Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 1 ,Bg i/ona. að þesst skilsuz&ur endfst lengur en sd siáastl. * Sé lykillinn týndur get ég lánað þér minn. Með morgxmkaffínu HÖGNI IIKKKKVÍSI „Hann ke/nurmeSsittefgi&ofanáfegg-* Þessir hríngdu ... Kveðjur Sigurður Gíslason hringdi: „Eg vil koma á framfæri kveðju til Kristins Guðmundssonar yfir- læknirs á deild A 3 á Borgarspítalanum og alls starfs- fólks deildarinnar. Hjartans kveðjur fyrir umönnun og alúð.“ Leðurjakki Svartur Leðurjakki fannst á víðavangi í Hlíðunum sl. laugar- dag. Upplýsingar í síma 23765 eftir kl. 19. Þakkir Hulda Magnúsdóttir hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi þakklæti mínu til ungu hjón- anna sem aðstoðuðu mig á sunnu- daginn 26. maí, þegar að bíllinn minn bilaði á ljósunum á Sund- laugavegi. Þau hjálpuðu mér við að koma bílnum af akbrautinni og þau gerðu meira en það. Þau buðu mér að keyra mig niður í Sjálfsbjargarhús en þangað var ferðinni heitið með veikan mann- inn minn. Eg vona að Guð launi þeim ríkulega." Gullarmband Gullannband fannst við Seljahlíð. Upplýsingar í síma 18753. Kettlingar Um það bil átta vikna kettling- ur fæst gefíns. Upplýsingar í síma 685796. Þrír kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 14988. Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 39289. Fimm mánaða rauður fress- köttur með hvítar loppur fæst gefins á gott heimili. Mannelskur og og vel vaninn. Upplýsingar í síma 37263 eftir hádegi og á kvöldin. Týndur köttur Þann 29. apríl fór kötturinn Loppi að heiman frá Þverási 49 í Seláshverfi. Loppi er svartur með hvítar loppur, bringu og trýni. Augun eru mislit, annað brúnt en hitt gult. Hann er mjög stórvaxinn. Þeir sem vita eitthvað um hann eða afdrif hans eru vin- samlegast beðnir að hringja í síma 672937. Fundarlaun. Úr Kvenúr tapaðist á laugardag á leið frá skiptistöð Kópavogsstræt- isvagna að Sóleyjargötu. Upplýs- ingar í síma 40496 Leiðrétting- ar er þörf I Til Velvakanda. I Það kemur betur og'betur í Ijó Óréttlát kerfi Gunnar hringdi: „Ég vil taka undir pistil sem „Sjóari“ skrifar í Velvakanda fyr- ir nokkru um kvótakerfið. Mér hefur alltaf fundist það undarlegt að þeir sem eiga fiskiskipin eign- ist kvótana og geti selt þá og farið í land á fullu kaupi. Reynt er að réttlæta þetta með því að þessir aðilar hafi unnið sér inn þennan rétt en það er ekki heil brú í að halda slíku fram. Hvað um áhafnir þessara skipa sem hafa staðið í ströngu öll árin - ekki eignast þeir menn neinn kvóta? Þetta þarf að taka til end- urskoðunar." Víkveiji skrifar Skrifari heyrði á dögunum sagt frá því, að kona ein sem hugð- ist sækja um greiðslukort í við- skiptabanka sínum hefði rekið sig á það, að þurfa að skila inn uppá- skrifuðum tryggingavíxli. Þar sem karl hennar vildi ekki skrifa upp á slíkan víxil vegna þess að honum fannst hann vera að skrifa uppá hjá sjálfum sér, fékk hún kunningj- akonu sína til að skrifa uppá. Þeg- ar hún kom með víxilinn í bankann var hann ekki viðurkenndur þar sem það var kona sem skrifaði upp á víxilinn. Það þótti ekki næg trygg- ing þar sem eiginkonur eru ekki skrifaðar fyrir neinum eignum þó að þær séu meðeigendur með eigin- mönnum sínum. Eiginkonan fór þá til baka með tryggingavíxilinn, saumaði að bónda sínum og fékk hann til að skrifa uppá. Og viti menn, það gekk. Eiginkonunni þótti mat bank- . ans á rétti konunnar nokkuð undar- legt eftir þessi viðskipti. Var ein- hver að tala um jafnrétti? XXX Víkveiji dagsins var á ferð í Bandaríkjunum á dögunum og heimsótti þá meðal annars skrif- stofur Boeing í Seattle. Þar komst hann að raun um að mun strangari reglur gilda þar um reykingar held- ur en víðast á vinnustöðum hér á landi. Sem dæmi má nefna að starfsmönnum á skrifstofunum var stranglega bannað að reykja á vinn- ustaðnum og urðu þeir að bregða sér út undir vegg til að svala þess- ari þörf sinni. Sömu sögu var að segja af flugminjasafninu í Seattle og hafði gamall starfsmaður þar á orði, að hann hefði reynt að mót- mæla er þessar reglur voru settar, en með litlum árangri. Fyrst í stað hefðu starfsmenn sem reykja reyndar haft lítið afdrep fyrir sig, en það væri liðin tíð. Nú þyrfti hann að fara út á stétt og léti sig hafa það, sama hvernig viðraði. xxx Iinnanlandsflugi milli staða í Bandaríkjunum eru reykingar bannaðar með lögum svo fremi sem flugið tekur ekki meira en sex tíma. Víkveiji heyrði marga lýsa óánægju sinni með þessar reglur í um fimm tíma flugferð á dögunum, sérstaklega í upphafi ferðarinnar. Er vélin var lent og reykingamenn voru komnir með sígarettumar á milli varanna heyrðust hins vegar setningar eins og þær að þetta hefði nú ekki verið svo slæmt eftir allt, loftið hefði verið betra en venj- uiega og allir hefðu lifað þessar voðalegu reglur af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.