Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. SOLHEIMAR I GRIMSNESI 60 ARA: Gengin til góðs gata farsældar Islendingar eiga því láni að fagna að búa að gnægð vatnsorku og jarðhita, sem þeir nýta aðeins að litlu leyti enn sem komið er. Það er og lán þeirra, eins og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tók rettilega fram er hún lagði hornstein að Blönduvirkjun síðast liðinn sunnudag, að þess- ar náttúruauðlindir endurnýjast sjálfar, séu þær nýttar með fyrirhyggju og framsýni. Astæða er til að taka undir þau orð forsetans að við fáum seint fullþakkað þá fyrirhyggju, sem sýnd hefur verið með rannsókn- um, undirbúningi virkjana og framkvæmdum í raforkumálum á 25 ára starfstíma Landsvirkj- unar. í orkufreku umhverfi líðandi stundar og fyrirsjáanlegrar framtíðar eru náttúruauðlindir vatnsafls og jarðvarma ómetan- legar. Rafmagn er ekki aðeins forsenda lífsþæginda, heldur undirstaða atvinnuvega, fram- leiðslu og þjónustu. Nánast allt þjóðfélagið, fólk og fyrirtæki, nýtur í dag góðs af raforku- framleiðslu Landsvirkjunar, sem var 4.162,8 GWst á síðast- liðnu ári, eða rúmlega 93% heildarorkuframleiðslunnar. Jó- hannes Nordal, stjórnarformað- ur Landsvirkjunar, sagði í ræðu, er hornsteinn Blöndu- virkjunar var lagður, að íslend- ingar byggju nú við raforkuverð sem væri hagstæðara en víðast hvar erlendis og að flest benti til þess að það haldi áfram að lækka næstu áratugi. Á 25 ára starfsferli hefur Landsvirkjun reist fjórar stór- virkjanir, sem tryggt hafa landsmönnum næga orku til almennra nota, auk þess að vera forsenda fyrir orkufrekum iðnaði, álveri í Straumsvík og járnblendiverksmiðju á Grund- artanga. Landsvirkjun hefur og lokið undirbúningi sex annarra virkjana. Þar af er ein, Blöndu- virkjun, sem er fimmta stór- virkjunin, vel á veg komin og tengist áformum um nýtt álver. Hinar eru Sultartangavirkjun, Fljótsdalsvirkjun, Vatnsfells- virkjun, Búrfell (stækkun) og Villinganesvirkjun. Þær má bjóða út með stuttum fyrirvara. Þegar þær hafa verið byggðar er talið að fjórðungur af því vatnsafli, sem hagkvæmt er að nýta til raforkuframleiðslu, hafi verið nýttur. Framkvæmdir þarf að sjálf- sögðu að miða við orkumarkað- inn; eftirspurn og arðsemi. Þar er horft til orkufreks iðnaðar sem og útflutnings raforku um sæstreng, ef verðforsendur leyfa, auk venjulegs heima- markaðar. Sterkar líkur standa til þess að við höldum áfram að breyta auðlindum vatnsafls og jarðhita í störf, verðmæti, gjaldeyri og lífskjör í fyrirsjáan- legri framtíð, til að tryggja at- vinnuöryggi í landinu, sam- bærileg lífskjör hér og í grann- ríkjum og styrkja efnahagslegt fullveldi þjóðarinnar. Með Blönduvirkjun, sem bætir 150 megawöttum við raf- orkuframleiðslu landsmanna, hefur verið stigið stórt skref í atvinnu- og iðnaðarsögu íslend- inga. Blönduvirkjun verður í senn stærsta neðanjarðarvirkj- un hér landi og fyrsta stórvirkj- unin utan Þjórsársvæðisins og norðan heiða. Áætlað er að virkjunin verði tekin í notkun árið 1991. Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra bindur vonir við að orka frá Blönduvirkjun verði nýtt í nýju álveri Atlantsáls þegar árið 1994. Gerð jarð- ganga Blönduvirkjunar, sem eru hin lengstu hér á landi, 3.254 metrar auk stöðvarhellis, hefur gengið vel, styrkt íslenzka verkþekkingu á þessu mikilvæga sviði og eflt trú landsmanna á slíkum fram- kvæmdum. Landsvirkjun var stofnuð 1. júlí 1965. Samkvæmt núgild- andi lögum og reglugerð um fyrirtækið, sem eru frá árinu 1983, er það sjálfstæður réttar- aðili með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. Landsvirkjun var upphaflega sameign ríkisins og Reykjavíkurborgar en Akur- eyrarbær varð síðar eignaraðili. í ljósi breyttra viðhorfa um eignarhald á stórfyrirtækjum og valddreifingu í samfélaginu, samanber þá þróun sem orðin er og fyrirsjáanlega verður í umheiminum á næstu árum, er ekki úr vegi að gera því skóna, að Landsvirkjun og önnur opin- ber og hálfopinber fyrirtæki af þessu tagi verði opnuð fyrir eignaraðild fólks og fyrirtækja; - þróizt í fjölmennisfélög. Ástæða er til að fagna því, á 25 ára starfsafmæli Lands- virkunar, að fyrirhyggja og framsýni hafa ráðið ferð í raf- orkumálum þjóðarinnar og varðað velferðarveg hennar. Stöðugt steftit að því að bæta að- búnað og auka tengsl við umhverfið Selfossi. HEIMILISFÓLK Sólheima í Grímsnesi, aðstandendur og vel- unnarar fagna 60 ára afmæli heimilisins i dag 5. júli og því merka brautryðjendastarfi sem þar hefúr verið unnið í þágu þroskaheftra á íslandi. í tilefhi afinælisins verður gestum boðið til sérstakrar hátíðardagskrár á afinælisdaginn og helgina 7.-8. júli verður opið hús á Sólheimum. Þessa daga mun Leikfélag Sól- heima sýna Ævintýrið um stígvél- aða köttinn, opnuð verður ljós- myndasýning og sýning á mynd- verkum heimilisfólks auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Víst er að margir munu leggja leið sína að Sólheimum, sem í reynd er orðið lítið vinalegt þorp þar sem umhverfið skartar sínu fegursta þessa dagana. Þegar komið er á brekkubrúnina ofan við Sólheimaþorpið blasir hvar- vetna við gestum sú uppbygging sem unnin hefur verið á undanförnum árum og sem enn er í gangi. Þetta á við hvort sem litið er tii þeirra bygginga, nýrra og eldri, eða til umhverfisins. Brekkan er þakin útsprunginni lúpínu og um hlíðarnar í kring vex nýgræðingur. þá er greinilegt að öflugt ræktunarstarf er unnið í útigörðum og gróðurhús- um á staðnum. Hamarshögg berast frá nýjasta húsinu sem er í bygg- ingu. Staðurinn er friðsæll og ber það með sér að fólki líður þar vel. Heimili og vinnustaður Sólheimar í Grímsnesi eru sjálfs- eignarstofnun á vegum þjóðkirkj- unnar. Heimilið hefur með höndum þjónustu fyrir fatlaða sem felst í því að vera heimili og vinnustaður fyrir þroskahefta sem lokið hafa skóla- göngu. Jarðnæði heimilisins er jörðin Hverakot sem er um 300 hektara hverajörð sem gefur af sér 25 sek- úndulítra af 89 gráðu heitu vatni. Það var barnaheimilisnefnd þjóð- kirkjunnar sem keypti jörðina 1930 í þeim tilgangi að hefja þar rekstur fyrsta barnaheimilis á íslandi í sam- vinnu við Sesselju Hreindísi Sig- mundsdóttur. Sesselja var menntuð í uppeldis- fræðum doktors Rudolfs Steiners, svokallaðri antroposohie. Áhersla var lögð á menningarstarfsemi, leik- list, tónlist, brúðuleikhús og euryth- mi, fyrir heimilisfólk á sama tíma og þroskaheftir nutu víðast hvar mjög skertra mannréttinda. Leitast var við1 að gera umhverfið hlýlegt og aðlaðandi. Þá var fjölbreytni í mataræði í hávegum haft með áherslu á neyslu grænmetis og korn- Heimilisfólk Sólheima í Grimsnesi, aðstandendur og velunnarar fagna 60 ára afmæli heimilisins þann 5. júlí. Morgnnblaðið/Signrður Jónsson metis þegar umræða um heilbrigt mataræði var nánast óþekkt fyrir- bæri hérlendis. Starfsemi Sesselju var mjög merk, ekki aðeins á landsvísu heidur á al- heimsvísu því á þeim tíma var þroskaheft fólk í felum. Hún byijaði 5. júlí 1930 þegar fyrstu börnin komu að Sólheimum. Hún átti sam- starf við Reykjavíkurborg og í tilefni þessa hefur borgin gefíð styttu und- ir heitinu Barnaheimilið eftir Tove Ólafsson. Festa í starfseminni Á Sólheimum eru að jafnaði 40 heimilismenn og 32 starfsmenn. „Heimilin eru byggð þannig upp að þau eru rekin sem venjuleg heimili og allur heimilisrekstur fer fram á þeim eins og gengur og gerist, nema í hádeginu borða allir I mötuneyti staðarins,“ segir Ólafur Mogensen forstöðumaður á Sólheimum. „Starfsfólkið býr með fólkinu á heimilunum, fjóra daga í senn. Þetta skapar festu og er okkar aðalein- kenni. Heimilismenn taka þátt í heimilisrekstrinum eins og kostur er og allir sækja vinnu frá klukkan níu til fimm. Á sumrin eru allir úti að vinna en á vetrum er unnið við smíðar, að steypa kerti, vefa mott- ur, framleiða leikföng. Þá vinna heimilismenn í mötuneyti að við- haldi, við snjómokstur og þess hátt- ar. Svo er hópur sem vjnnur við garðyrkjustörf alit árið. Á haustin er ákveðið hvar hver maður vinnur og síðan stundar hann þá vinnu yfir veturinn. • Þriðji meginþátturinn er frítíma- starfið. Það er skipulagt fram í tímann og byggist á íþróttastarfi, leiklistarstarfi auk skátastarfs. Fólk- ið hérna er mjög áhugasamt í þessu starfi og allt að 35 hafa komið fram á einni leiksýningu, sagði Ólafur Mogensen. Eftirsóknarverðar vörur Vinnustaðirnir á Sólheimum eru sex, kertagerð, vefstofa, smíðastofa, búskapur, ylrækt og skógrækt. Það sem framleitt er fer til eigin nota heimilisins en auk þess er um tals- verða sölustarfsemi að ræða. í því efni má nefna kertin, mottur, dúka, þroskaleikföng og nytjamuni. í garð- yrkjunni er sú uppskera seld sem er umfram heimilisnot. Seldar hafa verið 15-20 þúsund tijáplöntur á ári, grænmeti er selt í stórmörkuðum í Reykjavík og einnig á Sólheimum, þá eru seld blóm og plöntur til Reykjavíkurborgar, félagasamtaka og fyrirtækja. Lúpínurætur hafa verið seldar undir kjörorðinu „Gefum landinu lit“. Auk þessa má nefna smíðavörur, Barbie-hús og útihús- gögn sem framleidd eru eftir pöntun- um. Allar vörur frá heimilinu eru eftirsóknarverðar og hafa skapað sér orðstír fyrir gæði. Jafiiræði milli allra „Það sem við erum að reyna að gera er að skapa heimilisfólkinu aðstæður, heimili og vinnuumhverfi þar sem það getur fundið lífsfyllingu og hamingju,“ sagði Ólafur Mogens- en, „þetta er stórt samfélag hérna, allt að hundrað manns, fatlað fólk og starfsfólk með börnum. Þetta er því eins og lítið þorp. Sjálfum finnst mér þetta vera mjög heillandi samfé- lag þar sem stefnt er að jafnræði milli allra, starfsmanna og heimilis- manna. Það var alltaf hugmynd Sesselju að á Sólheimum væri menningar- heimili og höfðingjasetur. Það er mjög mikilvægt að tengja saman menningarstarfsemi og starfsemi fyrir þroskahefta. Við leggjum áherslu á að vera virkir þátttakendur í þjóðlífinu og viljum vinna af reisn að okkar starfi. Við erum stolt af því sem við erum að gera og viljum ná fram því besta í fólkinu og leyfa því að njóta sín. Stefnan er sú að bæta aðbúnaðinn og auka tengslin við umhverfið," Sé og finn að fólkínu líður vel Selfossi. „MÉR FINNST nyög þægilegt að vinna hérna,“ sagði Ánna Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður á Sól- hciinum, nýkomin til starfa. „Ég kveið svolítið fyrir áður en ég kom en líkar mjög vel hérna. Ég sé og finn að fólkinu líður vel hérna. Starfið er mismunandi eftir hús- um og einstaklingum en í heildina verður þetta eins og hérna sé sam- hent fjölskylda. Heimilisfólkið geng- ur í verkin án þess það þurfi að ganga eftir því og þannig skapast þessi góða heimilistilfinning. Það er gott að blanda aldurshóp- um saman og maður finnur ekki fyrir neinu kynslóðabili á staðnum. Ef maður á að skilgreina starfið þá má segja að maður sé hér í húsmóð- urhlutverki," sagði Anna Margrét. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Anna Margrét Sigurðardóttir starfsmaður. Maðurlifir og hrærist í þessu Selfossi. „ÉG KANN prýðilega við mig. Það er mitt líf og yndi að vera með skepnurnar. Maður lifir og hrærist í þessu og svo styður maður hemilið Iíka,“ sagði Gunn- ar Kárason, bóndinn á Sólheim- um, sem hugsar um búskapinn, 16 kálfa. „Ég hef verið hérna síðan ég var sex ára. Maður hefur skroppið öðru hveiju í heimsókn í burtu en það er alltaf gott að koma hingað aftur,“ sagði Gunnar, sem er 58 ára gam- all, kvikur á fæti og alltaf tilbúinn í spjall um hvaðeina en þó helst það sem tengist búskapnum. Hann kvaðst búast við að hefja slátt eftir afmælishátiðina og sagði heyskap- inn leggjast vel í sig. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gunnar Kárason, bóndinn á Sólheimum. ÞORPIГ AÐ SOLHEiMUM NÝTTFJÓS sagði Ólafur Mogensen forstöðu- maður. Síbættur aðbúnaður Uppbyggingarstarfið á Sólheim- um hefur vakið athygli margra og heimilið notið þess í fjárframlögum, gjöfum og öðrum stuðningi. Lions- klúbburinn Ægir í Reykjavík hefur haft það sem höfuðverkefni í meira en 30 ár að styðja starfsemina á Sólheimum. Starfsfólk þar fullyrðir að heimilið væri ekki starfandi ef þeirra nyti ekki við. Fjárhagslegur stuðningur klúbbsins hefúr verið ómetanlegur og síðan eru þeir vinir heimilisins sem er ekki þýðingar- minna. Stefna starfsins á Sólheimum er ekki bundin á neinn ákveðinn hug- myndafræðilegan klafa. Lögð er áhersla á varðveislu þeirra hefða og sérkenna sem heimilið hefur tileink- að sér frá fyrstu tíð. Það hefur sér- stöðu á tímum blöndunar og „norm- aliseringar" og er mikilvægur val- kostur fyrir fatlaða sem kjósa að lifa í dreifbýli. Framtíðardraumar tengdir Sól- heimum eru margir en draumur Sesselju um síbættan aðbúnað heim- ilisfólks og lifandi menningarstarf- semi innan vébanda heimilisins er og hefur ætíð verið sá drifkraftur sem knúið hefur starfsemi heimilis- ins áfram þau 60 ár sem liðin eru frá stofnun þess. Á tímum aukinna samskipta og breyttra viðhorfa samfélagsins til þroskaheftra er heimilinu mikilvægt að styrkja stöðugt og efla enn frek- ar tengsl heimilisfólks Sólheima við umhverfi sitt. Sólheimar eiga sér því þann draum að eignast eigið hús- næði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hefðirnar skapa festu Það þarf ekki langa dvöl meðal fólks á Sólheimum til að skynja að heimilishald þar einkennist af föst- um daglegum hrynjanda. Það er greinilegt að hver gengur að sínu og áberandi er hversu heimilismenn eru stoltir af því sem þeir eru að gera og því sem þeir eiga á Sólheim- um. Dagurinn hefst með morgun- fundi og bæn áður en gengið er til starfa og nær hápunkti með borð- bæn og þakkargjörð í sameiginleg- um hádegisverði heimilisfólks og starfsmanna. Árvissar hefðir í starfinu gefa starfseminni festu og skapa reglu sem mikilvæg er í lífi fólksins. Hin góða aðstaða til félagslífs sam skap- aðist með nýja íþrótta- og leikhúsinu er ómetanleg. Hvert sem litið er í Sólheimaþorpi í Grímsnesi má sjá mikilvægi hinna smærri og stærri atriða fyrir ein- staklinginn og heildina. Allt tvinnast saman í eina virka starfandi heild þar sem hver og einn hefur hlut- verki að gegna og finnur sér farveg til lífsfyllingar og hamingju að eigin frumkvæði og með stuðningi þeirra sem næstir standa. - Sig. Jóns. Ævisaga Sesselju H. Sig- mundsdóttur stofiianda Sólheima væntanleg Á NÆSTUNNI verður gefin út á vegum Sólheima í Grímsnesi ævisaga Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur stofnanda Sól- heima, sem Jónína Michaels- dóttir rithöfundur hefur skráð. Bókin verður gefin ú< í tilefni þess að 5. júlí eru 60 ár liðin frá því að Sesselja stofnsetti barnaheimili að Sólheimum ásamt þjóðkirkjunni. Sesselja stundaði nám í hjúkrun og ummönnun barna í Danmörku, Þýskalandi og Sviss. Að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar, stjórn- arformanns Sólheima, kynntist hún á þeim árum kenningum Rudolfs Steiner og hreifst mjög af þeim, og byggði síðan stárf- semina á Sólheimum að verulegu leyti upp í anda Steiners, en heim- ilið var hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. „Bókin er fyrst og fremst ævi- saga Sesselju, en um leið nátengd sögu heimilisins að Sólheimum fram til andláts hennar 8. nóvem- ber 1974. Sesselja var gagnmerk kona og frumkvclull á vettvangi félags- og mannúðarmála hér á landi. Hún stofnaði Sólheima, fyrsta heilsárs barnaheimilið á Islandi, og jafnframt fyrsta heim- ilið fyrir þroskahefta, tveimur árum á undan setningu barna- verndarlaga og löngu áður en aðrar sambæt'ilegar stofnanir voru settar upp hér á landi. Hún kom til Sólheima með fyrstu börn- in 5. júlí 1930, en það var áður en byggingaframkvæmdir hófust á staðnum. Þau bjuggu í tjaldi fram í nóvember, en þá var fyrsti hluti barnaheimilisbyggingarinn- ar tilbúinn. Frá upphafi var mikil garðrækt á heimilinu og var Sess- elja brautryðjandi í lífrænni rækt- un hér á landi, og má segja að í raun hafi hún verið fyrsti virki íslenski umhverfissinninn," sagði Pétur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.