Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 ■ . ... ■ . ' ■— ... I___:______i_ i . . . Guðrún Nikulás- dóttir - Minning Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Með þessum orðum og miklu þakklæti fyrir yndislega viðkynn- ingu vil ég kveðja tengdamóður mína, Guðrúnu Nikulásdóttur, eina af hetjum hvunndagsins, sem ól upp sex börn og kom þeim öllum til manns. Ég kynntist Gógó fyrir u.þ.b. 20 árum þegar ég kynntist manni mínum og líkaði strax vel við hana, enda ekki annað hægt með jafn jákvæða og skemmtilega mann- eskju og hún var. Maður hugsaði aldrei um aldur í sambandi við Gógó. Hún skapaði hlátur með skemmtilega sögðum sögum sínum. Það var gott að koma til Gógóar í Drápuhlíðina í blómahaf, hvort sem var inni eða úti í garðinum hennar sem hún hafði yndi af að dunda við og eyddi löngum tíma í. Þegar maður kom inn á heimili hennar fann maður strax þennan sterka og umfram allt hlýja per- sónuleika umvefja allt. Það var gott að fá Gógó í heimsókn og þeg- ar hún kom gaf hún sér tíma til að vera. Henni leið vel hjá okkur í Vestmannaeyjum og rómaði fegurð eyjanna. A endanum bar dauðinn hærri hlut. Nú er erfiður tími að baki en framundan hvíld og ró. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Gógó, af henni hef ég lært margt. Eftir situr minning- in um góða, hressa og sterka konu sem alls staðar var velkomin. Helga Jónsdóttir Mig langar til þess að skrifa nokkrar línur vegna láts móður minnar, Guðrúnar Nikulásdóttur. Nú er stundin runnin upp sem ég og móðir mín kviðum báðar. Stund- in er erfið, en um leið lausn sem ég reyni að hugga mig við. Minningarnar streyma um huga minn. Mamma lifði ekki við of mik- il efnisleg gæði, en hún breytti kofa í höll og fátæklegum mat í góð- gæti. Hún hugsaði alltaf fyrst um aðra, síðan um sig sjálfa. Ef hún átti afgang keypti hún jafnan eitt- hvað til að gleðja aðra. Éf hún vissi að okkur systkinunum leið vel og barnabörnunum líka leið henni vel. Mamma var alltaf til staðar þegar ég j>urfti á henni að halda. Ég, Hannes, Guðrún og Sigur- geir fengum öll að njóta þess hve mjög hún lét sér annt um aðra. Við viljum þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Guð blessi mömmu og taki á móti henni í eilífu ríki kærleika síns. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ÞÓRARINIM INGIBERGSSON skipstjóri, Hamragarði 9, Keflavik, lést 3. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Guðnadóttir, Anna M. Kristjánsdóttir, Ari Árnason, Guðný Kristjánsdóttir, Júlíus Guðmundsson, Ingiberg Þór Kristjánsson og barnabörn. t Bróðir okkar og frændi, KRISTINN BRYNJÓLFSSON bóndi, Gelti, Grímsnesi, er lést aðfaranótt 27. júní verður jarðsunginn frá Stóru-Borgar- kirkju föstudaginn 6. júlí kl. 14.00. Borghildur Brynjólfsdóttir, Elínborg Brynjólfsdóttir og systkinabörn. t Útför JENS HANSSONAR, Eiriksgötu 13, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. júlí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Hans Þór Jensson, Hjördis Sigurðardóttir, Sverrir Jensson, Dorothea Róbertsdóttir, Hafsteinn Jensson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, TRAUSTI SIGURLAUGSSON forstöðumaður i' Sjálfsbjörg, Skólagerði 48, Kópavogi, sem lést aðfaranótt 30. júní, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 6. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra og Landssamtök hjartasjúklinga. Fyrir- hönd móður, systkina og annarra ættingja, Helga Hermannsdóttir, Ester Traustadóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, SIGFÚSAR S. MAGNÚSSONAR fiskimatsmanns. Ásta Ásbjörnsdóttir, Sverrir Sigfússon, Baldur Sigfússon, Jóhanna Sigfúsdóttir, Magnús Sigfússon, Ásbjörn Sigfússon, Hólmfriður Sigfúsdóttir, Hólmfríður Jónasdóttir, Sólveig Þórðardóttir, Elsa Ágústsdóttir, Björn Helgi Björnsson, Auðdís Karlsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Björn Þór Egilsson Sigurður Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT GUÐNI ÓSKARSSON frá Eskifirði, Hraunbæ 110, Reykjavík, sem lést 29. júní, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudag- inn 6. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag velunnara Borg- arspítalans. Sigríður Hauksdóttir, Haukur Pétur Benediktsson, Hrefna Björk Karlsdóttir, Benedikt Benediktsson, Jónína Gunnarsdóttir, Hólmfríður K. Benediktsdóttir, Þórir Örn Ólafsson, Egill Valberg Benediktsson, Inga Jóna Traustadóttir og barnabörn. Lokað Skrifstofur, sjúkraþjálfun og sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12, verða lokaðar frá kl. 12.00 föstudaginn 6. júlí vegna jarðarfarar TRAUSTA SIGURLAUGSSONAR. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, og Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Jordan Sourtchev sýnir í Hafharborg- Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Jóna Mig langar til að kveðja vinkonu mína, Guðrúnu Nikulásdóttur, sem kvaddi þennan heim 27. júní. Það er sérstök tilfinning, að skrifa þess- ar línur héðan frá Svíþjóð, landinu sem hún dvaldi oft í og var svo hrifin af. Hér á hún bæði son og systur. Andlát hennar kom mér ekki á óvart, því hún hafði verið mikið veik. Sárast þykir mér að geta ekki kvatt hana heima. Guðrún var yndisleg manneskja, listræn og tilfinningarík kona. Þó svo að árin á milli okkar hafi verið mörg, þá var aldrei hægt að finna það. Hún var alltaf svo ung í anda og lifandi fyrir öllu. Mér finnst ég hafa misst mikið, að eiga aldrei eftir að hitta hana aftur og spjalla saman, eins og við gerðum forðum. Það er ýmislegt sem reikar um hugann þegar vinur deyr. Allar stundirnar sem við áttum saman og er söknuðurinn mikill. Við vorum búnar að láta okkur dreyma um sl. haust, þegar enginn vissi hvert stefndi, að hún kæmi hingað til okkar, og ætluðum við að gera svo margt saman. Nú er hún horfin okkur. En fyrir öllu er að nú hefur þjáður líkami hennar fengið hvíldina. Hún átti yndisleg börn og barnabörn sem voru henni allt. Ég og fjölskylda mín sendum þeim öllum samúðarkveðjur í þeirra miklu sorg. Guð veri með vinkonu minni Guðrúnu Nikluásdóttur sem var mér svo kær. Sigríður Arnadóttir BÚLGARSKI listamaðurinn Jordan Sourtchev sýnir verk sín í kaffistofu Halnarborgar, menn- ingar- og listastofnun Haftiar- fjarðar, dagana 5.-22. júlí. Jordan Sourtche fæddist árið 1961. Hann stundaði nám í lista- deild háskólans í Tarnovo í Búlg- aríu. Hann hefur haldið fimm einka- sýningar í heimalandi sínu, en sýn- ingin í Hafnarborg er sú fyrsta utan Búlgaríu og einnig fyrsta ferð listamannsins út fyrir Búlgaríu. Á sýningunni eru rúmlega 30 pennateikningar. Jordan Sourtchev mun meðan á sýningunni stendur vera á staðnum og teikna myndir af fólki ef þess er óskað. Kaffistofan í Hafnarborg er opin daglega frá klukkan 11-19. Sýning- in stendur til 22. júlí nk. Guðjón S. Sigmjóns- son - Kveðjuorð Fæddur 20. nóvember 1944 Dáinn 3. júní 1990 Okkur langar fyrir hönd útskrift- arárgangs Verslunarskóla íslands til að minnast Guðjóns Sigurjóns- sonar fararstjóra okkar á Jamaica. Þegar við hittum Guðjón fyrst í haust á Hótel Loftleiðum vakti það undrun okkar hve hlýlegar móttök- ur við fengum, okkar beið fundar- herbergi hlaðið heitu kakói og vöffl- um með ijóma. Þar virtist hann heimavanur og þekkja alla eins og alls staðar annars staðar sem hann fór. Guðjóni fylgdi mikil bjartsýni og sama hversu ófyrirleitnar spurn- ingar við létum dynja á honum svar- aði hann okkur hlýlega og með jafn- aðargeði. Guðjón náði að gera draum okkar að veruleika með því að koma okkur til paradísareyjunn- ar sinnar Jamaica. Þar sáum við Guðjón í sínu rétta Ijósi, umkringd- an innfæddum vinum sínum. Kynni okkar af honum voru stutt en lífleg, honum var ætíð mjög umhugað um velferð okkar allra og kunnum við honum okkar bestu þakkir fyrir það. Við vottum Guðrúnu móður Guðjóns og Eyþóri syni hans ásamt öðrum aðstandendum samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Ferðanefnd VÍ. 1989-1990 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðír af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 4a SIMI76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.