Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 47' Ingimundur Guð- mundsson — Mmning’ Fæddur 16. október 1900 Dáinn 21. maí 1990 Þakkarorð verða alltaf fátækleg. Okkur langar samt til að kveðja afa okkar með nokkrum orðum og minningarbrotum, nú, þegar lífið hans með okkur er að baki. Ég man þegar við vorum saman í Landmannalaugum, — hann, ég og amma. Við busluðum í laugun- um, — hann var stóri hvalurinn og blés eins og fýsibelgur, ég var litli selurinn og naut útsýnisins af baki hvalsins. Eftir sundið opnaðist mat- artaskan og vísaði leiðina að Sesam. Lítil stúlka horfði á meðan afi og amma tilreiddu dásemdirnar, — afi svo risastór-að ég skildi varla hvern- ig hann komst fyrir inni í tjaldinu. Það var svolítið gott mál að eiga svona stóran og sterkan afa, — jafn- vel ekki laust við mont hjá sonar- dótturinni nokkrum árum, síðar, þegar hann dró rútuna upp úr ánni Blöndu með lítilli aðstoð annarra að mér fannst, sjötíu og þriggja ára gamall. Önnur lítil stúlka stendur í dyrun- um á Gamla pakkhúsinu. Pakkhús- ið er svakalegur geimur, — ég er lítil og ekkert alltof kokhraust. Þarna innst inni stendur afi, ég hleyp til hans á harðaspretti og kasta mér í fangið á honum. Þetta er ein af mínum fyrstu minningum. Nokkrum árum seinna segir afi við ömmu: „Er nú ekki kominn tími til að stúlkan fái sitt eigið rúm?“ Þá er ég búin að lúra hjá þeim mestan- part ævinnar, orðin átta eða níu ára. Öðru sinni: Afi situr inni í miðstöð og burstar skóna sína; eng- inn á jafn glansandi skó og afi, hann er alltaf svo fínn og flottur. Hann afi okkar var reglusamur, hörkuduglegur og mikið snyrti- menni. Já, við eigum allar þijár sterkar og góðar minningar um afa. Ég man þegar hann og amma sátu inni í prjónaherbergi og voru að hnýta á. Þetta voru aukatekjur fyr- ir heimilið og ég fékk að hjálpa til, — stundum vildu önglarnir stingast í puttana en það gerði lítið til. Ilmur- inn af snærinu leið um herbergið og óneitanlega var þetta hefðbund- ið baðstofuandrúmsloft, þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því þá. Jólin hjá afa og ömmu voru jól stórfjölskyldunnar, — ég hélt niðri í mér andanum þegar stofan opnað- ist og jólatréð blasti við, — heilt gósenland af gersemum. Hvert sem ég sneri mér sá ég fólk, — við vor- um mörg og það var gott! Afi fæddist 16. október árið l900 að Kaldrananesi í Bitrufirði. For- eldrar hans voru Guðmundur Jó- hannesson frá Fremri-Vatnadal í Súgandafirði og Guðrún Einars- dóttir frá Snartartungu í Stranda- sýslu. Systkini hans voru Skúli og Svanborg, en hún dó á barnsaldri. Afi flutti síðar með fpreldrum sínum að Vífilsmýrurri í Önundarfirði og þar í sveitinni kynntist hann konu- efni sínu, Ástríði Guðmundsdóttur frá Hjarðardal, fæddri 22. mars árið 1900. Þau giftust 17. janúar 1925 og hófu búskap á Hesti í Önundarfirði. Þar fæddust synir þeirra tveir; Guðmundur Einar (1924) og Guðni Baldur (1926). Árið 1929 fluttu þau suður og þá að Hlébergi við Hafnarfjörð. Það var nýbýli, en auk bústarfanna stundaði afi ýmsa verkamanna- vinnu í Hafnarfirði. Á Hlébergi fæddist dóttir þeirra, Guðrún Svan- borg, árið 1933. Tveimur árum síð- ar tók fjölskyldan sig upp og flutti í Skerjafjörðinn. Árið 1940 fór afi að vinna hjá Eimskipafélaginu, og þar vann hann í þrjátíu ár, — lengi sem verkstjóri. Árið 1950 byggðu afi og amma veglegt hús á Lang- holtsvegi 96 í Reykjavík. Fjölskyld- an hefur alla tíð verið mjög sam- rýnd. Guðni og Guðrún búa enn á Langholtsveginum og Guðmundur 'bjó þar einnig, þar til hann kvænt- ist árið 1963. Við systurnar ólumst upp í stór- fjölskyldu, — með frænda og frænku, afa og ömmu, pabba og mömmu og yngri systkinum. Það var gestkvæmt á heimilinu og ætt- ingjar utan af landi áttu gjarnan vetursetu eða skemmri dvöl á Lang- holtsveginum. Þar mætti þeim höfð- inglegt viðmót, sem einkenndi bæði afa og ömmu í öllum þeirra sam- skiptum við annað fólk. Það var ómetanlegt að fá að al- ast upp í þessu stóra húsi með öllu þessu fólki. Ef kastaðist í kekki, var alltaf skjól að finna eða afdrep hjá afa eða ömmu. Það er erfitt að skrifa um afa án þess að skrifa jafnframt um ömmu, — jafn samrýnd sem þau voru í öllu sínu lífi. Það er oft sagt að andstæður laðist hvor að ann- arri. Afi og amma voru vissulega. ólík, en lífsviðhorf þeirra voru mjög lík _og áhugamálin einnig. Á miðjum aldri þegar tómstundir fóru að gefast, urðu ferðalög aðal- áhugamál þeirra beggja afa og ömmu. Á hveiju sumri ferðuðust þau um landið, aðallega inn á há- lendið, og eigum við systurnar margar yndislegar ferðaminningar frá þeim tíma er við ferðuðumst með afa og ömmu. Þau tóku líka fjöldann allan af myndum á ferðum ., sínum sem gaman var að skoða á stóru tjaldi síðarmeir. Við munum líka vel eftir ferðum okkar norður á Eyjar á Ströndum, þar sem afi keypti jarðarhluta á sjöunda áratugnum. Staðurinn var heill ævintýraheimur fyrir börn, — selir, minkar, bátsferðir og óþijót- andi dýrgripir fjörunnar. Öllu sem að afa sneri var óaðfinn- anlega vel við haldið, — hvort sem um var að ræða umhverfið innan- húss eða utan. Garðurinn umhverf- is húsið var yndislegur og þar áttu þau afi og amma margar ánægju- stundir, og ekki síður aðrir í fjöl- skyldunni. Þegar afi hætti að vinna hjá Eim- skip, kynntumst við nýjum hliðum á afa okkar. Hann tók fullan þátt í heimilisstörfum, las mikið og sýndi ávallt lífi og störfum okkar systranna mikinn áhuga. Hann kom okkur á óvart með miklu vísna- minni, sem fram til þessa hafði verið aðal ömmu og honum óvið- komandi að við héldum. Þegar við lítum til baka, er sú hugsun áleitin, hversu miklu fátæk- legra lífið og tilveran hefðu orðið ef afa og ömmu hefði ekki notið við. Við ljúkum þessari kveðju í bundnu máli, en ljóðið þýddi Stein- grímur Thorsteinsson úr þýsku: Nú kallar kvöldsins bjalla til hvíldar alla drótt, og skuggleit fer að falla á fold hin blíða nótt. Hún mýkir, huggar, hvílir, með helgum vængjum skýlir. Leið biund á brár oss rótt, ó, blíða nótt! Ásta, Soffia og Kristín Elfa Guðnadætur Minningar- og aftnælis- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í áður birt ljóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort ljóð eða kveðja í bundnu máli eru ekki birt. ’fyrir hjólhýsi danska fyrir- tœkinu Trio. Vönduð og sterk í mörg- um stœrðum. Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Slirii 91-686644 ODYRASTA SLÁTTUVÉLIN á markaðnum með 3,5 hp. BRIGGS & STRATTON tjórgengisvél • Kostar aðeins Kr. 17.700 stgr. MTD 052 • Þrælsterk amerisk sláttuvél með öryggi í handfanginu fyrir hnífinn. Vildarkjör Visa eöa Eurokredit: Engin útborgun og jafnar mánaðarlegar greiöslur allt upp í 6 mánuði. Viðurkennd viðhalds- og varahlutaþjónusta. Gerið verö- og gæðasamanburö! Rafeindakveikja • Grassafnari (auka) • Hæðarstilling Opiö laugardaga frákl. 10-16. G.Á. Pétursson hf Iláilinéla ■naikoðurinn Raðgreiðslur Nútíðinni Faxafeni .14, sími 68 55 80 Steinvari 2000 í>egar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda til hlutanna, eða berjast gcgn alkalí- og frostskcmmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, scm engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stcin er gulltrygg, unnt er að ntála með honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fynr húseig- cndur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er máhring fagmanns- ins, þcgar mæta þarf hæstu kröfum um vernd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin i Imálning’f - það segir sig sjálft -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.