Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 Pakistan: Hörð átök setja Ben- azir Bhutto í vanda Hyderabad. Reuter. 200 manns hafa fallið í hörðum átökum í Sind-héraði í suðurhluta Pakistans undanfarna fjóra daga. Benazir Bhutto, forsætisráðherra Benazsir Butto Ognaröld í Perú fyrir kosningar landsins, kom í gær í heimsókn til bæjarins Hyderabad, þar sem átökin hafa verið hvað mannskæð- ust, til að reyna að stilla til friðar. Bardagarnir brutust út vegna deilna mohajíra, múhameðstrúar- manna sem flust hafa til landsms frá Indlandi, og innfæddra sinda. Átökin hafa valdið Bhutto talsverðum vancF ræðum þar sem flokkur hennar, Þjóð- arflokkur Pakistans, sem nýtur aðal- lega stuðnings sinda, hefur í raun átt í stríði við samtök innflytjendanna, Þjóðarhreyfingu mohajíra, MQM. Bhutto kom til Hyderabad frá Karaehi, höfuðstað Sind-héraðs, þar sem 24 féllu í bardögum í gær. Þótt mohajírar séu í meirihluta í þessum bæjum lýtur héraðið stjórn sinda, sem einnig stjóma lögreglunni. Stjómar- andstæðingar hafa lagt hart að Bhutto að fara þess á leit við Ghulam Ishaq Khan, forseta landsins, að stjóm héraðsins verði sett af til að hægt verði að stjórna héraðinu beint frá Islamabad. Forsætisráðherrann hefur þegar hótað héraðsstjóminni því að hún verði svipt völdum takist henni ekki að stilla til friðar. Reuter Misheppnuð árás ísraelskir hermenn komu í gær í veg fyrir strandhögg palestínska hryðjuverkahópsins Frelsisfylking Pa- lestínu (PLF) á Nitzamin-baðströndinni suður af Tel Aviv en þar var krökkt af fólki vegna frídaga í ísra- el. Hryðjuverkamennimir vom alls 16 á tveimur hraðbátum. Annar bátanna með 11 mönnum náði til lands en hinn var stöðvaður áður og fímm menn um borð teknir fastir. Af þeim sem komust til lands vora fjórir felldir á hlaupum upp ströndina en sjö teknir fastir. Kosningaúrslitin í Burma: Almenmngur vísaði her- foringjaklíkunni á bug Lima. Reuter. SKÆRULIÐAR úr röðum maó- ista í Perú eru grunaðir um að hafa myrt átta manns á undan- íornum tveimur dögum, þar á meðal einn af forystumönnum Lýðræðisfylkingar forsetafram- bjóðandans og rithöfúndarins Marios Vargas-Llosa. Flugumenn úr skæraliðahreyf- ingunni Skínandi stígur era taldir hafa myrt Delso Huaman, leiðtoga Lýðræðisfylkingarinnar, samsteypu hægri- og vinstriflokka, í borginni Cerro dePasco í gær. Lögreglan telur að hreyfingin hafi staðið fyrir öllum morðunum átta. Vargas Llosa, skáldsagnahöf- undurinn kunni, og jarðræktar- fræðingurinn Alberto Fujimori verða í framboði í forsetakosning- um, sem haldnar verða í landinu 10. júní. Leiðtogar Skínandi stígs hafa hótað því að skapa ringulreið fyrir kosningarnar með ofbeldis- verkum. Þeir segja allar kosningar „borgaralegan skrípaleik“ og boða alræði verkalýðs og smábænda í landinu. Bangkok. Daily Telegraph, Reuter. FYRSTU tölur úr þingkosning- unum í Burma sl. sunnudag gáfú til kynna yfirburðasigur stjórn- arandstöðunnar en lokatölur eru vart væntanlegar fyrr en í næstu viku. Talsmaður herforingjaklík- unnar er ræður landinu sagði allt benda til að stjórnarandstað- an hefði fengið um tvo þriðju hluta atkvæða og þorra þing- sæta. Þjóðlegi sameiningarflokk- urinn, flokkur herforingjanna, hlaut um þriðjung atkvæða. Ein- hver þingsæti munu falla litium stjórnarandstöðuflokkum í skaut en langflest þeirra hlýtur Þjóð- lega lýðræðishreyfingin sem Aung San Suu Kyi, dóttir frelsis- hetju Iandsins, er í forystu fyrir. Hún hefúr verið í stofufangelsi undanfarna mánuði. Óljóst er hvort herforingjaklíkan muni hlíta úrslitunum og fara frá en herinn heíúr farið með stjórn í landinu frá 1962. Yfír 90 flokkar buðu fram en í sumum borgum, þ. á m. Mandalay, virtist Lýðræðishreyfingin hafa fengið öll þingsætin og fyrstu tölur fá höfuðborginni, Rangoon, bentu til þess að hún fengi yfir 80% at- kvæða þar. Allt bendir til að kosn- ingarnar hafi farið heiðarlega fram. Saw Maung hershöfðingi, oddviti herforingjanna, hefur lýst yfir því að herinn muni afhenda stærsta flokknum völdin en ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að slíkt yrði ekki gert fyrr en búið væri að semja nýja drög að nýrri stjómarskrá. Talsmenn herforingjastjómarinnar segja að hún muni ekki segja þing- inu fyrir verkum varðandi stjómar- skrána. Sumir stjórnarerindrekar gefa í skyn að það starf gæti tekið tvö ár en flokkur Aung San Suu Kyi hefur þegar samið drög sem eru að mestu byggð á stjómarskrá er Bretar settu landinu þegar landið hlaut sjálfstæði eftir seinni heims- styijöld. Yfirburðir flokksins á þingi gætu einnig orðið til þess að um- skiptin yrðu sneggri en spáð hefur verið. Aung San Suu Kyi situr enn í stofufangelsi og sama er að segja um ýmsa aðra forystumenn hreyf- ingarinnar. Talsmenn herforingj- anna vilja ekkert um það segja hvenær breyting verði þar á. Lífskjör í Burma, sem herforingj- arnir vilja nefna Myanmar, eru ein- hver hin lélegustu í heimi og efna- hagurinn í kaldakoli. Gabon: Mótmæli brot- in á bak aftur Port Gentil. Reuter. HERYFIRVÖLD í Vestur-Afríku- ríkinu Gabon sögðu í gærkvöldi að hermönnum hefði að mestu tekist að brjóta á bak altur mót- mæli í mikilvægasta olíubæ landsins, Port Gentil. Yfirvöldin sögðu að óbreyttur borgari hefði beðið bana er hermenn réðust til atlögu við mótmælendur í bænum. Óstaðfestar fréttir herma að átta manns hafi beðið bana í árásinni. Þetta eru mestu mótmæli í landinu í þijá áratugi. Þau hófust á mánudag og urðu til þess að draga varð verulega úr vinnslu olíu. Mót- mælin beindust gegn Omar Bongo forseta, sem hefur verið einráður í landinu í 22 ár. Tékkóslóvakía: KGB stóð fyrir mótmælum sem leiddu til byltingar Lundúnum. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, upplýsti í gær að sov- éska öryggislögreglan KGB hefði staðið fyrir leynilegum að- gerðum sem miðuðu að því að steypa stjórn Milos Jakes, fyrrum leiðtoga tékkneska kommúnistaflokksins, og koma umbótasinn- uðum kommúnistum til valda í fyrra. Embættismenn í kommún- istaflokknum hefðu skipulagt mótmæli í þessu skyni en ekkert hefði orðið úr valdatöku umbótasinna. Þess í stað hefðu lýðræð- issinnar komist til valda í landinu. Havel upplýsti þetta í viðtali, sem sýnt var í þætti breska sjón- varpsins BBC um byltinguna í Tékkóslóvakíu í fyrra. Hann sagði að embættismenn komm- únistaflokksins hefðu „á einn eða annan hátt“ lotið stjóm KGB. í þættinum var því haldið fram að embættismennimir hefðu komið af stað námsmannamót- mælum í landinu í þeim tilgangi að undirbúa valdatöku manna, sem aðhylltust svipaða stefnu og Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna. Ekkert varð hins veg- ar úr þessum ráðagerðum þar sem maðurinn, sem taka átti við völdunum, neitaði að mynda nýja stjóm skipaða umbótasinnum. Ekki var upplýst hvað þessi maður heitir en hann mun hafa verið samstarfsmaður umbóta- sinnans Alexanders Dubceks áð- ur en honum var steypt eftir innrás Varsjárbandalagsríkja í landið 1968. í kjölfar námsmannamótmæl- anna brutust út fjöldamótmæli í landinu og urðu þau til þess að stjóm kommúnista hrökklaðist frá völdum og andófsmaðurinn fyrrverandi, Vaclav Havel, varð forseti. Vaclav Havel Reuter „Niðurstaða okkar er óhjá- kvæmilega sú að sovésku vald- hafarnir lögðu blessun sína yfir ráðagerðirnar," sagði Milan Huli, sem á sæti í tíu manna nefnd sem tékkneska stjórnin hefur skipað til að rannsaka at- burðina í fýrra. John Simpson, handritshöf- undur þáttarins, ritaði grein í breska dagblaðið Times þar sem hann segir að nefndin hafi kom- ist að því að háttsettir embættis- menn kommúnistaflokksins og yfirmaður tékknesku leynilög- reglunnar, Alois Lorenc hers- höfðingi, hafi haldið leynilegan fund í lok ársins 1988 til að skipuleggja valdatöku umbóta- sinna. Þeir hafi meðal annars lagt á ráðin með að látið yrði líta út fyrir að lögreglumaður hefði drepið ungan námsmann á mótmælafundi. Tilgangurinn hafi verið sá að fá almenning til að rísa upp gegn leiðtoga kommúnistaflokksins, Milos Ja- kes, og stjórn hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.