Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 35

Morgunblaðið - 31.05.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 35 spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS EINS OG lesendum blaðsins er sjálfsagt kunnugt hefur verið tekið á móti spurningum um garðyrkju í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 11 og 12 undanfarna daga. Nú er komið að því að svör við þessum spurningum verði birt. Það er Hafliði Jónsson, fyrrver- andi garðyrkjustjóri, sem svarar spurningunum. Áhugasömum lesendum blaðsins er bent á að áfram verður haldið að taka á móti spurningum til Hafliða. Þá er bæjar- og sveitarstjóma- kjöri lokið og rétt að hefjast handa við garðyrkjuna en sjálfsagt er þó að að minna nýkjörnar sveitar- stjórnir á að fátt er þeim nauðsyn- legra, ef þær huga að langvarandi stjórnarsetu, en að gefa þeim málum er snúa að umhverfinu góðan tíma og umsýslu. Það fer nefnilega saman að þar sem vel er hugað að gróðri og mannbætandi umhverfi, þar vill fólk dvelja enda líður öllum betur þar sem hægt er að fara út úr húsi án þess að vaða for og ganga í rykmekki með tilheyrandi erfið- leikum fyrir öndunarfærin. Að svo mæltu sný ég mér að þeim spurningum sem mér hafa borist. Ræktunarkona spyr: 1. Hvernig má verjast kálmaðki í gulrófnagarði? Svar: Komið er á markað mjög áhrifamikið vamarefni gegn kál- maðki. Það er duft sem nefnist Birlain og er því dreift yfir mold- ina í sáð- eða uppeldiskössum áður en plöntunum er plantað út í gróð- urbeðin. Sama kona spyr: 2. Hvemig best sé að útrýma elft- ingu úr blómabeðum og fíflarótum úr grasflötum. Svar: Hér koma engin varnar- efni að gagni sem hægt er að kaupa. Á elftingu vinnur ekkert nema ræktun og vel framræstur jarðvegur. Til langframa þrýfst elftingin illa í vel ræktaðri jörð og þar sem mikið er um elftingu er jarðvegurinn mjög súr. Sé hægt Spurt er hvernig eigi að eyða elflingu úr garðflötum. að koma því við, er helsta ráðið að bera á áburðarkalk og hressi- legt magn af köfnunarefnisáburði. Fíflunum verður að fækka með því að stinga þá upp og gæta þess að þeir beri hvergi fræ í næsta nágrenni við lóðina. Kona í Kópavogi spyr: 3. Hvernig má útrýma lúpínu úr sumarbústaðalandi? Svar: Þegar jörðin er orðin vel mettuð af köfnunarefni, sem þessi þarfi landnemi í gróðurríkinu okk- ar hefur aflað úr loftinu fyrir okk- ar snauða og fokgjarna jarðveg, þá færir hún út kvíarnar og sáir sér út í gróðursnautt land en deyr út þar sem jörðin er orðin of frjó- söm fyrir hana. Sé hún hins vegar orðin einhvetjum til óþurftar er fátt einfaldara en að tortíma henni annaðhvort með því að tæta hana Kettir íara yfirleitt sínar eigin leiðir. upp og fjarlægja eða demba yfir hana kemískum áburði frá verk- smiðjunni í Gufunesi. Langþreytt kona úr Skjólun- um spyr: 4. Hvað er til ráða til að halda köttum frá gróðri í görðum? Svar: Nú er það búið að vera að hægt sé að kaupa lýsol í apótek- um en það dugði með ágætum til að fæla bæði ketti og hunda frá því að setjast þar sem óæskilegt getur talist. Á síðasta ári flutti Sölufélag garðyrkjumanna inn efni, sem mér reynist all sæmi- legt, en virðist ekki hafa langvar- andi áhrif. Ef vel átti að gagnast þurfti að endurnýja þennan katta- og hundafæluvökva eftir hveija hressilega rigningarskúr. Klara í Mosfellsbæ spyr: 5. Hvernig getur maður losnað við arfa úr grasflötum (þ.e. grasinu en ekki tijábeðunum)? Svar: Fyrir kemur að haugarfí geti orðið mjög áleitinn í grasflöt- um og hagað sér þannig að hann verði sktjðull og sé næstum á kafi í grassverðinum. Oftast er þetta þó mest áberandi þar sem frost nær ekki verulega í jörð. Yfir hita- lögnum eða við húsveggi. Arfi er hins vegar einært illgresi og verð- ur að endumýja sig með fræfalli frá ári til árs og þar er hann dug- legri og iðnaðri en flestar aðrar jurtir sem úr mold vaxa. Ef venju- leg handreiting dugar ekki hefur reynst árangursríkara að sáldra yfir grasflötina tröllamjöli sem trúlega er ennþá fáanlegt hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hæfilegt magn er um 150-200 grömm á 100 fermetra. Hyggilegt er að blanda því magni saman við 1-2 kg af fínpússningarsandi áður en dreift er. Hafnfirðingur spyr: 6. Hvernig er með einföldum hætti hægt að koma sér upp safnhaug í litlum garði til að nýta það af- fall sem til feilur? Svar: Einfaldast er að smíða stækkaða mynd af gömiu heylaup- unum þó þannig að í botninn séu hellur í stað rimla. Það auðveldar umrót þegar kemur að því að „um- stafla" safnhauginn því það tekur minnst þijú ár að „verka“ hauginn þar til full rotnun hefur átt sér stað, kannski lengur ef kalt er í veðri. Við þá „umstöflun“ er gott að eiga annan meis við hliðina sem hægt er að moka yfir í og síðan þann þriðja, kannski seinna þann fjórða. Með þeim hætti getur sá 'fyrsti tekið við nýrri „uppskeru“ af affalli frá ári til árs og engu spillt af „efnivið" í fijóa mold. Til að flýta fyrir rotnun í laupunum er ágætt að henda af og til í blönd- una fáeinum lúkum af áburðar- kalki. Til að auðvelda vinnu við fyllingu og tæmingu laupanna þarf að hafa framhlið þeirra með rimlum sem hægt er að fjarlægja eftir því sem hentar við áfyllingu og tæmingu. Vænti ég þess að þessi umijöll- un nægi til þess að Hafnfirðingur átti sig fullkomlega, hvemig hann á að bera sig að við smíðina. Á!-Á! eftir Ragnar Gestsson í dag er á allra vörum orðið „átak“. Átak í þessu og gegn hinu. Enginn er maður með mönnum nema hann taki þátt í minnst 2-3 átökum. Fjölbreytt úrval þeirra er í boði svo hver og einn ætti að gea fundið eitthvað við sitt hæfi enda virðist fólk fylkja liði með (eða á móti) ein- hveijum málstað meðan þol endist. Vegna þolleysis mörlandans virðist af einhveijum ástæðum vera grunnt á þessari delluþörf hjá okkar þjóð og brýst hún út á mörgum sviðum og misathygiisverðum. Að átaki gegn klámi stendur nú hópur sem kallar sig Konur (ath. ekki fólk) gegn klámi. Um leið og herferð þeirra leit dagsins ljós var allt orðið klám og sett undir sama dökkbláa hattinn. Menn skrifuðu fljótléga í lesendadálka dagblað- anna, kvörtuðu undan því að geta ekki lengur stundað samlíf með sínum ektamökum án þess að þar væri á ferðinni klám og stundu sár- an yfir þessu. Uppruni þessa átaks gæti allt eins verið sprottinn frá því þegar fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 ofbauð siðgæði þeirra sem ráða almenningsáliti þjóðar vorrar með sýningum á nöktum dönskum líkömum í ástaleikjum. Hann á nú yfir höfði sér háa fjársekt ellegar fangelsisvist. Sverð réttlætisins hangir yfir DV fyrir að stuðla að dreifíngu klámmynda. Myndlistar- sýningar eru fordæmdar og við blautlegum böndurum, sem áður var flissað létt að, færist nú vanþókunar- svipur yfir andlit hlustenda. Þó ég sé ekki hlynntur klámi sem slíku - Átak reyni ég þó að virða rétt þeirra sem langar til að skoða nakta kroppa annað veifið, hvort heldur málaða á striga eða festa á filmu. Einnig er ég almennt á móti afskiptum sið- gæðisvarða, hvað þá sjálfskipaðra. Líklega er ég ekki einn á þessari skoðun því svo virðist sem átak gegn klámi hafi smám saman runnið út í sandinn, engar fréttir eru a.m.k. af því lengur hvernig sem á því stendur. Átak gegn aftanákeyrslum er eitt átakið sem hefur snúist upp í and- hverfu sína. Síðan því var hleypt af stokkunum hafa aldrei í sögu um- ferðar á íslandi orðið eins tíðar aft- anákeyrslur. Ekki batnar ástandið við að aftan á strætó eru settar það illlæsilegar auglýsingnar, til varnað- ar ökumönnum, að þeir verða að nánast að snerta skut almennings- vagnanna til að geta lesið þær. Nú sér hver í hendi afleiðingar þess ef vagninn hemlar snögglega með for- vitinn ökumann akandi þétt við aft- urhluta bifreiðarinnar. Væntanlega enn ein aftanákeyrsla. Það virðist því sem öll vopn snúist í höndum þessa annars ágæta átaks. Nu á ein lagasetningin sem er í bígerð að ná yfir auglýsingar sem geta valdið hættu í umferðinni. Það væri athug- andi hvort fyrrnefnd auglýsing gæti ekki verið með þeim fyrri til að fjúka. Málræktarátakinu ættu allir að geta haft gagn og gaman af því æska þessa lands sem og margur eldri hefur afar takmarkaðan orða- forða og á í mestu erfiðleikum með að tjá fulla hugsun átakalaust. í til- efni þessa átaks var ákveðið að senda þá fögru frauku, Bibbu á Brá- vallagötunni, í málendurhæfingu. Ragnar Gestsson „Eftir þessa upptaln- ingu er spurningunni um tilgang þessa pistils enn ósvarað. Tilgang- urinn er e.t.v. ekki merkilegur, hann er að sýna hversu allt er í heiminum hverfult.“ En þá brá svo undarlega við að hún Bibba okkar sem áður var á bros- mildum vörum allra var skyndilega horfin og gleymd og það eina sem situr eftir eru hnyttiyrði hennar og ósennilegir útúrsnúningar á orðatil- tækjum og málsháttum ástkæra yl- hýra móðurmálsins. Einhvers staðar hefur þetta þó síast inn því æ oftar heyrir maður leiðréttingar á málfars- villum og slettum, — nú eða fettir sjálfur fingur út í eitthvað ef svo ber undir. Tijárækt er hið besta mál. Og ef hægt er að fá Vigdísi, okkar ágæta forseta, til að vernda átakið er það enn betra mál. Hún hélt upp á af- mæli sitt nýverið og var bókin Yrkja gefin út í tilefni þess. Aðstandendur útgáfunnar hringdu grimmt í fólk og buðu því að styrkja útgáfu bókar- innar eða jafnvel að eignast hana. Fylgdi þessu tilboði að öllum ágóða af bókinni yrði varið til langræðslu- mála. Skilst mér að fólk hafi al- mennt sinnt þesari málaumleitan vel og tekið þátt í afmælistilboðinu. Ein- hveiju síðar brá svo við að annað landgræðsluátak, sem aðrir stóðu fyrir en Vigdís verndaði enn, kolféll og söinuðust smápeningar einir mið- að við hið fyrra. Þarna var semsé markaðurinn mettaður enda spurn- ing hve miklu þessi einkaskatt- heimta, sem þetta óneitanlega er, nær inn þegar önnur öfl með sína skattheimtu taka allt að 40 aura af hverri krónu sem inn kemur. Það er svo sannarlega von mín að ekki fari fyrir þessum átökum öllum eins og fór fýrir landsátaki í tijárækt á Ári trésins hér fyrir nokkrum árum. Niðurstaðan var sú að 80 til 90% plantnanna sem gróð- ursettar voru og lögð rækt við dráp- ust. Virkilega átakanlegt átak það. Eftir þessa upptalningu er spurn- ingunni um tilgang þessa pistils enn ósvarað. Tilgangurinn er e.t.v. ekki merkilegur, hann er að sýna hversu allt er í heiminum hverfult og að svo virðist sem hið eðlisfræðilega lög- mál, að allur kraftur eigi sér and- stæðan kraft, jafnsterkan, gildi gjarnan í viðleitni fólks til að „betr- umbæta“ heiminn. Höfundur er nemi í fjölmidlmmrdeild Fjölbrautnskólans við Ármúla. _________Brids____________ Amór Ragnarsson Sumarbrids Þátttakan í Sumarbrids er heldur að glæðast. Sl. þriðjudag mæte\ 36 pör til leiks. Spilað var í 3 riðl- um. Úrslit urðu (efstu pör): A-riðill Guðlaugur Sveinsson — Lárus Hermannsson 261 Jóhann Lúthersson — Ólafur Ingvarsson 256 Krístin Guðbjörnsdóttir — Björn Amórsson 246 Magnús Þorkelsson — Sigurmundur Guðmundsson 232 Þórður Björnsson — Þröstur Ingimarsson 226 Dúa Ólafsdóttir Ólína Kjartansdóttir 223 B-riðill Sveinn Þorvaldsson — ValdimarEliasson 198 Gylfi Baldursson — Sigurður B. Þorsteinsson 190 Jón Hjaltason — Murat Serdar 186 Dröfn Guðmundsdóttir — Ásgeir P. Ásbjörnsson 174 Eria Siguijónsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 172 C-riðill Óðinn Þórarinsson — Siguijón Harðarson 59 H. Fieler — R. Fieler (frá Noregi) 59 Og að loknum 3 spilakvöldum j. Sumarbrids eru þeir efstir að stig- um Þórður BjÖrnsson og Þröstur Ingimarsson með 64 stig hvor. Og minnt er á að Sumarbrids er á dagskrá í Sigtúni 9 (húsi Brids- sambandsins) alla þriðjudaga og fimmtudaga í sumar. Húsið opnar kl. 17 og hefst spilamennska í hveij- um riðli venjulega upp úr kl. 19 til 19.30. Allt spilaáhugafólk velkom- ið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.