Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 49 Hrefiia Brynjólfs- dóttir — Kveðja Kristín Guðjohn- Okkur systkinin langar til að minnast elsku ömmu okkar, Hrefna Biynjólfsdóttur, í nokkrum orðum. Hún lést eftir erfið veikindi 18. maí síðastliðinn. Sárt er að hugsa til þess að ekki eigum við eftir að sjá ömmu aftur svo lengi sem við lifum, en mikill styrkur er í því að vita að nú líður henni vel og er í góðum höndum. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Megi góður Guð styrkja elsku afa okkar á þessari sorgarstund. Hreftia, Gísli, Maggi og ívar sen - Kveðjuorð Minning: Páll Pálsson fyrrv. bifreiðarstjóri Fæddur 2. febrúar 1902 Dáinn 23. maí 1990 í dag, fimmtudaginn 31. maí, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju föðurbróðir minn, Páll Páls- son. Foreldrar hans voru Páll Jónsson í Bakkakoti á Rangárvöllum og kona hans Salvör Jensdóttir. Þau hjón eignuðust 13 börn og var Páll sá 11. í röðinni. Öll náðu börnin fullorðinsaldri nema ein stúlka sem Ingibjörg hét og dó 13 ára. Páll er tólfti í röðinni sem kveð- ur þennan heim en hin voru: Árni, Vilhjálmur, Guðbjörg, Sigríður, Guðrún, Þura, Hjörleifur, Jón, Steingrímur og Guðrún. Eftir lifir Jens, sem býr á heimili aldraðra við Dalbraut. Það hefur verið mikið vinna að fæða og klæða svo stóran hóp og munu börnin snemma hafa vanist mikilli vinnu. Páli var komið fyrir á Odda um þriggja ára skeið hjá séra Skúla Skúlasyni og Sigríði Helgadóttur. Talaði hann oft um veru sína þar. Síðan fór hann í Fróðholtshjáleigu, þar til hann varð 16 ára, en þá fór hann að starfa við allt það sem til féll hverju sinni. Var hann mörg ár á vertíðum i Vestmannaeyjum og stundaði sjóróðra á árabátum. Árið 1929 urðu þáttaskil í lífi Páls, en þá fór hann að stunda bif- reiðaakstur frá BSR. Varð það hans ævistarf. Árið 1950 kvæntist hann Huldu Maríu, vestur-þýskri konu, og var sambúð þeirra farsæl og reyndist Hulda manni sínum traust- ur og góður lífsförunautur. Börn þeirra eru fjögur: Guðríður, gift Kristni Þorkelssyni, Hjörleifur, Halldór og Páll Sölvi, kvæjltur Fanneyju Ingvaldsdóttur. Áður eignaðist Páll tvo syni: Reyni, kvæntan Marie La Cour Hansen og Einar. Öll eru börnin myndar- og dugnaðarfólk. Páll frændi var stór maður og þrekinn, kannske svolítið htjúfur hið ytra, en ljúfur og lijarta- hlýr hið innra. Honum þótti vænt um alla sem hann kynntist, og var sérlega barn- góður og hjálpsamur, vildi hvers manns vanda leysa. Alla tíð hefur Páll verið hluti af lífi mínu. Hann kom nær daglega til foreldra minna á meðan heilsan léyfði, og saman áttu þau, ásamt honum og Huldu, margar ánægjustundir. Bræðurnir Steingrímur, Hjörleifur og Páll spil- uðu mikið brids og var móðir mín fjórði maður. Þá ríkti mikil gleði og oft hlegið dátt. Páll var ekki bara frændi, hann var einlægur vinur sem ég á margt að þakka. Við Hildimundur og börnin okkar söknum vinar og biðjum honum Guðsblessunar á nýju tilverustigi. Aðalheiður Sigurdís Steingrímsdóttir Fædd 28. mars 1930 Dáin-19. maí 1990 Á einum bjartasta degi vorsins, laugardaginn 19. maí sl., lést í Landspítalanum Kristín Guðjohnsen, sextug að aldri. Þann dag dimmdi í hugum okkar, er höfðum beðið og vonað, að hún fengi a.m.k. notið sumarsins, en lokabaráttan í erfiðum veikindum hennar varð ströng og stutt. Það eru mikil forréttindi að eiga góða vini og því betri sem þeir eru þeim mun erfiðara eigum við með að sætta okkur við, að þeir séu frá okkur teknir. Á æskuárum bundumst við Stína vináttu- og tryggðarbönd- um, sem entust allt þartil hún kvaddi þetta tilverustig. Stína var heilsteypt kona með já- kvætt lífsviðhorf og skilur eftir sig stórt skarð hjá þeim, er hún kynntist á lífsleiðinni. Hún var óvenju hrein- skiptin og hispurslaus, henni fylgdi jafnan hressandi andblær og hún átti einstaklega auðvelt með að ná til annarra og skipti aldur þá engu máli. Hún kom eins fram við alla og fals og fláræði var ekki til í fari hennar. Öllum, sem kynntust henni var hlýtt til hennar og gilti einu hvort um var að ræða fjölskylduna, skóla- systkin eða vinnufélaga, allir vildu eiga og áttu eitthvað í Stínu. Margar eru minningamar er koma upp í hugann, enda af nógu að taka. Ég minnist þess er hún kom fyrsta sinni á æskuheimili mitt, hve foreldr- um mínum leist vel á þessa einarð- legu stúlku, sem talaði kjarnyrta norðlensku tæpitungulaust. Ég minnist þess er hún og bekkjarsystk- t Útför mannsins míns og föður okkar, SIGURÐAR JÓNASSOIMAR, Stykkishólmi, sem andaðist 25. maí sl., og sonar míns og bróður okkar, ÞÓRIS ARNAR SIGURÐSSONAR, Stykkishólmi, sem andaðist 24. maí sl., verður gerð frá Stykkishólmskirkju föstu- daginn 1. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast þeirra, er bent á St. Fransiskussjúkrahúsið í Stykkishólmi og líknarstofnanir. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.00 sama dag. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Oddsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Ingveldur Sigurðardóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, FLOSI GUNNARSSON útgerðarmaður og skipstjóri, Vesturbergi 53, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju föstudaginn 1. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins láta, er bent á Krabbameinsfélagið. Alda Kjartansdóttir, Guðmundur Örn Flosason, Jakobína Flosadóttir, Mikael Nordal, Anna Lilja Flosadóttir, Rósa Dögg Flosadóttir, Benedikt Franklínsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför JÓNS EYVINDSSONAR BERGMANNS símamanns frá Keflavík. Fyrir hönd systra hans og annarra vandamanna, Sína D. Wiium. inin settu upp hvíta kollinn fyrir rétt- um 40 árum, þá blasti lífið og ævin- týrin við. Ég minnist góðra stunda á heimili foreldra hennar, Snjólaugar og Einars Guðjohnsen á Laugavegin- um og Ægisíðunni, þar ríkti góður andi og okkur var ævinlega tekið af hlýju. Ég minnist hennar sem elsku- legrar dóttur, stoð og stytta móður sinnar, en þær bjuggu saman um árabil eftir skyndilegt fráfall föður hennar. Og myndin af henni geisl- andi af hamingju með einkabarnið í fanginu er skýr. Margar og góðar eru stundirnar er við áttum í sauma- klúbbnum þótt fámennur væri, sem við Kiddí eigum vafalaust eftir að ylja okkur við. Sl. ár var Stínu erfitt, þótt hún flíkaði því ekki. Styrkur hennar var trúin, en hana átti hún, einlæga og sanna. Hún starfaði ötullega að mál- efnum kirkjunnar í Kvenfélagi Lang- holtssóknar, þar sem bekkjarbróðir hennar, sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson, var starfandi prestur. Ævi- og starfsferil Stínu ætia ég ekki að rekja, það gera vafalaust aðrir, vil aðeins að leiðarlokum þakka fyrir að hafa átt vináttu hennar. Stína giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Bolla Ólasyni loft- skeytamanni, árið 1971. Einkabarn þeirra er Gunnar, fæddur 10. ágúst 1972, hinn mesti efnispiltur, sem sýnt hefur mikinn þroska í veikindum móður sinnar. Algóðan guð bið ég að blessa og styrkja Bolla og Gunnar í þeirra rnikla missi og aðra ástvini hennar. Hvíli Stína mín í friði. Gyða Vegna mistaka í vinnslu síðastl. þriðjudag birtist greinin hér á ný, um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför GERÐAR JÓNSDÓTTUR, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við Félagi íslenskra bókagerðarmanna og starfsfólki Prentverks Odds Björnssonar. Helga Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Bolli Gústafsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför RANDÍAR ARNGRIMS, Suðurhólum 24, Reykjavík. Gunnar Ólafsson, Guðrún Arngrímsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hinar innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug og vottuðu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS SNÆLAUGSSONAR, Munkaþverárstræti 24, Akureyri. Óiafía Halldórsdóttir, Snæiaugur Stefánsson, Karólína Stefánsdóttir, Ráðhildur Stefánsdóttir, Óskar Stefánsson, Anna Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Kristín R. Stefánsdóttir, barnabörn og Margrét Sölvadóttir, Karl F. Magnússon, Daði Hálfdánsson, Sigríður Halldórsdóttir, Brynleifur Siglaugsson, Birgir Stefánsson, Þórður Jóhannsson, barnabarnabarn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR MARTEINSDÓTTUR frá Feyju, Neskaupstað, siðar búsett í Bogahlið 13, Reykjavík. Ada Elisabet Benjaminsdóttifjriðrik Á. Magnússon, Jón Benjamínsson, Gúðný M. Kjartansdóttir, Benjamín Friðriksson, Birna Magnúsdóttir, Baldur Friðriksson, Lilja Björnsdóttir, Magnús Friðriksson, Bryndís Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.