Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 Vestfir&ir: Raibúö Jónasar Þör, Patreksfirði • Bjarnabúö, Tálknafiröi • Edinborg, Bíldudal i • Verslun Qunnars Sigurössonar, Þingeyri • Einar Guðfinnsson, Bolungarvík • Straumur, Isafiröi <3 ® í f f 3 S E I s I 1 í í- CD 3> p II Acu ^ Áður kr.68.816.- Nú kr.57.629.- stgr. VONDUÐ ÞVOTTAVEL Á SUMARVERÐI! Nú bjóðum við ÖKO Lavamat 951 þvottavél frá AEG.með sér- hitastigsstilli, vinduhraðanum 850/650 og öllum þeim þvottakerfum sem nauðsynleg eru. Hæð 85 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. S ! t c BRÆÐ'URNIR QRMSSONHF Lágmúla 9. Sími 38820 a | é i Hálshnykkur eílir Köllu Malmquist Vegria greinar Gunnars Arn- arsonar í Morgunblaðið 16. maí 1990, Höfúð-, háls- og mjóbaks- verkir, hvað er til ráða? Undirrituð ætlar ekki að færast það umfangsmikla verk í fang, að svara þessari spumingu, sem felst í heiti áðurnefndrar greinar. Svörin geta verið jafnmargþætt, og aragrúi ástæðna sem geta legið að baki verkja í ofangreindum líkams- hlutum. Til nánari útskýringar fyrir það fólk, sem hefur lesið grein Gunnars Arnarsonar tel ég mig knúna að segja nokkur orð um hálsáverka sem m.a. bílaárekstrar valda. Fjölgun þessara áverka hefur orðið geigvænleg undanfarin ár, sem rekja má til ýmissa ástæðna. Sem betur fer batnar stærstum hluta sjúklinganna ýmist með lyfj- um, hvfld og leiðbeiningum eða með sjúkraþjálfun að auki. Kírópraktík þ.e. hnykkmeðferð framkvæmd af kírópraktor og lið- losun/hnykkmeðferð framkvæmd af M.T. sjúkraþjálfara (með fram- haldsmenntun í „manuell terapi“) er liðlosandi aðferð sem getur hjálp- að þeim sem „læsast“ í liðum. Þessa aðferð ætti ekki að nota á hálsa fyrstu mánuði á eftir áverka á hálsi af völdum bflaáreksturs eða sambærilegs höggs. Ástæðan er sú að áverkinn veldur oftast bólgu, sem ertir vefina, og óstöðugleika í hálsliðum. Fyrst þarf því að beina meðferð að því að losna við bólguna og auka stöðuleika iiðanna. í október 1989 sótti ég náms- stefnu í Ósió um „Whiplash", þ.e. áverka eftir hálshnykk eða „svipu- höggsáverka" eins og hann er stundum nefndur. Þar fluttu erindi læknar, sjúkraþjálfarar, kíróprakt- or, „\ghiplash“-sjúklingar og full- trúar tryggingafélaga. Í máli kírópraktorsins Caspers Andersens, sem hefur reynslu af meðferð þessara sjúklinga til fjölda ára, kom fram að kírópraktorar væru að hverfa frá hálshnykkingum í hreyfanlegasta hluta hálsins eftir hálsáverka vegna lélegs árangurs. Þeir væru famir að gera sér grein fyrir þessum óstöðugleika. Einnig að halda að sér höndum á meðan bólga er ennþá í vefjunum. Hins vegar koma fram í máli Caspers Andersens að kírópraktor- ar meðhöndli oft læsingar annars staðar í hryggnum eftir ofangreinda áverka og það með góðum árangri. í máliiv Skaare sjúkraþjálfara kom fram m.a. að hún hefði starfað í sjö ár á slysamóttöku Ósló-borgar (Oslo legevakt og skadepoliklinikk) og séð áð meðaltali tvo sjúklinga á dag eftir svipuhöggsáverka. Hún hefði fylgt þeim eftir í 14 ár og gert könnun á árangri með- ferðar sem þeim er boðið upp á. í þessari könnun fengu hnykk- ingar á hálsliðum eftir svipuhöggsá- verka lélega einkunn, hvort sem þær voru framkvæmdar af kíróp- raktorum eða M.T sjúkraþjálfurum, þ.e. í flestum tilvikum. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvað er þá til ráða, þá er óhætt að segja að það sé ýmislegt. Áverkinn er margþættur og framkallar mörg mismunandi ein- kenni, allt eftir því hvaða viðkvæmu vefir í hálsinum og viðar verða fýr- ir ertingu. I fyrstu er hvíldin, bólgueyðandi og vöðvaslakandi lyf auk verkja- lyfja besta hjálpin. Benda má á að tognaður ökkli er settur í stuðnings- umbúðir og hækjustafir notaðir til að taka þungann af tognaða liðnum. Hálsinum er hins vegar hlíft eftir tognun með stuðningskraga og fólki ráðlagt að hafa hægt um sig, þ.e. hvíla sig eftir þörfum og gæta þess að erta ekki skaðaðan vef reyna að sniðganga sársauka til að vefirnir fái frið til að lagast. Lækn- ir fylgist reglulega með sjúklingi og ef þörf er á því vísar hann hon- um til sjúkraþjálfara í meðferð tveim til fjórum vikum eftir slysið. Sú meðferð er að sjálfsögðu ein- staklingsbundin allt eftir ástandi og einkennum hvers og eins. Sem dæmi má nefna bólgueyð- andi rafmagnsbylgjur, staðbundna Kalla Malmquist Hálsinum er hins vegar hlíft eftir tognun með stuðningskraga og fólki ráðlagt að hafa hægt um sig, þ.e. hvíla sig eftir þörfum og gæta þess að erta ekki skað- aðan vef reyna að snið- ganga sársauka til að vefirnir fái frið til að lagast. örvun litlu vöðvanna inn við háls- hrygginn, sem sjá um stöðugleika, leiðbeiningu um líkamsbeitingu, þ.e. hreyfingar og stöðu og síðan liðkun ef við á og styrkingu. Oft getur þurft að meðhöndla aðra lík- amshluta en hálsinn allt eftir því hve skaðinn er útbreiddur eða hefur áhrif víða. Að lokum vil ég leggja áherslu á að í flestum tilvikum er ekki um alvarlega skaða að ræða og flest fólk nær sér að fullu. Með vinsemd og virðingu og von um gott samstarf við kírópraktora. Höfundur eryGrsjúkraþjálfari Borgarspítalans. LATTU SOLARORKUNÁ :9\ i>> c VINNA FYRIR ÞIGÍ Fáðu þér sólarrafhlöðu í: SUMARBÚSTAÐINN, J/ SKEMMTIBÁTINN \ ** OG FL. OG FL. Auðveldar í uppsetningu og algjörlega viðhaldsfríar. BÍLDSHÖFDA 12 — SÍMI 91 - 68 OO 10 Sýning á andlitsmynd- um í safhi Sigurjóns I TILEFNI af Listahátíð verður opnuð sýning á andlitsmyndum eftir Sig- uijón Ólafsson í safni hans á Laugarnesi. Gerð andlitsmynda (portretta) var alla tið snar þáttur í listaferli Siguijóns og eftir hann liggja nær 200 slíkar myndir í gifsi, brons, leir eða steini. Hann vakti snemma athygli fyrir snilldarlegt handbragð á mannamyndum, en stíll hans og efnismeðferð tók sífelldum breytingum allt þar til hann lést árið 1982. Á þessari sýningu sem er sú fyrsta sem eingöngu er helguð andlitsmyndum Sig- uqons er reynt að gefa sem gleggsta yfirsýn yfir þessa þróun. Elsta verkið á sýn- ingunni er barnshöfuð frá 1927, og það síðasta er frá árinu 1980. Á sýningunni „Móðir mín“, eitt verka Sigurjóns Ól- verður fjöldi þekktra port- afssonar 1938, brons. retta, en einnig nokkur sam aldrei hafa komið fyrir almennings sjónir hér á landi, þar á meðal bijóstmynd af Þorvaldi Skúlasyni, gerð í Kaupmannahöfn 1933. Sýningin sem er framlag Siguijónssafns til Listahátíðar verður opnuð sunnudaginn 3. júní kl. 15 fyrir boðsgesti og safnið verður opið aimenningi annan í hvítasunnu frá kl. 14-8. Sýningin mun standa uppi í sumar og verður opin um helgar frá kl. 14-18 og mánu- dags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 20-22. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.