Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 60
 SAGA CLASS Ferðafrelsi FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Morgnnblaðið/Einar Falur Sigur í fyrsta leiknum Islendingar sigruðu Albani, 2:0, í fyrsta leiknum í 1. riðli undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Arnór Guðjohnsen gerði fyrra mark íslendinga undir lok fyrri hálfleiks en Atli Eðvaldsson það síðara, fjórum mínútum fyrir leikslok. Á myndinni fagnar Bo Johansson, þjálfari íslenska landsliðsins, Atla en þetta var fyrsti „alvöruleikur" Johanssons sem þjálfari íslenska liðsins. Félagsfímdur Æskulýðsfylkingarinnar; Vantraust samþykkt -4 stjórnina og nýr aðalfimdur boðaður Á FÉLAGSFUNDI í Æskulýðsfylkingunni í gærkveldi var samþykkt vantraust á stjórn félagsins og þess krafist að hún léti þegar af störf- um. Kosin var þriggja manna uppstillingarnefnd til að boða nýjan aðalfúnd félagsins 14. júní næstkomandi. Þá voru einnig samþykktar ályktanir þar sem það er harmað hvernig staðið hafi verið að fram- boðsmálum í Reykjavík og krafa um að stofnað verði kjördæmisráð í Reykjavík er dregin til baka. Mælst er til þess að landsfundur flokks- ins verði haldinn á hausti komanda og þar verði afmarkað betur hvern- ig staðið verði að framboðum á vegum flokksins, þar sem núverandi reglur hafi ekki reynst nógu skýrar. Milli 50 og 60 manns voru mættir á fundinum og voru þessar tillögur samþykktar með þorra atkvæða, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. í ályktun fundarins sem Ástráður Haraldsson, frambjóðandi á G-list- anum, stóð að ásamt mörgum öðr- um, segir að ein meginniðurstaða sveitarstjórnakosninganna sé að sameiningartilraunir sem formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hafí staðið fyrir hafi misheppnast og veruleg hætta sé á að þetta geti orðið til þess að teija fyrir samein- ingartilraunum á vinstra kanti stjórnmálanna. Síðan segir að á undanförnum -^ikum hafi ÆFR blandast með afar "'neikvæðum hætti inn í framboðsmál í Reykjavík. Á fundi 30. mars hafi verið samþykkt að ganga til Iiðs við framboð Nýs vettvangs, en í auglýs- ingum um fundinn hafi þess ekki verið getið að slík tillaga yrði til afgreiðslu. Með þessu hafi ÆFR verið komið í framboð gegn lög- mætu og flokkslega ákvörðuðu framboði Alþýðubandalagsins og Tómatar á útsöluverði kröfu 23 félaga ÆFR um að annar fundur yrði haldinn hafi ekki verið sinnt af stjórninni. Þá segir: „Æskulýðsfylkingin í Reykjavík harmar það hvernig stað- ið hefur verið að framboðsmálum hér í Reykjavík af hálfu stjórnar ÆFR. Vinnubrögð stjórnarinnar í framboðsmálum hafa dregið úr tiltrú á Æskulýðsfylkingunni og veikt stöðu Alþýðubandalagsins í heild.“ Síðan er áréttað að Alþýðubandalag- ið sé hér eftir sem hingað til eina marktæka andstöðuaflið gegn ofur- valdi íhaldsins í Reykjavík. Kristján Torfason bæjarfógeti í Vestmannaeyjum: Stöðvar ekki ísfiskútflutn- ing nema fyrirmæli berist Mun hærra verð fæst vegna stýringar útflutnings, segir Kristján Ragnarsson KRISTJÁN Torfason, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og yfirmaður tollgæslumála þar, segist ekki hafa fengið nein fyrirmæli um það hvern- ig staðið skuli að tollafgreiðslu á isfiski til útflutnings, sem er umfram heimildir frá Aflamiðlun. Hann sagðist ekkert mundu aðhafast nema hann fengi fyrirmæli þar að lútandi. Á fundi sjómanna og skipstjóra Eyjabáta í fyrrakvöld var ákveðið að flytja út ísfisk i gámum á morg- un, föstudag, þrátt fyrir að Aflamiðlun hafi ekki gefið heimild til út- flutningsins. Jafnframt var skorað á sjávarútvegs- og utanríkisráð- herra að gefa þennan útflutning fijálsan. Samkvæmt upplýsingum Aflamiðlunar hafa sex aðilar, einkum í Vestmannaeyjum, flutt út rúm 1.200 tonn af ísfiski umfram heimildir á markað í Englandi á fimm vikna timabili í apríl og maí. .VERÐ á tómötum hefur lækkað að undanfornu vegna mikillar uppskeru í gróðurhúsum. Skráð heildsöluverð hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er 150 krónur en mikil samkeppni er á markaðnum og heildsöluverð í mörgum tilvikum mun lægra þannig að algengt útsölu- verð er á bilinu 123 til 190 krónur kílóið. Tómatarnir kostuðu 123 krónur í Miklagarði í gær og 149 í Hagkaup. Fyrsta heildsöluverð tómata hjá Sölufélaginu í vor var 399 krónur kílóið, sem þýddi 630-640 króna útsöluverð. Algengt útsöluverð nú er því aðeins 20-30% af verðinu þá. Kristján Ragnarsson, formaður I Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að 44% hærra verð hafi fengist fyrir þorsk á mörkuðum I í Bretlandi á þessu ári en í fyrra vegna þess að framboðinu hafi ver- ið stýrt betur eftir að Aflamiðlun tók við stjórn útflutningsins af ut- anríkisráðuneytinu. Kristján sagði að kæmust Vest- manneyingarnir upp með að flytja út ísfisk á morgun án leyfa frá Aflamiðlun, þá þjónaði engum tíl- gangi að vera myndast við að stjórna útflutningnum. Hólmgeir Jónasson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands, sagði að menn yrðu að hlíta ákvörðunum Aflamiðlunar um heimildir til út- flutnings. Þar ættu sjómenn sinn fulltrúa. Menn yrðu að hlíta þeim reglum sem í gildi væru. Kristján sagði að það myndi vera mjög misráðið ef framseljanlegur útflutningskvóti yrði settur á hvert skip, eins og Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, hefur sagt að ætti að gera í haust. Hólmgeir sagði að útflutningskvóti á hvert skip kæmi ekki til greina að mati Sjómannasambandsins. Sjá ennfremur viðtöl á bls. 34. Endurtalning í Eyjum: D-listmn fékk eitt atkvæði til viðbótar Vestmannaeyjum. ENDURTALNINGU lauk í Vest- mannaeyjum laust eftir mið- nætti, en hún var gerð að kröfu Andrésar Sigmundssonar efsta manns Framsóknar. Kjörstjórn ályktaði fyrr í kvöld að trauðla væri ástæða til að verða við beiðninni en það skyldi þó gert. Niðurstaðan varð sú að fulltrúa- fjöldi er óbreyttur frá fyrri taln- ingu. Einn seðill, sem áður hafði verið úrskurðaður ógildur, var nú úrskurðaður gildur og féll í hlut Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut því 1463 atkvæði en hafði 1462. Kristján Torfason formaður kjör- stjórnar lýsti því yfir að lokinni taln- ingu, að störfum hennar væri þar með lokið. Ovíst er hvort Andrés kærir niðurstöður kjörstjórnar til æðri staða. V erðlagsráð Qallar um fíölda hækkanabeiðna í dag Dagsbrún krefst þess að verðhækkanir séu hindraðar Á FUNDI Verðlagsráðs í dag verður fjallað um beiðnir sem borist hafa um verðhækkanir, en þar á meðal eru beiðnir um hækkun á sementi og bensíni, en gert er ráð fyrir að um ein- hverja lækkun á öðrum olívör- um verði að ræða. Þá hefur Verðlagsráði borist hækkunar- beiðni frá ýmsum samgöngu- fyrirtækjum. Að sögn Georgs Olafssonar verðlagsstjóra verð- ur veitt mikið aðhald að þessum hækkunum og sagði hann þær verða mjög litlar. Stjórn Dags- brúnar hefur skorað á Verð- lagsráð að leyfa ekki verð- hækkanir, og krefst jafnframt að verðgæsla í landinu verði virkari en verið hefúr til þessa. I kjarasamningunum í vetur var gengið frá því að sement hækkaði um 10% í áföngum á árinu. 1. apríl síðastliðinn var leyfð 6% hækkun, en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hefur verið farið fram á 4% hækkun nú. Á fundi Verðlagsráðs í dag verður einnig fjallað um verð á landbún- aðarvörum, en að sögn verðlags- stjóra verður ekki um neina hækk- un á þeim vörum að ræða sam- kvæmt loforði ríkisstjórnarinnar, sem gefið var í tengslum við kjarasamningana. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að alvarleg hætta sé á því að verðlag í landinu fari yfir þau mörk, sem gert var ráð fyrir í kjarasamningunum, og hefur stjórnin skorað á Verðlags- ráð að leyfa ekki verðhækkanir. í ályktun stjórnarfundar Dags- brúnar er bent á að hver verð- hækkun sé kjaraskerðing fyrir fólkið í landinu, og ef ný verð- hækkunaralda verði ekki stöðvuð, þá blasi við að mistekist hafi að lækka verðbólguna í þeim mæli sem samið var um. Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.