Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 Þjóðræknisfélagið hyggst skrá alla íslendinga erlendis: Talið að yfir 50 þúsund íslendingar búi í útlöndum STJÓRN Þjóðræknisfélags íslendinga í Reykjavík hefur verið falið að afla upplýsinga um íslendingafélög erlendis og félags- menn þeirra, sem og aðra íslendinga sem búsettir eru utanlands, og er sú vinna þegar hafin með fulltingi menntamálaráðuneytis- ins og með aðstoð Hagstofú íslands. Talið er að yfir fimmtíu þúsund íslendingar séu nú búsettir utanlands en engar nákvæm- ar tölur eru til yfir þá. Á þjóðræknisþingi sem haldið var í Winnipeg fyrir nokkrum Amarflug l’ær iokaviðvörun FRESTUR Arnarflugs hf. til að gera upp ógreidda reikninga vegna húsaleigu og sameiginlegs kostnaðar í Flugstöð Leifs Eiriks- sonar rann út í gær. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri, sagði í gær að bærist greiðsla ekki þann dag verði félagið borið út úr flugstöðinni. Skuld Amarflugs nemur 4,3 milljónum króna. dögum gerði Þjóðræknisfélagið samning_ við Þjóðræknisfélagið vestra. í samningnum er meðal annars gert ráð fyrir að félögin vinni sameiginlega að skráningu allra íslendinga í Vesturheimi, Kanada og Bandaríkjum Norður- Ameríku. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að félögin komi á laggirn- ar upplýsinga- og þjónustuskrif- stofum vestan hafs og hér á landi. í samningnum er gert ráð fyrir að félögin beiti sér fyrir auknum samskiptum á sviði menningar og lista, efli málrækt og stuðli að íslenskukennslu, efni til ráð- stefnuhalds, m.a. um þjóðræknis- mál, og lýst er áhuga á að halda árlegan íslendingadag. í framhaldi af samningunum við Þjóðræknisfélagið vestra fól menntamálaráðuneytið Hagstof- unni að aðstoða Þjóðræknisfélagið í Reykjavík við að skrá alla íslend- inga sem búsettir eru erlendis. Þjóðræknisfélagið var stofnað fyrir 50 árum og var megintil- gangur þess að efla samhug með Islendingum sem flust höfðu vest- ur um haf en þá var það um fimmtungur íslensku þjóðarinnar. Nú hefur þetta breyst og nær nú starfssvið Þjóðræknisfélagsins til allra Islendinga sem búsettir eru erlendis, hvar svo sem það kann að vera í heiminum. Allar ábendingar og upplýsing- ar eru vel þegnar. Skrifstofa Þjóð- ræknisfélagsins í Reykjavík er í Hafnarstræti 20. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: F Heimilí: Veðurstiía Islands (Bygqjrá veðurspé kl. 16.1JT i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 31. MAÍ YFIRLIT í GÆR: Norður við Jan Mayen er 1018 mb hæð, sem þokast austur, en minnkandi 1005 mb lægð á sunnanverðu Græn- landshafi. Um 1400 km suður í hafi er 995 mb lægð á hreyfingu norður. SPÁ: Þykknar upp með austan kalda og síðan stinningskalda og rigning með suðurströndinni en úrkomulítið um norðan- og vestan- vert landið. Heldur hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg breytileg átt. Hætt við skúrum með suðurströndinni, annars þurrt og víða bjart veður á landinu. Hiti 7 til 15 stig. TÁKN: Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrírnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r # r * r * Slydda r * r * * # * * * * Snjókoma # * # 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur |7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 7 súld Reykjavik 10 skýjaö Bergen 14 skýjað Helsinki 13 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk 7 skýjað Osló 16 léttskýjað Stokkhólmur 15 hálfskýjað Þórshöfn 10 rigning Algarve 26 iéttskýjað Amsterdam 21 skýjað Barcelona 22 mistur Berlln 17 léttskýjað Chicago 17 heiðskírt Feneyjar 19 léttskýjað Frankfurt 19 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 17 léttskýjað Las Palmas 23 skýjað London 17 skýjað Los Angeles 20 léttskýjað Luxemborg 18 léttskýjað Madríd 26 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar New York 15 rigning Orlando 33 heiðskírt París 19 skýjað Róm 23 léttskýjað Vín 15 úrkomatgrennd Washington 17 léttskýjað Winnlpeg 24 skýjað Myndin er tekin í Winnipeg þegar samstarfssamningur milli Þjóð- ræknisfélagsins í Reykjavík og Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi var undirritaður. Neil Bardal, forseti félagsins vestra, er vinstra megin á myndinni og Jón Ásgeirsson, forseti Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík, er hægra megin. G-listinn í Keflavík kærir kosningarnar AÐSTANDENDUR G-Iistans í Keflavík hafa ákveðið að kæra úrslit bæjarstjórnakosninganna til bæjarfógeta vegna úrskurðar kjörstjórn- ar um gild og ógild atkvæði. Að sögn Sigríðar Jóhannesdóttur um- boðsmanns G-listans verður kæran fyrst og iremst lögð fram til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvernig beri að úrskurða vafaat- kvæði, en deilur um það hafi áður risið í Keflavík. Fulltrúi G-Iistans við talningu atkvæða krafðist endurtalningar þar sem hann var ósáttur við hvern- ig kjömefnd úrskurðaði um gild og ógild atkvæði, en fyrri úrskurður kjörnefndar stóð óbreyttur að lok- inni endurtalningu á sunnudaginn. „Sama kjörstjómin annaðist end- Fjárfestingar- félagið selur hluta- bréf í Vogalaxi hf. Fjárfestingarfélag Islands hf. heftir selt öll hlutabréf.sín í Voga- laxi hf. og er félagið því ekki lengur aðili að hafbeitarstöðinni. Á aðalfundi Fjárfestingarfélags- ins fyrir skömmu voru hlutabréf þess I Vogalaxi hf. afskrifúð eins og kunnugt er. Söluverð var 9 milljónir króna en kaupsamningur er þannig upp- byggður að ef rekstur Vogalax hf. gengur mjög vel í framtíðinni hækkar söluverð bréfanna verulega og kemur þannig Fjárfestingarfé- laginu til góða. Kaupendur bréf- anna era einstaklingar í Reykjavík. urtalninguna, þannig að þar var í raun og veru um lögleysu að ræða. Okkur var tjáð af félagsmálaráðu- neytinu að við yrðum að bera fram kæru með löglegum hætti, og það yrði að skipa nýja hlutlausa kjör- stjórn til að fara yfir þetta. Ef við verðum ekki sátt við úrskurðinn að því loknu getum við skotið málinu til félagsmálaráðuneytisins,“ sagði Sigríður. Fjórum atkvæðum munaði á efsta manni G-listans og flórða manni D-listans, og sagði Sigríður því ljóst að mun fleiri atkvæði þyrftu að dæmast af D-listanum til þess að G-listinn kæmi manni að. „Þetta er því í rauninni ekki spurningin um það hvort við náum manninum inn, heldur viljum við fá úr því skorið hvernig beri að úr- skurða vafaatkvæðin. Þetta virðist vera mjög á reiki, og það sem er gilt í einu bæjarfélagi er dæmt ógilt í öðru, þannig að þarna virðist ekki vera neitt samræmi. Það þarf að komast alveg á hreint í eitt skipti fyrir öll hvað er gilt og hvað er ógilt atkvæði,“ sagði hún. Bókasöfliin: Margir nýta sér sektalausa viku Sumar bækur hafa verið í láni í áraraðir EINS OG bókaormum er sjálfsagl, kunnugt stendur nú yfir sekta- laus vika á öllum bókasöfnum á landinu. Hægt er að skila bók- um, sem komnar eru í vanskil, í söfnin án þess að greiða sekt- ir. Hægt er að skila bókum í næsta safn þó þær tilheyri safiii annars staðar á landinu. Söfnin sjá um að koma þeim til réttra eigenda. „Jú, það er töluvert um að fólk komi með vanskilabækur,“ sagði Ingvi Þór Kormáksson, bóka- safnsfræðingur í aðalsafni Borg- arbókasafnsins. „Oftast er um að ræða bækur sem gleymst hafa í einhvern tíma en við fáum líka bækur sem hafa legið hjá fólki í áraraðir og það þorir ekki að koma með. Annars þarf fólk ekki að óttast mjög háar sektir því þær verða aldrei hærri en 1.000 krónur.“ Kormákur sagði að sektalausar vikur hefðu verið áður á söfnunum en þær væru óvæntar og ekki endilega á hveiju ári. Hann sagði að sífellt færðist í vöxt að fólk notfærði sér þjón- ustu bókasafnanna og ætti það sérstaklega við um fræðsluefni. Á sumrin væri þó mikið sóst eft- ir reyfuram og ástarsögum. „Júlí er t.d. oft sterkur mánuður hjá okkur. Þá leitar fólk eftir ein- hverju létt til að lesa í sumarfr- íinu,“ sagði Ingvi Þór. í Borgar- bókasöfnunum era 380.970 bækur, þar af eru 128.697 bæk- ur í aðalsafninu. Þess má að lokum geta að söfnin bjóða upp á mjög fjöl- breytta þjónustu. Auk bóka, blaða og tímarita hafa'sum söfn- in á boðstólum hljómplötur, snældur, myndbönd, geisladiska, tölvuforrit og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.