Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990
39
Úrtökumótið í Moskvu:
Mendingamir eiga möguleika
Skák
Margeir Pétursson
Lokaúrtökumót heimsbikar-
keppninnar hófst í Moskvu í
síðustu viku og- tefla 42 skák-
menn, þar af 39 stórmeistarar,
um 12 sæti í næstu heimsbikar-
keppni, sem fram á að fara á
árunum 1991 og ’92. Á meðal
þátttakenda eru þeir Jóhann
Hjartarson og Jón L. Árnason.
Þegar tefldar hafa verið sex
umferðir af ellefii eru þeir báð-
ir í baráttunni um að komast
áfram. Jón hefúr hlotið þijá
og hálfan vinning, en Jóhann
þijá. Forystu á mótinu með
Ijóran og hálfan vinning hefúr
23 ára gamall sovézkur stór-
meistari, Evgeny Bareev.
Hann hefúr komið mikið á
óvart, en mun hafa verið nokk-
uð heppinn í vinningsskákum
sínum gegn landa sínum Belj-
avsky og Ungveijanum Sax.
Jóhann öðlaðist þátttökurétt á
mótinu þar sem hann var með í
fyrstu heimsbikarkeppninni, en
Jón L. komst áfram af opna
móti Stórmeistarasambandsins í
Palma de Mallorca í desember.
Þeir eiga mjög raunhæfa mögu-
leika á að komast áfram í Moskvu
vegna þess að kvóti er á því
hversu margir Sovétmenn geta
fengið sæti í heimsbikarkeppn-
inni. 25 Sovétmenn tefla því um
aðeins fimm sæti, en hinir 17
keppendurnir tefla um sjö sæti.
Er því ljóst að Rússarnir munu
þurfa a.m.k. sjö vinninga af ell-
efu til að komast áfram, en hinir
aðeins sex. Má því ætla að barátt-
an í síðustu umferðunum verði
gífurlega tvísýn og erfitt fyrir
einstaka skákmenn að meta
hvort þeir eigi að tefla gætilega,
eða láta allt vaða.
Það dregur að vísu nokkuð úr
möguleikum Jóhanns og Jóns að
verði keppendur jafnir að vinn-
ingum verður gert upp á milli
þeirra eftir stigum sem 'þeir fá
eftir fyrri frammistöðu sinni í
keppninni. Þau eru vituð fyrir-
fram og standa þeir félagar frem-
ur illa að vígi hvað það varðar.
Mótið er gífurlega sterkt, með-
alstig hinna 42 keppenda er
hvorki meira né minna 2.575 stig.
Upphaflega áttu þeir að verða
50 talsins, en ekki voru teknir inn
varamenn í stað þeirra sem áttu
rétt en höfnuðu þátttöku.
Nokkrir stigahæstu vestrænu
skákmannanna kusu t.d. að sitja
heima, þ.á m. þeir Timman,
Short, Korchnoi og Andersson,
sem eru öruggir inn í næstu
heimsbikarkeppni á stigum. Þá
er Englendingurinn Jonathan
Speelman alveg öruggur inn á
stigum, en hann er samt með í
Moskvu. Hann er ekki vinsælasti
keppandinn á svæðinu, því hann
mun taka farmiða af „útlending-
unum“ í Moskvu, nái hann í eitt
af sætunum sjö sem þeim standa
til boða. Þannig gæti Speelman
hæglega fellt Jón L. eða Jóhann
út, verði annar þeirra áttundi
útlendingurinn, en í staðinn
myndi Ungveijinn Ribli líklega
komast inn á stigum.
Það reynir því ekki bara á tafl-
snilld í þessari keppni, heldur
einnig reiknikúnstir enda hefur
stjórn Stórmeistarasambandsins
sætt hörðu ámæli fyrir reglur
sínar um hana. Það kemur t.d.
mjög spánskt fyrir sjónir að
hleypa ómældum fjölda Rússa
upp í lokaúrtökumótið, en vera
síðan með stífan kvóta á þeim
þar.
Þátttakendumir í Moskvu eru
þessir: Akopjan, Azmaiparas-
hvili. Bareev, Beljavsky, Chernin,
Dolmatov, Dorfman, Eingom,
Gavrikov, Gelfand, M. Gurevich,
Ivanchuk, Khalifman, Makaric-
hev, Malanjuk, Naumkin, Pig-
usov, Polugajevsky, A. Sokolov,
Tal, Gen. Timoshchenko, Géo.
Timoshenko, Tukmakov, Vaganj-
an og Vladimirov (allir Sovétríkj-
unum),
deFirmian, Gulko og Seirawan
(Bandaríkjunum),
Speelman, Chandler, Miles og
King (Englandi),
Jón L. Árnason og Jóhann Hjart-
arson,
Hulak og Nikolic (Júgóslavíu),
Portisch og Sax (Ungveijalandi),
Nogueiras (Kúbu), Psakhis (ísra-
el), Kir. Georgiev (Búlgaríu) og
Spraggett (Kanada).
Frammistaða Jóns L. Árnason-
ar hefur verið mjög góð, hann
vann hinn kunna sovézka stór-
meistara Vladimir Tukmakov
mjög glæsilega og gerði síðan
jafntefli við hina stigaháu stór-
meistara Ivanchuk og Dolmatov.
Hvítt: Jóii L. Árnason
Svart: Tukmakov (Sovétr.)
Sikileyjarvörn
I. e4 - c5 2. Rfá - d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 - RfB 5. Rc3 -
Rc6 6. Bg5 - e6 7. Dd2 - a6
8. 0-0-0 - Bd7 9. f4 - b5 10.
Bxf6 - gxfB 11. Kbl
Tukmakov hefur ekki vegnað
vel gegn Richter-Rauzer árásinni
upp á síðkastið. í síðustu umferð-
inni í New York um daginn var
hann kominn með tapað tafl gegn
landa sínum Judasin eftir 11. f5
- Db6 12. Rce2 - Da5 13. Dxa5
- Rxa5 14. Kbl - Ke7 15. Rf4
- Bh6 16. g3 - Rc6? 17. fxe6!
- Bxf4 18. Rf5+ og hvítur vann.
II. - Db6 12. Rce2 - Ra5?!
Sú áætlun að flytja riddarann
yfir á c5 virðist of tímafrek og
ekki gefa eins mikla mótspils-
möguleika og 12'. - Hc8, sem
er algengara.
13. b3 - Rb7 14. g3 - Rc5 15.
Bg2 - Hc8 16. De3
í skákinni Ostojic-Gheorghiu,
Val Thorens 1977, fékk hvítur
góða stöðu eftir 16. Hhel - h5?
17. Bf3, en leikur Jóns virðist
eðlilegri. Svartur finnur nú enga
áætlun gegn rökréttri uppbygg-
ingu Jóns og lendir í þröngri og
erfiðri stöðu. 20.-22. leikur
Tukmakovs gefa ráðleysi hans
vel til kynna.
16. - Dc7 17. Hd2 - Be7 18.
Hcl - 0-0 19. g4 - Kh8 20.
Rg3 - Hg8 21. Bf3 - Be8 22.
Rh5 - Rd7 23. h4 - Dc5 24.
Hd3 - Rb6 25. c3!
Áður en hvítur leggur til at-
lögu á kóngsvæng með g4-g5,
tryggir hann sig gegn gagnsókn
svarts:
25. - a5 26. Hc2 - a4
Þetta leiðir til þess að svartur
geti ekki haldið valdi á f6 og
verður að skipta upp á g5 í 29.
leik. Staðan er þó hvort eð er
ömurleg.
27. b4 - Dc7 28. g5 - Rc4 29.
Dcl - fxg5 30. hxg5 - e5
Svartur varð að reyna þetta,
en nú lýkur hvítur skákinni mjög
fallega:
31. Hh2! - exd4 32. Rf6 - Kg7
Eftir 32. - Bxf6 33. gxf6 hef-
ur svrartur engan tíma til að
skipuleggja varnirnar vegna hót-
unarinnar 34. Hxh7+.
33. Hxh7+ - Kf8 34. Dhl -
Bxf6 35. gxf6 - Bc6 36. Hh8 -
Ra3+ 37. Kb2 - Rc4+ 38. Kal
og svartur gafst upp.
• Úrval verkfæra - garðtækja, agrýl- og plastdúka.
• Jurtalyf.
• Upplýsingar og ráðgjöf sérfræðinga á staðnum
REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA
ORKINIStA