Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 121. tbl. 78. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Jarðskjálfti skók austanverða Evrópu: Mikið mannvirkjatjón og 9 menn biðu bana Búkarest. Reuter. ÖFLUGUR jarðskjálfti reið í gær yfir Austur-Evrópu á svæðinu frá Eystrasalti að Svartahafi og olli miklu tjóni á mannvirkjum. Fréttir af hugsanlegu manntjóni voru óljósar. I Búlgaríu dó kona úr hjarta- slagi og rúmenska sjónvarpið sagði að þar í landi hefðu a.m.k. átta menn beðið bana. Skjálftinn átti upptök um 160 km norður af Búkarest í strjálbýlu héraði, Vrancea, í Karpataflöllum. Hann mældist 6,5 stig á richter-kvarða og stóð yfir í 45 sekúndur. Upp úr iniðnætti að ísl. tíma í nótt reið síðan annar snarpur skjálfti yfir Rúmeníu og olli tjóni. Vaknaði fólk af svefhi og flýði fáklætt út á götur í Búkarest. Hundruð Rúmena munu hafa slas- ast í skjálftanum í gær, þar.af marg- ir sem stukku fram af svölum húsa af hræðslu. Þúsundir manna flúðu skelkaðar út á götur í Búkarest minnugar 7,2 stiga skjálfta sem lagði stóra'hluta borgarinnar í rúst og olli míklu manntjóni árið 1977. Börn voru rekin út úr skólum og opinberar stofnanir tæmdust. Eldar kviknuðu í byggingum er gasleiðslur brustu. Þá varð skjálftans vart í Moskvu, sem er í 1.500 km fjarlægð frá skjálftamiðjunni. Sovéska fréttastofan TASS sagði að skjálftinn hefði valdið miklu tjóni á mannvirkjum í Moldavíu og þar hefði einnig orðið manntjón en óljóst væri hversu mikið. Míkhaíl Gorbatsj- ov Sovétforseti sagðist í gær ekki sjá ástæðu til þess að snúa heim vegna skjálftans en hann kom í í gærkvöldi til Washington til leið- togafundar þeirra George Bush Bandaríkjaforseta er hefst í dag. í hitteðfyrra varð Gorbatsjov að hverfa heim af fundi með Ronald Reagan, þáverandi forseta, í New York vegna jarðskjálfta sem ollu iwmpaBgBúEEipgm SVÍÞJÓÐt' i /' i 1 ( FINLAND / PÖLLAND "vaasjA ~ ■ V, \ þ > .. N MIÐJA i' .. HINS 6,9 "Jfv. ' STIGA i 'T 'i„ ' SKJÁLFTA * . fy?3’"aar ___laskast m w ‘i :'i' v \ >. i i DRASOV^jW’ - |r j BUCAfíFSr* “ ‘ ', l.J*/J J j SVARTAHAF' I Fólkf úr hús- / ;' / Ulh TVRKLAND 'J'-’ V miklu manntjóni í Armeníu. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin (IAEA) í Vínarborg taldi ólíklegt í gærkvöldi að tjón hefði orðið á kjarn- orkuverum áskjálftsvæðinu. Skjálft- inn olli rafmagnstrufiunum í Grikk- landi, Tyrklandi og Búlgaríu og skemmdir urðu á húsum og mann- virkjum, m.a. slitnuðu símalínur. Hræðsla greip um sig meðal íbúa í þessum löndum en engin slys urðu á fólki. Rannsakað var í gær hvort tjón hefði orðið á Kozlodui-kjarn- orkuverinu í Búlgaríu. Útvarpið í Sófíu sagði að sjálfvirkur búnaður hefði slökkt á kjarnakljúfum þegar orkuverið tók að skjála. Þá varð 5,8 stiga jarðskjálfti í Perú í fyrrakvöid og biðu a.m.k. 100 manns bana í borginni Moyobamba í vestuijaðri Amazon-skógarins. Reuter Gorbatsjov til fundar við Bush MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétfor- seti kom í gærkvöldi til Washing- ton D.C., höfuðborgar Banda- ríkjanna, til viðræðna við George Bush forseta. í gær átti Gorbatsj- ov viðræður við Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, í Ottawa. Deildu þeir hart um framtíð Þýskalands bak við luktar dyr en voru hins vegar einkar brosmildir í upphafi fundar eins og myndin ber með sér. Bush hefur útilokað að semja sérstak- lega við Gorbatsjov um framtíð Þýskalands eftir sameiningu þýsku ríkjanna, að því er Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkja- forseta, sagði í gær. Á leiðtoga- fundinum muni hann þó reyna að finna leiðir sem Sovétmenn geta sætt sig við miðað við að Þýska- land verði í Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Gorbatsjov virðist farinn að missa þolinmæði í Þýskalandsmálinu því hann deildi hart á afstöðu vestrænna ríkja í gærkvöldi fyrir að vera ekki til umræðu um hlutlaust Þýskaland. Afstaða þeirra væri til þess fallin að auka á spennu í sambúð aust- urs og vesturs. Skoraði hann á Vestui-veldin að hugsa málið á nýtt í stað þess að „spila alltaf sömu gömlu plötuna". Sjá „Veik samningsstaða Gorbatsjovs einkennir við- ræðurnar" á bls. 28. Jeltsín hvetur til afsagn- ar sovésku stjórnarinnar Segir þing Rússlands munu samþykkja lög um aukið sjálfræði gagnvart Kremlarvaldinu Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, nýkjörinn forseti Rússlands, gagnrýndi harðlega efnahagsáætlanir Níkolajs Ryzhkovs, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, í gær og hvatti til þess að stjórnin segði af sér. Jeltsín benti á að fyrri umbóta- áætlun stjórnarinnar frá _því í desember hefði brugðist. „Eg tel að þegar áætlun hefúr mistekist einu sinni eigi stjórnin að segja af sér. Síðan eigi önnur stjórn að leggja fram nýja áætlun,“ sagði forsetinn á fyrsta blaða- mannafundi sínum eftir forseta- kjörið. Boðaðar verðhækkanir sovéskra stjórnvalda hafa valdið kaupæði og öngþveiti í landinu, einkum í stórborgunum. Jeltsín lagði einnig áherslu á kröfúr um aukið sjálfræði Rússlands. Forsetinn sagði að hverfa ætti Sænskar konur: Þreföldun lungnakrabba Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKERT lát er á aukningu krabbameinssjúkdóma í Svíþjóð en jafnframt fjölgar þeim hlutfallslega sem fá bót meina sinna, að sögn sænskra heilbrigðisyfirvalda. Er nú svo komið að annar hver krabbameinssjúklingur nær fullum bata eftir meðhöndlun á sjúkrahúsi. Af krabbameinssjúkdómum hefur hlutfallslega mest aukning orðið á lungnakrabbameini hjá konum og er ástæðan fyrst og fremst rakin til aukinna reykinga. Á undanförnum 20 árum hefur tíðni lungnakrabba hjá körlum minnkað en á sama tíma hefur fjöldi kvenna með lungnakrabba þrefaldast. Reykingar karla hafa dregist saman á þessum tíma en aukist hjá konum. Þá fjölgar þeim stöðugt sem fá húðkrabba og er orsökin sögð allt- of mikil sólböð. Talið er að húð- krabbi verði algengasti krabba- sjúkdómurinn í Svíþjóð eftir 20 ár verði ekkert að gert. Hafa vísindamenn nú í frammi aukinn áróður gegp sólþöðum, einkum barna og unglinga. Samkvæmt skýrslum er krabbamein í blöðruhálskirtli al- gengasti krabbasjúkdómur meðal sænskra karla eða 23% af öllum flokkum sjúkdómsins. Láta mun nærri að um 200.000 Svíar séu ýmist með eða hafi þjáðst af krabbameini. Helmingur sjúklinga á nú batavon og þá er átt við að þeir séu enn lausir við sjúkdómseinkenni fimm árum eft- ir að læknismeðferð lýkur. Varð- andi möguleika á bata hefur sjúk- dómsgreining á frumstigi úrslita- þýðingu. frá miðstýringaráráttunni; Sov- étríkin gætu aðeins verið sterkt ríki ef hvert lýðveldi stæði á traustum fótum. „Við eigum að hætta að semja um fastákveðið verð í við- skiptum okkar við hin lýðveldin og láta heimsmarkaðsverð ráða,“ sagði Jeltsín. Hann sagðist álíta að breyt- ingin þyrfti ekki að taka meira en ár. Rússar selja hinum Sovétlýð- veldunum 14 ýrnis hráefni, olíu, gas og iðnaðarvörur á lágu verði sem ákveðið er án tillits til markaðs- verðs. Miklar verðhækkanir gætu orðið áfall fyrir sum lýðveldin, eink- um lítt þróuð Mið-Asíulýðveldi. Jeltsín sagði að rússneska þingið myndi samþykkja innan skamms lög um stóraukið sjálfræði gagn- vart Sovétstjórninni. Drög að slíkum lögum hafa verið rædd á þinginu undanfarnar vikur. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti, er barðist gegn upphefð Jeltsíns, sagði fréttamönnum í Kanada að Jeltsín hefði síðustu daga breytt áherslum í málflutningi sínum og nálgast sjónarmið Sovétforsetans. Gorbatsjov sagði rétt að bíða og sjá hveiju fram yndi, nauðsynlegt yrði að hefja samvinnu. Hann hafði eft- ir Jeltsín að hann vildi styrkja sov- éska ríkjasambandið og vinna með Gorbatsjov; með þessum ummælum hefði Jeltsín horfið frá „eyðilegg- ingarstefnu". Gavríl Popov, um- bótasinnaður borgarstjóri Moskvu og _stuðningsmað_u_r_ Jelt_síns_,_ segir að sigur hefði aldrei unnist í for- setakjörinu ef Jeltsín hefði ekki boðist til að vinna með harðlínuöfl- um að myndun stjórnar í Rússlandi. Noregur: Olafúr kon- ungnrá sjúkrahús Ósló. Frá Helge Sörensen fréttarit- _ ara Morgunblaðsins. OLAFUR Noregskonungur var seint í fyrrakvöld lagður inn á sjúkrahús vegna bólgu við hjarta. Var líðan hans í gær sögð eftir atvikum. Ólafur konungur gegndi síðast emb- ættisverk- um um síðustu helgi er hann fór í opinbera heimsókn til Norður-Noregs þar sem hann minntist m.a. þeirra sem féllu í átökum við innrásarheri nas- ista í Narvík í maímánuði árið 1940 eða fyrir 50 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.