Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 33 KJÖRORÐ Landssamtaka hjartasjúklinga í merkjasölu sem hefst fimmtudaginn 31. maí og lýkur laugardaginn 2. júní er „Er hjartað á réttum stað?“. Merkið er það sama og í síðustu íjáröfiunum LHS fyrir tveimur og fjórum árum, þ.e. rautt hjarta á prjóni. Verðið er 300 krónur. Samtökin hafa jafnan mætt mikilli velvild og skilningi hjá almenningi. Öllum hagnaði af merkjasölunni verður varið í þágu hjartasjúklinga og markmiðið er „Sókn til betri heilsu". Er það einkum þrennt sem megináhersla verður lögð á. Stórauka þarf leiðbeiningar svo og fræðslu og forvamastarf og skapa aukna þekkingu og skilning almennings á hjartasjúkdómum, sem eru algengasti dánarvaldurinn. Leiðrétting { blaðinu í gær var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ranglega sagður for- maður skipulagsnefndar ríkisins. Hið rétta er að hann er formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Yfir 40% dauðsfalla hér á landi eru af völdum hjartasjúkdóma. Framfarir og nýjungar á sviði hjartalækninga hafa verið stórstíg- ar að undanförnu og einn merkasti áfanginn hér á landi var þegar hjartaskurðdeild Landspítalans hóf starfsemi 1986. Landssamtök hjartasjúklinga hafa stuðlað að stórbættri þjónustu á sjúkrastofn- unum um land allt með stórfelldum tækja- og áhaldagjöfum frá því þau voru stofnuð fyrir rúmum sex árum. Þær gjafir mundu á núvirði nema um 40-50 milljónum króna. Þá hafa Landssamtök hjarta- sjúklinga haft frumkvæði og unnið ötullega að stofnun Endurhæfing- arstöðvar hjarta- og lungnasjúkl- inga á Háaleitisbraut 11-13 í Reykjavík, en hún hefur starfað í rúmt ár og sannað þörfina á slíkri FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 30. maí. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavik Þorskur 95,00 79,00 83,00 25,640 2.128.119,00 Ýsa 132,00 59,00 92,60 21,994 2.036.576 Skata 55,00 20,00 38,01 0,136 5.170 Langa 49,00 46,00 46,88 4,357 204.281 Karfi 40,00 34,00 35,04 1,590 55.710 Ufsi 44,00 35,00 43,12 14,739 635.608 Steinbítur 45,00 35,00 41,37 0,790 2.686 Undirmál 46,00 15,00 39,34 0,840 33.043 Lúða 240,00 115,00 162,57 1,515 246.295 Skarkoli 47,00 20,00 23,27 0,635 14.773 Skötuselur 310,00 160,00 199,28 0,790 157.530 Keila 19,00 19,00 19,00 0,207 3.933 Rauðmagi 125,00 85,00 109,00 0,020 2.180 Grásleppa 15,00 15,00 15,00 0,049 735 Samtals 75,80 73,303 5.556.643 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 81,00 81,00 81,00 0,262 21.222 Ýsa 97,00 17,00 86,43 19,955 1.724.626 Karfi 31,00 31,00 31,00 0,267 8.277 Ufsi 36,00 10,00 24,86 0,056 1.392 Steinbítur 27,00 27,00 27,00 0,296 7.992 Svartfugl 36,00 36,00 36,00 0,035 1.260 Langa 29,00 29,00 29,öö 0,089 2.581 Lúða 160,00 160,00 160,00 0,005 800 Skarkoli 45,00 35,00 41,27 1,208 49.860 Langa 57,00 29,00 44,35 0,682 30.250 Blandað 19,00 19,00 19,00 0,157 2.983 Keila 23,00 19,00 19,89 1,082 21.526 Blandað 19,00 19,00 19,00 0,542 10.298 Undirmálsfiskur 47,00 47,00 47,00 1,051 49.397 Skötuselur 138,00 138,00 138,00 0,018 2.484 Lúða 215,00 100,00 189,17 0,066 12.485 Ufsi 37,00 26,00 34,69 3,695 128.165 Keila 24,00 21,00 21,60 0,251 5.421 Steinbitur 47,00 46,00 46,12 0,566 26.106 Þorskur 99,00 67,00 81,06 46,381 3.759 Sámtals 76,52 76,664 5.866.619 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA Messað í Viðe^jar- kirkju í sumar Merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga: „Er hjartað á réttum stað?“ GÁMASOLUR í Bretlandi 30. maí. Þorskur 149,99 105,98 Ýsa 148.37 97,82 Ulsi 57,06 48,91 Karfi 94,56 74,99 Samtals VESTUR-ÞÝSKALAIMD 30. maí. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Samtals 102,40 78,77 121,02 42,97 95,96 79,49 118,87 103,84 Morgunblaðið/Björn Blöndal Fulltrúi Atlantal kannar aðstæður á Suðurnesjum Fulltrúi Atlantal, Meemo Trepp frá Gránges Aluminium í Svíþjóð, kom hingað til lands á þriðjudag og ræddi við fulltrúa Starfshóps um stóriðju á Suðurnesjum um þátt Atlantal í staðarvali fyrir nýtt álver, og jafnframt kannaði hann aðstæður á Suðumesjum. í gær ætlaði Meemo Trepp að kanna aðstæður við Eyjafjörð og í dag mun hann kanna aðstæður á Reyðarfirði. Á myndinni er hann með sveitarstjórnamönnum af Suðurnesjum. Frá vinstri eru Sigurður Arnalds verkfræðingur frá Könnun í Reykjavík, Meemo Trepp, Andrés Svanbjörnsson frá markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, Jón Gunnarsson verðandi oddviti í Vogum, Vilhjálmur Grímsson sveitarstjóri í Vogum, Guðfinnur Sigurvinsson bæjarstjóri í Keflavík og Oddur Einarsson bæjarstjóri í Njarðvík. Merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga hófst með því að Halldóra Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, tók við fyrsta merkinu, sem Sigurður Helgason, formaður LHS, aflienti henni að viðstöddum nokkrum forystumönnum samtakanna. MESSAÐ verður hálfsmánaðar- lega í Viðeyjarkirkju í sumar. Fyrsta messan verður annan í hyítasunnu kl. 14 og messar sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey. Sungnir verða hátíða- söngvar sr. Bjarna Þorsteinsson- ar. Næsta messa eftir hvításunnu- messuna verður laugardaginn 23. júní, á Jónsmessuhátíð Viðeyingafé- lagsins. Messur verða svo annan hvern sunnudag í Viðeyjarkirkju í sumar kl. 14. Viðeyjarfeijan leggur frá í Sundahöfn kl. 13.30 messudag- ana. Prestar Dómkirkjunnar munu annast messurnar ásamt staðarhald- ara. Aðsókn að Viðey er góð og eykst sífellt, að sögn sr. Þóris Stephensen. Hann segir að einkum hafí það færzt í vöxt að kennarar komi með skóla- bekki að fræðast um sögu eyjarinnar og njóta útivistar. stofnun. Einnig er endurhæfingar- stöð í undirbúningi á Akureyri og í ráði er að stofna deildir hjarta- sjúklinga víðs vegar um landið í haust. Sjálfboðaliðar um land allt munu annast sölu á hjartanu og verða þeir m.a. við fjölmenna verslunar- staði þessa þijá söludaga. Skrif- stofa Landssamtaka> hjartasjúkl- inga er í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu í Reykjavík. Úr sýningu Nemendaleikhúss Leiklistarskóla ísiands á Glötuð- um snillingum. ■ SÍÐUSTU sýningar Nemenda- Ieikhúss Leiklistarskóla íslands á Glötuðum snillingum eftir Will- iam Heinesen, verða í dag, fimmtu- dag og á morgun, föstudag. Sýning- ar hefjast kl. 20. ■ FIMMTU skólaslit Tjarnar- skóla verða í Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 31. maí, kl. 17. Fyrrverandi nemendur og for- eldrar þeirra ásamt velunnurum skólans eru boðnir sérstaklega velkomnir. - Skólastjórar Leiðrétting í Morgunblaðinu stóð að Stokks- eyri hefði fengið 5 hreppsnefndar- menn í stað 7, en þar vantaði mann af D-lista og K-lista. Þetta leiðrétt- is hér með. Úr myndinni „Skuggaverk" sem Háskólabió sýnir þessa dagana. Hljómsveitin Gal í Leó . ■ HLJÓMS VEITIN Gal í Leó mun leika í Húnaveri, föstudags- kvöldið 1. júní frá kl. 22-03. Hljóm- sveitin hefur nýloklið upptökum á lagi sem mun koma út á safnplötu hjá Steinum hf. í sumar og lagið heitir „Ég vil fara í frí frá þér“. Eyjólfur Kristjánsson, landslags- sigui-vegari og Bítlavinur verður gestur kvöldsins. Hljómsveitina skipa: Rafii Jónsson, trommur, Hjörtur Howser, hljómborð, Sæv- ar Sverrisson, söngur, Baldvin Sigurðsson, bassi og Örn Hjálm- arsson, gítar. Hvítasiinnii- kappreiðar hjá Fáki Hvítasunnukappreiðar Hesta- mannafélagsins Fáks hefjast á fimmtudaginn klukkan 18 með und- ankeppni í A-flokki gæðinga og dag- inn eftir verður undankeppni í B- flokkinum. Tuttugu og fjórir hestai keppa í hvorum flokki og keppa tíu efstu fyrir Fák á Landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum í sumar. Háskólabíó sýnir „Skug,gaverk“ HÁSKÓLABÍÓ liefiir tekið til sýn- inga myndina „Skuggaverk" með Paul Newman í aðalhutverki. Leikstjóri er Roland Joffé. Groves hershöfðingja er falið það verkefni að koma upp bækistöð til að smíða fyrstu kjarnorkusprengj- una í Los Alamos í Arizona. Leitað er til allra fremstu eðlisfræðinga í bandarískum háskólum og rann- sóknarstofnunum og er Robert Opp- enheimer ráðinn til að stjórna vinnu þeirra. En Bandaríkjaþing er ugg- andi um þann risavaxna kostnað sem smíði sprengjunnar hefur í för með sér og þar eru menn ekki á eitt sátt- ir um nauðsyn þess að halda smíðinni áfram. Öll spjót standa á Groves, deilur innan herstjórnarinnar og verulegur ágreiningur í hópi vísinda- manna, en ofan á allt bætast svo' vonbrigði með framvindu verksins en Groves er ekki maður sem lætui sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Leiðrétting I Morgunblaðinu sl. sunnudag birt- ist grein um lax sem hægt er að fá í verslunum Hagkaups. Þar stóð að laxinn kæmi frá Eðaliaxi en hið rétta er að laxinn kemur frá Eðal- fiski og leiðréttist það hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.