Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 43 Novella sólstóllinn er úr níðsterku plastefni, staflast vel og hentar mjög vel hér á landi. Novella sólstóllinn er einstaklega stöðugur og er áreiðanlega með þeim sterkustu á markaðnum. NOYA Einkaumboð á íslandi. i I m 1 g&gSJr N I g RM I S BKH SB I I Bk I 8 9B Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 - þar sem sumarið er. Grípandi máining á grípandi verði (diiiii vríaa Síðumúla 15, sími 84533 Sóley S. Bender „Þegar metin er þörf fyrir sérhæfða kyn- fræðsludeild þarf m.a. að skoða þungunartíðni meðal ungs fólks og að hve miklu leyti þjónusta á sviði ijölskylduáætl- unar hefiir náð til þessa hóps.“ af þeim þá ályktun að leggja niður deildina. Þvert á móti bera þær vitni um það hversu lítið hefur verið gert fyrir deildina frá því hún var stofnuð. Aðsókn að deildinni tengist mörgum þáttum s.s. vitneskju um tilvist hennar, staðsetningu, opnun- artíma, biðtíma eftir þjónustu, kostriaði, viðmóti starfsfólks, um- hverfi hennar, hvernig staðið er að innköllunum í eftirskoðanir o.s.frv. Hér verður ekki reynt að rekja hvert þessara atriða heldur aðeins laus- lega minnst á nokkra þætti til út- skýringar. Það er augljóst mál að ungt fólk leitar ekki á deildina ef það veit ekki hvar hún er né hvaða starfsemi er á hennar vegum. Gera má ráð fyrir því að skólahjúkrunar- fræðingar og kennarar geti um til- vist hennar þegár fjallað er m.a. um getnaðarvarnir í kynfræðsluefni skólanna. Engin veggspjöld eru notuð til að láta vita um starfsem- ina. Engir bæklingar eru til sem útskýra starfssvið hennar. Opnun- artími deildarinnar er frá 16.15- 18.00 á mánudögum og spurning er um það hvort hægt sé að koma nægjanlega til móts við þarfir ungs fólks á þessu sviði með því að hafa opið aðeins einu sinni í viku. Tel ég hæpið að hafa svo stuttan opn- unartíma m.a. vegna þess að ungt fólk áætlar oft ekki fram í tímann og þarf að geta fengið svör greið- lega við spurningum og vandamál- um. Heil vika er of langur biðtími. Er þörf fyrir sérhæfða kynfræðsludeild? Þegar metin er þörf fyrir sér- hæfða kynfræðsludeild þarf m.a. að skoða þungunartíðni meðal ungs fólks og að hve miklu leyti þjónusta á sviði íjölskylduáætlunar hefur náð til þessa hóps. Hér á landi hefur þungunartíðni á undanförnum árum meðal stúlkna 15-19 ára verið hæst miðað við Norðurlönd. Árið 1984 var hún 53,3 hérlendis, í Danmörku 27,5, í Finnlandi 32,2, í Noregi 40,2 og í Svíþjóð 28,4 miðað við 1.000 stúlkur i þessum aldurshópi. í aldurshópnum 15-19 ára voru á íslandi samtals 21.065 árið 1989. Gera má ráð fyrir því skv. erlendum rannsóknum að einhver hjuti þeirra sé kynferðislega virkur. I kringum 1970 var töluverð umfjöllun í bandarísku samfélagi um þörf ungs fólks fyrir þessa þjónustu. Á þeim tíma var miðað við að um 40% stúlkna og 65% drengja á aldrinum 15-19 ára væru kynferðislega yirk og þyrftu á þessari þjónustu að halda. Ef gengið er út frá þessu sama viðmiði (þar sem skortir íslenskar rannsóknarniðurstöður) kemur í ljós að um 11.000 þurfa á þessari þjónustu að halda hérlendis. Gera má ráð fyrir að ungt fólk leiti í einhveiju magni til kvensjúkdóma- lækna, heimilislækna og á kyn- fræðsludeildina til að fá þjónustu á þessu sviði en um hlutfallslega skiptingu milli þessara þjónustuað- ila er ekki vitað. Ef gengið er út frá því hugsan- lega dæmi að um 30% ungra stúlknafari til kvensjúkdómalækna, um 30% til heimilislækna og um 40% á kynfræðsludeildina kæmi í ljós að kynfræðsludeildin næði að- eins að þjóna um 20% af þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og er þá eingöngu miðað við að stúlkur sæki þangað þjónustu. Með hliðsjón af þessu hugsanlega dæmi þá hefur aðsókn að kynfræðsludeild Heilsu- verndarstöðvarinnar ekki verið að endurspegla það að þörf fyrir þessa þjónustu fari minnkandi heldur frekar hitt að deildin hafi ekki náð að þjóna þeim stóra hópi sem henni var ætlað vegna þess m.a. að deild- in hefur ekki þróast í takt við tímann og að hún hefur ekki fengið þá athygli frá stjórnvöldum sem henni ber til að geta sinnt betur hlutverki sínu. Á sama tíma og verið er að ræða þann möguleika hér á landi að leggja niður einu kynfræðsludeild landsins hefur verið vaxandi um- ræða um það í nágrannalöndum okkar hversu mikils virði það er að ná til ungs fólks og veita þeim góða þjónustu á þessu sviði. Ungt fólk er álitinn sérstakur áhættuhópur í þjóðfélaginu hvað varðar ótímabær- ar barneignir og þarf því á sér- stakri athygli að halda. Alþjóðasamtök um fjölskyldu- áætlun (lPPF=International Planned Parenthood Federation) hafa það á stefnuskrá sinni að bæta þjónustu fyrir ungt fólk á sviði fjölskylduáætlunar. Á alþjóða- TILBOÐ NOVELLA SÓLSTÓLLINN 1.195,- Verð aðeins kr. þingi Evrópudeildar ÍPPF sem hald- ið var í Varna í Búlgaríu 1989 kom fram í tveggja ára áætlun samtak- anna að eitt af megin forgangsverk- efnum væri að mæta þörfum ungs fólks á þessu sviði. í stað þess að leggja niður kyn- fræðsludeildina ætti það því að vera metnaðarmál okkar þjóðar að byggja upp markvissa ijölskyldu- áætlunarþjónustu fyrir ungt fólk sem þarf mjög mikið á fræðslu og ráðgjöf að halda á þessu sviði. Höfundur erlektor við Náusbraut ílijúkrunarfræði við Háskóla Islands. UTI MÁLNING Matthea Jónsdóttir, listmálari ■ NÚ STENDUR yfir í Bókasafni Kópavogs sýning á málverkum eftir Mattheu Jónsdóttur, listmálara. Mattahea hefur haldið 13 einkasýn- ingar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þá hefur Matthea nokkrum sinnum hlotið verðlaun fyr- ir verk sín á alþjóðasýningum m.a. í Frakklandi og Belgíu. Matthea hlaut starfslaun Menntamálaráðs á sl. ári. Sýningin í Bókasafni Kópa- vogs stendur til 25. júní og er opin á opnunartíma safnsins kl. 10—21 virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.