Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990 Hafa gróðurhúsáhrif koltvísýrings og annarra snefilefha í andrúmsloftinu áhrif á myndun fellibvlia? VISTFRÆÐI HLÝNANDI JARÐAR Vísindi_____________ Sverrir Ólafsson Menn hafa miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem breytingar á efnasamsetningu lofthjúpsins geta haft á þróun veðurfars og hitastigs á jörðinni. Að undanf- ömu hefur mest borið á umræðum um gróðurhúsaáhrif koltvísýrings svo og þeirri ógnun sem öllu lífi á jörðinni gæti stafað af rýrnun og jafnvel staðbundinni eyðingu ósonlagsins. Hvortveggja eru mjög alvarleg fyrirbæri sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir vistfræði jarðarinnar. Nú i október mættu umhverfis- og líffræðingar til fundar í Was- hington og ræddu þessi vandamál frá öllum mögulegum hliðum. Jafnvel þó loftefnafræði hafi tekið stórstígum framförum á undanfömum árum skortir enn mikið á að vísindamenn hafi magnræn tök á þeim ferlum sem hafa áhrif á efnafræði lofthjúps- ins. Afleiðingarnar sem slíkir ferl- ar hafa á veðurfar og lífríki jarð- arinnar eru enn erfiðari viðfangs og allar umræður um viðkomandi vandamál fara fram í ljósi þessar- ar staðreyndar. Engu að síður hafa fræðimenn verið duglegir við að smíða tölvulíkön af viðbrögðum veðurfars og hitastigs á jörðinni sem andsvar við efnabreytingum sem eiga sér stað í andrúmsloft- inu. Flestum ber saman um að ef meðalhitastig jarðarinnar hækkar um einungis örfáar gráður á Cels- íus mun yfirborð sjávar rísa all- verulega. Þetta orsakast af bráðn- un jökla við heimskautin og þeirri staðreynd að sjórinn þenst út þeg- ar hitastig hans hækkar. Hita- stigshækkunin mun einnig hafa áhrif á hátterni vinda og sjávar- strauma, heildarúrkomu, árstí- ðabreytingar og efnasamsetningu jarðvegsins, svo eitthvað sé nefnt. Það er einmitt ófyrirsjáanleg víxlverkan slíkra breytinga sem útilokar nákvæma spá um áhrifin sem breytingarnar hafa á allt lífríki jarðarinnar. Það er ekkert nýtt eða merki- legt við hitastigsbreytingar. Þær hafa átt sér stað á öllum tímum jarðsögunnar. í flestum tilfellum hefur plöntum og dýrum tekist að aðlaga sig breytingunum, sem venjulega hafa verið mjög hæg- fara. Frá lokum síðustu ísaldar, fyrir 10000 árum, hefur hitastigið risið um heilar fimm gráður á Celsíus og afleiðingarnar hafa verið gífurlegar. Það sem gerir hitastigsaukninguna, sem nú er trúlega í vændum, sérstaklega hættulega er það hvað hún gerist á skömmum tíma. Vísindamenn við National Center for Atmospherie Research í Colorado spá því að á næstu 100 árum geti meðalhitastig jarðar- innar hækkað um 2—8°C. Þetta er 40—160 sinnum hraðari hita- stigshækkun en frá lokum ísald- ar. Útreikningar benda til þess að fram til ársins 2025 geti yfir- borð sjávar risið um 13 til 55 sentimetra og áður en öld er liðin um allt að því tvo metra. Slíkt hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir ýmis þéttbýlissvæði jarðarinnar, eins og Alexandríu í Egyptalandi sem er að mestu leyti í minna en eins metra hæð yfir sjávarmáli. Trúlegt er að veðurfarsbreyt- ingar verði afdrifaríkari fyrir svæðin af breiddargráðunni um og yfir 40°. Lífverur þessara svæða verða því að færa sig um langan veg á nokkurra áratuga tímabili, en þær sem búa nyrst og syðst geta hvergi snúið. Freð- mýrar norðursins munu breytast í skóglendissvæði og sumargrænir skógar suðrænna svæða munu þokast norður á við. Líklegt er að fjöldi dýrategunda verði al- dauða, en öðrum mun takast að aðlagast nýjum aðstæðum. Flestir vísindamenn eru sannfærðir um að eftir jafn umfangsmiklar veð- urfarsbreytingar verði lífríki jarð- arinnar allt annað en það er í dag. Á ráðstefnunni í Washington voru mörg áþreifanleg dæmi rædd um áhrif hitastigshækkunar á ákveðnar dýrategundir. Kynferði nokkurra skjaldbökutegunda ákvarðast af því hitastigi sem þær þróast í. Hækkun hitastigs leiðir til myndunar kvendýra, en svalari kringumstæður eru hagstæðari fyrir karldýr. Aukinn hiti á lífssvæðum skjaldbaka gæti því leitt til afdrifaríkrar hliðrunar í kyndreifingu þessara dýra. Nokkrir vísindamenn trúa því að hærra hitastig á jörðinni hafi í för með sér tíðari náttúruham- farir, s.s. fellibylji, skógarelda, þurrka á sumum svæðum en flóð á öðrum. James Hansen við Godd- ard Institute for Space Studies í New York heldur þvl fram að þurrkamir í Bandaríkjunum nýve- rið hafi verið afleiðing af hærri hita sem orsakast af gróðurhús- áhrifum. Ekki eru allir vísinda- menn sannfærðir um þetta atriði, en sú skoðun hefur komið fram að hærra hitastig dragi frekar úr náttúruhamförum. Öllum er löngu orðið ljóst að umhverfi okkar, lofthjúpurinn og hafið eru ekki óendanlega stórar ruslafötur sem taka endalaust við eitruðum úrgangsefnum nútíma samfélags. Mengun og þær afleið- ingar sem hún getur haft er nú þegar alvarlegt, ef til vill lífshættulegt, vandamál. Lítil ástæða er til að ætla að vandamál- in séu óleysanleg, en víst er að þau kreíjast eftirtektar allra nú þegar og lausnar eins skjótt og mögulegt er. Línuritið sýnir spár sem vísindamenn við Goddard Institute for Space Studies i New York gerðu um hitastigshækkun á jörðinni með því að ganga út frá þremur mismunandi forsendum. (A) gerir ráð fyrir 1,5% árlegum vexti koltvísýrings i andrúmsloft- inu. í (B) er gengið út frá stöðugu koltvísýringsmagni: (C) spáir því að þrátt fyrir það að myndun koltvísýrings snarminnki á næstu tíu árum þá hætti hitastigið ekki að hækka fyrr en um árið 2000. Hjólabrettaheljan mín ■ BÁRÐUR Jóhannesson, letur- grafari, hefur slegið minnispening vegna opinberar heimsóknar Elísa- betar II Englandsdrottningar og Filipusar prins til íslands 25.-27. júní í sumar. Þar sem hér er um fyrstu opinberu heimsókn bresks þjóðhöfðingja til íslands hefur komið fram mikill áhugi meðal bre- skra myntsafnara á að fá minnis- pening um heimsóknina og hefur Bárður unnið verkið í samvinnu við breska myntsala. Minnispeningur- inn er gefinn út í 3000 eintökum í silfri og 300 eintökum í gulli. Allir peningarnir eru tölusettir. Á fram- hlið peningsins er mynd af drottn- ingunni og prinsinum og letrað Queen Elizabeth II and Prince Philip Duke of Edinburgh. Á bak- hlið peningsins eru Island og Eng- land letrað Royal Visit in Iceland Minnispeningurinn sem Bárður Jóhannesson hefúr slegið vegna opinberrar heimsóknar Elísabet- ar II Engiandsdrottningar og Filipusar prins til Islands í júní. 25.-27. June 1990. Peningurinn verður til sölu hjá helstu myntsölum og hjá Bárði Jóhannessyni. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hjólabrettagengið („Gleaming the Cube“). Sýnd í Regnbogan- um. Leikstjóri: Graeme Clif- ford. Aðalhlutverk: Christian Slater og Steven Bauer. Þegar hinn uppreisnargjarni og ólundarlegi hjólabrettakappi Christian Slater kemst að því að ættleiddur bróðir hans hefur ver- ið myrtur, gerist hann spæjari og hefur uppá morðingjunum á hjólabrettinu sínu og tekur út talsverðan þroska í leiðinni. Hjólabrettahetja er svolítið nýtt (þær hafa áður komið á BMX-hjólum og fleiru) en skapar varla neitt æði hérlendis þar sem einstaka strákar eru að rúlla sér áfram í bænum. Þetta er ungl- ingamynd sniðin fyrir þá ef þeir tapa ekki þolinmæðinni á milli uppáhaldsatriðanna. Senurnar með Slater og félögum hans á brettunum eru vissulega skemmtilegar á að horfa en þess á milli verður myndin að hverfa aftur að sinni barnatímalegu persónugerð og lapþunna sögu- þræði, sem er ákaflega lengi að vinda ofan af sér. Slater fer sæmilega með aðal- hlutverkið, nógu vel til að kom- ast í flokk efnilegra, þótt gæja- lega einsemdarrullan sé gatslitin; í hvert sinn sem hann kemst í uppnám er hækkað í tónlistinni og hann sendur með brettið inní einhverja skemmuna að leika sér. Það sem er að bijótast inní honum á að koma út í brettinu! Við hveiju er svosem að búast af ódýrri unglingamynd sem skammlaust gjörnýtir sér tóm- stundir barnanna. BOSCH ER BÍLLINN ÞINN MEÐ BOSCH KVEIKJUKERFI? BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, slmi: 38820 LAUGAVEGI13 SÍMI625870 INNGANGURIHÚSGAGNADEILD SMIÐJUSTlGSMEGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.