Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990
37
Guðmundur Páls-
son - Kveðjuorð
Fæddur 27. apríl 1970
Dáinn 5. maí 1990
Leiðir okkar Guðmundar lágu
fyrst saman, þegar ég byrjaði að
vinna í unglingavinnuna á Mikla-
túni. Þá var ég nýbúinn að klára
7. bekk en Guðmundur þann átt-
unda. Við urðum strax góðir vinir
og heimsótti ég hann oft í Bólstað-
arhlíðina. Þetta sumar á Miklatúni
var mjög skemmtilegt og átti ég
fjölmargar gleðistundir með
Gumma þar. Það var sama á hveiju
gekk, alltaf gat Gummi komið
manni í gott skap, enda hress og
skemmtilegur. Um sumarið kynnt-
ist ég móður hans og systkinum
og féll mér alltaf vel að koma í
Bólstaðarhlíðina til þeirra. Eftir
þetta kom Gummi yfir í Laugalækj-
arskóla sem varð til þess að við
eyddum meiri tíma saman með öðr-
um félögum. Var Gumma vel tekið
í Laugarnesinu og átti hann auð-
\jelt með að kynnast öðrum félögum
mínum, sem urðu góðir vinir hans.
Eftir níunda bekk dreifðist vina-
hópurinn nokkuð. Félagarnir fóru
ýmist í menntaskóla eða iðnskóla
eða að vinna. Þetta varð til þess að
á veturna hafði maður oft minna
samband við þá sem fóru að vinna
og öfugt, en það hélst samt alltaf
góð vinátta milli mín og Gumma.
Gummi var einn af mínum allra
bestu vinum og áttum við mjög
gott með að skilja hvorn annan og
gátum átt góðar stundir saman
þótt eitthvað bjátaði á. Á sumrin
fórum við gjarnan í útilegur og
bíltúra. En Gummi var líka mikið
á Laugarvatni og talaði hann mikið
um hvað honum þætti gaman að
vinna við landið sem ijölskylda hans
átti og hvað hann hlakkaði til að
það yrði fullklárað. Þær voru ófáar
stundirnar sem hann lagði til við
að vinna fyrir austan og allt með
mestu ánægju.
Síðasta haust ákvað ég að fara
í skóla erlendis og dvelja með ann-
arri fjölskyldu í tíu mánuði. Mér
er það minnisstætt þegar Gummi
og aðrir félagar komu eldsnemma
upp á flugvöll og kvöddu mig og
töluðum ég og Gummi um hvað
okkur hlakkaði til að hittast aftur. '
En svo er hringt að heiman og mér
sagt að Gummi vinur minn væri
dáinn. Það tekur mig sárt að missa
jafn góðan vin og Gummi var og
mun ég seint gleyma þeim ánægju-
stundum sem við áttum saman.
Eftir stendur falleg minning um
góðan dreng.
Eg votta Guðrúnu, móður hans,
og systkinum, Palla frænda hans
og öðrum ættingjum og vinum
dýpstu samúð.
Jón Bjarni Atlason
* £ N ;
TILKYNNINGAR
Bakarar - bakarar!
Þeir, sem hafa áhuga á að leigja sumarhús
félagsins í sumar, vinsamlega hafið samband
við gjaldkera félagsins (Gunnar) þriðjudaginn
5. júní eða miðvikudaginn 6. júní eftir kl.
18.00 í síma 622053.
Kvikmyndir frá komu
handritanna 1971
Við leitum að kvikmyndum, sem teknar voru
við komu handritanna 1971,8 mm eða 16 mm.
Vinsamlegast hafið samband í síma 626660.
ÝMISLEGT
TIL SOLU
Aflakvóti til sölu
Til sölu ca 30 tonn þorskur og ca 50 tonn ýsa.
Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Kvóti - 13352“ fyrir 5. júní.
Humarkvóti
Til sölu 18 tonna humarkvóti.
Upplýsingar í síma 97-81265.
!3
Lóðir undir atvinnu-
rekstur á hafnarsvæði
Auglýstar eru lausar til umsóknar lóðir fyrir
hafnsækinn iðnað á Kársnesi sbr. deiliskipu-
lag.
Umsóknarfrestur er til 16. júní nk.
Upplýsingar gefur undirritaður.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
TILBOÐ - UTBOÐ
Utboð
Tæknideild Selfoss, fyrir hönd Bæjarsjóðs
Selfoss, óskar hér með eftir tilboðum í há-
þrýstiþvott, sprunguviðgerðir og endurmálun
á Gagnfræðaskóla Selfoss.
Um er að ræða steypta útveggi skólans ca
2.400 m2.
Skilafrestur verks er 15. ágúst nk.
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu
Selfoss gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á Tæknideild Selfoss-
bæjar fyrir kl. 14.00, þriðjudaginn 5. júní
nk., en þá verða þau opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum, sem þess óska.
Forstöðumaður tæknid. Selfossbæjar.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Bakarar - bakarar!
Aðalfundur B.S.F.Í. verður haldinn fimmtu-
daginn 7. júní kl. 16.00 í Ingólfsstræti 5 (Ris-
inu).
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands
verður haldinn á Hvolsvelli fimmtudaginn 14.
júní og hefst hann kl. 13.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf og tillaga stjórnar
um breytingar á samþykktum félagsins.
Stjórnin.
SJÁLPSTflEDISPLOKKURINN
' F Ý. I A ( i S S T A R F
Sjálfstæðismenn
Seltjarnarnesi
Fundur verður í kvöld, fimmtudaginn 31. maí, í Félagsheimili sjálf-
stæðismanna á Austurströnd 3, kl. 20.30 með fulltrúaráðsmönnum,
frambjóðendum D-listans og öðrum áhugasömum sjálfstæðismönn-
um á Nesinu.
Rætt verður um niðurstöður bæjarstjórnarkosninganna.
Stjórn fulltrúaráðsins.
¥ ÉLAGSÚF
Frá Félagi eldri borgara
Gönguhrólfar hittast nk. laugar-
dag kl. 10.00 í Nóatúni 17.
Skipholti 50b, 2. hæð
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Þú ert velkomin(n)!
Huuræktar
, &núsið
Álfar og aðrar
náttúruverur
Einstakt námskeið í júní. Leið-
beinandi Erla Stefánsdóttir.
Opið frá kl. 16.00-18.30 virka
daga. Símsvari þar fyrir utan.
Hugræktarhúsið,
Hafnarstræti 20,
sími 620777.
kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum, Hverfisgötu
42. Fjölbreyttur söngur. Vitnis-
burðir. Samhjálparkórinn tekur
lagið. Orð hafa Brynjólfur Ólason
og Þórir Haraldsson. Allir vel-
komnir. Ath! Opið hús verður í
Þríbúðum nk. laugardag.
Samhjálp.
UTIVIST
GRÓFINHI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI 14(06
Öræfajökull
Því miöur verður fyrirhugaður
undirbúningsfundur vegna
göngu á Öræfajökul að falla nið-
ur. Þess í stað er hægt að fá
minnislista yfir nauðsynlegan
útbúnað á skrifstofu.
Tjaldstæðin í Básum
Tjaldstæðin í Básum og á Goða-
landi verða lokuð um hvi'ta-
sunnuna. Nægilegt gistirými í
skálum. Panta þarf gistingu á
skrifstofu, Grófinni 1.
Sjáumst!
Útivist.
HÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606
Hvítasunnuferðir
1.-4. júní
Þórsmörk - Goðaland
Það er vor í Básum. Góð gisting
í Útivistarskálunum. Gönguferðir
við allra hæfi um Þórsmörk og
Goðaland. Fararstjóri: Fríða
Hjálmarsdóttir.
Fimmvörðuháls - Básar
Gengið frá Skógum yfir hálsinn
í Goðaland. Um 9 klst. gangur.
Fararstjóri. Lovísa Christiansen.
Snæfellsnes -
Snæfellsjökull
Nú könnum við Snæfellsnesið
út frá Hellisandi. Staðfróður
maður Sæmundur Kristinsson
slæst í för með hópnum. Gengið
á jökulinn, en jafnframt boðið
upp á láglendisgöngu. Sundlaug
á staðnum. Strandbál og grill I
Skarðsvík. Öðruvísi ferð. Farar-
stjórar: Ingibjörg Ásgeirsdóttir
og Sigurður Sigurðarson.
Verð kr. 6.300,-/7.000,-
Breiðafjarðareyjar -
Helgafellssveit
Sigling um Suðureyjarnar. Geng-
ið í land i nokkrum eyjum. Farið
í Berserkjahraun og gengin göm-
ul slóð frá Hraunsfiröi í Kolgrafa-
fjörð og að sjálfsögðu verður
gengið á Drápuhlíöarfjall og
Helgafell. Fararstjóri: Þorleifur
Guðmundsson.
Skaftafell - Öræfajökull
Gengin Sandfellsleið á Öræfajök-
ul. Fyrir þá sem ekki fýsir að fara
á jökulinn: Jökulsárlón og Múla
gljúfur. Síðari daginn verður
gengið í Bæjastaðarskóg og
einnig boðið uppá fjallgöngu á
Kristinartinda. Gist i góðu húsi.
Fararstjórar: Egill Pétursson og
Reynir Sigurðsson. Verð kr.
6.800,-/7.600,-
Miðar í allar ferðirnar á skrifstofu.
í Útivistarferð eru allir velkomnir.
Sjáumst.
Útivist.
Seltjarnarneskirkja
Samkoma á vegum Seltjarnar-
neskirkju og Ungs fólks með
hlutverk í kvöld kl. 20.30.
Léttur söngur og fyrirbænir í
umsjá Þorvaldar Halldórssonar
og félaga. Allir velkomnir.
ssajt Hjalpræóis-
herinn
Kirkjustræti 2
I kvöld kl. 20.30 er kveðjuhóf
herfjölskyldunnar til heiðurs
flokkstjóra fjölskyldunnar Rein-
holdtsen. Leiðtogi Hjálpræðis-
hersins á íslandi stjórnar.
Fjölmennum.
FERÐAFÉLAG
ISIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Missið ekki af hvíta-
sunnuferðum F.í.
1.-4. júní
Brottför kl. 20. í allar ferðirnar:
1. Snæfellsnes - Snæfellsnes-
jökull. Fjölbreytt ferð. Góð gist-
ing í sérherbergjum á Görðum i
Staðarsveit. Hægt að kaupa
máltíðir á staðnum þ:á m. er sil-
ungsveisla í boði. Aðgangur að
sundlaug, heitum potti og öl-
keldu á Lýsuhóli. Ganga á Jökul-
inn (7-8 klst.), jafnvel yfir hann
til Ólafsvikur. Einnig eru ( boði
áhugaverðar ferðir um ströndina
frá Rifi um Öndverðarnes,
Svörtuloft og Beruvík í fylgd
staðkunnungs heimamanns,
Skúla Alexanderssonar, alþing-
ismanns (einstakt tækifæri).
Kvöldvaka. Sigling um Breiða-
fjarðareyjar.
2. Þórsmörk - Langidalur.
Mörkin stendur fyrir sínu.
Gönguferðir við allra hæfi. Einn-
ig ökuferð að Eyjafjöllum (Selja-
vallalaug). Frábær gisting í Skag-
fjörðsskála. Þeir sem vilja eiga
kost á göngu frá Mörkinni yfir
Fimmvörðuháls að Skógum.
Kvöldvaka.
3. Öræfajökull - Skaftafell.
Gengiö hin skemmtilega útsýn-
isleið Virkisjökulsleiöin á
Hvannadalshnjúk, hæsta fjall
landsins. Útbúnaðarlisti á skrif-
stofunni. Fararstjórar munu leið-
beina um notkun brodda og aðra
jöklatækni. Þetta er því bæði lær-
dómsrík ferð og mikil upplifun.
4. Skaftafeil - Ingólfshöfði.
Gengið um þjóðgarðinn, skoð-
unarferðir um Öræfasveitina.
Ingólfshöfða hafa fáir heimsótt;
gott útsýni, mikiö fuglalíf. Leið-
beinandi um fuglaskoðun verður
með í för. Einnig ekið að Jökuls-
árlóni. i ferðum 3 og 4 er gist á
Hofi i Öræfum, hús eða tjöld.
Góð fararstjórn í öllum ferðum.
Ferðafélagsferð svíkur engan.
Verið með! Upplýs. og farm. á
skrifst. Öldugötu 3, símar:
19533 og 11798. Pantiö tíman-
lega. Ferðafélag islands.