Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990
23
Flokksþing sovéskra kommúnista í Moskvu:
Gorbatsjov boðar afsögn
nái hann ekki árangri
Moskvu. Reuter, dpa.
UMBÓTASINNAR sættu enn
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti slær á létta strengi með fulltrúum
á flokksþingi sovéskra kommúnista í Moskvu í gær.
harðri gagnrýni á flokksþingi
sovéskra kommúnista í Moskvu
í gær en staða Míkhaíls Gorb-
atsjovs Sovétforseta sem miðju-
manns í valdabaráttu harðlínu-
kommúnista og umbótasinna
virtist traust. Gorbatsjov lét þó
svo ummælt að hann og sam-
starfsmenn hans í Kremi segðu
af sér ef efnahagsstefna hans
bæri ekki árangur innan tveggja
ára.
„Ég tel að forystan segi af sér
verði ekki breytingar til batnaðar á
næstu tveimur árum,“ sagði Gorb-
atsjov við blaðamenn á þinginu.
Samkvæmt fréttum sovéska sjón-
varpsins átti hann aðeins við emb-
ætti flokksleiðtoga en ekki Sovét-
forseta, sem veitir honum meiri
völd. Flest bendir hins vegar til að
hann verði endurkjörinn flokksleið-
togi á þinginu í næstu viku. Margir
fulltrúar á þinginu, þar á meðal
harðlínumenn, sögðust vilja að
Gorbatsjov sæti áfram við stjórnvöl-
inn í flokknum.
Harðlínumenn veittust hins veg-
ar að bandamönnum Gorbatsjovs í
flokksforystunni. Þeir trufluðu til
að mynda hvað eftir annað miðju-
manninn Júrí Prokofíev, leiðtoga
kommúnistaflokksins í Moskvu,
með taktföstu lófaklappi er hann
ávarpaði þingið. Þeir beindu einnig
spjótum sínum að öðrum banda-
manni Sovétforsetans, Vadím
Medvedev, hugmyndafræðingi
flokksins, og gagnrýndu hann fyrir
að hafa ekki markað nógu skýra
stefnu fyrir flokkinn.
Leoníd Abalkín, varaforsætisráð-
herra og helsti efnahagssérfræðing-
ur Sovétstjórnarinnar, varaði við
því að kommúnistaflokkurinn
myndi missa völdin ef hann legðist
gegn því að komið yrði á markaðs-
hagkerfi í landinu. „Ef þið viljið að
verslanirnar fyllist af vörum, endi
verði bundinn á þessar skammar-
legu biðraðir og framtak einstak-
lingsins aukið er ekki um neitt ann-
að að velja en markaðskerfi. Flokk-.
ur sem reynir að stöðva slíka þróun
leggst um leið gegn félagslegum
framförum og verður óhjákvæmi-
lega sviptur völdum," sagði
Abalkín.
47 umbótasinnar úr röðum
stjórnmála- og menntamanna, þar
á meðal fulltrúar á flokksþinginu,
birtu í gær bréf í sovéska dagblað-
inu Komsomolskaja Pravda þar sem
þeir gagnrýndu harðlega yfirstjórn
Rauða hersins og sökuðu hana um
að hafa gengið til liðs við harðlínu-
menn og komið í veg fyrir umbætur
innan hersins. Þeir hvöttu til þess
að herinn lyti stjórn þings landsins
en ekki kommúnistaflokksins.
Mandela ræðir við Thatcher
Suður-afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela ræddi við Marg-
aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í gær og leitaðist við að
jafna ágreining þeirra varðandi efnahagslegar refsiaðgerðir gegn
suður-afrískum stjórnvöldum. Hann hvatti bresku stjórnina til að bíða
með að aflétta refsiaðgerðum í eitt til tvö ár eða þar til lögbundnum
kynþáttaaðskilnaði hefði verið aflétt í Suður-Afríku. Forsætisráðherr-
ann bauð blökkumannaleiðtoganum í heimsókn þegar hann var látinn
laus úr fangelsi í febrúar en hann frestaði henni til að sýna vanþókkn-
un sína á harðri andstöðu Thatcher við alþjóðlegar efnahagsþvinganir
og þeirri ákvörðun hennar að aflétta að hluta refsiaðgerðum Breta.
Þá lét Mandela þau orð falla í Dyflinni á mánudag að breska stjórnin
ætti að hefja viðræður við írska lýðveldisherinn, IRA, og ollu þessi
ummæli nokkrum deilum í Bretlandi. Að fundinum loknum sagði
Mandela að „enginn efaðist um heiðarleika og einlægni“ Thatcher.
BBC fullyrti að andrúmloft hefði verið hlýtt á fundinum.
Selum fjölgar
í Norðursjó
SELUM Qölgar nú á ný við strend-
ur Jótlands, Vestur-Þýskalands
og Hollands eftir að mikill Qöldi
þeirra drapst fyrir tveimur árum.
Selastofninn minnkaði um 65% á
nokkrum mánuðum fyrir u.þ.b.
tveimur árum. Ástæðan var talin
vera veirusýking en aldrei tókst þó
að staðfesta það. Fylgst er með
ástandi stofnsins í Wilhelmshaven í
Vestur-Þýskalandi. Samkvæmt Jyl-
landsposten hafa starfsmenn í Wil-
helmshaven greint fjölgun í stofnin-
um. Við talningu á síðasta ári voru
870 selir á danska hluta eftirlits-
svæðisins, 530 á verndarsvæði við
Hollandsströnd og 3.115 á vestur-
þýska hlutanum.
Selir á hinu svokallaða Vade-
havs-svæði voru friðaðir árið 1976.
Friðunin leiddi af sér u.þ.b. 16%
fjölgun á svæðinu á ári þar til veiru-
sýkingin heijaði á stofninn árið
1988.
poggen
Funahöfða 19
sími 685680
Flug og bíll
á alla vinsælustu
áfangastaði Evrópu
Lúxemborg
Verðdæmi:
Kr. 20.910 pr. mann
2 fullorðnir og 2 börn
undir 12 ára í eina viku
í Ford Sierra.
$
AMSTERDAM
Verðdæmi:
Kr. 21.780 pr. mann
2 fullorðnir og 2 börn
undir 12 ára í eina viku
í Ford Escort.
Kaupmannahöfn
Verðdæmi:
Kr. 26.700 pr. mann
2 fullorðnir og 2 börn
undir 12 ára í tvær vikur
í Ford Fiesta.
Po/ÚA,
Verðdæmi:
Kr. 30.900 pr. mann
2 fullorðnir og 2 börn
undir 12 ára í tvær vikur
í Ford Fiesta.
fmnkínxt
Verðdæmi:
Kr. 26.900 pr. mann
2 fullorðnir og 2 börn
undir 12 ára í eina viku
í Ford Fiesta.
i/
London
Verðdæmi:
Kr. 28.400 pr. mann
2 fullorðnir og 2 börn
undir 12 ára í tvær vikur
í Ford Fiesta.
Innifalið í ofangrcindum verðum er flug
og bílaleigubni með ótakmörkuðum
akstri, söluskatti og kaskótryggingu.
URVAL-UTSYN
Álfabakka 16. simi 60 30 60 og Pósthússtraeti 13, sími 26900.
Umboðsmenn um land allt