Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 15
t1"’r***#” MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 Byggðastofnunar eru kaupleigu- íbúðir eini möguleikinn til þess að unnt verði að snúa þeirri óheillaþró- un við, að fólk flýji landsbyggðina. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að valkostir þurfa að vera fyrir hendi í húsnæðismálum. Með kaup- leiguíbúðum gefst fólki kostur á kaupum, kaupum á hiutareigna eða leigu, allt eftir getu hvers og eins. Þeir sem eiga ekkert fjármagn, en komast í leigu í félagslegri kaup- leiguíbúð, sem er hentugasti kostur- inn, þurfa að greiða um 12 þúsund króna húsaleigu fyrir 5 milljón króna íbúð. Ef þessir leigjendur vilja eignast þessa sömu íbúð geta þeir gert það strax eða síðar, ef tekjur batna, og þá eru mánaðargreiðslur um 16 þúsund krónur. Ef þessar mánaðargreiðslur eru bornar saman við 30-40 þúsund króna húsaleigu á almennum leigumarkaði sést að með kaupleigukerfinu er fólki gert kleift að eignast íbúð á öruggan hátt, þannig skapast svigrúm til sparnaðar. M.ö.o. séreignastefnan í húsnæðismálum landsmanna hefur verið styrkt með kaupleigukerfinu. Fílabeinsturn íhaldsins Af framansögðu má ljós_ vera þversögnin í skrifum Birgis ísleifs í blaðagrein sinni. Dómur hans er að jafnaðarmenn hafi náð veruleg- um árangri í því að brjóta niður séreignastefnuna í húsnæðismálum. Þessu er þveröfugt farið. Jafnaðar- menn hafa opnað nýja valkosti í húsnæðismálum og nýjar leiðir sem bjóða fólki upp á viðráðanleg kjör til að eignast húsnæði eftir getu hvers og eins. Það sérkennilega í stefnu íhaldsins er, að þó að þeir segi að stefna þeirra byggist á frelsi fólks til að velja, þá vilja þeir ekki að fólk hafi frelsi til að velja í hús- næðismálum. Ur fílabeinsturni þeirra virðist aðeins horft til einnar áttar í húsnæðismálum, séreigna- stefnu þeirra betur settu í þjóðfélag- inu. Jóhanna Sigurðardóttir „Séreignastefnan í hús- næðismálum sem Birgir ísleifur lofar í grein sinni, og sem hann seg- ir að hafi verið eitt af séreinkennum íslensks þjóðfélags, er byggð á fölskum forsendum. Fólk hefiir verið neytt í íbúðarkaup þar sem annað hefur ekki verið í boði.“ fyrir börn, heimili og fjölskyldulíf hafa ekki einungis verið skelfilegar fyrir viðkomandi fjölskyldur, heldur einnig dýrar fyrir þjóðfélagið. Valkostir fyrir fólkið Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið í húsnæðismálum á und- anförnum þremur árum, með kaup- leiguíbúðum, húsbréfakerfinu og breytingum á félagslega hluta hús- næðislánakerfisins, hafa opnast nýir valkostir í húsnæðismálum þannig að fólk á nú möguleika á að eign- ast húsnæði án þess að veija 20-30 bestu árum ævi sinnar í skuldabasl við að koma upp þaki yfir höfuðið. Með húsbréfakerfínu er tryggt að þeir sem geta fest kaup á hús- næði á hinum fijálsa markaði, geta fengið langtímalán þegar þeim hent- ar. Biðtími er enginn, til samanburð- ar við 2ja til 3ja ára biðtíma eftir láni úr gamla biðraðakerfinu. I hús- bréfakerfinu festir fólk kaup á íbúð þegar því hentar. Aðstoð hins opin- bera hefur verið færð yfir í skatta- kerfið og þeir njóta hennar sem þurfa á henni að halda, ólíkt því sem var í gamla biðraðakerfinu þar sem allir fengu niðurgreidda vexti, hvort sem þeir þurftu á þeim að halda eða ekki. Greiðslubyrðin í húsbréfakerf- inu er lægri en í biðraðakerfinu þegar tillit er tekið til vaxtabótanna og þess að þprf fyrir skammtímalán er minni. Þannig hefur séreigna- stefnan í húsnæðismálum lands- manna verið styrkt með tilkomu húsbréfakerfisins. Alþingi samþykkti lög um kaup- leiguíbúðir á árinu 1988. Að mati Höfundur er félagsmálaráðherra. Séreignastefna íhaldsins Séreignastefnan í húsnæðismál- um sem Birgir ísleifur lofar í grein sinni, og sem hann segir að hafi verið eitt af séreinkennum íslensks þjóðfélags, er byggð á fölskum for- sendum. Fólk hefur verið neytt í íbúðarkaup þar sem annað hefur ekki verið í boði. Það hefur verið hið raunverulega séreinkenni íslensks þjóðfélags. Það er blekking að segja að sú fjölskylda sem skuld- ar nánast allt verð íbúðar sinnar eigi þá íbúð. í mörgum tilvikum er réttara að segja að skráðir íbúðar- eigendur leigi hjá skuldareigendum. Mér er stundum nær að halda að Birgir ísleifur og íhaldið lifi í einhveijum fílabeinsturni þegar þeir ræða eða skrifa um húsnæðismál. 1 kjördæmi þingmannsins, Reykjavík, hafa yfirleitt verið um 8 umsækj- endur um hverja íbúð sem úthlutað hefur verið úr félagslega húsnæði- skerfinu. Stór hluti þeirra eru ein- stæðir foreldrar með 40-60 þúsund krónur í 'laun á mánuði. Láglauna- fólk, öryrkjar, einstæðir foreldrar og aldraðir eru stórir hópar sem eiga allt sitt undir því að félagsleg- ar íbúðir séu einnig valkostur í hús- næðismálum, en framhjá því vill íhaldið greinilega líta. Láglauna- og meðaltekjufólk sem þarf að greiða 30-40 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði á enga mögu- leika á að leggja fé til hliðar til íbúð- arkaupa. Margir hafa því þurft að efitir Jóhönnu Sigurðardóttur Birgir ísleifur Gunnarsson, al- þingismaður, skrifaði grein um hús- næðismál í Morgunblaðið 28. júní síðastliðinn, þar sem hann kvað upp þann dóm að verið væri að leggja séreignastefnuna í húsnæðismálum landsmanna í rúst. Ástæðan sem Birgir ísleifur gefur sér er að fyrir þinglok voru samþykkt lög á Al- þingi sem gera ráð fyrir stórauknum hlut „félagslegra íbúða“ í húsnæðis- málum hér á landi. Félagslegt húsnæði a.m.k. ‘A af byggingarþörf Birgir Isleifur finnur því allt til foráttu í grein sinni í Morgunblaðinu að í nýju lögunum um Húsnæðis- stofnun ríkisins segi: „Stefna skal að því að byggja félagslegt húsnæði sem nemur a.m.k. einum þriðja af árlegri íbúðaþörf landsmanna og skal fjáröflun til sjóðsins _ hagað samkvæmt því.“ Ef Birgir Isleifur hefði kynnt sér húsnæðislöggjöfina betur hefði hann komist að því að þetta ákvæði hefur verið í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins frá árinu 1980. Ákvæðið er ekki nýtt og Birgir ísleifur hefur ekki lagt fram neina tillögu um lagabreytingu á þessu ákvæði í tíð sinni sem ráð- herra eða alþingismaður. Það sem er nýtt er hins vegar það, að á síðasta ári var því tak- marki laganna í fyrsta skipti náð, sem löngu var tímabært, að lánveit- ingar Byggingarsjóðs verkamanna væru þriðjungur af byggingarlánum Húsnæðisstofnunar, eða um 36%. Á þriggja ára tímabili 1988 til 1990 hafa verið heimiluð lán til 2.076 félagslegra íbúða og almennra kaupleiguíbúða, samanborið við 1.764 lán á öllu tímabilinu frá 1980 til 1987. Aukning á byggingarlán- um úr Byggingarsjóði verkamanna var um 31% að raunvirði milli ár- anna 1988 og 1989. Frá 1986 til 1989 jukust útlán Byggingarsjóðs verkamanna til félagslegra íbúða um 134% að raunvirði. Þessi aukn- ing á félagslegu húsnæði var löngu orðin tímabær, því af um 88 þúsund íbúðum í landinu eru aðeins um 7 þúsund félagslegar, eða um 8%. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall um 20-30%. kaupa íbúðir og fá allt lánað til þeirra kaupa. í sérstökum tilvikum hafa kaupendur verkamannabú- staðaíbúða getað fengið allt íbúðar- verðið lánað. Fjöldi þeirra sem hafa þurft á þessum 100% lánum að halda hefur sífellt aukist, en því miður hefur þetta í Ijölmörgum til- vikum ekki dugað til. Mörg hundruð ijölskyldur hér á landi hafa farið illa út úr þessum viðskiptum sem leitt hefur til gjaldþrota og upp- lausnar á heimilum. Er það þessi stefna í húsnæðismálum sem íhaldið vill viðhalda? Stefnubreyting í húsnæðismálum í þeim breytingum á félagslega hluta húsnæðislánakerfisins, sem Birgir Isleifur telur af hinu vonda, er lögð áhersla á að fólk eigi val um þá kosti sem í boði eru í hús- næðismálum, að fólk geti eignast eða ieigt íbúðir eftir aðstæðum hvers og eins. Auk þess nýtist það fjármagn sem varið er til félagslega húsnæðislánakerfisins betur en áður eftir lagabreytinguna. Hingað til hefur íhaldið haldið því fram að val einstaklingsins sé mikil- vægara öllu. Því hefði mátt halda að Birgir ísleifur mundi fagna því að val fólks á húsnæðismálum hefur verið aukið. Þess í stað ákallar Birg- ir ísleifur þá tíð er lágtekjufólk var neytt til að ráðast í íbúðarkaup, oft án þess að eiga minnstu möguleika á að láta kaupin ganga upp. Við þessu fólki hefur hingað til ekkert annað blasað en martröð óleysan- legrar skuldasúpu. Afleiðingar þess FRUMSYNUM STORMYNDINA LEITIN AÐ RflUÐfl OKTOBER EFTIRFORIN ER HAFIN Leikstjóri „Die Hardk‘ leiðir okkur á vit hættu og magnþrunginnar spennu í þessari stórkostlegu spennumynd sem gerð er eftir metsölubókinni SEAN C0NNERY ALEC BALDWIN Bönnuð innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Úrvals spennumynd þar sem er valinn maður í hverju rúmi. Leikstjóri er John McTiernan (Die Hard). Myndin er gerð eftir sögu Tom Clancy (Rauður stormur). Handritshöfundur er Donald Stewart (sem hlaut Óskarinn fyrir „Missing"). Leikararnir eru heldur ekki af verri endanum: Sean Connery (Unto- uchables, Indiana Jones), Alec Baldwin (Working Girl), Scott Glenn (Apocalypse Now), James Earl Jones (Coming to America), Sam Neill (A Cry in the Dark), Joss Ackland (Lethal Weapon II), Tim Curry (Clue)og Jeffrey Jones (Amadeus). __ _g - __S*. HASK0LABI0 Mikilvæg stefiiubreyt- ing í húsnæðismálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.