Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 19 - Ægir Hafberg, sparisjóðsstjóri á Flateyri og fyrrum oddviti Flat- eyrar: „Isfirðingar verða að gæta sanngirni í samningum við minni s veitarfélðgin. “ Bjarni Einarsson, útgerðarsljóri Fáftiis á Þingeyri: „Á því er eng- inn vafi að göngin breyta miklu fyrir okkur, eftir að við erum búnir að fá brúna yfir Dýraljörð." félagslegar þarfir sínar og fram- kvæmdaáætlanir, hvað varðar hafnarmál, skólamál, íþróttamál og heilbrigðismál, því jarðgöngin muni opna þeim leið að miklu meiri sam- nýtingu þessara þátta með ísfirð- ingum, Hnífsdælingum, Bolvíking- um og Súðvikingum. „Með því að tengja allar þessar byggðir með jarðgöngunum á þetta byggðarlag framtíð fyrir sér, öðru vísi ekki,“ sagði Baldur Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri. Baldur telur að íbúum á Vestijörðum muni fjölga á nýjan leik, eftir að göngin eru komin, því það séu viss forréttindi fólgin í búsetu þar, sem á ný verði ofarlega í hugum fólks, þegar inni- lokun og einangrun um langan tíma blasi ekki við lengur. „Það verður verkefni hjá sveitar- stjórnunum næstu árin að leggja drögin að þessu og koma sér saman um samvinnu og samnýtingu. Við erum nú með samtök sveitarfélaga og auðvitað verða þau kölluð til, ef menn koma sér ekki saman. Al- verst væri að við þyrftum að láta stjórnvöld skikka okkur í einhveija skiptingu, og ég vona að við berum gæfu til þess að svo verði ekki, en þá verða ísfirðingar líka að gæta sanngirni við minni sveitarfélögin í samningum," sagði Ægir Hafberg. Undir þessi orð Ægis taka menn af hinum fjörðunum. Bjarni á Þing- eyri segir að menn verði einfaldlega að hugsa stórt og sjá fyrir sér hag- kvæmnina í framtíðinni af sam- vinnu og samnýtingu. „Hreppa- kóngarnir heyra vonandi liðinni tíð til. Við náum aðeins þeim árangri sem við stefnum að, með því að standa vel saman. Stjórnvöld þurfa að beita sér fyrir því miskunnar- laust, að ekki verði ráðist í neinar nýframkvæmdir, sem munu reynast óþarfar, eftir að göngin verða opn- uð,“ segir Bjarni. Þeir vesturfirðingar segjast sannfærðir um að eftir að jarðgöng- in séu komin í gagnið, þá þurfi Vestfirðingar ekki á því að halda að vera í hafnarframkvæmdum á næstu áratugum, , eða lengur. Sömuleiðis yrði um mikinn sparnað að ræða í heiibrigðis- og skólakerf- inu. Þar þyrfti ekki að fjárfesta á næstu áratugum, að þeirra mati. Þeir telja að helst sé hægt að veija þessa framkvæmd með því að sýna viljann í verki, og færa fórnir og neita sér um annað á framkvæmda- tímanum. Jarðgöngin nú raunhæfúr möguleiki í augum fólksins Það er ljóst að opnun ganganna um Ólafsfjarðarmúla kveikti í þeim Vestfirðingum á nýjan leik, ásamt þeirri ákvörðun að flýta gerð jarð- ganganna á Vestfjörðum. Þeir Súg- firðingar, Önfirðingar og Dýrfirð- ingar hafa löngum litið á jarðgöng sem fjarlægan draum, sem ólíklegt væri að rættist nokkurn tíma. Nú vita þeir aftur á móti að þetta er raunhæfur möguleiki, og það má segja að slík vitneskja hleypi í þá nýju blóði. Raunar virðast Vestfirðingar svo þakklátir Steingrími J. Sigfússyni fyrir þessa ákvörðun um að flýta framkvæmdum, að menn úr öllum flokkum þvertaka ekki fyrir að þeir myndu kjósa hann, færi hann fram á Vestfjörðum í næstu alþingis- kosningum. Aðrir láta loforð hans ekki hagga sér — segjast eiga eftir að sjá efndirnar, auk þess sem vissulega eru til meníí í Vestfjarða- kjördæmi sem hafa samgönguráð- herrann grunaðan um að hafa tekið ákvörðun um að flýta framkvæmd- unum á Vestijörðum, einvörðungu vegna þess að verktakar úr hans eigin kjördæmi, Norðurlandi eystra, sitji nú með stórvirkar vinnuvélar sínar og tæki verkefnalausir með öllu, eftir að göngin um Ólafs- fjarðarmúla voru opnuð. Þeir eru sagðir hugsa gott til gióðarinnar, þegar að útboðum kemur á fyrri hluta næsta árs. En þetta eru hrein- ar vangaveltur og skipta í rauninni engu máli, eða eins og einn Vest- firðingurinn orðaði það við mig: „Það er sama hvaðan gott kemur.“ Vestfirðingarnir sjá í samnýtingu hafnanna fyrir sér að á Vestfjörðum verði til fiskmarkaður eftir að jarð- göngin verða opnuð og því geti hafnirnar orðið mjög eftirsóknar- verðar til löndunar, vegna nálægðar við miðin. Ef menn ætli á annað borð að fiska á Vestijarðamiðum á vetuma, þá geri þeir það ekki af neinni gióru, nema geta landað á þessu svæði. ísafjarðarsýslur séu eitthvert afkastamesta svæðið fyrir hraðfrystiiðnaðinn og geti tekið við mun meiri afla til vinnslu en gert sé í dag. Ekki breyting heldur bylting Það þarf engum blöðum um það að fletta að íbúarnir á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, sem alla sína tíð hafa búið í fámenni, mjög af- skekkt og verið einangraðir um lengri eða skemmri tíma að vetri, horfa með mikilli eftirvæntingu til þess tíma, þegar það verður sjálf- sagður hlutur að skreppa í gegnum göngin til ísaijarðar, á korteri eða svo, kaupa inn, kíkja í bíó, hitta kunningjana, eða jafnvel að sækja vinnu í gegnum göngin. Með til- komu þeirra á ekki að verða erfið- ara fyrir þá að leyfa sér þetta en fyrir Hafnfirðinga að skreppa í verslunarleiðangur í Kringluna. Því er ekki einkennilegt þótt Vestfirð- ingar.sjálfir segi: Þetta verður ekki breyting, heldur bylting. Bjartsýnin er þeim í blóð borin og því fullyrða þeir einnig að þetta verði ekki bylt- ing sem éti börnin sín, en tíminn einn sker úr um það hvort bjartsýni þeirra er byggð á sandi eða bjargi. Það er kannski engin furða að væntingar Vestfírðinga varðandi jarðgöngin séu jafn miklar og raun ber vitni. Fyrir vestan er lífið fiskur og aftur fiskur og allt snýst um fisk. Sjómannadagurinn er meira að segja eins konar þjóðhátíðardag- ur þeirra Vestfirðinga, þar sem miklu meiri hátíðarstemmning ríkir en á 17. júní, sem segir sína sögu um sérstöðu Vestfirðinga — sér- stöðu sem kann að breytast með heilsárs tengingu við umheiminn í gegnum jarðgöng. VESTUR-ÞYSK HUSTJOLD 2-3 manna kr. 29.900,- stgr 4-5 manna kr. 39.900,- stgr, Tjöld m/fortjöldum 4manna kr. 23.500 st 5 manna kr. 29.900 Vatnsþéttari - Auðveld í uppsetningu Frostþolnir- svefnpokar, kr. 4.990,- Bakpokar kr. 4.880,- Borð + 4sólar kr. 4.990,- O.fl. o.fl. Kúlutjöld m/álhúðuðum nælon himni 3-4 manna kr 7.990,- Fortjöld á hjólhýsi frá kr. 49.900,- FERÐAVORUR - TJALDAVIÐGERÐIR V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA SÍMAR19800 -13072 LEIGJUM TJALDVAGNA OG ALLAN VIÐLEGUBÚNAÐ Nú fljúgum við þrisvar í viku til Kaupmannahafnar Laugardaga Sunnudaga Þriðjudaga og eftir 7. ágúst Laugardaga Þriðjudaga Allar nánari upplýsingar veita skrifstofa SAS og ferðaskrifstofurnar. ÍÍ/ÍÍSM Laugavegi 3, sími 62 22 11 COTTfÚíKISlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.