Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 45 Siguijóna S. Signr- jónsdóttir — Minning Fædd 7. ágúst 1896 Dáin 21. maí 1990 Siguijóna Soffía Siguijónsdóttir fæddist 7. ágúst 1896 í Saltvík á Kjalarnesi. Hún var dóttir Siguijóns Soffaníasar Jónssonar, en hann var frá Hólkoti í Kvíabekkjarsókn í Eyjafirði og konu hans Margrétar Jónsdóttur frá Grund á Kjalarnesi. Tæpum 4 mánuðum áður en Siguijóna fæddist gerðist sá hörmu- legi atburður að bátur Saltvíkur- bænda fórst skammt undan landi og meðal þeirra sem fórust var fað- ir hennar. Bernsku og æskuárin urðu að mörgu leyti erfið, en hún átti samt margar ljúfar minningar frá þeim tíma. Á sumrin þótti henni umhverf- ið állt vera fagurt. Fjallahringurinn og litbrigðin hvert sem litið var. Blómin áttu hug hennar, en full- orðna fólkið málaði sumar jurtirnar til lækninga og sagði þær margra meina bót. Á vetrum þótti henni varasamt að vera nálægt klettunum ofan við ijöruna. Þar voru lausir steinar og víða hrasgjarnt og þannig var það líka í tilverunni. Það voru stundum langvarandi frost, hvassviðri og hálka á svellum í brattlendi og þá var betra að vera nálægt bænum. Á vökunni lærði hún vísur og ætt- jarðarkvæði sem hún kunni og fór með þegar hentaði. Kveðskapur séra Matthíasar var jafnan ofarlega í huga hennar. Þannig var um Tóm- as og mörg fleiri þjóðskáld. Hún tók snemma eftir merkisat- burðum í sögu þjóðarinnar. Þannig var þegar Hannes Hafstein varð fyrsti íslenski ráðherrann. Þar tók einn stóratburðurinn við af öðrum. Sambandslögin tóku gildi og landið hennar varð fullvalda ríki 1. des. 1918. 17. júní var mesti fagnaðardagur í sögu þjóðarinnar er ísland varð lýðveldi. Þannig tók hún eftir og fylgdist með hinu markverða á öllum sviðum. Hinn 16. des. 1922 giftist hún miklum heiðursmanni: Magnúsi Jónssyni frá Snjallsteinshöfða í Landsveit. Hann starfaði lengst af hjá Kvöldúlfi. Börn þeirra voru 6 að tölu: fimm dætur og einn sonur, sem nú er látinn. Afkomendur þeirra hjóna eru jafn margir og árin sem Siguijónalifði, 93 samtals. Svo vitjar þin ísland, laugað brimhvítu ljósi, og lind þinnar bemsku er jafnsnemma tekin að niða í barmi þínum. M ofurpægð lita og ilms snýr andi þinn langvegu þangað, sem fólk þitt háði sitt ævistrið um þín ðrlög við nyrztu höf. Og þér munu aftur leggjast þau ljóð á tungu, sem liðnar aldir genginni kynslóð sungu og fylgdu henni að heiman - frá vöggu að gröf. (Tómas Guðmundsson) Eftir að hafa talað við Siguijónu næstum því daglega í mörg ár sýn- ist mér að ofangreint kvæðisbrot segi margt um hennar hugsun. Guð blessi minningu Siguijónu Soffíu Siguijónsdóttur. Gestur Hallgrímsson Okkur systur langar að minnast ömmu okkar, Siguijónu Soffíu Sig- uijónsdóttur, í eftirfarandi orðum. Þegar við fréttum af láti hennar komu ófáar minningar upp í huga okkar. Amma var alltaf kölluð Sigga amma eða amma á Freyjó. Þegar horft er til baka var hún ávallt hress og kát á ferð og flugi með stóra merkilega' tösku og staf. Hún lét ekki veður og vinda hefta för sína. Hún þekkti margt fólk og þurfti því marga að heimsækja, einnig var mjög gestkvæmt hjá henni og afa á Freyjugötunni, allt til dauðadags. Þegar amma kom í heimsókn eða við fórum til hennar fannst okkur taskan hennar mjög spennandi. Við fengum að skoða í hana og ávallt var hún með bijóst- sykur sem hún laumaði að okkur krökkunum. Amma var með hina óvenjulegustu hluti í töskunni sinni. Ef eitthvað kom upp á, t.d. að ein- hvern vantaði eitthvað, þá gat amma bjargað málunum. Hun var ávallt með flest allt tii taks s.s. snærisspotta, plástur, krem o.fl. Amma var atorkusöm og henni féli aldrei verk úr hendi. Ef hún settist niður yfir kaffibolla var hún ekki sein á sér að taka upp ptjón- ana. Hún pijónaði á okkur krakk- ana vettlinga og sokka og ekki gleymdi hún þeim nýju börnum er komu í heiminn. Amma var ávallt hress og hrein- skilin. Hún gat sagt hvað sem var án þess að blikna eða blána. Þá var hún ekkert að draga undan og sagði hlutina eins og þeir voru. Hun gat talað mikið og var snögg í tilsvör- um, einnig fór hún oft með vísur fyrir okkur og spurði svo: „Þekkið þið þessar?“ Amma var einskonar töfralækn- ir. Hun hreinsaði af okkur krökkun- um vörtur með hinum ýmsu tilfær- ingum. Hún réð líka drauma og hafði gaman af. Það er svo margs að minnast er litið er um öxl, sem ekki verður hægt að telja upp hér. Undir það síðasta var hún orðin þreytt og södd lífdaga. Hún þráði hvíldina og nú hefur hún fengið þá ósk sína upp- fyllta. Við kveðjum því ömmu á Freyjó með söknuði og þökkum henni sam- verustundirnar, og biðjum góðan Guð að blessa hana. Hulda og Halla Sá sem alltaf hefur verið hlýtur að vera áfram um aldur og ævi hugsar maður þegar allt leikur í lyndi. Dauðinn hvarflar ekki að manni en birtist skyndilega; sviptir burt líkama og anda sem maður hélt að yrðu manni samferða að eilífu. Mig skortir orð þó undir niðri viti ég að gamalt fólk deyr. Núna eru aðeins eftir minningar sem gára innviði heilans. Eitt það síðasta sem hún sagði við mig var: „Magnús, ég þekki þig,“ líkt og hún vildi sanna að hún vissi mæta vel hvað gerðist í kring- um hana á sjúkrastofunni sem var full af gestum er vildu votta henni virðingu og eiga með henni síðustu korn stundaglassins. Það var engu líkara en að vera uppi á Freyjó eða niðri á Freyjó eftir því hvar maður var staddur í, bænum þá stundina. Freyjó var einn af föstu punktun- um í lífinu frá því ég man eftir mér, uppeldisstofnun sem ég gat um tíma mótað eftir eigin höfði með margskonar föndri, málningu og öðrum efnivið. Á Freyjó hitti maður sjaldséða ættingja og í kjall- aranum var smíðaverkstæði afa míns heitins. Uppi á hæðinni var innsta herbergið þar sem hann batt inn bækur. Fram með öllum veggj- um voru skápar og kommóður ömmu minnar fullar af fataefnum og dularfullum varningi, sem hún keypti á bösurum og flóamörkuð- um. Eitthvað af þessu góssi flaut svo í jóla- og afmælispakka ásamt vettlingum og ullarsokkum sem hún pijónaði. Nú spyr ég mig: Hver var þessi kona? Þekkti ég nokkurn tíma hennar innsta kjarna? Það þyrlast upp óljós minningaslitur. Alltaf var nú notalegt að koma upp á Freyjó. Þar var hlýlegt og ekki má gleyma hlut Huldu frænku í því viðmóti sem þar ríkti og fær vonandi að dafna áfram. Hlýjan og glaðlyndið er sennilega kjarni málsins, maður var alltaf velkominn og gömul húsgögn- in, bækurnar og fjölskyldumyndirn- ar á veggjunum fylltu mann vel- líðan. En hún átti aðra hlið; var stund- um ákveðin og hörð í horn að taka; lét engan eiga neitt inni hjá sér. Gat verið hvassyrt og háðsk en langrækin var hún tæpast og sneri erfiðum málum upp í gamansemi og kæruleysi. Heimspeki hennar held ég sé fólgin í þessum orðum: Það eru all- ir fingurnir jafn langir þegar í lóf- ann er komið. Þetta sagði hún oft þegar rætt var um lífið, dauðann og það að hreykja sér yfir aðra á hæpnum forsendum. Einföld orð en margræð. Þau gömlu hjónin, afi og amma, óðu ekki í seðlum en komu upp sínum börnum með ráðdeild og sparnaði. Eignuðust sitt hús með hjálp góðra manna sem nú eru horfnir. En núna sé ég þau afá og ömmu fyrir hugskotssjónum mínum fagna endurfundunum í öðru ljósi eftir margra ára aðskilnað og dansa skottís af einskærri gleði. Magnús Gestsson Öll önnur smærri og stærri tæki eru með 10% staðgreiðsluafslætti 5% afslætti miðað við afborgunarverð. Notaðu tækifærið og gerðu góð kaup. THWið :sit£ndiu.ír aðeins itíl 'JEL fáaai. PFAFF Kringlunni • Sími; 689150 BRAUN Hársnyrtitæki. Strokjárn o.fl. Afsláttur 20% BRAUN Rakvélar. Allar gerðir. Afsláttur 20% | Tilboð nr 2 Candy Junior 23 lítra 500W Verð áður kr. 31.200,- Verð nú kr. 22.165,- Staðgr. kr. 19.950,- Afsláttur 36% Tilboð nr. 3 Candy Combichef Samb. grill- og örb.ofn Verð áður kr. 49.900,- Verð nú kr. 38.810,- Staðgr. kr. 34.930,- Afsláttur 30% BRfíun PFAFF 1047 Tiptronic Verð áður kr. 63.900,- Vérð nú kr. 52.700,- Staðgr. kr. 47.925,- Afsláttur 25% Tilboðnr.l I ’ hjáPFAFF Við flytjum úr Kringlunni þann 13. júní n.k. og af þeim sökum ætlum við að rýma til á lagernum hjá okkur. Við höfum ákveðið að láta þig, neytandi góður, njóta góðs af og bjóða allar okkar vörur með afslætti og auk þess eftirfarandi vörur á sérstöku tilboði. Tilboð nr. 1 Candy Magic Tölvustýrður örb.ofn. Verð áður kr. 40.200,- Verð nú kr. 28.590,- Staðgr. kr. 25.730,- Afsláttur 36%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.