Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Landsbyggð og þéttbýli Það getur verið varasamt, að draga of víðtækar ályktanir af úrslitum sveitar- stjórnakosninga. Þótt úrslitin gefi að sumu leyti vísbend- ingu um þá strauma, sem eru á ferðinni í landsmálum, end- urspegla þau oft og ekki síður viðhorf og aðstæður á hveij- um stað. Þótt Sjálfstæðis- flokkurinn ynni mesta sigur sögu sinnar í Reykjavík og næði ótrúlega háu atkvæða- hlutfalli í Garðabæ, dugði sú sveifla ekki til þess að tryggja flokknum meirihluta í Kópa- vogi eða koma í veg fyrir meirihluta Alþýðuflokks í Hafnarfirði. Staðbundnar ástæður geta því oft ráðið miklu um úrslit sveitar- stjórnakosninga. Engu að síður er ástæða til að spyrja að loknum þess- um kosningum, hvort skilin á milli landsbyggðar annars vegar og þéttbýlis á suðvest- urhorninu hins vegar séu stöðugt að verða skarpari og dýpri. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, vék að þessu í samtali við Morgunblaðið í gær er hann sagði: „Hitt er svo annað mál, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur auðvitað verið að horfa á, að það er gjá á milli fólks í dreifbýli og þéttbýli. Ég hef verið að benda á, að við búum við tvö hagkerfi í landinu, þar sem þéttbýlisfólkið býr í fijálsu hagkerfi, en atvinnu- vegir landsbyggðarinnar meira og minna við miðstýr- ingu með reglugerðum og sjóðum. Mín skoðun er sú, að þetta hafi lamað lands- byggðina og gert það að verk- um, að hún er alltof háð mið- stýringarvaldi, en Framsókn- arflokkurinn hefur alið á tor- tryggninni og viljað í raun og veru viðhalda gjánni. . .“ Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið harður gagnrýnandi þess opinbera sjóðakerfis, sem núverandi ríkisstjórn hefur byggt upp til þess að halda sjávarútvegi og fisk- vinnslu gangandi við erfið rekstrarskilyrði. Þessi mál- flutningur Sjálfstæðismanna er vafalaust ein af ástæðum þess, að flokkurinn er mun sterkari í þéttbýlinu á suð- vesturhorninu en í sumum hinna dreifðu byggða lands- ins. Þar hafa margir tilhneig- ingu til þess að líta svo á, að þetta sjóðakerfi hafi átt þátt í að skapa rekstrar- grundvöll fyrir sjávarútveg- inn. Ekki beri að líta á þá fjármuni, sem í gegnum sjóð- ina fara, sem styrki við sjáv- arútveg heldur sem endur- greiðslu á því, sem frá sjávar- útvegi hafi verið tekið m.a. á tímum fastgengisstefnu. Auðvitað geta skamm- tímasjónarmið af þessu tagi verið skiljanleg, þar sem miklir erfíðleikar hafa steðjað að í atvinnulífi. En hið versta við sjóðakerfið er einfaldlega það, að með því hefur nauð- synleg endurskipulagning í útgerð og fiskvinnslu tafizt í nokkur misseri. Fækkun fiskiskipa og fækkun fisk- verkunarstöðva er algjör for- senda þess, að þjóðin geti náð meiri hagnaði út úr sjávarút- vegi. Slíkar umbætur eru tor- veldaðar með sjóðakerfinu og eru ekki til hagsbóta fyrir hinar dreifðu byggðir lands- ins, þegar til lengri tíma er litið. Stærsta átakamálið, sem hér hefur komið upp milli byggða í landinu, verður stað- setning hins nýja álvers. En það skiptir ákaflega miklu máli, að sæmileg samstaða takist um það mál. Til þess að svo megi verða þurfa umburðarlyndi og víðsýni og langtímasjónarmið að sitja í fyrirrúmi. Það er hins vegar rétt hjá formanni Sjálfstæðisflokks- ins, að það er gjá á milli fólks í dreifbýli og þéttbýli og því miður bendir margt til þess, að hún sé bæði að breikka og dýpka. Endurskipulagning sjávarútvegs og fiskvinnslu er þáttur í byggðastefnu. Þetta tvennt verður ekki með nokkru móti aðskilið. Fisk- veiðistefnan sjálf er lykilatriði í byggðapólitíkinni. Um hana hefur enn ekki náðst víðtæk samstaða í landinu. Það er mikið verk að vinna fyrir stjórnmálamenn og stjórn- málaflokka að skapajarðveg fyrir sæmilegri samstöðu þessarar fámennu þjóðar. Fyrsta leikár LR í Borgarleikhúsi: Aðsókn jókst frá fyrra ári en minna en vonast var til - segir Hallmar Sigurðsson leikhússtjóri „Við hefðum vonast eftir betri aðsókn og að styrkveitingar hins opinbera hefðu verið hærri en raunin varð á. Hins vegar ber á það að líta að íyrsta leikár LR í Borgarleikhúsinu var um margt sérs- takt; það var styttra en venja er til og verkefhaskráin í þyngri kantinum. Þrátt fyrir þetta jókst aðsókn um 30% frá fyrra leikári og með sparnaði höfum við getað mætt auknum kostnaði að mestu,“ segir Hallmar Sigurðsson, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, en aðalfúndur félagsins var haldinn í fyrrakvöld. Fimm uppfærslur voru á leikár- inu og áhorfendur um 50.000. Opnunarverkin voru Höll Sumar- landsins, sem rúm 13.000 áhorf- endur sáu og Ljós heimsins, með liðlega 12.000 áhorfendur. Mest Þátttaka í sjávarútvegi erlendis Samtök fiskvinnsfustöðva efiia til fúndar í A-sal Hótels Sögu klukkan 12 í dag um mögu- leika íslendinga á þátttöku í sjávarútvegi erlendis. Frummælendur verða Gn'mur Valdimarsson, Dóra Stefánsdóttir, Páll Gíslason, Sigurpáll Jónsson, Stefán Þórarinsson og Ólafur Sig- urðsson. Fundarstjóri verður Gunnar Tómasson. Fundurinn er öllum opinn og hefst hann með hádegisverði kl. 12. Þátttökugjald er 1500 krónur og er hádegisverður innifalinn. var aðsóknin á barnaleikritið Töfrasprotann, um 14.500 manns. Á Kjöt komu liðlega 5000 áhorf- endur og Hótel Þingvelli uppundir 4000. Auk þess átti leikfélagið samstarf við aðstandendur tveggja leiksýninga sem enn ganga; Sigr- únar Ástrósar og Eldhests á ís. „Auk þess var önnur fjölbreytileg starfsemi í húsinu í samstarfi við íslenska dansflokkinn var sett upp sýningin Vorvindar. Settar voru upp sex ljóðadagskrár, Sinfóníu- hljómsveitin hefur haldið hér tón- leika, við hýstum lokatónleika Djasshátíðar og hér var haldið upp á sextugsafmæli Vidísar Finn- bogadóttur, forseta íslands. Auk þess hefur verið haldinn hér fjöldi ráðstefna. En við höfum ekki að- sóknartölur yfir þessa liði þar sem þeir heyra ekki undir okkur.“ Hallmar segir reiknisárið langt í frá liðið og því sé of snemmt að nefna tölur um afkomu leikfélags- ins. Erfitt sé að meta leikárið í samanburði við fyrri ár þar sem líðandi leikár hófst ekki fyrr en í lok október og sýningum lauk mun fyrr en venjulega eða fyrir um hálfum mánuði. Það sé því tæpum þremur mánuðum styttra en venju- legt leikár. „Við sýndum svipaðan fjölda verka og aukning áhorfenda varð um 30% frá því sem var á síðasta leikári í Iðnó en það var gott ár. En það voru vissulega vonbrigði að fá ekki meiri fjár- stuðning frá ríki og borg. Við höf- um alla tíð átt gott samstarf við borgina. Framlög til okkar hafa verið minni en ella vegna mikils kostnaðar við lokaframkvæmdir við byggingu Borgarleikhúss. Eg trúi því og treysti að borgin muni styðja enn betur við bakið á okkur þegar framkvæmdirnar eru að baki. Einnig er ég vongóður um að menntamálaráðherra muni sýna málefnum leikhússins skilning þrátt fyrir að ég hafi furðað mig á skilningsleysi ríkissjóðs á þeim erfiðu tímamótum sem við höfum staðið á. “ Hallmar sagði að lögð hefði ver- ið áhersla á að hafa íslensk verk á verkefnaskrá líðandi leikári. Á aðalfundinum hefðu menn verið sammála um að það hefði verið vel tilraunarinnar virði en verk- efnaskráin hefði líklega verið of þung fyrir bragðið. Að fenginni þessari reynslu hefði veríð ákveðið að bjóða fjölbreyttari og að hluta til léttari efnisskrá. Áfram yrði þó lögð áhersla á íslensk verk. Stefnt er að því að setja upp 5 verk á stóra sviðinu og eitt á því litla. Hvort leikfélagið hafi bol- magn til að ráðast í fleiri verk segir Hallmar undir því komið að aðsókn aukist og styrkir frá ríki og borg hækki. Morgunblaðið/Þorkell Louis E. Marshall á sýningunni fi-á stríðsárunum í Kfeppshúsinu í Árbæ. Kominn til íslands og mimrist hemámsáranna Viðtal við Louis E. Marshall sem heldur fyrirlestur á laugardag í TILEFNI þess að á laugardag verður opnuð í Árbæjarsafiii sýning frá hernámsárunum og um mannlíf í landinu á þeim tíma er kominn til landsins Banda- ríkjamaðurinn Louis E. Mars- hall ofiirsti, 87 ára gamall, sem mun flyfja fyrirlestur í safninu kl. 15.00. Louis E. Marshall Benedikt Gröndal, fyrrum formaður Alþýðuflokksins: Sameiginleg framboð boða ekk- ert gott fyrir Alþýðuflokkinn BENEDIKT Gröndal sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri vissulega sárt að enginn ósvikinn Alþýðuflokksmaður ætti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrsta sinn. Benedikt telur kosningarnar vera ósigur fyrir sameiginleg framboð á vinstrivængnum og að þau boði ekkert gott fyrir Alþýðufiokkinn. „Ég er nú dálítið langt frá til þess að geta tjáð mig mikið um þessi úrslit og hef fengið hingað frekar takmarkaðar fréttir. Alþýðu- flokkurinn hefur upplifað bæði bjarta tíma og dimma í þessum málum og sýnist mér af því sem ég hef heyrt að flokkurinn hafi komið misvel út úr kosningunum; illa til dæmis í Reykjavík en vel í Hafnarfirði,“ sagði Benedikt Gröndal sendiherra í New York og fyrrum formaður Alþýðuflokksins. Benedikt sagði það sárt að Al- þýðuflokkurinn skyldi hafa misst fulltrúa úr borgarstjóm Reykjavík- ur. Bæjarstjóm Reykjavíkur hefði verið sá vettvangur sem flokkurinn hefði fyrst látið að sér kveða og sjálfur hefði hann verið varafulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur á sjötta áratugnum. „Það er verulega slæmt að ekki skuli vera hreinn og yfirlýst- ur Alþýðuflokksmaður í borgar- stjórn Reykjavíkur.“ Aðspurður um það hvort hug- myndir um sameiginleg framboð hefðu beðið skipbrot, sagði Bene- dikt að svo virtist vera sem sameig- inleg framboð hefðu beðið ósigur í þessum kosningum og að þau boð- uðu ekki gott fyrir Alþýðuflokkinn, en hann fylgdist hins vegar ekki nógu vel með til að geta metið hvort slík framboð heyrðu sögunni til. „Islensk stjórnmál virðast vera að ganga í gegnum miklar breytingar. Flokkshollusta virðist fara minnk- andi og fjöldi óákveðinna kjósenda virðist fara stöðugt vaxandi." Um forystuskipti í flokknum sagðist Benedikt ekkert vilja tjá sig; ekki væri óalgengt að slíkar raddir kæmu upp þegar illa áraði. Ég treysti mér hins vegar ekki til að meta það héðan hvort einhveijar alvöruhreyfingar eru í gangi,“ sagði Benedikt Gröndal. Morgunblaðið leitaði einnig til Gylfa Þ. Gíslasonar og Kjartans Jóhannssonar, fyrrverandi form- anna Alþýðuflokksins, en þeir vildi ekki tjá sig um þetta mál. dvaldist hér á árunum 1943-45 og hafði með höndum eftirlit með öllum herstöðvunum á landinu. Hann ferðaðist því mik- ið um og kynntist landi og þjóð. Við komuna færði liann Arbæj- arsafúi hljómplötualbúm með islenskum kórum og einsöngv- urum þess tíma, Hreini Páls- syni, Erling Ólafssyni o.fl., sem hann hefúr alltaf geymt, auk fjölda mynda. Hann hefúr haldið áfram að vera tengdur íslandi, því hann á hér son, Svein Áka Lúðvíksson. Marshall hefúr tek- ið saman endurminningar sínar um dvölina á íslandi á þessum árum, sem ætlunin er að komi út á íslensku í haust hjá bókafor- lagi ísafoldar. Louis E. Marshall kom til ís- lands um miðjan vetur og varð undrandi á að lenda á fínni auðri flugbraut þar sem eftir honum beið bíll með bílstjóra í stað hunda- sleða og snjóhúss, sagði hann í stuttu samtali við Morgunblaðið. Meðferðis höfðu þeir ísvél, svo að hægt væri að framleiða ís handa hermönnunum og hann minnist þess hvernig íslensku börnin horfðu stóreygð á ísinn, sem þau þekktu ekki. Einnig sagði hann að fyrir mistök hefðu Bandaríkja- menn flutt svo miklar birgðir af kjúklingum, kalkúnum og popp- korni til Islands að dugað hefði fyrir alla Evrópu. Það hlóðst upp í birgðaskemmum og margir Is- lendingar komust þá í kynni við þennan mat. Kostulegast fannst Louis Marshall í byijun að sjá kon- ur í íslenskum búningi koma eftir götunni með stærðar físk þræddan á vír í hendinni. Hélt að það væri vegna skorts á umbúðapappír í landinu. Louis E. Marshall talar um Hót- el Gink, þar sem hann bjó við . fyrsta flokks viðurgerning í brögg- um, þar til hann flutti í Trípol- íkamp, þar sem var dansað í klúbb- num og hægt að bjóða íslenskum vinum með sér. Hann kveðst hafa kynnst mörgum íslendingum og sótti tíma í íslensku í Háskóla ís- lands meðan hann dvaldi hér. Einn- ig talar hann um ameríska spítal- ann í Mosfellssveit, sem var stærsta sjúkrahús Bandaríkja- manna. Þegar innrásin var gerð í Normandí og ekki var rúm fyrir alla þá særðu og slösuðu þaðan á breskum sjúkrahúsum, voru þeir fluttir í hið vel búna sjúkrahús á Islandi. Flugvélamar með særða lentu á sex mínútna fresti á flug- brautinni í Keflavík. Á ferðum sínum um ísland, til að líta eftir bandarísku herstöðvunum, notuðu Bandaríkjamenn norskt skip, Novu, sem hafði flúið frá Noregi í upphafi stríðsins. Eftir sigurinn í Evrópu þurfti Marshall að dvelja á íslandi og ferðast milli herstöðv- anna til að fylgjast með því að hermennirnir færu með allt sitt og ekkert annað og skildu við það samkvæmt samningum og lögum. En í fyrirlestrinum í Árbæjarsafni * á laugardaginn ætlar hann að segja frá lífinu á Islandi, eins og það kom honum fyrir sjónir. 10. norrænu öldrunarráðstefiiunni lauk í Reykjavík í gær; Aukið samráð verði haft niilli sjúkl- ings og þeirra sem meðhöndla þá NORRÆNNI öldrunarráðstefiiu lauk í Reykjavík í gær en hún stóð í 4 daga. Um 400 þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum voru á ráðstefnunni og þar voru flutt tæplega tvöhundruð erindi. Ráð- stefnan skiptist í sex verksvið; fé- lagsfræði, hjúkrun, líflræði, lækn- isfræði, sálfræði og tannlækning- ar. Félag íslenskra öldrunarlækna og Öldrunarfræðafélag íslands stóðu að ráðstefnunni að íslands hálfú. Sveigjanlegur eftirlaunaaldur Ólafur Ólafsson, landlæknir og einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að sú stefna sem ríkt hefði í öldr- unarmálum fyrir um 20 árum, þ.e. vistun á elliheimili um leið og eitt- hvað bjátaði á, væri að víkja og að elliheimili sem slík ættu hugsanlega eftir að hverfa. Sú stefna, sem hann, Þór Halldórsson og Ársæll Jónsson hefðu kynnt hérlendis upp úr 1972 og á rætur sínar að rekja til Eng- lands, væri nú allsráðandi en hún væri sú að gefa öldruðum kost á að búa heima hjá sér eins lengi og unnt er. Ólafur sagði að endurhæfing hefði verið mikið rædd á ráðstefnunni. Mjög góðum árangri er hægt að ná í meðferð á öldruðum og ekki væri rétt að láta hendur fallast þegar þeir eiga í hlut. Aldraðir geta einnig lagt sitt af mörkum til bættrar hpilsu og betri lífsgæða í ellinni. Nú væri t.d. sannað að hálftíma dagleg ganga hefði veruleg fyrirbyggjandi áhrif varðandi hjarta- og æðasjúkdóma og væru þeir, sem ganga daglega, betur á sig komnir en hinir sem ekki stunda neina hreyfingu eða útiveru. Ólafur tók fram að ekki þarf að hlaupa maraþon — stutt dagleg ganga getur gert mikið gagn. Landlæknir hefur barist fyrir því fyrir Alþingi að fá sett lög um sveigj- anlegan eftirlaunaaldur, þar sem hugmyndin er að fólk ákveði sjálft hvenær það hættir að vinna. Hann kynnti þetta mál á ráðstefnunni og hlaut það góðan hljómgrunn meðal Norðurlandabúanna. Helsta ástæða Morgunblaðið/Þorkell Frá blaöamannafundi, sem haldinn var í lok öldrunarráðstefhunnar. Frá vinstri eru Arsæll Jónsson lækn- ir, Áke Rundgren yfirlæknir, Marianne Schroll yfirlæknir, Ólafur Ólafsson landlæknir, Sol Seim sálfræðing- ur og Pálmi V. Jónsson læknir. þess að barist er fyrir þessari breyt- ingu er sú að 70 ára gamalt fólk er mun betur á sig komið nú, en 70 ára gamalt fólk var fyrir 20 árum. Samráð um meðhöndlun Marianne Schroll frá Danmörku hélt erindi um fjöjþætt heilbrigðis- vandamál í ellinni. í máli hennar kom fram að viðnám minnkar smám sam- an eftir miðjan aldur og að oft á tíðum þarf að meðhöndla fleiri en einn veikleika eða sjúkdóm hjá öldr- uðum samtímis. Hún telur að þeir sem sinna heimahjúkrun gegni lykil- hlutverki í því að greina veikleika hjá öldruðum nógu snemma þannig að ekki þurfi að koma til sjúkrahús- vistar. Þegar margir sjúkleikar heija samtímis sagði hún mjög mikilvægt að hafa samráð við sjúklinginn hvernig haga bæri meðhöndlun, í hvaða röð ætti að meðhöndla sjúk- dóma og hvað ætti að gera við hveiju vandamáli. Lífsgæði aldraðra Sol Seim frá Noregi hélt erindi um lífsgæði. Hún kynnti meðal ann- ars rannsókn sem hún hóf árið 1939 en þá byijaði hún að fylgjast með unglingum. Hún hitti síðan sama fólkið aftur þegar það var þrítugt og svo þegar það var sextugt. Um sextugt var það hætt að hafa áhyggj- ur af starfsframa og hafði mikla ánægju af því að fylgjast með upp- vexti barnabarna sinna. Góð heilsa stuðlar að lífsgæðum, efnahagur þarf að vera þokkalegur svo fólk geti leyft sér t.d. að sækja tónleika og leikhús og gamalt fólk þarf að gefa af sér og njóta kærleika til að líða vel og það þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Sveigjanlegur eftirlauna- aldur gæti stuðlað að auknum lífsgæðum aldraðra því fólk missir oft ýmis félagsleg tengsl þegar það hættir að vinna og verður einmana. Þá þarf að gefa öldruðum kost á að takast á hendur störf við hæfí, t.d. léttari störf fyrir þá sem hafa unnið erfiðisvinnu. Heilbrigt gamalt fólk getur einnig gert ýmislegt fyrir veikt gamalt fólk, blinda eða aðra. Sol Seim sagði sálfræðinga vera upp- tekna af því að kanna hvað böm geti gert á ákveðnum aldri en hún er sálfræðingur sjálf. Hún sagðist óska þess að sálfræðingar færu að sinna gömlu fólki meira, gera rann- sóknir á því hvers gamalt fólk er megnugt og hveijir möguleikar þess eru. Umhverfisáhrif á öldrun Áhrif umhverfis á öldrun var um- ræðuefni Áke Rundgren frá Svíþjóð. Hann gerði þremur þáttum skil; reykingum, áfengisneyslu og snefil- efnum. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Svíþjóð staðfesta skaðleg áhrif reykinga. Magn steinefna í beinum reykingamanna var 15-20% minna en hjá þeim sem ekki reykja. Þá hafa reykingamenn 10-20% minni vöðvamassa en aðrir, handstyrkur þeirra er minni og lungnastarfsemin óvirkari. Lungnastarfsemi 70 ára reykingamanns er lík því sem hún er í 80-90 ára manni sem ekki reykir. Reykingar hraða öldrun og eru ein. af líklegum skýringum á mismiklum lífslíkum karla og kvenna. Fleiri karl- ar en konur reykja enn sem komið er, en á flestum Norðurlöndum fara reykingar minnkandi meðal karl- manna en aukast hjá konum. í Finn- landi er því spáð að lífslíkur karla og kvenna verði hinar sömu árið 2010-2020 því þá muni kynin reykja jafn mikið. Reykingar hafa einnig áhrif á tannheilsu fólks því reykinga- menn missa fleiri tennur en hinir sem ekki reykja. Talið er að áfengisneysla í litlu magni, þ.e. 20 cl af léttvíni á dag eða minna, hafi lítil eða jafnvel góð áhrif á heilsufar en meiri neysla get- ur valdið eitrun í vissum líffærum, minnistapi og skaða á beinum og vöðvum. Sem dæmi um það hefur verið sýnt fram á að fertugur drykkjumaður hefur bein á við 75 ára gamla konu. Segja má að drykkjumenn „eyði upp“ árunum sem þeir gætu lifað, því lífslíkumar minnka talsvert við mikla áfengis- neyslu. Súrt regn hefur þau áhrif að sýru- stig vatns lækkar og getur það vald- ið tæringu í málmrörum sem Jeiða drykkjarvatn. Tilraunir á rottum sýna að snefilefni hafa áhrif á efna- skiptin í heilanum. Þá virðist fólk sem haldið er elliglöpum — en það er sjúk- dómur sem heijar aðallega á fólk yfir 65 ára aldri og veldur m.a. minni- stapi — vera viðkvæmara fyrir áhrif- um snefilefna en aðrir. Ekki er enn nægilega mikið vitað um áhrif þeirra á heilsufar en ljóst er að vandamálið mun vaxa á komandi árum vegna aukins magns þeirra í drykkjaivatni. Meðferð við lífslok Pálmi Jónsson talaði um hvaða siðferðilegum spurningum þyrfti að svara við lokaumönnun sjúklinga. Fyrst og fremst bera að virða sjálf- stæði einstaklingsins, reyna að gera honum gott og vera sanngjarn gagn- vart sjúklingi og samfélagi. Hann sagði þá breytingu vera að gerast að sjúklingur og aðstandendur hans væru nú fræddir um ástand sjúklings og hafðir með í ráðum í stað þess að læknir tæki ákvarðanir einn. Þeg- ar upp kemur misræmi milli afstöðu sjúklings og læknis til meðferðar við lífslok er eina leiðin til lausnar að ræða lífsviðhorf sjúklingsins og óskir hans. Hægt er að beita líknandi meðferð í nær öllum tilvikum og nútímatækni veitir þar að auki oft möguleika á endurlífgun. Ekki er alltaf viðeigandi að nýta tæknina í þeim tilgangi því endurlífgun er ekki alltaf í bestu þágu sjúklingsins. í vissum tilfellum stríðir hún gegn vilja hans og í öðrum tilfellum verður hún aðeins til að framlengja dauðastríð. í Bandaríkjunum hafa heilbrigðis- stéttunum verið settar leiðbeiningar um ákvarðanatöku við lífslok og tel- ur Pálmi að sjúkrastofnanir hérlend- is þyrftu að koma sér saman um slíkar leiðbeiningar. Þær myndu Ingibjörg Hjaltadóttir og Peter Holbrook. minnka óvissu starfsfólks um hvað sé leyfilegt, minnka árekstra milli sjúklinga, aðstandenda og starfs- fólks sjúkrastofnana og miða að auk- inni þátttöku sjúklinga og aðstand- enda í ákvarðanatöku, þær myndu geta aukið samúð starfsfólks með deyjandi fólki og auðvelda eftirlit og gæðamat á heilbrigðisþjónustu. Óþægindi frá gervitönnum Tannhirða aldraðra var eitt af við- fangsefnum ráðstefnunnar og var íslensk rannsókn í þeim efnum kynnt en hún var gerð frá 1985-1989 und- ir stjórn Peters Holbrooks dósents við tannlæknadeild Háskóla íslands og framkvæmd af Ingibjörgu Hjalta- dóttur hjúkrunardeildarstjóra á öld- runarlækningadeild Borgarspítalans o g öðru starfsfólki deildarinnar. Strax kom í ljós að sýking í slímhúð og undir geivitönnum var mjög al- geng. Um 95% þeirra sem rannsak- aðir voru reyndust vera með sýk- ingu. Ljóst var að lausn á þessum vanda myndi verða til að hjálpa mjög mörgum, því um 70% íslendinga 67 ára og eldri eru með gervitennur. Ákveðið var að reyna að sótthreinsun og draga þannig úr sýkingu. Gervi- tennurnar voru lagðar klórhexidín í þijár nætur í röð tvisvar í mánuði í heilt ár til að kanna langtímaáhrif meðferðarinnar. Þetta gaf mjög góða raun því tíðni slímhúðarbólgu lækk- aði og fjöldi sveppa minnkaði. Sjúkl- ingar kvörtuðu einnig mun minna um óþægindi frá gervitönnum eftir meðferðina. Sjúkrastofnanir, þar sem aldraðir eru til meðferðar, eru mjög illa búnar til að sinna tannlækn- ingum. Þar að auki hafa flestir tann- læknar hlotið litla þjálfun í öldruna- rtannlækningum og á það eftir að valda vandræðum í framtíðinni því ástand tanna í fólki almennt er sífellt að batna. Því er spáð að eftir 10 ár verði meirihluti ellilífeyrisþega með eigin tennur og verður þá orðin mik- il þörf fyrir sérmenntaða tannlækna. Að sögn Peters Holbrooks hefur ver- ið rætt um að auka kennslu í öldruna- rtannlækningum við tannlæknadeild Háskóla íslands. Ráðstefnugestir voru sérstaklega ánægðir með undirbúning og frarn- kvæmd ráðstefnunnar. Þeir voru mjög ánægðir með aðstæður og við- urgjörning í kringum ráðstefnuna og luku á hann rniklu lofsorði. Þá bætti einnig mjög bætti úr skák að veðrið var eftir pöntun, að sögn Ársæls Jónssonar formanns vísindanefndar ráðstefnunnar, en það var sól við komu þátttakenda til landsins og við ráðstefnulok en rigning ráðstefnu- dagana sjálfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.