Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JUU 1990
38
Þvottavélar
Uppþvottavélar
Örbylgjuofnar
Gœfiatœki fyrir
þig og þína!
SMrTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
ffclK í
fióltuni
i\\ii\i;ki ihk;i\
íhugunartækni Maharishi, INNHVERF ÍHUGUN,
er stunduð af um 3 milljónum manna um allan
heim. Engin önnur aðferð hefur verið rannsökuð
jafn itarlega. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og
stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi.
Kynningarfyrirlestur í kvöld, fimmtudag,
í ÁSMUNDARSAL v/ Freyjugötu kl. 20.30.
Aðgangur ókeypis. Upplýsingar í síma 16662.
islenska íhugunarfélagið
HEIMSOKN
Heim í
gamla hóp-
inn minn
Heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir,“ gáeti
þessi mynd heitið en hér er Lúðvík
Kristjánsson, fræðimaður og rit-
höfundur, í stuttri heimsókn til
Stykkishólms. Hann skoðaði nýju
kirkjuna ásamt vini sínum, Jó-
hanni Rafnssyni. Lúðvík er fæddur
hér í Stykkishólmi.
- Árni
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Birgir H. Pálmason og starfsmenn hans á sprautuverkstæðinu af-
henda firamkæmdastjóra SBK bifreiðina Ö-109 eftir meiriháttar end-
urnýjun sem tók 4 mánuði. Á myndinni eru frá hægri til vinstri:
Steindór Sigurðsson framkvæmdastjóri, Elís Guðmundsson, Birgir
H. Pálmason og Kristinn ísaksen.
BÆTT UTLIT
Maharishi Mahesh Yogi
Lúðvík Kristjánsson og Jóhann Rafnsson.
Sérleyfisbifreiðarn-
ar endumýjaðar
Morgunblaðið/Árni Helgason
Bifreiðafloti sérleyfisbifreiða
Keflavíkur hefur tekið miklum
útlitsbreytingum á liðnu ári eftir
að fyrirtæki Styindórs
Sigurðssonar og SBK voru
sameinuð. Stöðugt hefur verið
unnið að bættu útliti bifreiðanna
sem flestar eru orðnar nokkurra
ára gamlar.
Nú háfa 6 bílar verið
heilsprautaðir og er flotinn að
verða hinn glæsilegasti. Fyrir
nokkram dögum kom Ö-109 sem
er af tegundinni Scania Vabis
árgerð 1981 útaf
sprautuverkstæðinu eftir 4
mánaða yfirhalningu. Vél, girkassi
og drif voru yfirfarin svo og
undirvagn, en mesta vinnan var
við yfirbyggingu sem var orðin
ansi illa farin. Verkið var unnið á
bifreiðaverkstæði bæjarins sem
sér um viðhald á bifreiðum SBK.
BB
Einar Madsen yfirforingi
HJALRÆÐIS-
HERINN
Yfirforingi
lætur af
störfiim
Einar Madsen, foringi í Hjálp-
ræðishernum, sem er yfir-
maður hersins í Færeyjum, ís-
landi og Noregi, lætur af störfum
í haust. Eva Burrows hershöfð-
ingi í höfuðstöðvunum í London
skipar mann í hans stað.
Madsen hefur verið æðsti mað-
ur Hjálpræðishersins í þessum
hluta heims síðan 1. nóvember
1985. Eins og segir í norska blað-
inu Aftenposten njóta samtökin
sem hann stjórnar mikillar virð-
ingar. Þúsundir manna fá á ári
hveiju hjálp frá hernum, bæði
andlega og líkamlega.
Hinum fráfarandi foringja er
lýst sem lágmætlum og auðmjúk-
um. Hann er fæddur inn í hreyf-
inguna og ólst upp innan henn-
ar. Foreldrar hans voru bæði virk
í Hjálpræðishernum í Björgvin í
Noregi. Konu sína Bergljot fann
hann einnig í röðum hermanna
og eiga þau son og dóttur. Er
sonurinn virkur í hernum, kona
hans og tvö börn, þannig að í
fjóra ættliði hefur fjölskylda
Madsens látið þar að sér kveða
og ræktað anda sinn í kristilegu
starfí.
Samstarfsmenn Madsens bera
góðan hug til hans og sjálfur
hefur hann helgað hernum alla
krafta sína og á sér engin áhuga-
mál utan hans. Hann er í forystu
fyrir mikilli starfsemi en fær
ekki sömu veraldlegu umbun og
þeir sem stjórna stórrekstri í at-
vinnulífinu. Hann og kona hans
hafa samtals 170.000 NKR í
árslaun eða tæplega 1,7 milljónir
IKR. Madsen er æðsti yfirmaður
600 foringja, 10.000 hermanna
og 40.000 félagsmanna. Félags-
lega þjónustan ein veltir um 2Ö0
milljónum NKR á ári eða tveimur
milljörðum ÍKR.
KONGALIF
Prinsar
njóta
móður-
ástar
Ensku prinsarnir
Vilhjálmur og Harrý hafa
eflaust fengið að reyna að það
getur verið erfitt að eiga
mömmu sem þarf að sinna
tímafrekum skyldustörfum. En
þegar hún kemur heim eftir
langar fjarvistir er hver stund
dýrmæt og gott að hjúfra sig
að henni.
» -v'
A