Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 Olafiir Þorvaldsson Akranesi — Minning Fæddur 21. júní 1922 Dáinn 23. maí 1990 í dag erum við að kveðja látinn vin. Þegar við stöndum frammi fyrir slíku verður okkur oft orða vant. Einhver, sem stöðugt hefur verið með okkur, er allt í einu horfínn af sjónarsviðinu. Einhver, sem alltaf hefur verið til staðar þegar þurft hefur að rétta fram hönd á réttum tíma, hvort heldur hefur verið í leik eða starfí. Þannig maður var Ólafur Þorvaldsson mágur minn, sem við kveðjum hér í dag. Allt frá því hann kom inn á heimili foreldra minna fyrir 45 árum, sem væntanlegur eig- inmaður næstelstu systur minnar. Þennan tíma er ég búinn að þekkja hann og allt frá hinni fyrstu stund, til hinnar síðustu, sem jafn góðan dreng. Hann fæddist hér á Akranesi 21. júní 1922 sonur hjónanna Þorvaldar Ólafssonar og Sigríðar Eiríksdóttur, sem þá bjuggu á Valdastöðum hér á Skaga. Hann ólst upp í foreldrahús- um við starf og leik eins og böm á hans aldri gerðu. Að loknu bama- skólanámi fór hann fljótlega að vinna. Á þeim tíma var öll vinna hér ýmist við sjó eða landbúnað, sem menn stunduðu í smáum stíl, með- fram annarri vinnu, til þess að geta betur séð fjölskyidum sínum far- borða. í þessum störfum tók hann virkan þátt. En mjög snemma hneigðist hugur hans að sjónum og fljótlega var hann kominn í skiprúm. Það má segja að síðan hafi lífsstarf hans verið sjó- mennska. Fyrst og síðast sjó- mennska. Um það snerist allt hans líf og hugsun, þó að inn í milli hafí hann stundað önnur störf. Hann hafði farið í gegnum öll þróunarstig vinnu háseta um borð í mótorbátum frá því að hann kom þar fyrst um borð sem háseti 15 ára gamall, hvort sem var á vetrarvertíð, síld- veiðum fyrir Norðurlandi eða hér sunnanlands. Lengst af sjómennsku sinni var hann í skiprúmi hjá ein- Fædd 13. nóvember 1922 Dáin 22. maí 1990 Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá lausnarinn brautina greiðir. (Stef. Thor.) Þann 22. maí sl. lést móðir okk- ar, Halldóra Torfadóttir, eftir stutta en stranga legu, stundum virtist lífs- viljinn einn ráða ferðinni hjá henni, en annað afl varð yfírsterkara og gaf henni eilífan frið. Sárt er að missa ástvin sinn, en huggun harmi gegn er vissan um að nú er hún á ferð inn í heim þar sem ekki er til sársauki, angur né mæða, þar sem er eilíft sumar. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við móður okkar og biðjum Guð að geyma hana. Kærar þakkir sendum við öllu hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild Borgarspítalans, sem gerði allt sem hægt var til að linna þjáningar henn- ar fram til síðustu stundar. Einnig viljum við þakka sr. Sig- finni Þorleifssyni, hans hlýju orð og þann styrk sem hann veitti okkur í gegnum þennan erfíða tíma. Hrönn Baldursdóttir, Sig- ríður Baldursdóttir í dag er kvödd hinstu kveðju frá Fossvogskapellu Halldóra Torfa- dóttir, Skúlagötu 72, hún var fædd á ísafírði þann 13. nóvember 1922, dóttir hjónanna Bjargar Finnsdóttur og Torfa Halldórssonar, auk hennar hveijum þeirra Akra-bræðra, Berg- þóri, Jóhannesi og Þórði, á Sigur- fara, Farsæl, Skallagrími og fleiri skipum. Síðustu árin, sem hann stundaði sjó að staðaldri, var hann lengi í skiprúmi hjá Runólfi Hall- freðssyni á Jörundi II. 1 öll þessi skiprúm, sem hér eru talin og önnur sem ekki eru talin hér, var hann jafn eftirsóttur. Bæði vegna þess að hann var duglegur og velvirkur sjómaður og ákaflega Ijúfur í umgengni. 1. desember 1945 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau hafa átt saman fímm böm. Þau em: Þorvaldur kv. Laufeyju Sigurðardóttur, þau eiga eina dóttur og einn son. Guðlaug Sigríður g. Sigurvini Siguijónssyni, þau eiga þijár dætur. Ólafía g. Kar- vel L. Karvelssyni, þau eiga þijá syni. Hreinn, hann dó ungur, og yngst er Lilja Sesselja, kennari í Borgarnesi. 011 þau, sem hér hafa verið talin, sakna nú vinar í stað, þar sem faðir þeirra og afí er nú horfínn af sjónarsviðinu. Barnabörn- in og þá sérstaklega þau yngri, sakna þess afa, sem alltaf var tilbú- inn að sinna þeim og taka þátt í leikj- um þeirra. Oli var svo að öll böm hændust að honum, bæði skyld og óskyld. Hann hafði það viðmót að þau löðuðust að honum hvar sem hann var. Öll böm, sem komu hér í húsið og höfðu hitt hann áður, spurðu gjaman eftir honum og fannst ástæða til að hitta hann án sérstaks tilefnis. Aðeins þetta sýndi gildi hans í augum þeirra. Þetta gildi hélst fullkomlega þegar þau eltust. Það þekki ég bæði af börnum mínum, sem ólust upp í nálægð hans og öðmm sem fjær stóðu. Við Erla, sem búið höfum í sama húsi og Óli og Hanna síðan 1964, söknum einnig vinar í stað. Ótaldar em allar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman þennan tíma hér í húsinu og einnig fyrir þann tíma. Við byggðum þetta hús í sam- einingu á sínum tíma, tvær fjölskyld- ur, en þó miklu fremur sem ein stór vora systkinin átta þar af einn hálf- bróðir. Faðir Halldóm var velmetinn skipstjóri, harðduglegur og af bestu gerð áreiðanlegur, hefur örugglega verið mikið að gera á æskuheimili hennar, þessvegna gott að hafa góða húsmóður sér við hlið, sem móðir hennar var. Torfí segír skemmtilega frá sjó- ferðum sínum og fleiru í bókum er hann ritaði, Klárir í bátana, útgefna 1972 og Bijóstbirtu og Náungakær- leik, útgefna 1973. Árið 1941 giftist Halldóra Baldri Helgasyni, sjómanni, eignuðust þau eina dóttur, Sigríði Hjördísi, fædda 22. desember 1960 og kjördóttur áttu þau, Hrönn, fædda 11. janúar 1945, barnabörn Halldóra em fimm, Baldur, Aðalheiður, Margrét, Krist- inn Örn og Hjördis Sif, barnabarnið er eitt, Arnór Viðar. Eftir langa sambúð ákváðu þau Halldóra og Baldur að slíta samvist- um. Mörg seinni ár Halldóru hafa verið henni erfíð, hún átti við þrálát- an öndunarsjúkdóm að etja, af þeim sökum átti hún mjög erfitt með gang og eðlilega útiveru, þess í stað not- aði hún tímann meðal annars til lest- urs og fróðleiks, þar á meðal um dulræn málefni. Halldóra hafði ekki hátt um til- finningar sínar hé hugsanir, við fyrstu kynni gat hún verið fámál, en þar fyrir innan var ylur góðvildar og kærleika. Lífsganga okkar hér á jörðu er í flestum tilfellum í mörgum þáttum, hún hefur nú lokið sínum, en eftir lætur hún minningu góðra kynna. fjölskylda. Á þessum tíma höfum við þolað saman bæði súrt og sætt. Á þessum tíma hefur heldur aldrei skuggi fallið á. Það er ekki minnst að þakka hinu sérstaka jafnaðargeði sem Óli var gæddur. Alltaf tilbúinn að ganga að þeim verkum sem vinna þurfti, hvenær og hvar sem var. Síðan 1968 hefur ÓIi ekki verið í föstu skiprúmi. Hann hefur verið starfsmaður Trésmiðjunnar Akurs hf. Þar höfum við einnig verið sam- starfsmenn. Þar, eins og alls staðar annars staðar, sem hann var ráðinn rækti hann starf sitt af stakri trú- mennsku og vil ég koma á framfæri þökkum fyrirtækisins fyrir allt hans starf í þágu þess í gegnum árin. Þeir, sem hafa stundað sjó svo lengi, una því ekki alltaf að slitna alveg úr tengslum þó komið sé í land. Óla var einnig svo farið. Hann hefur því í mörg ár gert út á vorin og fram á sumar með félaga sínum. Þeirra vettvangur hefur verið á grá- sleppumiðunum hér við Skagann. Þessi störf hafa farið fram í frístund- um frá daglegri vinnu. Hann gekk að þessu af sömu eljusemi og öðm sem hann gerði og dró hvergi af sér. Hann var nýkominn heim úr einni slíkri sjóferð, þegar kallið kom. Jafn óvænt og tillitslaust eins og okkur, sem eftir sitjum, virðist það Síðustu tvö æviárin dvaldi Halldóra að Ási í Hveragerði, en var flutt þaðan 10. apríl sl. á Borgarspítal- ann, þar andaðist hún að kvöldi 22. maí, á gjörgæsludeildinni, en á þeirri deild hafði hún legið í rúman mánuð, var mjög vel hugsað um hana í alla staði, svo sem og alla aðra er á deildinni dvelja. Nú að leiðarlokum þakka ég Halldóru góð kynni og bið henni Guðs blessunar, um leið og ég votta öllum ástvinum hennar innilega samúð. Gef mér, drottinn, bljúgan bænaranda, beyg minn vilja í sannri hlýðni að standa, gnótt af þínu Ijósi gef þú mér, góði faðir, svo ég lifi í þér. Gef mér, drottinn, trúartraustið hreina, til þín, sem ert raunabótin eina, og er lifs míns vinnudagur dvin, Drottinn, leyfðii mér þá heim til þín. (Á.J. Áfangar) Theodór Nóason oftast vera. En eins og sjómaðurinn er kallaður til róðra, því að án hans er skiprúm hans ekki fyllt, eins trú- um við því að faðir okkar á himnum kalli okkur til sín til að fylla þau rúm, sem hann álítur okkur best skipa. Ég get því frekast sætt mig við þessa skyndilegu brottför vinar okkar, að ég veit að það rúm sem honum hefur verið þar ætlað, hefði ekki verið eins vel skipað af neinum öðmm. Við Erla og öll okkar fjöl- skylda vottum öllum hans ástvinum, konu, bömum og fjölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lengi lifa. Gísli S. Sigurðsson Mig langar að minnast hans Óla í örfáum orðum. Þegar góðir vinir hverfa á braut sækja minningarnar á mann. Óla kynntist ég í gegnum dóttur hans, Lellu, fljótlega eftir að ég flutt- ist hingað á Akranes. Ég heillaðist strax af skapgerð hans og persónuleika. Aldrei man ég eftir honum öðravísi en í góðu skapi. Hann var skemmtilegur maður og sá yfirleitt eitthvað spaugilegt í öllum hlutum. Ósjaldan hlógum við dátt saman að alls kyns vitleysu. Alltaf var jafn gott að koma á heimili Óla og Hönnu og fínnst mér ég pínulítið eiga heima þar. Aðaláhugamál hans var að veiða grásleppu á vorin. Alltaf hlakkaði hann jafn mikið til að komast á sjó- inn og var gaman að fylgjast með honum á þessum tíma. Ég þakka Óla allar samvemstund- irnar og á ég eftir að sakna hans mikið. Elsku Hanna, ég sendi þér og fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur á þessari erfíðu stundu. Gústa Okkur langar til að minnast í örf- áum orðum elskulegs afa okkar. Það er sárt að hugsa til þess að afí Óli sé dáinn svona langt um aldur fram, því í okkar augum var hann svo ungur og lífsglaður. Afi var ætíð okkur öllum góður og fannst okkur gott að vera í návist hans. Það voru ófáar nætur sem við sóttumst eftir að fá að vera inni á Hjarðarholti hjá ömmu og afa. En áfram munu leiðir okkar liggja inn á Hjarðarholt í heim- sókn til ömmu því þangað er gott að koma. Afi var okkur öllum mikils virði og því er fráfall hans mikið fyrir okkur öll. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Bles- suð sé minning afa. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag en svæfir storm og bál. (Matthías Jochumsson) Jóhanna, Karvel, Kristjana, Kristín, Óli, Andri, Valdís og Siggi. Þegar ég frétti að Ólafur Þorvalds- son væri dáinn ætlaði ég varla að trúa því. Það eina sem mér datt í hug var að ég hafði aldrei haft tæki- færi eða kjark til að þakka honum hvað hann var alltaf góður við mig. Þess vegna ætla ég að reyna að skrifa eitthvað til minningar um hann. Ég vildi bara að ég ætti nógu mikið af fallegum orðum til að skrifa um Óla. Hann hafði þá hæfileika að geta sett sig niður á plan lítilla bama og leikið sér við þau og með þeim eins og eitt af þeim. Ég man eina útilegu sérstaklega, af mörgum, þegar Óli var með okk- ur. Þá var ég 5 ára og vomm við gestir í sumarbústað í Olveri, að ég bauð Óla í kaffí í mjög lítinn dúkku- kofa, ég reiknaði aldrei með að hann myndi koma inn í kofann, en þessi stóri maður bögglaði sér saman til að komast inn í kofann og þiggja hjá mér kaffí, sem var bara í þykjus- tunni, ég man hvað ég var feimin, ég held að ég hafi troðið upp í mig allri hendinni. . Ef ég hefði mátt óska mér að eiga afa á Akranesi, eins og mamma, þá hefði ég kosið Óla. Ég bið Guð að blessa Hönnu og bömin hans og barnabörn. Blessuð sé minning hans. Lilja Sesselja Steindórsdóttir Þegar fyrirvaralaust fráfall verð- ur, andlát ættingja, vinar eða kunn- ingja, setur mann hljóðan. Ósjálfrátt riQast upp samskipti við viðkomandi og minningar atburða birtast ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum nú, þótt þær hafí ekki virst mikilvægar í raunvemleikanum. Fyrir rétt rúmu ári, í upphafí grá- sleppuvertíðarinnar, þeirrar 24. sem þeir voru saman Bragi og Óli, fékk ég að fara með í vitjun. Þá kynntist ég Óla. Fljótlega varð mér ljóst að þótt Óli væri ekki þrekvaxinn, var hann sterkur og hörkuduglegur, allt- af að og sagði fátt. Undir lokin á vitjuninni var mér, skrifstofublók- inni, farið að verða órótt í belgnum, og sást það. Þá hló Bragi en Óli ekki. Nokkmm dögum seinna, í norðan kalda og 2ja til 3ja stiga hita, sá ég, þar sem ég var staddur nyrst á Vest- urgötunni, hvar þeir félagarnir á Kára AK 21 vom að vitja um síð- ustu trossuna úti á Kantinum. Ég hugsaði með mér, að ef ég væri þarna úti í þessari nepju vildi ég að einhver biði mín með heita súpu, þegar ég kæmi í land. Aldrei hef ég fengið hlýrri þakkir fyrir matargerð en frá Óla það kvöld. Ég er enn fegn- ari nú að hafa framkvæmt þessa hugmynd mína. Ég þekki ekki lífshlaup Óla, nema af þessum sjóferðum með þeim félög- um, né hans ættingja og læt því aðra um að rekja sögu hans. Það eru ævisögur slíkra manna sem ekki em settar á prent. Ég á minningu um góðan mann. Ég votta eiginkonu, börnum og öðram ættingjum, svo og félaga hans á Kára mína hluttekningu. Magnús H. Ólafsson Óli Þorvalds er dáinn þó að mér fyndist hann vera ein af þessum persónum sem manni finnst vera eilí- far. Yrðu alltaf til og þannig ætti það að vera. Ekki var það vegna þess að hann væri svo hávær eða framkoman svo frökk og afgerandi að allir tækju eftir honum. Heldur vegna þess að útgeislunin var svo mikil að hann var sjálfsögð eilífðar- vera sem tilheyrði fjölskyldunni. Búinn að vera átrúnaðargoð bam- anna sem rakið geta rætur síiiar að Bakkatúni 18 í rúm 40 ár. Hann Óli, hann gat nefnilega bull- að og skáldað og verið svo sniðugur alveg eins og krakkar vildu hafa fullorðið fólk. Svo seinna þegar ég kom siglandí yfir flóann, til vetur- setu á Skaga og í fóstur hjá Hönnu og Óla og var smátt og smátt að uppgötva að Akranes bernskusum- ranna hafði breyst og var ekki bara stelpur í kjól og sportsokkum, afí og amma, sólglitrandi Lambhúsasund, endalaus Langisandur, fjömgull, baldursbrár og Öli Þorvalds, þá upp- götvaði ég líka að það sem hélt sér yfír vetrartímann á Skaganum voru afí og amma og Óli Þorvalds, hann gat nefnilega sumar sem vetur bullað og skáldað yndislegar sögur. Oft grétum við úr hlátri, ég, Hanna og Lella, þegar hann var t.d. að ræða mjög „vafasamt" móðemi Lellu, sem ýmist var dóttir útlenskrar greifynju eða Judy Garland sem Óli hafði búið með en honum leiddist deyfðarlífíð í Hollywood, svo hann fluttist bara aftur heim á Skagann til Hönnu. Svona vora sögurnar, og maðurinn glitrandi af kímni. Það var aldrei eins og hann ætlaði að vera fyndinn, þetta bara rann upp úr honum eins og ekkert væri eðlilegra. Áhugamál manna liggja á ýmsum sviðum, og ég hygg að áhugamál Óla hafi mest tengst sjónum og þá sérstaklega grásleppuvertíðinni hans, sem hófst með hvarfi hans í kjallarann upp úr áramótum, og end- urkomu frá sama stað að vori, þá var hann búinn að vinna hörðum höndum hálfan veturinn við undir- búning á netum o.fl. Þá gat vertfðin byijað fyrir alvöru. Þá var kannski táknrænt fyrir þennan mæta mann að það var ein- mitt eftir heimkomu úr róðri að hann kvaddi þetta líf, langt fyrir aldur fram aðeins 67 ára gamall. Við komum öil til með að sakna hans mikið. En ég er viss um að við hittumst síðar þar sem Óli er að veiða stærri grásleppur og þar sem hrognaverðið er stabílla en hér. Elsku Hanna, Lella og öll hin, Guð geymi góðan dreng og gefi ykkur styrk og trú. Sigurlaug frá Hellum HaUdóra Torfa- dóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.