Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.05.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Óskabyrj- un en bet- urmáef duga skal Arnór og Atli gerðu glæsileg mörk og tvö stig eru komin í sarpinn ATLI Eðvaldsson, fyrirliði íslands, kórónaði stórgóðan leik sinn fjórum mín. fyrir leikslok í gærkvöldi gegn Albaníu á Laugardals- vellinum með því að gulltryggja sigurinn — 2:0 — er hann henti sér fram og skallaði knöttinn glæsilega í netið eftir frábæran undirbúning Sigurðar Grétarssonar og Ólafs Þórðarsonar. Atli var besti maður íslenska liðsins og átti í raun ekkert ógert í leikn- um nema að skora. Fyrirliðinn átti svo sannarlega skilið að kom- ast á blað. En þrátt fyrir sigurinn var leikur íslenska liðsins ekki nógu sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur en sá síðari reyndar mun líflegri. Það er Ijóst að betur verður að leika gegn „sterku" þjóðunum í riðlinum. Það vita auðvitað engir bet- ur en strákarnir í liðinu. En sigur er alltaf sigur og það er frá- bært að byrja þátttökuna í Evrópukeppninni að þessu sinni á sigri. Stigin tvö verða ekki tekin af liðinu. mönnum greinilega mjög á óvart með því að leggja alls ekki áherslu á vörnina! Reyndu að sækja, héldu boltanum vel á miðjunni og voru skeinuhættir. Fjórum sinnum skap- aðist veruleg hætta við íslenska markið í fyrri hálfleik og það var algjörlega gegn gangi leiksins er Amór Guðjohnsen skoraði fallegt mark á 42. mín. Ljós í myrkrinu En það verður ekki af Arnóri tekið að hann stóð vel að markinu og var um algjört einstaklings- framtak að ræða. Varnarmaður komst inn í sendingu Amórs til Islenska liðið lék afleitlega í fyrri hálfleik. Samvinna varnar og sóknar var varla til staðar. Leik- menn virkuðu óöruggir, hálf ráð- villtir og sendingar Skapti voru oft á tíðum til- Hallgrímsson viljanakenndar. Lið- skrífar jg var ekki nógu samstillt. Hreyfing á leikmönnum ekki nægjanleg, þannig að allt of mikið var um lang- ar og háar sendingar. Sú leikaðferð að taka á móti andstæðingnum framarlega á vellinum gekk einfald- lega ekki upp. Albanir voru hins vegar hreyfanlegir, léttleikandi, liprir og snöggir, og nýttu breidd vallarins vel. Þeir komu okkar Morgunblaöiö/Einar Falur Arnór Guðjohnsen kemur íslendingum á bragðið í gærkvöldi á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Vel var að markinu staðið hjá Arnóri. Péturs Péturssonar á miðjum vall- arhelmingi Albana, en Arnór náði knettinum strax og skaust fram völlinn. Það var strax augljóst hvert takmarkið var; sprengikrafturinn í honum var gríðarlegur. Hann óð áfram með knöttinn og skoraði ör- ugglega með fallegu skoti yst úr teignum. Mark Arnórs var ljós í myrkrinu og menn önduðu léttar þegar flautað var til leikhlés. Allt annað eftir hlé .Allt annað var að sjá til íslenska Iiðsins eftir hlé. Það var meira með knöttinn, lék skynsamlegar og gamli góði baráttuandinn kom vel í ljós. Kristján Jónsson kom inn á í stað Þorvaldar, sem hafði ekki náð sér á strik, og fór í stöðu vinstri bakvarðar, en Ólafur Þórðarson framar á völlinn í stað Þorvaldar. Leikskipulaginu var breytt eftir hlé og það gafst betur. Arnór átti fljót- lega gott skot sem varnarmaður bjargaði á síðustu stundu í horn, eftir að Pétur skallaði knöttinn til hans og eftir hálftíma leik kom aðeins snilldarmarkvarsla í veg fyr- ir að Pétur kæmi knettinum í netið. Sóknin var glæsileg. Ólafur Þórðar- son sendi frá vinstri yfir til hægri í vítateiginn þar sem Sævar skall- aði strax til Péturs. Hann skallaði þegar í stað að marki af stuttu færi, en markvörðurinn henti sér fimlega á eftir knettinum og sló hann í horn. Mjög góð tilþrif hjá öllum sem hlut áttu að máli. Tæpum fimm mín. fyrir leikslok kom svo markið hans Atla; frábært mark. Ólafur og Sigurður léku skemmtilega í gegnum vörnina vinstra megin og Sigurður sendi síðan inn á markteiginn þar sem Atli kom fljúgandi og hamraði knöttinn í netið með höfðinu. Stórglæsilega að þessu staðið. Þó að fyrri hálfleikur hafi verið slakur og margt athugavert við leik íslenska liðsins má finna ýmislegt ánægjulegt. Atli var stórgóður og Arnór og Ólafur náðu sér vel á strik á köflum. Einnig Pétur Ormslev. Birkir var öruggur í markinu og Guðni stóð vel fyrir sínu. Þá báru innáskiptingarnar árangur en Orm- arr kom einnig inn á, fyrir Guð- mund Torfason. Líta verður á þá staðreynd að með nýjum þjálfara koma nýjar hugmyndir og tíma tek- ur að fínpússa leik liðsins. Arnór og Guðmundur léku þarna í fyrsta skipti undir stjórn þjálfarans, og ef til vill hafa menn verið spenntir vegna mikilla væntinga gegn Al- baníu, sem talið er slakt lið þó ann- að hafi komið í ljós. Skýringarnar á slökum fyrri hálfleik kunna að vera margar og spekingar þessa lands eiga eflaust eftir að halda þeim lofti. Sigurinn er það sem skiptir mestu máli. Bo og strákarn- ir eru komnir af stað í alvöru, Ar- nór skoraði loks í sigurleik lands- liðsins og því hlýtur að mega líta björtum augum á framtíðina þrátt fyrir allt! Island - Albania Laugardalsvöllur, undankeppni EM - 1. riðill, miðvikudaginn 30. maí 1990. Mörk íslands: Arnór Guðjohnsen (42.), Atli Eðvaldsson (86.). Gul spjöld: Mirel Jose og Sulejman Delmollari, Albaníu. Dómari: F. McKnight frá Norður-írlandi. Áhorfendur: 5.250. ísland: Birkir Kristinsson, Ólafur Þórðarson, Atli Eðvaldsson (fyrirliði), Þorvaldur Örlygsson (Kristján Jónsson 46.), Sigurð- ur Grétarsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Pétur Ormslev, Arnór Guðjohnsen, Guðmundur Torfason, (Ormarr Örlygsson vm. 67.), Pétur Pétursson. Albanía: Fotaq Strakosha, Pjerin Noga, (Roland Iliadhi 80.), Artut Lekbello, Naun Kove, Rudi Vata, Fatbardh Jera, Ylli Shehu, (Arben Arberi 46.), Mirel Jose, Lefter Millo, Eduard Abazi og Sulejman Delmollari. Morgunblaðiö/Einar Falur Atli Eðvaldsson horfir á knöttinn þenja út netmöskva albanska marksins á lokamínútunum. Ánægjan í andliti fyrirliðans ieynir sér ekki, enda ekki furða. Hann lék frábærlega, sá um að reka smiðshöggið á vel heppnaða sókn — og gulltryggði þar með sigurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.