Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990
27
Grikkland:
Samið um banda-
rískar herstöðvar
Aþenu. Reuter.
UNDIRRITAÐ var í gær nýtt samkomulag um framtíð banda-
rískra herstöðva í Grikklandi og gildir það til átta ára, að sögn
embættismanna. Markar það þátttaskil í samskiptum Bandaríkja-
manna og Grikkja er voru stirð á níu ára valdatíma sósíalistastjórn-
ar Andreas Papandreous sem féll í fyrra.
Embættismenn vörðust allra
frétta af ákvæðum samkomulags-
ins um bandarísku stöðvarnar. Það
verður að hljóta samþykki gríska
þingsins áður en það öðlast gildi.
Þar hefur stjórn Konstantíns Mit-
sotakis tveggja atkvæða meiri-
hluta, eða 151 af 300.
Samkomulag sem gert var til
fimm ára 1982 rann út 1987 og
á ýmsu hefur gengið síðan í samn-
ingaviðræðum fulltrúa banda-
rískra og grískra stjórnvalda.
Höfðu Bandaríkjamenn frest út
þetta ár til þess að hverfa frá
stöðvum sínum í Grikklandi og
loka þeim. Viðræður komust hins
vegar á góðan rekspöl eftir valda-
töku Mitsotakis og það auðveldaði
síðan samninga að Bandaríkja-
menn ákváðu að loka tveimur her-
stöðvanna, Hellenikon flugstöðinni
í Aþenu og Nea Makri fjarskipta-
stöð flotans austur af borginni í
landinu í sparnaðarskyni.
Bretland:
Hætta á að 30 þús-
und námamenn missi
vinnuna á 13 árum
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HÆTTA er á, að 30 þúsund kolanámamenn missi vinnuna á næstu
13 árum vegna fyrirhugaðra breytinga á orkuvinnslu í brezkum
raforkuverum, að því er kom fram í fréttum breska sjónvarpsins
BBC fyrir skömmu.
í trúnaðarskjölum, sem lekið
var til fréttamanna BBC frá
Brezka kolafyrirtækinu, kemur
fram, að hætta sé á, að árið 2003
muni 30 þúsund kolanámamenn
hafa misst vinnuna. Ástæðan er
sú, að raforkuver hyggjast draga
úr brennslu á kolum til raforku-
vinnslu. Megnið af allri raforku á
Bretlandseyjum er framleitt með
því að brenna kol.
Raforkufyrirtækin eru nú orðin
sjálfstæð hlutafélög, bæði orku-
vinnslustöðvarnar og dreifíngar-
fyrirtækin að undanskildum kjarn-
orkuknúnu stöðvunum, sem verða
áfram í ríkiseign. í haust hyggjast
stjórnvöld selja hlutabréf sín í
þessum fyrirtækjum, en ríkið á
enn öll hlutabréfin í þeim.
Árið 1988 samþykkti Evrópu-
bandalagið, að Bretar skyldu
draga úr því magni brennisteinst-
víildis, sem fer út í andrúmsloftið
úr raforkuverunum við kola-
brennsluna. Samþykkt var, að árið
1993 ættu þeir að hafa minnkað
brennisteinstvíildið um 20%, árið
1998 um 40% og árið 2003 um
60%.
í reynd gethr ríkisvaldið ekki
lengur þvingað raforkufyrirtækin
til að kaupa innlend kol. Þau hafa
þegar leitað leiða til að uppfylla
kröfur EB með sem hagkvæmust-
um hætti. Upphaflega áætluðu
stjórnvöld að setja síur í alla reyk-
háfa raforkuveranna, en komið
hefur í ljós, að kostnaðurinn við
það gæti numið 200 milljörðum
íslenzkra króna.
Raforkufyrirtækin hyggjast því
annað hvort nota gas til raforku-
framleiðslu, en því fylgir mun
minni mengun, eða kaupa kol er-
lendis frá, sem eru bæði ódýrari
en brezk kol og minna um brenni-
stein í þeim. Gangi þetta eftir
munu 30 þúsund kolanámamenn
missa vinnuna á næstu 13 árum.
Talsmenn námamanna segja
það svik við stéttina gangi spá
Brezka kolafyrirtækisins eftir.
Danskir útvegsmenn:
Leggjast gegn áform-
um EB um veiðieftirlit
Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins.
SAMBAND danskra útvegsmanna leggst gegn áformum sjávarút-
vegsnefndar Evrópubandalagsins (EB) um að koma upp eftirlit-
skerfi, þar sem gervihnettir verða notaðir til að fylgjast með
veiðum fískiskipa.
Formaður sambandsins, Niels
Bonde, segir að þannig verði að-
eins hægt að fylgjast með ferðum
skipanna en gervihnettirnir geti
ekki sýnt hversu mikill eða hvers
kyns aflinn er. Sú aðferð, sem
notuð er nú, það er eftirlit með
lönduðum afla, sé eina raunhæfa
leiðin til að koma í veg fyrir ólög-
legar fiskveiðar.
Danska blaðið Havfiskeren
segir að EB-nefndin hafi auglýst
eftir fyrirtækjum, sem geti þróað
eftirlitskerfi þar sem stuðst verði
við gervihnetti. Fylgst hefur verið
með veiðum fimm fiskiskipa með
þessari aðferð í Portúgal í til-
raunaskyni á undanförnum tveim-
ur árum.
Verði þessi aðferð tekin upp
verða útgerðarmenn að setja sér-
stakan búnað, sem sendir merki
til gervihnatta, í skip sín. Niels
Bonde segir ólíklegt að útvegs-
menn fáist til þess. Hugmyndin
sé runninn undan rifjum fram-
kvæmdastjóra sjávarútvegs-
nefndarinnar, Spánverjans Manu-
els Marins, sem vilji að fiskveiðum
Evrópubandalagsríkjanna verði
algjörlega stjórnað frá Brussel.
Reuter
Stærsta „blað“ heims
Stærsta „blað“ heims - þijátíu metra hár loftbelgur sem líkist risa-
stóru eintaki af dagblaðinu Financial Times - sveif yfir Tókíó í gær
í tilefni þess að blaðið hefur haldið innreið sína á japanska markaðinn.
Honda 90
Accord
Sedan
2,0 EX
Verð fró 1.290 þúsund
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA
Whonda
VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900
ARS*»*öuR
S0KKAR
Mfftóoér cí tnano
0 Óseyii4, Auðbrekku2, Skeifunni 13,0
Akureyri Kópavogi Reykjavik