Morgunblaðið - 31.05.1990, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAI 1990
B Y K O
B R E I D D
ui
œ
cq
MILLI KL. 18.00-20.00
ER KYNNING Á UPPSETNINGU
ÞAKSTÁLS FRÁ VILLADSEN
[ SÝNINGARSALTIMBURSÖLU í BREIDD
LÉTTAR VEITINGAR
BYKO
w
ffl
33
m
D
i
S I M I 4 10 0 0
TRÉ-X
Iðavöllum 6, Keflavík, sími 92-14700
Smiðjuvegi 30, Kópavogi, sími 670777
Rakavarið parket a
það eina sinnar
Núá^'"
Tré-x spónparketiÓ er vinsælt á sumarhús. Ástæðan
er einföld, það er endingargott, einfalt að leggja, þolir
vel raka og bleytu. Hagstætt verð.
Tré-x spónparketið fæst í tveimur þykktum;
11 mm og 22 mm.
Nú bjóðum við í takmarkaðan tíma Tré-x
spónparketið á sérstöku staðgreiðslutilboði.
Er sérhæfð kyn-
fræðsludeild fyrir
ungt fólk óþörf?
eftir Sóleyju S.
Bender
Frumvarp um breytingar á lögum
um heilbrigðisþjónustu er nú til
umfjöllunar á Alþingi. Þar kemur
fram að leggja eigi Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur niður með lögum
í lok árs 1991. Töluverð umræða
hefur verið að undanförnu varðandi
tilvist Heilsuverndarstöðvarinnar. I
þeirri umræðu hefur þess verið get-
ið að sérhæfð þjónusta komi til með
að verða_ áfram á Heilsuverndar-
stöðinni. í því sambandi hefur aðal-
lega verið minnst á atvinnusjúk-
dómadeild og húð- og kynsjúk-
dómadeild en vart verið þar minnst
á kynfræðsludeild. I ljósi þess hve
deildin hefur fengið litla áherslu að
undanförnu og vegna fyrri um-
ræðna um að leggja þurfi niður
starfsemi kynfræðsludeildarinnar
þykir nauðsynlegt að geta hér nokk-
urra staðreynda.
Starfsemi kynfræðslu-
deildarinnar
Fyrir 15 árum eða árið 1975 tóku
gildi hér á landi lög um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlíf og barn-
eignir og um fóstureyðingar og
ófijósemisaðgerðir. Þetta sama ár
tók til starfa á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur kynfræðsludeild sem
hafði það hlutverk að veita fræðslu
Qg ráðgjöf varðandi kynlíf og barn-
eignir og sérstaklega hvað varðaði
getnaðarvarnir. Eins hafði hún því
hlutverki að gegna allt til ársins
1982 að veita fræðslu, ráðgjöf og
meðferð varðandi kynlífsvandamál.
Kynfræðsludeildin hefur frá upp-
hafi verið hluti af starfsemi mæðra-
deildar. Hún hefur verið opin einu
sinni í viku (16:15-18.00) og þang-
að hafa aðallega leitað ungar stúlk-
ur til að fá ffæðslu og ráðgjöf um
getnaðarvarnir. Á undanförnum 11
árum hafa að meðaltali komið 372
skjólstæðingar árlega. Þar af hafa
um 50% verið að koma í fyrsta
skipti. Á deildinni hafa á undan-
förnum árum starfað læknir, hjúkr-
unarfræðingar, ljósmóðir og mót-
tökuritari.
Kynfræðsludeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar er eina sinnar tegund-
ar á landinu sem býður upp á sér-
hæfða þjónustu á sviði fjölskyldu-
áætlunar. Heilsuverndarstöðvar um
landið hafa einnig þessu hlutverki
að gegna en vegna þess að starf-
semi þeirra er mjög fjölþætt má
telja nokkuð óraunhæft að ætla
þeim það hlutverk að veita sér-
hæfða þjónustu á þessu sviði.
Hvað veldur lítilli aðsókn
að kynfræðsludeildinni?
Á undanförnum árum hefur það
verið til umræðu að leggja niður
kynfræðsludeildina á Heilsuvernd-
arstöðinni þar sem aðsókn að henni
sé lítil. Aðsókn að deildinni mæld
í fjölda þeirra sem þangað koma
árlega gefur ófullnægjandi mynd
af ástandinu og eru þær tölur ekki
til þess fallnar að hægt sé að draga
Styrkir veittir til
kvennarannsókna
Á FJÁRLÖGUM fyrir yfírstandaiidi ár var einnar milljónar þrjú-
hundruð og fimmtíu þúsund króna fjárveiting færð til Háskóla ís-
lands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar
kvennarannsóknir, sem starfað hefur undanfarin 5 ár, tók að sér
að úthluta þessu fé í umboði Háskóla Islánds.
Atján umsóknir bárust og hlutu
eftirfarandi umsækjendur launa-
styrki: Auður Styrkársdóttir til þess
að rannsaka þá málaflokka sem
konur á Alþingi hafa beitt sér fyrir
frá upphafi þingsetu þeirra 1922
og til þessa dags. Dagný Kristjáns-
dóttir til rannsókna á skáldsögum
Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir full-
orðna. Hanna María Pétursdóttir
til þess að rannsaka siði og venjur
sem tengjast fæðingum og dauða.
Jana Kate Schulman til að ljúka
rannsókn á réttarstöðu íslenskra
kvenna á miðöldum. Kristín Ást-
geirsdóttir til þess að rannsaka hlut
kvenna í sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga. Kristín Jónasdóttir til þess að
rannsaka þátttöku íslenskra kvenna
í verkalýðshreyfingunni. Lilja
Gunnarsdóttir til þess að rannsaka
ímynd kvenna í íslenskum leikritum
frá aldamótum til dagsins í dag.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir til
þess að ljúka rannsókn sinni á hug-
myndum íslenskra kvennahreyfinga
í félagslegu og menningarlegu sam-
hengi.
Karlakór Reykjavíkur
vel tekið 1 Stykkishólmi
Stykkishólmi.
KARLÁKÓR Reykjavíkur kom í heimsókn til Stykkishólms laugar-
daginn 19. maí sl. og hélt tónleika í nýju kirkjunni okkar. Var vel
mætt á þessum tónleikum og söngskráin bæði fjölbreytt og skemmti-
leg. Söngmenn voru um 40 og var Páll P. Pálsson, stjórnandi kórs-
ins. Þá voru einsöngvarar þau Inga J. Bachmann og Friðrik Kristins-
son sem einnig stjórnaði. Undirleik annaðist Catherine Williams.
Einnig sljórnaði Oddur Björnsson.
Hólmarar fóru þakklátir og fagn-
andi af þessum tón- og söngleikum
og létu hrifni sína óspart í ljós og
varð kórinn að syngja mörg auka-
lög. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri,
þakkaði kórnum komuna og þennan
listasöng. Bjarna Lárentsínussyni,
formanni sóknarnefndar, var færð-
ur fáni kórsins til minningar um
þessa stund.
Fréttaritari átti tal við kórfélaga
og- voru þeir stórhrifnir af1 hljóm-
burðinum í kirkjunni og hvað væri
gott að syngja þar og móttökurnar
voru svo góðar að þeir töluðu um
að koma hingað fljótt aftur. Það
var unaðslegt að heyra meðferð
þeirra á hveiju lagi og samstilling-
una, hún var frábær. Kórinn varð
að syngja mörg aukalög og fagnað-
arlátum áheyrenda ætlaði seint að
linna.
- Árni