Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 150. tbl. 78. árg.________________________________ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Shkoder 200 Albanar leita hælis í erlendum sendiráðum Tirana Albanía Slagviðri í London Vel undirbúinn, bandarískur áhorfandi á Wimbledon- tennisvellinum í London í gær. Slagviðri var í borginni og fresta varð fyrsta leiknum í undanúrslitum um hríð. Síðdegis stytti upp og gat þá leikur þeirra Ivan Lendls og Brads Pearce loks hafist en honum lauk með sigri Lendls. Vestur-þýska tennis- stjarnan Boris Becker, er sigraði Bandaríkjamanninn Brad Gilbert, sagði rokið hafa valdið keppendum mikl- um óþægindum; ómögulegt hefði verið að reikna út stefnu knattarins. Sjá ennfremur frétt á bls. 44. Átökin í Albaníu: 200 andófsmenn enn í sendiráðum Leiðtogafiindur Atlantshafsbandalagsins: Rætt um nýja vamarstefnu vegna breytinga í Evrópu Reuter Búkarest, Bonn, Prag, París. Reuter, dpa. Stjórnarerindrekar frá mörgum löndum reyndu í gær að finna lausn á vanda 200 albanskra andófsmanna sem leitað hafa hælis í erlendum sendiráðum í höfúðborginni Tirana. 86 manns eru í v-þýska sendiráðinu og stjórnvöld í Bonn sögðust í gær myndu senda flug- vél með matvæli, rúm og lyf handa fólkinu. Breskur kaupsýslumaður, er kom frá Tirana til Rúmeníu í gærkvöldi, sagði að allt virtist með kyrrum kjörum í borginni. Hann sagði lög- reglu hafa slegið hring um sendi- ráðahverfið og hindra alla umferð almennings. Undanfarna daga hafa hópar fólks safnast saman á götum úti og svo var einnig í gær. Austur- rískir fjölrpiðlar hafa eftir tals- mönnum andófsmanna að albanskir verðir við landamæri ríkisins og júgóslavneska héraðsins Kosovo, sem að mestu er byggt Albönum, hafi myrt 14 manns í átökum þar. Sprenging varð í kúbverska sendi- ráðinu í Tirana í gær en engan sakaði. Stjórnvöld kenndu „hryðju- verkamönnum" um tilræðið. Ekki hefur fengist staðfestur orðrómur um að albönsk stjórnvöld hafi boðist til að leyfa allt að 15 þúsund andófsmönnum að fara úr landi. Fredriksson getur að eigin sögn gert sýkilinn streptococcus mutans óvirkan, en hann veldur tann- skemmdum. Hann telur sig nú þeg- ar geta framleitt á rannsóknarstofu eftirlíkingu þess -mótefnis, sem ónæmiskerfið myndar þegar sýklar komast í munninn. Eftir munnskol- un með lausn sem inniheldur mót- efnið drepast þeir sýklar sem valda tannskemmdum en aðrir sýklar skaddast ekki. Hingað til hefur sveppamyndun valdið vísindamönn- um erfiðleikum við sambærilegar tilraunir en þessi nýja aðferð veldur engri sveppamyndun. Fredriksson hefur fengið einkaleyfi á aðferð sinni, sem mun hljóta heimsathygli ef hún skilar árangri. Sænskir prófessorar við tann- læknaháskóla eru enn tortryggnir og telja að aðferðin verði of dýr til að ná almennri útbreiðslu. eins og öðrum ríkisstjórnum aðild- arlanda NATO, á föstudag ítarlegar tillögur frá George Bush Banda- ríkjaforseta um efni lokaályktunar leiðtogafundarins. Bandaríkjastjórn vill fjarlægja kjarnorkuhleðslur sínar fyrir fall- byssur og önnur stórskotaliðsvopn frá Evrópu. Talið er að hér sé um 1.500 kjarnorkusprengjur, einkum í Vestur-Þýskalandi, að ræða eða um helming kjarnorkuvopna banda- lagsins í Evrópu. Stjórnin vill einnig að dregið verði úr gildi kjarnorku- vopna í varnarstefnu bandalagsins, þannig að til þeirra yrði ekki gripið fyrr en fokið væri í öll önnur skjól. Þá leggur Bush til að sjö aðildarríkj- um Varsjárbandalagsins verði gefin eins konar griðayfirlýsing og ríkis- stjórnir í Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum geti tilnefnt stjórnar- erindreka sem hafi formleg tengsl við höfuðstöðvar NATO í Brussel. Loks hefur forsetinn samþykkt hugmyndir um breytingar á fram- kvæmd stefnu NATO um „fram- varnir“ þannig að skipan liðsafla á vegum NATO í Vestur-Þýskalandi verði breytt. I texta Bandaríkjastjórnar er hins vegar lögð áhersla á að hæfi- leg verkaskipting sé milli venjulegs herafla og kjarnorkuherafla á veg- um NATO í Evrópu. Ætlunin er því að treysta áfram á fælingar- mátt kjarnorkuvopna í álfunni. Leiðtogar NATO-ríkjanna taka afstöðu til hugmynda Sovétstjórn- arinnar um að ráðstefnan um Ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) breytist í .sam-evrópska öryggis-. Reuter Miklar öryggisráðstafanir hafa verið skipulagðar í London þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalags- ins hefst í dag. A myndinni sjást öryggisverðir rannsaka bíl í grennd við St. James-höllina en lífverðir drottningar gæta sjálfrar hallarinnar. Tannpínan senn sigruð? Stokkhólnii. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. GUNNAR Fredriksson, líffræð- ingur við Stokkhólmsháskóla, hefúr greint frá því að hann hafi fúndið aðferð til að lama sýkla er valda tannskemmdum. Sér- fræðingar eru enn hikandi vegna þess hve upplýsingar líffræðings- ins eru takmarkaðar. LEIÐTOGAR sextán aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittast í London í dag og á morg- un til að ræða störf og stefiiu bandalagsins í ljósi sameiningar Þýskalands og þess sem gerst hefúr í Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum. Fundurinn er hald- inn að frumkvæði George Bush Bandaríkjaforseta sem vill að Sovétmenn sjái að þeim stafi eng- in ógn af bandalaginu og þess vegna skaði það ekki sovéska öryggishagsmuni að sameinað Þýskaland verði í NATO. Að sögn Reuters telur vestur-þýska ríkisstjórnin fúndinn einn merk- asta atburðinn í 41 árs sögu bandalagsins. Helmut Kohl kanslari ætlar á fundinum að árétta stefnu sína um fulla þátt- töku Þýskalands í NATO. Náið verður fylgst með niðurstöðum fundarins á flokksþingi kommún- ista, sem nú stendur yfir í Moskvu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bárust ríkisstjórn íslands, stofnun er komi í stað NATO og Varsjárbandalagsins. NATO-ríkin hafa almennt verið neikvæð í garð þessarar tillögu en þó vilja mörg þeirra styrkja RÖSE og festa í sessi með einhvers konar stofnun. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sitja leiðtogafundinn ásanit sex manna sendinefnd. Háskólagráða í popptónlist London. Reuter. SALFORD-tækniháskólinn, sem er skammt frá Liverpool í Bretlandi, hefur ákveðið að gefa nemendum kost á há- skólanámi í popptónlist. HægT verður að sækja um þrjá 200 þúsund króna styrki er kenndir verða við John heitinn Lennon. „Þetta verður erfitt háskóla- nám og krefst mikils af nem- endum,“ sagði Keith Wilson, æðsti maður listadeildar skólans. Hann sagði að hægt hefði verið að sækja stutt nám- skeið í popptónlist en nú yrði um raunverulegt háskólanám að ræða og tæki það þijú ár. Ekki er vitað til þess að fleiri háskólar hafi slíkt nám á kennsluskrá en þörfin er aug- ljóslega mikil; þegar hafa 200 manns sótt um en einungis 30 verða innritaðir. Júgoslavía Adria- haf Kerkira (Gr.)i Grikkland o 100 KHTN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.