Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 33 Reikningsskil Skagstrendings hf.: „ Að fara sínar eigin leiðir“ eftir Valdimar Guðnason í nýútkomnu tímariti Fijálsrar verslunar, 5. tbl. 1990, birtist á gulu síðunum „frétt" er snertir störf undirritaðs, sem endurskoðanda Skagstrendings hf. Þar sem frétt þessi ber þess aug- ljós merki að sá er hana skrifar þekkir hvorki til starfa löggiltra endurskoðenda né til laga og reglna, sem að reikningsskilum lúta, og kýs ennfremur að fara með rangt mál, verður ekki hjá því kom- ist að svara þessu nokkrum orðum. í fréttinni er staðhæft að undir- ritaður hafi verið kærður til álits- nefndar Félags löggiltra endurskoð- enda (FLE) að því er virðist vegna þess að í ársréikningi Skagstrend- ings hf. 1988 hafi togarar félagsins verið endurmetnir þannig að bók- fært verð þeirra nam 90% af vá- tryggingarverði svo og að keyptur fiskveiðikvóti hafi verið eignfærður. Hér er hallað réttu máli, svo ekki sé meira sagt. Undirritaður hefur hvorki verið kærður til álits- nefndar FLE né hlotið vítur frá nefndinni fyrir störf sín sem endur- skoðandi Skagstrendings hf. í athugasemd frá Félagi löggiltra endurskoðenda sem birtist í Morg- unblaðinu þann 25. október sl., þar sem ijallað var um ýmis atriði er lúta að endurskoðun og reiknings- skilum fyrirtækja segir orðrétt um þetta mál: „Mikið hefur verið gert úr um- ræðu sem átti sér stað innan FLE um eignfærslu fiskiskipa í ársreikn- ingum á síðastliðnum vetri. Hefur því verið haldið fram að af þessu tilefni hafí félagið samþykkt vítur á félagsmann fyrir að beita ekki viðteknum reikningsskilavenjum. Okkur er bæði ljúft og skylt að leið- rétta þetta og lýsa því yfir að hér er farið rangt með mál, engin fé- lagsmanna hefur verið víttur. Hér var um að ræða eðlileg skoðana- skipti á faglegum grundvelli vegna mismunandi sjónarmiða um með- ferð þessara eigna í reikningsskil- um. Var álitaefnið hvort heimilt væri að færa skipin til eignar á verði, sem ákvarðaðist sem hlutfall af vátryggingai’verði þeirra í því skyni að nálgast betur meint mark- aðsverð þeirra en hin hefðbundna endurmatsregla hefði gert. Af hálfu félagsins var látið í ljós það álit og mótuð sú stefna að fagleg umræða verði að eiga sér stað innan félags- ins áður en breyttum reiknings- skilareglum sé beitt.“ Eins og þarna kemur fram var í þessu tilviki aðeins um að ræða Valdimar Guðnason skoðanaskiptí á faglegum grund- velli, sem urðu til þess að Félag löggiltra endurskoðenda markaði ofangreinda stefnu varðandi breytt- ar reikningsskilareglur og er það vel. í „frétt“ Fijálsrar verslunar er því slegið fram að undirritaður hafí að engu framangreinda ályktun álitsnefndar FLE þar sem endur- matsaðferð Skagstrendings hf. hafi ekki verið breytt í ársreikningi fé- lagsins 1989. í þessu felst mikil vanþekking á störfum og stöðu löggiltra endur- skoðenda svo og ákvæðum hlutafé- lagalaga og bókhaldslaga er að reikningsskilum lúta. Samkvæmt lögum eru það stjórnendur hlutafé- laga sem bera ábyrgð á gerð árs- reikninga og taka endanlegar ákvarðanir um gerð þeirra. Sjónar- mið endurskoðanda og stjórnenda hlutafélags geta stangast á í sam- bandi við endaniega gerð ársreikn- inga, en endurskoðendur verða að virða skoðanir og sjónarmið stjórn- enda, séu þau innan ramma laga og regla sem um reikningsskil gilda. Endurmatsaðferð sú er beitt er við togara Skagstrendings var fyrst tekin upp í ársreikningi félagsins 1982 og hefur verið beitt óbreyttri æ síðan. Jafnan hefur verið gerð nákvæm grein fyrir þessu endur- mati í reikningsskilum félagsins svo og í umfjöllun um ársreikning á aðalfundum þess. Stjórnendum félagsins þótti ekki ástæða til þess að breyta um endur- matsaðferð í ársreikningi 1989, þrátt fyrir framangreinda niður- stöðu álitsnefndar FLE, enda telja þeir sig ekki bundna af henni. Undirritaður áritaði ársreikning Skagstrendings hf. með hefðbund- inni fyrirvaralausri endurskoðun- aráritun þar sem m.a. er vísað til góðra reikningsskilavenja. Styðst sú tilvísun m.a. við alþjóðlega reikn- ingsskilastaðla og ákvæði 4 mgr. 97 gr. hlutafélagalaganna, þar sem segir að enduiTnat fastafjármuna sé heimilt, ef raunvirði þeirra er verulega hærra en bókfært verð. í „frétt" Fijálsrar verslunar er einnig gert að umtalsefni að keypt- ur fiskveiðikvóti hafi verið eign- færður. í reikningsskilum Skag- strendings hf. er gerður greinar- munur á því hvort um er að ræða fiskveiðikvóta sem keyptur er til eins árs eða fiskveiðikvóta sem nýtist til frambúðar. í fyrrnefnda tilvikinu er keyptur kvóti gjaldfærður á viðkomandi reikningsári, en í því síðara er kvót- inn eignfærður við kaup og afskrif- aður um 20% á ári, þ.e. gjaldfærður á fimm árum. Eignfærsla framtíðarkvóta átti sér fyrst stað í ársreikningi Skag- strendings hf. 1988. Þá voru í gildi núgildandi lög um stjórnun fisk- veiða (lög nr. 3/1988). Lög þessi gildatil ársloka 1990 svo sem kunn- ugt er. Þrátt fyrir að svo væri var það mat stjórnenda Skagstrendings hf. við gerð ársreiknings 1988 að ástæðulaust væri að gjaldfæra keyptan framtíðarkvóta á skemmri tíma en 5 árum. Studdist það mat m.a. við almenna umræðu í þjóðfé- laginu um framtíðarskipan fisk- veiða þ.e.a.s. að aflakvótar þeir er útgerðir fiskiskipa hefðu áunnið sér eða keypt frá öðrum yrðu áfram um ófyrirsjáanlega fraintíð talin til- heyra viðkomandi fiskiskipum. Ný- sett lög (lög nr. 38/1990) um skip- an þessara mála eru staðfesting á því að þetta mat stjórnenda Skag- strendings hf. várirétt, en heimild til eignfærslu er að finna í 97. gr. laga um hlutafélög. Að sjálfsögðu hefur verið gerð nákvæm grein fyr- ir meðferð þessa liðar í reiknings- skilum félagsins, bæði í efnahags- reikningi svo og í skýringum. Ég vil að lokum benda óupplýst- um „fréttamanni" Fijálsrar versl- unar á að leita leiðsagnar ritstjór- ans við umfjöllun um reikningsskil fyrirtækja og störf löggiltra endur- skoðenda. Þar sem ritstjórinn hefur áður starfað sem löggiltur endur- skoðandi ætti honum að vera kunn- ugt um þau lög og reglur sem um störf endurskoðenda gilda. Höfundur er löggiltur endurskodandi. EKKI PRÍLA! NOTAÐU BELDRAY Álstigarnir og tröppumar frá Beidray eru viðurkennd bresk gæðavara - öryggisprófuð og samþykkt afþariendum yfir- völdum. Beldray er rétta svarið við vinnuna, í sumarbústaðnum og á heimilinu. Verðið er ótrúlega hagstætt - gerðu hiklaust samanburð. Beldray fæst i byggingavöruverslunum og kaupfélögum um land allt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020 64.5cm KQc® „lC^cm B2.0cm I54,5cm l77.0cm Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! HRAÐLESTRAR- NÁMSKEID Sumarnámskeið í hraðlestri hefst miðvikudaginn 18. júlí nk. Skráning alla daga í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN M ______________TOflRfi__________ Ekki eyða sumarfríinu á salerninu, taktu Symbioplex með í fríið! Með breyttum matarvenjum sem oft fylgja ferðalögum getur meltingin farið illilega úr skorðum. SYMBIOPLEX sem er blanda frost- þurrkaðra meltingargerla, byggir upp heil- brigða þarmaflóru og stuðlar að bættri melt- ingu. Virkar og er fyrirbyggjandi gegn harð- lífi, uppþembu, andremmu og niðurgangi. SYMBIOPLEX - góður ferðafélagi Fæst í apótekum og í verslun okkar. SKEIFAN 19 • StMI: 681717 • 4r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.