Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 41 Guðdómleg loforð og uppfylling þeirra eftirHákon Jóhannesson I biblíunni eru skráð orð Jesú Krists: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ Þessum orðum beindi hann til sinna eigin fyrir uppstigningu sína. Þetta er himneskt loforð sem mun rætast. Það varðar endurkomu Krists. Guðdómleg loforð eru mikilsverð heit og bindandi sem eru algjörlega áreiðanleg. Með þeim sýnir Guð mik- ilfengleik ástar sinnar og náðar gagnvart manninum sem er æðsta sköpunarverkið. Fyrsta loforð þess- arar gerðar gaf Guð Adam og Evu í Paradís. Djöfullinn hafði náð yfir- ráðum yfir þeim er þau féllu í synd. Guð lofaði að senda þeim endur- lausnara. Þetta loforð var efnt þús- undum árum seinna, er Jesú Kristur fæddist.í millitíðinni notaði Guð spá- mennina, t.d. Jesaja, til þess að halda þessu loforði lifandi (Jesaja 7.14) og á mörgum stöðum í gamla testa- mentinu má lesa vitnisburð þeirra um líf frelsarans (Jakaría 9). í nýja testamentinu getum við les- ið um líf og störf Jesú Krists. Við getum lesið um störf postulanna í frumkirkjunni og uppbyggingu fyrstu kristnu safnaðanna. Við get- um lesið um mátt hins Heilaga anda hvemig hann vann í gegnum erind- reka Krists og hvað hann opinberaði. Loforð Drottins Jesú mun rætast Lóforð Krists, það að hann kæmi aftur, var greypt djúpt í hjörtu hinna fyrstu kristnu, þeirra sem endur- fæðst höfðu í vatnsskírninni og með- töku hins heilaga anda er lífandi postuli Krists lagði hendur yfír þá (postulasagan 8.14). Hvað eftir ann- að í mæltu og rituðu máli minntu postulamir söfnuðina á þetta him- neska loforð. I Korintubréfinu skrifar Páll postuli: „Hinir dauðu munu upprísa óforgengilegir og vér munum umbreytast." Þannig munu hinir endurfæddu, bæði hinir framliðnu og þeir sem enn eru í þessum heimi, verða uppnumdir til þess að hitta Jesús við endurkomu hans og vera síðan með honum um alla framtíð. (1 Þessaloníkbréf 4.17.) Upprisa dauðra og umbreyting lif- enda standa í órofa sambandi við upprisu Krists sjálfs, eða eins og postulinn ritaði til safnaðanna, að Kristur hefði fyrst risið upp en þeir myndu einnig endumýjast til nýrrar tilveru. (Rómverjabréfíð 6.4-8.) Jóhannes postuli skrifaði einnig: „Það er ennþá ekki orðið bert hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. (1. Jóhann- esarbréf 3.2.) Þeir sem munu eiga hlut í fyrri upprisunni við endurkomu Krists munu þess vegna öðlast sams konar líkama og upprisulíkami Jesú var. Störf postula frumkirkjunnar Guð opinberaði vilja sinn í frum- kirkjunni í gegnum erindreka Krists, postulanna með hinum Heilaga anda. Kristur sagði: „Það emð ekki þér sem talið, heldur andi föður yðar, er í yður talar.“ (Matteus 10.20.) Hann skipaði einnig postulana til þess að fyrirgefa syndir er hann sagði: „Hveijum sem þér fyrirgefíð syndirn- ar, þeim em þær fyrirgefnar og hverjum sem þér synjið, þeim er synj- að.“ (Jóhannes 20.23.) I postulasög- unni er sagt frá starfi þeirra, í vers- um 14-15 í 8. kafla má lesa skýrum stöfum hvernig þeir með bæn og handayfirlagningu útdeildu hinum Heilaga anda í sál hins trúaða. Drott- inn Jesú hafði aðeins gefið þetta umboð í hendur handhafa hins postu- lega embættis. Störf postula Krists í dag í Nýju Postulakirkjunni i ..... ... ' í I' Það sem Dföttm ‘stöfnséttr 'sem Hákon Jóhannesson undirstöðu í sáluhjálp hinna fyrstu kristnu manna er jafn mikilvægt í iag. Af þessum sökum em handha- far hins postulega embættis í dag postular Jesú í Nýju postulakirkjunni virkir í starfi sínu um allan heim. Þeir halda áfram með það starf sem Jesús skipaði þeim er hann sagði: „Sá sem hlýðir á yður, hlýðir á mig, og sá sem hafnar yður hafnar mér; en sá sem hafnar mér hafnar þeim sem sendi mig.“ (Lúkas 10.16.) Hann útskýrði fyrir þeim að þeir myndu ekki tala af sjálfum sér held- ur myndi hinn heilagi andi tala í gegn um þá. Nýja postuiakirkjan er því kirkja Krists og henni er stjórnað af Heilögum anda. Hið tmarlega takmark hinna endurfæddu í Nýju postulakirkjunni er hið sama og í frumkirkjunni, nefnilega að vera reiðubúnir endurkomu Drottins. Þar sem postular Nýju postula- kirkjunnar eru handhafar hins postu- lega embættis sem Drottinn Jesú stofnaði er starf þeirra hið sama og postular frumkirkjunnar inntu af hendi, boðunin er hin sama og tak- markið er hið sama og söfnuðir kirkj- unnar, eins og á tímum fmmkirkj- unnar, halda sér stöðugt við kenn- ingu postulanna og samfélagið og brotning brauðsins og bænirnar. Leiðtogi Nýju postulakirkjunnar, Richard Fehr höfuðpostuli, sagði nýlega: „Megi sá dagur brátt renna upp þegar eign Jesú um heim allan verður fullkomnuð. Þá verður ekki lengur sagt: „Farið út um allan heim- inn og prédikið ...“, heldur „komið heim“.“ Höfundur er safhaðaiprestur Nýju postulakirkjunnar á Islandi. Verzlunarskóli íslands Innritun 1990-1991 Innritun í nóm skólárið 1990-1991 er hafin. Tekiö er á móti umsóknum á skrifstofu skólans frá kl. 9-18. Grunnskólanemendur Nýnemar í 3. bekk (1. námsár) skili umsóknum ásamt prófskírteini (eða staðfestu Ijósriti) eigi síðar en 1. júní. Umsóknum má einnig skila í Miðbæjarskólann dagana 31. maí og 1. júní. Verzlunarprófsnemendur úr öðrum skólum en VI geta sótt um inntöku í 5. bekk VÍ (3. námsár) og verða umsóknir þeirra metn- ar sérstaklega. Umsóknum ásamt prófskírteinum skal skilað á skrifstofu skólans í síðasta lagi 8. júní. Öldungadeild Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu skólans 1 .-7. júní gegn greiðslu innritunargjalds 2.000 kr. Askriftarsíminn er 83033 —,---~— AN . Eftirtaldir aðilar vönduðu valið og völdu VW Polo: • O. Johnson & Kaaber hf. • Faxamjöl • Amatör ljósmyndavöruverslun • Orka hf. • Malarnám Njarðvíkur • Hans Petersen hf. • Nonni og Bubbi, Keflavík HEKLAHF JLaugavegi 170-174 Simi 695500 Skeljungur hf. Natan & Olsen hf. Hebron hf. Alhliða pípulagnir i Kurant hf. A. Karlsson i Gróco hf. K.S. Rafmagnsverkstæði Bæjarsjóður Garðabæjar Kaupsel hf. Vífilfell hf. > Málningarþjónustan sf. > Bflanaust hf. »Skiparadíó Kristján Ó. Skagfjörð Tæknival hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.