Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 43 jÞessir hringdu . . . Týndur köttur Níu mánaða grá og hvít læða tap- aðist 15. júní frá Öldugranda 7. Þeir sem vita um köttinn hringi í síma 626934. Kettlingur Hvítan kettling með svart skott og svartar doppur vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 685693. Kvenúr fannst Gullkvenúr með hvítri leðuról fannst í Hjallabrekku í Kópavogi. Eigandi getur hringt í síma 42117. Sýna vandaða framhaldsþætti örar Kona hringdi: „Ég er sammála Víkveija sem skrifar í laugardagsblaðinu um spennumyndina Holskeflu sem Sjónvarpið er nú að sýna í þrettán þáttum. Sumarmánuðirnir eru ekki rétti tíminn til að vera með svo langar framhaldsmyndir þeg- ar flestir fara ýmist út fyrir land- steinana eða eru að ferðast hér innanlands og missa þar af leið- andi af söguþræðinum. Mig lang- ar til að beina því til Sjónvarpsins hvort ekki sé hægt að sýna svo vandaða þætti sem þessa örar, helst kvöld eftir kvöld, líkt og Stöð 2 hefur gert með sínar fram- haldsmyndir að undanförnu.“ Fann kross Það fannst kross af hálsmeni í suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði á þriðjudagsmorgun. Eigandi get- ur hringt í síma 53970. Tapaði Armani sólgleraugum Armani karlmannasólgleraugu töpuðust á Hótel Borg eða í Tunglinu sl. laugardagskvöld. Þetta eru brún hringlaga gler- augu með grænu gleri og eru vegleg fundarlaun í boði. Finnandi vinsamlega hringi í síma 27467 eða 14434. Páfagaukurinn Óskar týndur Páfagaukurinn Óskar fór frá heimili sínu í Njarðvík á föstu- dagskvöld. Óskar er stærri en venjulegir páfagaukar, ljósgrár með stóran gulan topp upp úr höfðinu og appelsínugula bletti í kinnum. Eigandi biður fólk í Njarðvík og Keflavík vinsamleg- ast að svipast um í görðum sínum. Ef einhver veit um afdrif Óskars er hann beðinn að hringja í síma 92-12576. Fundariaun eru í boði. Köttur í óskilum Svartur kettlingur sem er ómerkt- ur er í óskilum. Eigandi getur vitjað hans í síma 624702. SvangSr íslendingarí Takió ykkur frí frá mafseld TOURIST MENU \^eitingastaóir víóa um land innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóóa ísumar sérstakan matseðil, Sumarrétti SVG, þar sem áhersla er lögð á staógóðan mat ágóðu mði. Sumarréttamatseðillinn gildir frá I. júní til 15. september. Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eða supa, kjöt- eða fiskréttur, kaffi. kr. 750- 900 kr. 1000- 1500 Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur Góða og ráðvanda fólkið regl- óráðvanda undantekning’ an Til Velvakanda. Nú við upphaf ferðatímabilsins langar mig til að segja eftirfarandi sögu, því að allt sem er gott og heið- arlegt verðskuldar að vera skráð. Sl. sumar var ég á ferð í Kaupmanna- höfn. Dag nokkurn kom ég ásamt dóttur minni í Den Danske Bank í miðborginni. í innanávösum jakka míns var öðrum megin peningaveski, en hinum megin ferðaskrifstofu- veski. Þegar heim kom varð ljóst að það síðarnefnda var týnt. Við höfðum komið á Aðaljárnbrautarstöðina, á kaffistofu og víðar, en farið síðan heim í strætisvagni. Þegar var tilkynnt um hvarfið og síðan farið á þá staði, sem veskið gat hafa tapast á. Þegar komið var í Den Danske Bank kom í ljós að viðskiptavinur þar hafði fundið vesk- ið á gólfínu í afgreiðslusalnum og afhent það sama gjaldkera og ég hafði skipt við. í veskinu var tölu- vert af erlendum peningum, vega- bréf, farmiðar og önnur skilríki. Allt var það ósnert svo að léttirinn varð mikill, þegar ófarirnar enduðu svo vel fyrir góðra manna tilverknað. Sannaðist hér sem oftast að góða og ráðvanda fólkið er reglan, það óráðvanda undantekning — ekki síður í þeirri ágætu heimsborg Kaup- mannahöfn en hér heima á Fróni. Ferðalangur i •" j Charmglow model 01450 Charmglow model 01310 VERÐ KR.19.800.- m/kút stgr. | VERÐ KR. 14.900.- m/kút stgr. OPIÐALLA VIRKADAGA NEMA MANUDAGA FRA KL.10- 18. FÖSTUDAGA FRÁ KL. 10- 19. LAUGARDAGA FRÁ KL.10 - 14. ATH. LOKAÐ MÁNUDAGA. Upplýsingabæklingurfæst á ferðaskrifstofum og upplýsingamiðstöð í Ingólfsstræti 5. Sjá þátttakendalista í Morgunblaðinu laugardaginn 30. júní. Auglýsing Sumarstemning á markaðstorgi: Útlendingar upp- götva Kolaportið í Kolaportinu er alltaf gott vcður og þar gengur markaðstorgið sinn vanagang hvað sem árst- íðunum líður. Það cr þá helst að flciri tungumál heyrist þar nú um hásumarið, því crlcndu ferðamcnnirnir eru búnir að upp- götva þennan aðal skemmtistað Reykjavíkur á lau'gardögum. „Aðsókn gesta hefur haldist ágæt þetta árið“ segir Helga Mogcnsen, forsprakki Kolap- ortsins. „þegar líður á sumarið fækkar kannski eitthvað borg- arbúum, en erlendir ferðamenn og fólk utan af landi bæta það vel upp. Útlendingarnir virðast spenntir fyrir þessu en okkur vantar tilfinnanlega meira af seljendunt með vörur sem hæfa þessum viðskiptavinum." Ferðavörur á Kolaportsverði Vöruúrvalið fylgir árstíðum í Kolaportinu sem annarsstaðar og þar er nú hægt að gera góð kaup á hvers kyns ferðavörum. í einum sölubásnum var mikill áhugi fyrir tjöldum, sem seld eru með helmings afslætti, að sögn sölukonunnar. „Ég verð hérna nokkra laugardaga í við- bót, en svo er ég sjálf farin í tjaldferó," tilkynnti hún við- skiptavinunum. I öðrurn básum var verið að selja allt fyrir veiðiferðina, óbleiktan salernispappír fyrir sumarbú staði. ferðagrill. úti- leikföng, sumarfatnað og svo ntá lengi tclja. Virðisaukaskatturinn gott mál „Það bar nokkuð á hræðslu hérna gagnvart virðisaukaskatt- inum fyrst í stað“ segir Helga, „en reynslan hefur sýnt, að slíkt er algjör óþarfi. Mér finnast reglurnar einfaldari en áður og nú þurfa seljendur, sem selja fyrir minna en 155.000 krónur, ekkert að hugsa um virðisauka- skattinn og sömuleiðis þeir, sem eru að selja notaða muni frá sér. Líknarfélög og önnur fé- lagasamtök geta einnig fengið undanþágur, svo þeir eru til- tölulega fáir sem þurfa að hugsa um þetta." Skópússarar óskast „Við erum sífellt að þróa mark- aðs- torgið og bæta aðstöðuna. í vet- ur settum við t.d. upp mikið hitakerfi og nú erum við að huga að öðrum góðum endur- bótum, sem koma vonandi með haustinu. Nú erum við að gera átak til að lífga enn frekar upp á Kolaportið og ég auglýsi hér með eftir trúbadorum, skópúss- urum spákonum, söngvurum, teiknurum og öðrurn listamönn- um, sem vilja taka þátt í þessu með okkur. Allar góðar hug- myndir eru vel þegnar, “ segir Helga að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.