Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990
Sex öryggis-
verðir ráðn-
ir í Leifsstöð
SEX hús- og öryggisverðir verða
ráðnir í flugstöð Leifs Eiríksson-
ar seinna í þessum mánuði. Eng-
ir slíkir verðir eru nú á svæðinu
en starf öryggisvarðanna mun
felast í gæslu innan húss, sem
og á bílastæðum og flugbrautum.
Hafa stöðurnar verið auglýstar
og á milli 80 og 100 manns sótt
um þær.
„Þetta hefur staðið lengi til og
það hefur sýnt sig að full þörf er
á vörslu. Eitthvað hefur verið um
að brotist hafí verið inn í bfla og
svo er nauðsynlegt að hafa eftirlit
með tölvubúnaði hússins sem er
mjög fiókinn. Þá munu verðirnir sjá
til þess að reykingabanni verði
framfylgt," sagði Pétur Guðmunds-
son, flugvallarstjóri í Leifsstöð.
Sagði hann ætlunina að öryggis-
gæslan yrði áþekk gæslunni í
Kringlunni nema hvað verðirnir
munu vinna á sólarhringsvöktum.
Þotukaup Atlanta;
Samningar
um flármögn-
un í sjónmáli
ÞOTAN sem flugfélagið Atlanta
hf. keypti af ríkisábyrgðarsjóði
gæti flogið af landi brott næst-
komandi miðvikudag. Að sögn
Arngríms Jóhannssonar eiganda
Atlanta koma fulltrúar Qármögn-
unaríyrirtækis þotunnar til
landsins um helgina. Tekist hefúr
að vinna gögn um viðhald henn-
ar, sem talið er að íúllnægi skil-
yrðum sem sett voru um veðhæfi.
Ríkisábyrgðarsjóður leysti til sín
þotuna, sem er af gerðinni Boeing
737-200, frá Arnarflugi á síðasta
ári. Vélin var mánuðum saman á
söluskrá og gekk undir nafninu
„þjóðarþotan" áður en yfír lauk.
Snemma á þessu ári samdi Arn-
grímur Jóhannsson við fjármálaráð-
herra um kaup á þotunni.
Eftir að samningar náðust kom
babb í bátinn, því bandarískt fjár-
mögnunarfyrirtæki sem Atlanta
átti viðskipti við krafðist gagna um
viðhald þotunnar sem fundust ekki.
Nú er annað íjármögnunarfyrirtæki
komið til skjalanna sem gerir aðrar
kröfur en bandaríska flugmála-
stjórnin. Vonast Arngrímur því til
að samningar náist um helgina með
þeim gögnum sem fyrir hendi eru.
Gangi allt að óskum verður vél-
inni flogið tii Manchester á Eng-
iandi. Þar fer fram endumýjum á
hnoðum í byrðingi hennar. Þessi
viðgerð hefur verið gerð að skiiyrði
á þotum þessarar tegundar eftir að
gat rifnaði á bol farþegavélar frá
Aloha-flugfélaginu á Hawaii fyrir
þremur árum.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Skautahjólá Ijarnarbakka
Stigin hjólabretti eru nýjasta fyrirbærið á sviði hjólabretta og
þar með eru gömlu pedalarnir aftur komnir í notkun með nýju
sniði. llnga fólkið lætur ekki sitt eftir liggja við að reyna nýjun-
garnar.
Skrífstofiivélar - Gísli
J. Johnsen gjaldþrota
HLUTAFÉLAGIÐ Skrifstofúvélar-Gísli J. Johnsen var tekið til
gjaldþrotaskipta síðdegis í gær, að ósk aðaleigenda þess, Erlings
Asgeirssonar og Gunnars Olafssonar. Fyrirtækið, sem hefúr um
70 starfsmenn og hafði einkasöluleyfi fyrir IBM/PS tölvur, auk
fjölda annarra umboða á sviði skrifstofú- og skrifvélatækni, verður
rekið áfram um sinn á ábyrgð þrotabúsins, sem Sigurmar K. Al-
bertsson hrl, veitir forstöðu til bráðabirgða.
Ekki náðist í eigendur og fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins í gær
og bústjóri hafði ekki handbærar
upplýsingar um afkomu og efna-
hagsstöðu fyrirtækisins á síðasta
uppgjörstímabili eða helstu lánar-
drottna, að þvi undanskildu að
meðal þeirra munu vera fyrri eig-
endur Skrifstofuvéla, vegna kaup-
samnings aðilanna. Fyrirtækið
mun hafa staðið skil á launa-
greiðslum.
Gísli J. Johnsen sf. keypti Skrif-
stofuvélar hf. í október 1987 og
skömmu síðar var rekstur fyrir-
tækjanna sameinaður. Fyrirtækið
hefur verið meðal umsvifamestu
fyrirtækja á sínu sviði og auk sölu
og þjónustu fyrir IBM notendur,
hefur það haft umboð fyrir Silver
Reed, Rank-Xerox, Microsoft og
fleiri þekkt vörumerki. Þessi er-
lendu viðskiptasambönd telur Sig-
urmar K. Albertsson bústjóri með-
al helstu eigna þrotabúsins og að
hans sögn byggist ákvörðun um
að reka fyrirtækið áfram á því að
með því að selja rekstur þess í
heilu lagi sé hagsmunum lánar-
drottna best borgið.
Landsmót hestamanna á Vindheimamelum:
Dimma o g Rúna í
efsta sæti í B-flokki
DIMMA 6545 frá Gunnarsholti
hlaut einkunnina 8,92 og er efst
í B-flokki gæðinga á Landsmót-
inu á Vindheimamelum. Knapi
á Dimmu er Rúna Einarsdóttir,
Hestamannafélaginu Geysi en
eigandi er Sveinn Runólfsson í
Gunnarsholti. Dimma var þriðja
síðust í dóm af 78 hestum.
í öðru sæti með 8,84 varð Kjarni
frá Egilsstöðum, knapi Sævar
Haraldsson, þriðji með 8,81 Kraki
frá Helgastöðum I, knapi Unn
Kroghen. í fjórða sæti með 8,67
urðu Pjakkur frá Torfunesi og
Ragnar Ólafsson. Jafnir í 5.-6.
25% umsókna í húsbréfa-
kerfi leiðir til íbúðakaupa
UM helmingur af útgefinni Qár-
hæð fasteignaveðbréfa hefiir
ekki leitað út á markaðinn.
Húsbréf hafa með öðrum orðum
verið notuð til að greiða skamm-
tímalán í bönkum og lán lífeyris-
sjóða og þannig aukið ráðstöf-
unarfé banka og lífeyrissjóða.
25% af umsóknum Ieiða til
íbúðakaupa. Þetta kemur fram
í skýrslu nefndar sem félags-
málaráðherra skipaði í mars
síðastliðnum til að gera úttekt
á stöðu Byggingarsjóðs ríkisins.
Húsbréfadeild hefur borist rúm-
lega 2.000 umsóknir og hafa 1203
umsóknir hlotið umsögn. 345 íbúð-
ir hafa verið seldar í húsbréfakerf-
inu og hefur fasteignaveðbréfum
Virkjanaframkvæmdir vegna álvers:
Býst við undirbúningi vegna
Fljótsdalsvirkjunar í sumar
- segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra
IÐNAÐARRÁÐHERRA segist eiga von á, að undirbúningur virkjana-
framkvæmda vegna raforkusölu til álvers Atlantsálfyrirtækjanna
hefiist í sumar og haust. Er það í samræmi við heimild Alþingis um
að verja allt að 300 milljónum króna á árinu í því skyni.
Að sögn iðnaðarráðherra var
gengið frá ýmsum tæknilegum at-
riðum og afhendingarskilmálum
varðandi raforkukaup til álvers í
þeim viðræðum, sem áttu sér stað
í lok júní. Hins vegar eigi eftir að
ná samningum um raforkuverðið
sjálft og afslátt í 'upphafi. Niður-
staða hvað það varðar muni ekki
liggja fyrir fyrr en í haust.
Alþingi samþykkti í vor almenna
heimild til að veija í ár allt að 300
milljónum króna til undirbúnings-
framkvæmda vegna virkjana. Iðn-
aðarráðherra segir, að hann hafí
nýlega gert Landsvirkjun grein fyr-
ir stöðu viðræðnanna og stofnunin
sé nú að meta í ljósi þess, hvaða
framkvæmdir séu nauðsynlegar á
næstu mánuðum. Segist hann eiga
von á að þessar framkvæmdir hefj-
ist í sumar og haust, fyrst og fremst
við Fljótsdalsvirkjun. Hins vegar
verði ekki meira fé varið til þeirra
en nauðsyn beri til þannig að hægt
verði að afhenda orku til álvers á
tilsettum tíma, ef af samningum
verður.
fyrir um 800 milljónir kr. verið
skipt fyrir húsbréf af þeim tveimur
milljörðum sem hleypt var af stað
í þessum lánaflokki.
í skýrslunni segir að um 25%
af umsóknum hafi leitt af sér
íbúðakaup en aðrir umsækjendur
séu að fá greiðslugetu sína metna.
Um helmingur af útgefínni fjár-
hæð fasteignaveðbréfa hefur ekki
leitað út á markaðinn og hafa
húsbréf verið notuð til að greiða
skammtímalán í bönkum og lán
lífeyrissjóða. Útistandandi
skammtímalán í bönkum til íbúð-
arkaupenda eru um 10 milljarðar
króna og lán lífeyrissjóða til sjóðs-
félaga sinna sem að mestu eru til
húsnæðismála eru um 27 milljarð-
ar króna. Með húsbréfakerfinu
hafa íbúðarkaupendur fengið
svigrúm til að grynnka á
skammtímaskuldum.
Afföll í húsbréfakerfinu eru um
9,6%, sem er svipað eða minna en
ávallt hefur tíðkast af útborgun í
lánakerfmu frá 1986.
í skýrslu nefndarinnar er borin
saman greiðslubyrði í húsbréfa-
kerfinu annars vegar og í lána-
kerfinu frá 1986 hins vegar. Tekið
er dæmi um íbúðarkaup fyrir 7
milljónir kr. og eigið fé kaupanda
upp á tvær milljónir kr. Mánaðar-
leg greiðslubyrði 1.-5. árið er í
húsbréfakerfinu um' 39.000 kr. en
fyrir 1. ibúð í gamla kerfinu um
55.000 kr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dimma og Rúna Einarsdóttir
skutust í efsta sætið á síðustu
stundu í forkeppninni í gær.
sæti með 8,61 urðu Frúar-Jarpur
frá Grund, knapi Halldór Svansson
og Ögri frá Strönd, knapi Þorvald-
ur Sveinsson. Vignir frá Hala sem
Sigurbjörn Bárðarson sat og Gola
frá Gerðum, knapi Örn Karlsson
urðu jöfn í 7.-8. sæti með 8,56.
Háleggur frá_ Kjartansstaðakoti,
knapi Jens Óli Jespersen, varð
níundi með 8,54. Tíundi með 8,52
varð Bylur frá Bringu, knapi Birg-
ir Ámason.
Kynbótahross voru dæmd á
nýjum velli sem byggður var fyrir
mótið. Voru tjörutíu stóðhestar
leiddir fyrir dómnefndina og tutt-
ugu hryssur.
í gær voru um 4.000 manns á
Vindheimamelum í fremur köldu
veðri og strekkingi.
í dag fer fram keppni í A-flokki
gæðinga, eldri flokki unglinga og
úrvalstöltara. Auk þess verða kyn-
bótahryssur dæmdar.
Verðlækkun
á blómum
ÍSLENSKIR blómaframleiðend-
ur standa nú fyrir verðlækkun
á tilbúnum blómvöndum í sam-
ráði við blómakaupmenn um
land allt, og nemur lækkunin
allt að 35% frá smásöluverði.
Blómaframleiðsla er nú í hám-
arki, óg er þetta er annað árið í
röð sem Blómamiðstöðin hf., dreif-
ingarmiðstöð blómaframleiðenda,
stendur fyrir söluátaki af þessu
tagi. Verðlækkunin tekur til
ýmissa gerða afskorinna blóma í
tilbúnum neytendapakkningum,
og er reiknað með að hún standi
í um það bil þrjá mánuði.