Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990
STJÖRNUSPÁ
DÝRAGLENS
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert sannfærður um ágæti eigin
skoðana núna og ættir að haga þér
í samræmi við það. Þú átt auðvelt
með að stjóma öðrum sem stendur.
Þig langar til að skemmta þér, ferð-
ast og lenda í ævintýrurru
Naut
(20. apríl - 20. maí) <rfö
Þú munt kynna þér athyglisverða
möguleika í fjármálum í dag. Þú
munt þurfa tíma fyrir sjálfan þig
og þér tekst að Ijúka ýmsu sem
•»setið hefur á hakanum um hríð.
GRETTIR
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér og samstarfsmanni tekst vel
upp í dag. Góður tími til að heim-
sækja vini. Þú fyllist efasemdum
varðandi ákveðna fjárfestingu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$8
Þú hefur möguleika á að ná góðum
árangri í dag og munt sjálfur taka
frumkvæðið. Mundu eftir mikilvæg-
um símhringingum og reyndu að
ná sambandi við þá sem hafa raun-
veruleg völd.
** Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Góður dagur til að láta sköpunarg-
áfuna njóta sín. Þú skalt ráðfæra
þig við aðra. Þér tekst að ljúka við
að skipuieggja ýmislegt sem þig
langar til að gera í sumarleyfinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. seplember)
Þú ert ef til vill að velta fyrir þér
fasteignakaupum. Sæktu um lán
núna. Annars er heimilið aðalvett-
vangur þinn sem stendur.
-----------------------------
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú skiptir kannski um skoðun á
viðskiptum sem virðast vænleg.
Góður dagur til að ræða mikilvæg
mál við náinn vandamann. Sambúð
gengur vel núna.
TOMMI OG JENNI
LJÓSKA
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hvað á að segja á spil aust-
urs eftir opnun norðurs á einum
tígli?,
Vestur gefur; allir á hættu.
Vestur
♦ 32
♦ G8654
♦ 62
♦ KD43
Spilið kom upp í undanúrslit-
um HM 1981. Sagnir voru æði
fjölbreyttar, frá borði til borðs,
og réð þar fyrsta ákvörðun aust-
urs mestu. Sumir dobluðu, aðrir
stukku í 4 spaða og enn aðrir
létu einn spaða duga. í leik Pól-
lands og Bandaríkjanna gegn
sagnir þannig:
Vestur Norður Austur Suður
Meckst Milde Rodwell Kudla
Pass 1 tígull Dobl 3 tíglar
3 hjörtu 5 tíglar 6 hjörtu Dobl
Pass Pass Pass
Tveir niður og 500 til Pólvetj-
anna. Á hinu borðinu keypti
pólska parið samninginn í 4
spöðum, sem unnust, þar eð
suður fann ekki hjartaútspilið.
Á þeim borðum þar sem aust-
ur stökk beint í 4 spaða völdu
ótrúlega margir að dobla með
spil suðurs. Sú ákvörðun er mjög
slæm af tveimur ástæðum: I
fyrsta lagi er engin trygging
fyrir því að 4 spaðar fari niður,
og í annan stað þaggar doblið
niður í makker, sem annars
myndi vaða galvaskur í 5 lauf.
Sem gefur vel, því 5 tíglar eru
borðleggjandi.
♦ G9
¥-
♦ ÁDG983
♦ Á9762
Austur
♦ ÁD107654
VÁK93
♦ -
♦ G10
Suður
♦ K8
V D1072
♦ K10754
♦ 85
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú ert sannarlega með á nótunum
núna og gerir ýmislegt sem mun
reynast þér gagnlegt síðar. Tekjurn-
ar ættu að aukast og þú skalt berj-
ast fyrir því sem þú vilt öðlast.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember) JÍ?')
Þér munu opnast leiðir til að hrinda
í framkvæmd áætlunum sem skipta
þig miklu. Gerðu þér far um að
taka frumkvæðið í ástamálunum.
Þú færð löngun til að heimsækja
einhvern sérstæðan stað í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert óvenju nákvæmur í vinnu-
brögðum núna og í dag muntu gera
ráðstafanir sem tryggja að fram-
kvæmd, sem þú hefur í huga, mun
takast vel.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Vinnan skiptir þig sem stendur
minna máli en það sem gerist í sam-
skiptum þínum við annað fólk. Þú
tekur lífínu létt í dag og getur eign-
ast marga nýja vini.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú hefur logandi áhuga á því að
klifra upp metorðastigann þessa
dagana. Þetta er góður tími til slíkra
hluta og efnahagurinn ætti að fara
að batna. Hafðu samband við þá
sem völdin hafa.
AFMÆLISBARNIÐ hefur mikla
þörf fyrir gott fjölskyldulíf og nýtur
sín vel í samvinnu við aðra. Það
hneigist til að stunda opinber störf
og er oft mikill föðurlandsvinur.
Eigi það að ná góðum árangri verð-
ur afmælisbamið að hafa unun af
því sem það er að gera. Líklegt er
að það hafi áhuga á viðskiptum jafnt
sem listum. Því tekst vel upp í störf-
um sem tengjast afþreyingu fyrir
almenning.
FERDINAND
SMÁFÓLK
Stj'órnuspána á að lesa sem
dœgradvöl., Spár af þessu tagi
byggjast ekki á fraustum grunni
visindalegrá staðreynda........
Nei, stefnuljósið mitt er ekki
bilað!
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp í frönsku
deildakeppninni í ár í viðureign
yngsta stórmeistara heims,
Frakkans Lautiers (2.500), sem
teflir fyrir Lyon, og enska alþjóða-
meistarans Hebdens (2.530),
Auxerre, sem hafði svart og átti
leik.
21. - e4! (Eitraður leikur, hvítur
má ekki Ie/fa hróknum á a5 að
komast yfír á kóngsvænginn.) 22.
Rd5 - Dh3, 23. exd4 - Bxd4,
24. Hb8 - Dxg3+, 25. Khl -
Dh3+, 26. Kgl - Dg4+, 27. Khl
- Ha8, 28. Hxa8 - Hxa8, 29.
Ddl - Dh3+, 30. Kgl - Be5,
og hvítur gaf. Þetta er löng og
glæsileg sóknarlota hjá Hebden.
Lyon sigraði örugglega í keppn:
inni, þrátt fyrir þennan skell. í.
liðinu tefldu m.a. Eistlendingurinn
Ehlvest, Svínn Ulf Andersson og
Boris Spassky. Lyon er að verða
skákhöfuðborg Evrópubandalags-
ins. Seinni hluti heimsmeistara-
einvígisins fer þar fram í haust.