrúnar Sigutjónsdótt-
ur. Með mínum fyrstu kynnum af
Sigrúnu sá ég að þar var á ferðinni
kona búin einstökum mannkostum
og ég held að það sé á engan hall-
að þótt ég haldi því fram að fáum
hafi ég kynnst sem ég ber eins
mikla virðingu fyrir og ég bar til
hennar.
Hún var þeim kostum búin sem
við öll viljum bera en er úthlutað í
misríkum mæli. Sigrún var fyrst
og fremst mannvinur, hún mátti
aldrei aumt sjá enda nýttust þessir
eiginleikar henni sérstaklega vel í
Hallgrímur Kristjáns-
son, Kringlu - Minning
Fæddur 25. september 1901
Dáinn 18. maí 1990
Hallgrímur var fæddur á Hnjúki
í Vatnsdal. Nokkurra mánaða gam-
all var hann tekinn í fóstur af þeim
Valgerði og Jóni á Hofi í Vatnsdal
og dvaldi þar þangað til hann keypti
jörðina Kringlu í Torfalækjarhreppi
og fluttist þangað vorið 1935.
Árið 1934 giftist Hallgrímur eft-
irlifandi konu sinni, Hermínu Sig-
valdadóttur frá Hrafnabjörgum.
Þau eignuðust þijú börn sem eru:
Gerður Jónína gift Frímanni Hilm-
arssyni og eru þau búsett á Blöndu-
ósi. Jón Reynir en kona hans er
Sigurbjörg Olafsdóttir og búa þau
á Kringlu og Ásdís Erna sem býr
í Hveragerði en eiginmaður hennar
var Júlíus Skúlason sem lést af slys-
förum á síðastliðnu ári. Þá ólu þau
upp systurson Hermínu, Sigurvalda
Hrafnberg, en kona hans er Hulda
Björgvinsdóttir og er heimili þeirra
á Hvolsvelli.
Hallgrímur vandist hinum venju-
legu sveitastörfum og þótti snemma
liðtækur til þeirra. Það tíðkaðist í
Vatnsdal að menn reyndu með sér
í kappslætti, bindingu á heyi og
fleiru og fór Hallgrímur oftast með
sigur af hólmi. Hallgrímur var mjög
léttur á fæti og á meðan hann var
í Vatnsdalnum fór hann oft í eftir-
leitir á heiðarnar með öðrum fót-
fráum mönnum. Þau ár sem Guðjón
á Marðarnúpi og Lárus í Gríms-
tungu ráku fé sitt til slátrunar til
Reykjavíkur var Hallgrímur rekstr-
arstjóri. Kom þá í ljós skilningur
hans á eðli skepnunnar, hvað hún
þoldi án þess að gefast upp á svo
langri leið. Trúlega hefur svefntími
hans ekki alltaf verið langur í þeim
ferðum.
Ungur að árum fór Hallgrímur
að hjálpa veikum skepnum og
stundaði það starf þar til dýralækn-
ir kom í héraðið. Hann hafði mikla
löngun til að fara í skóla og verða
dýralæknir en tókst ekki, sennilega
vegna fjárskorts. Eftir að Páll
Kolka kom til Blönduóss leitaði
Hallgrímur til hans um ráðlegging-
ar með lyfjagjöf og margt annað
viðvikjandi starfinu. Páll hafði mik-
ið álit á Hallgrími og áleit að þar
hefði orðið góður dýralæknir vegna
t
4
(
4
H