Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 B Y K O B R E I D D ui œ cq MILLI KL. 18.00-20.00 ER KYNNING Á UPPSETNINGU ÞAKSTÁLS FRÁ VILLADSEN [ SÝNINGARSALTIMBURSÖLU í BREIDD LÉTTAR VEITINGAR BYKO w ffl 33 m D i S I M I 4 10 0 0 TRÉ-X Iðavöllum 6, Keflavík, sími 92-14700 Smiðjuvegi 30, Kópavogi, sími 670777 Rakavarið parket a það eina sinnar Núá^'" Tré-x spónparketiÓ er vinsælt á sumarhús. Ástæðan er einföld, það er endingargott, einfalt að leggja, þolir vel raka og bleytu. Hagstætt verð. Tré-x spónparketið fæst í tveimur þykktum; 11 mm og 22 mm. Nú bjóðum við í takmarkaðan tíma Tré-x spónparketið á sérstöku staðgreiðslutilboði. Er sérhæfð kyn- fræðsludeild fyrir ungt fólk óþörf? eftir Sóleyju S. Bender Frumvarp um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu er nú til umfjöllunar á Alþingi. Þar kemur fram að leggja eigi Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur niður með lögum í lok árs 1991. Töluverð umræða hefur verið að undanförnu varðandi tilvist Heilsuverndarstöðvarinnar. I þeirri umræðu hefur þess verið get- ið að sérhæfð þjónusta komi til með að verða_ áfram á Heilsuverndar- stöðinni. í því sambandi hefur aðal- lega verið minnst á atvinnusjúk- dómadeild og húð- og kynsjúk- dómadeild en vart verið þar minnst á kynfræðsludeild. I ljósi þess hve deildin hefur fengið litla áherslu að undanförnu og vegna fyrri um- ræðna um að leggja þurfi niður starfsemi kynfræðsludeildarinnar þykir nauðsynlegt að geta hér nokk- urra staðreynda. Starfsemi kynfræðslu- deildarinnar Fyrir 15 árum eða árið 1975 tóku gildi hér á landi lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófijósemisaðgerðir. Þetta sama ár tók til starfa á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur kynfræðsludeild sem hafði það hlutverk að veita fræðslu Qg ráðgjöf varðandi kynlíf og barn- eignir og sérstaklega hvað varðaði getnaðarvarnir. Eins hafði hún því hlutverki að gegna allt til ársins 1982 að veita fræðslu, ráðgjöf og meðferð varðandi kynlífsvandamál. Kynfræðsludeildin hefur frá upp- hafi verið hluti af starfsemi mæðra- deildar. Hún hefur verið opin einu sinni í viku (16:15-18.00) og þang- að hafa aðallega leitað ungar stúlk- ur til að fá ffæðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Á undanförnum 11 árum hafa að meðaltali komið 372 skjólstæðingar árlega. Þar af hafa um 50% verið að koma í fyrsta skipti. Á deildinni hafa á undan- förnum árum starfað læknir, hjúkr- unarfræðingar, ljósmóðir og mót- tökuritari. Kynfræðsludeild Heilsuverndar- stöðvarinnar er eina sinnar tegund- ar á landinu sem býður upp á sér- hæfða þjónustu á sviði fjölskyldu- áætlunar. Heilsuverndarstöðvar um landið hafa einnig þessu hlutverki að gegna en vegna þess að starf- semi þeirra er mjög fjölþætt má telja nokkuð óraunhæft að ætla þeim það hlutverk að veita sér- hæfða þjónustu á þessu sviði. Hvað veldur lítilli aðsókn að kynfræðsludeildinni? Á undanförnum árum hefur það verið til umræðu að leggja niður kynfræðsludeildina á Heilsuvernd- arstöðinni þar sem aðsókn að henni sé lítil. Aðsókn að deildinni mæld í fjölda þeirra sem þangað koma árlega gefur ófullnægjandi mynd af ástandinu og eru þær tölur ekki til þess fallnar að hægt sé að draga Styrkir veittir til kvennarannsókna Á FJÁRLÖGUM fyrir yfírstandaiidi ár var einnar milljónar þrjú- hundruð og fimmtíu þúsund króna fjárveiting færð til Háskóla ís- lands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir, sem starfað hefur undanfarin 5 ár, tók að sér að úthluta þessu fé í umboði Háskóla Islánds. Atján umsóknir bárust og hlutu eftirfarandi umsækjendur launa- styrki: Auður Styrkársdóttir til þess að rannsaka þá málaflokka sem konur á Alþingi hafa beitt sér fyrir frá upphafi þingsetu þeirra 1922 og til þessa dags. Dagný Kristjáns- dóttir til rannsókna á skáldsögum Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir full- orðna. Hanna María Pétursdóttir til þess að rannsaka siði og venjur sem tengjast fæðingum og dauða. Jana Kate Schulman til að ljúka rannsókn á réttarstöðu íslenskra kvenna á miðöldum. Kristín Ást- geirsdóttir til þess að rannsaka hlut kvenna í sjálfstæðisbaráttu íslend- inga. Kristín Jónasdóttir til þess að rannsaka þátttöku íslenskra kvenna í verkalýðshreyfingunni. Lilja Gunnarsdóttir til þess að rannsaka ímynd kvenna í íslenskum leikritum frá aldamótum til dagsins í dag. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir til þess að ljúka rannsókn sinni á hug- myndum íslenskra kvennahreyfinga í félagslegu og menningarlegu sam- hengi. Karlakór Reykjavíkur vel tekið 1 Stykkishólmi Stykkishólmi. KARLÁKÓR Reykjavíkur kom í heimsókn til Stykkishólms laugar- daginn 19. maí sl. og hélt tónleika í nýju kirkjunni okkar. Var vel mætt á þessum tónleikum og söngskráin bæði fjölbreytt og skemmti- leg. Söngmenn voru um 40 og var Páll P. Pálsson, stjórnandi kórs- ins. Þá voru einsöngvarar þau Inga J. Bachmann og Friðrik Kristins- son sem einnig stjórnaði. Undirleik annaðist Catherine Williams. Einnig sljórnaði Oddur Björnsson. Hólmarar fóru þakklátir og fagn- andi af þessum tón- og söngleikum og létu hrifni sína óspart í ljós og varð kórinn að syngja mörg auka- lög. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri, þakkaði kórnum komuna og þennan listasöng. Bjarna Lárentsínussyni, formanni sóknarnefndar, var færð- ur fáni kórsins til minningar um þessa stund. Fréttaritari átti tal við kórfélaga og- voru þeir stórhrifnir af1 hljóm- burðinum í kirkjunni og hvað væri gott að syngja þar og móttökurnar voru svo góðar að þeir töluðu um að koma hingað fljótt aftur. Það var unaðslegt að heyra meðferð þeirra á hveiju lagi og samstilling- una, hún var frábær. Kórinn varð að syngja mörg aukalög og fagnað- arlátum áheyrenda ætlaði seint að linna. - Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.