Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 Helgi Hálfdanarson: Tvær þrjár línur til Þorsteins Gylfasonar Kæri vinur, Þorsteinn. Er þig nú rétt einu sinni farið að langa í eitthvert árans pex? Og ætlastu til að ég sé svo ólat- ur, að ég fari að sinna því? Eitt skal ég segja þér undir eins: Þó að ég láti það eftir þér í þetta sinn að pára til þín fáeinar línur vegna sendingar þinnar í Morgun- blaðinu 28. f.m. er af og frá að ég geri það aftur. Þú lætur sem það sé skoðun mín, að bezta leiðin til að upp- ræta fátæktina sé að myrða hina fátæku. Og svo mjög er þér í mun að lúskra mér fyrir illt innræti, að þú hótar að fylkja gegn mér gjörvöllu hagfræðingaliði fjöl- skyldu þinnar. Heyrðu mig nú, Þorsteinn minn; ef við færum að jagast um þau áhrif sem rússneska byltingin 1917 hafði á stéttastríð hinna snauðu út um víða veröld, eða hvernig hún kunni að verða túlkuð eftir tvö hundruð ár, ellegar hveiju íslenzkir kreppu-kommar fengu á sínum tíma áorkað til hagsbóta allslausri alþýðu, þegar oft var ekki annarra kosta völ en að mæta miskunnarleysi hinna fijálsu þjóðfélagsafla með þeirri hörku, sem neyðin ein gat rétt- lætt, svo ekki sé minnzt á að meta það sérkennilega „jafnrétti", sem frelsi Bandaríkjamanna hefur leitt yfir þá þjóð, - hvenær held- urðu að það karp tæki enda? Skyldi ég gera mér vonir um að mér endist ellin til að sannfæra þig um hugsanlegt fánýti þess, sem þú sjálfur kallar trúaratriði jafn-heilög þér og fæðing Krists er kristnum mönnum? Ég þekki þig illa ef ég kæmist af með minna en dijúgan spöl af eilífðinni í við- bót. En ég hef hugsað mér að sólunda afganginum af ellinni á einhvern viðkunnanlegri hátt, ef verða mætti. Það fór betur, að þú varst ekki ungur eldfugl á kreppuárunum með samúðina á réttum stað í stéttabaráttu þeirra döpru daga. Ég er hræddur um að þú tækir lítið mark á orðum prédikarans, að allt hafi sinn tíma. Ætli þú gerðir ekki slagorð kreppu- komma að trúaratriðum og kall- aðir aðferðir þeirra eiga bezt við enn á vorum dögum. Svo sprækur er vígamóður þinn, að þú afneitar bæði fijáls- hyggju og félagshyggju til þess að geta höggvið á báðar hendur. Og þú klykkir út með því að skora á H.H. að leggja stjórnmálaflokk- ana niður, það muni taka hann rétta viku. Hvernig í dauðanum á að bregðast við svona löguðu gambri? Ég skal segja. þér, að greinin, sem þú vitnar til sí og æ, er býsna góð, og þú hefðir gjarnan mátt lesa hana með nokkru meiri gát en þú virðist hafa gert. Þú veist að ég ber virðingu fyrir skoðunum föður þíns og bróður. En við vitum líka, að á sviði hagfræðinnar ganga kenn- ingar út og suður, eða „þversum og krussum", eins og þú kemst að orði. Enda hygg ég að stjórn- málaafstaða flestra manna ráðist umfram allt af samúð með til- teknum stéttarhagsmunum, til hægri eða vinstri, hvað svo sem hagfræðingar reka hver ofan í annan. Og skyldi slík samúð ekki eiga að eðlilegum hætti einhvern þátt í sundurleitum kenningum hagfræðinga? Við vitum báðir, að rússneska byltingin var ekki gerð í þeim til- gangi að myrða fátæklinga. Við vitum fullvel að þar lágu að baki hugsjónir sem allt gott fólk ber fyrir bijósti. Við vitum líka, að til voru þeir, sem frá upphafi for- mæltu byltingunni vegna þess að þeir óttuðust, að- hugsjónir frönsku byltingarinnar um jafn- rétti og bræðralag kynnu loksins að verða framkvæmdar, og þar með yrði eigin hagsmunum þeirra stefnt í voða. Þess vegna urðu hrakleg örlög byltingarinnar ýms- um ærið harmsefni, en dýrleg himnasending öðrum, sem ofbauð sú tilhugsun, að byltingin hefði fengið að þróast í friði fyrir árás- um utan frá og svikum innan frá. Hveijum dettur í hug, að harðvítug hernaðaráhlaup er- lendra ríkja þegar í upphafi bylt- ingarinnar hafi verið gerð í því skyni að koma á jafnrétti í Sov- étríkjunum? Það skyldi þá vera það ,jafnrétti“ þegnanna sem keisarastjórnin ræktaði af hvað mestri umhyggju, og byltingin virtist um skeið ætla að afnema. Rússneska byltingin lenti, eins og sú franska áður, í höndum misindismanna sem sneru hug- sjónabaráttu í ægiiegan harmleik. Én frelsishugsjónin að baki frönsku byltingunni lifði af ham- farir fallöxarinnar, og sú jafnrétt- ishugsjón, sem hratt af stað bylt- ingunni í Rússlandi, lifði af þau svik sem urðu skelfilegt upphaf ógnarstjórnar þar í landi. Og hug- sjónir þessara byltinga beggja urðu undirokuðum þjóðum og stéttum út um heim aflvaki og baráttuhvöt, sem ruddi brautina stórbættum lífskjörum þeirra víða um lönd. Hvaða vit væri að neita svo augljósri staðreynd? Það veiztu, Þorsteinn, að ég mundi síðast alls skipa þér á bekk með þeim, sem dýrka frelsi vegna þess að þeir hata jafnrétti. Til- burðir þínir til að koma þessu tvennu heim og saman eru hins vegar ögn kyndugir (sbr. líking- una af jafnrétti karla og kvenna eða reiðhjólinu við Grettisgötu 42.) Jafn réttur allra til þeirra gæða, sem þjóðfélag getur veitt þegnum sínum strandar á at- hafnasemi þeirra sem heimta frelsi til að skara sérstaklega eld að sinni köku. Ef algert jafnrétti væri á annað borð hugsanlegt, hlyti það að vera á kostnað frelsis- ins, rétt eins og algert frelsi hlyti að bijóta niður jafnréttið. Af dul- arfullum ástæðum hallmælir þú þeirri von minni, að þrátt fyrir allt verði unnt að búa þessum tveimur andstæðum, frelsinu og jafnréttinu, þá sambúð, að þær veiti hvor annarri hóflegt aðhald og æskilegt svigrúm í senn og fái báðar notið sín í öruggu jafn- vægi. Þá skipan mála hélt ég að við vildum báðir kalla velferðar- þjóðfélag. En svei mér ef þú virðist ekki leggja að jöfnu jafnrétti og al- mennan kosningarétt. Þú ættir nú að vita hvað reynslan leggur þar til málanna. Er ekki almennur kosningaréttur í Bandaríkjunum? Skyldi hann eiga að tákna hið fagra og fullkomna ,jafnrétti“ þegnanna þar í landi? Ég veit að það sem þér gengur til með þessum fyrirgangi öllum er það eitt, að þig langar til að þrasa um einhvern árann. Því segi ég eins og stundum fyrr: Vendu þig af þessu uppgerðai'- ofstæki, Þorsteinn minn, og segðu heldur eitthvað skemmtilegt; það fer þér miklu betur. Svo þakka ég þér fyrir að senda mér afrit af greininni; það var höfðinglegt og þér líkt. Aldrei hefði ég haft fyrir því. Ég sendi þér kæra vin- áttukveðju. „Komum heil heim“ Átak SVFI, sem alla varðar! eftir Hannes Þ. Hafstein Það er of seint að heijast handa, þegar slys er orðið, er heilræði, sem felst í gömlum og góðum málshætti sem allir þekkja og kunna. Það er einmitt þessi sann- leikur, sem er grundvöllur fyrir öllum slysavörnum. Og þess vegna er krafan um aukið eftirlit og for- varnarstarf til að fyrirbyggja alvarlega atburði og sorgleg slys æ háværari meðal menntaðra og siðaðra þjóða. Nú í lok júnímánaðar hafa 25 einstaklingar látið lífið af slysför- um hér á landi, það sem af er þessu ári. Eru það fleiri banaslys en á sama tíma í fyrra. Eins og jafnan áður hefur umferðin krafist stærstu fórna, og í morgunsárið hinn síðasta dag júnímánaðar flytja íjölmiðlar okkur hinar óhugnanlegustu fréttir um algjöra skálmöld í umferðinni, er tengist óforsvaranlegum ölvunar- og hraðaakstri. Sérhver vegfarandi ætti að hug- leiða þessar fréttir og íhuga hvers beri að krefjast af hveijum og ein- um til þess að snúa þessari ógn- vekjandi þróun til betri vegar. Á það sérstaklega við nú, þegar í hönd fara mestu útivistar- og umferðarmánuðir ársins. Júlí og ágústmánuðir eru skv. skýrslum mestu slysamánuðir hin síðustu ár. Á árum áður var okkur að jafn- aði tamt að tengja slysin og óhöpp- in við umhleypinga útmánuða, dimmuna og drungann. En ef gjörla er að gáð þá blasa þær stað- reyndir við hin síðari ár, að ein- mitt í þeirri árstíð er við köllum sólmánuði og kennum við gróand- ann og birtuna, hafa flest slys orðið. „Auðvitað viljum við öll koma heil heim, en staðreyndirnar segja okkur annað. Sumir koma aldrei heilir heim og miklu fleiri sárir og særðir svo aldrei verð- ur um bætt.“ Akstur er dauðans alvara Þannig hljóðaði yfirskrift leið- ara eins dagblaðs á Norðurlandi á dögunum. Þar sem fjallað var af einurð og ákveðni um stöðuga aukningu umferðarslysa hér á landi og DV-leiðari flutti einnig gagnorða hugleiðingu um þann mikla vágest sem umferðin er orð- in, bæði í byggð og á vegum úti. Er nokkuð að undra þótt kvíði og áhyggjur sæki að mönnum og gæti í orðum þeirra sem af ábyrgð láta sig þessi mál varða og vilja heill og hamingju samborgaranna ávallt sem mesta. Þúsundir ferðamanna leggja leið sína út á þjóðvegina til hinna fjölmörgu staða sem íslensk nátt- úra geymir. Og því er fyllsta ástæða til að hvetja ökumenn að virða hámarkshraðann og sannar- lega ber að fagna auknu eftirliti á vegum úti í sumar, eins og boð- að hefur verið. • Það verður að leggja áherslu á að ökumenn virði settar reglur um hámarkshraða og tekið verði hart á þeim, sem þær reglur bijóta. Framúrakstur, blindhæðir, slæm aksturskilyrði að viðbættum hraðanum eru al- gengustu orsakir umferðar- slysanna. Það gagnar lítið að bæta þjóðvegina ef það verðUr til þess eins að fjölga slysum með auknum umferðarhraða, alla daga, allan ársins hring. Akstur um öræfaslóðir krefst aðgæslu Innan tíðar munu íjallvegir landsins verða opnaðir allri umferð og því munu margir leggja leið sína um öræfaslóðir. Slíkar ferðir verða æ algengari á einkabílum. Fleiri og fleiri fjallaleiðir eru færar fólksbílum i góði'i tið og fjórhjóla- drifsbílar algengari en áður var. En hætturnar eru þær sömu og áður og akstur um öræfslóðir krefst ávallt aðgæslu. Ferðamenn verða því að temja sér ákveðnar varúðarreglur og skyldur. Treystið aldrei að óreyndu að hjólför sem liggja út í straumvötn séu sönnun þess að þar sé greiðfært. Kannið vöðin og kynnið ykkur botn þeirra og straumlag. Sé straumvatn ekki vætt er það heldur ekki akfært og belgmiklir hjólbarðar undir létt- um bílum eru stórhættulegir í straumvötnum. Varúð við ár og vötn Það hefur löngum þótt íþrótt góð að renna fyrir sprettharðan fisk og fara í bátsferðir um falleg fjallavötn. En oft er það pvo að sjálfsögð aðgæsla og varúð gleym- ast í ákafa veiðimennskunnar og stundargamans. Staðhættir og aðrar aðstæður eru ekki metnar sem skyldi og því hafa alltof oft hin alvarlegustu slys af hlotist við ár og vötn. Veðráttan íslenska er umhleypingasöm og misvinda er jafnan að vænta við fjallavötnin með krappri vindbáru sem litlum og léttbyggðum bátum stafar hætta af. Það er því að mörgu að hyggja áður en ýtt er frá landi. Mér er ávallt ofarlega í sinni, þeg- ar ég hugsa til bátsferða og þess búnaðar er þeim tilheyrir hvað þessi holla íþrótt og góða skemmt- un hefur krafist stórra fórna á liðnum árum. Ymis hollráð mætti tíunda, sem þó verður ekki gert að sinni. Eitt er þó öðrum meira, látið Bakkus aldrei sitja við stjórnvöl á ykkar leiðum. Göngum vel um landið - komum heil heim í ár fögnum við norrænu um- hverfisári og á þeim vettvangi ber okkur skylda til að taka höndum saman og íhuga þá ábyrgð sem þar fellst. Frá mörgum hinna feg- urstu staða eru sagðar miður fagrar sögur um sóðaskap, spjöll á gróðri jarðar og skemmdai'verk á ýmsum hlutum. Umhverfísvernd er hugtak sem alla varðar og ver- um minnug þess að ill umgengni, trassaskapur og hirðuleysi eru augljósir slysavaldar. Göngum því vel um Iandið. Þessa dagana er að hefjast landsátak Slysavarnafélags ís- lands undir kjörorðunum „Kom- um heil heim.“ SVFÍ hvetur ykkur til átaks. Á þessum fjölþætta vettvangi þarf samstöðu og samhug fjöldans, hvers og eins einasta ferðamanns og vegfarenda. Slysavarnafélag íslands árnar ykkur góðrar ferðar, ánægjulegrar útivistar og gleðilegs sumarleyfis. Festum okkur í minni, „að vegur- inn heiman er vegurinn heim“, ef við sýnum aðgát og tillitssemi á öllum leiðum. „Komuin heil heim.“ Höfumlur er forstjóri SVFÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.