Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 Sumarferð Varðar í Landmannalaugar SUMARFERÐ Varðar verður Höskuldur Jónsson, formaður farin í Landmannalaugar laugar- daginn 14. júli næstkomandi. Aðalfararstjóri í ferðinni verður 5. umferð millisvæða- mótsins í Manila: Islendingun- um vegnaði vel Manila. Frá Karli Þorsteins. JÓHANNI Hjartarsyni og Mar- geiri Péturssyni gekk vel í fimmtu umferð millisvæðamótsins í Man- ila. Jóhann lagði að velli alþjóð- lega meistarann Sunye-Neto frá Brasilíu í tæpum 30 leikjum, en skák Margeirs við Rechlis fór í bið eftir rúma 60 leiki. Margeir er peði yfir í hróksendatafli og hefur góða vinningsmöguleika. Að loknum fimm umferðum á mótinu er stórmeistaramir Portisch, Sax, Gelfand og Ivanchuk efstir og jafnir með 4 vinninga. Margeir er með 2 vinninga og vænlega biðskák, en Jóhann hefur tvo vinninga. Sjötta umferð verður tefld í dag, fímmtu- dag. Ferðafélags Islands. Sumarferð Varðar er dagsferð. Lagt verður upp frá Sjálfstæðishús- inu Valhöll við Háaleitisbraut kl. 8 um morguninn og verður ekið sem leið liggur upp í Þjórsárdal. Fyrsti áningarstaður verður félagsheimilið Árnes, þar sem Davíð Oddsson, borgarstjóri og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, mun ávarpa ferða- langa. Frá Árnesi verður ekið upp í Landmannalaugar, sem verður að- aláningarstaður ferðarinnar. Þar verður snæddur hádegisverður og formaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson, flytur ávarp. Ef færð leyfir verður ekið til baka um Dómadalsleið og áð að lokum í Galtalækjarskógi. Aðalfararstjóri í ferðinni verður Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafé- lags íslands, og mun hann lýsa stað- háttum og segja frá ýmsu forvitni- legu. Miðasala fyrir sumarferð Varðar fer fram í Valhöll, auk þess sem þar eru veittar nánari upplýsingar. Miðaverð fyrir fullorðna er kr. 1.800, fyrir böm 5 til 14 ára kr. 700 en böm undir 5 ára aldri fá ókeypis. (Fréttatilkynning) Rut Ingólfsdóttir Hörður Áskelsson Þingeyrakirkja: Tónleikar Rutar Ing- ólfsdóttur og Harðar Askelssonar á morgun TÓNLEIKAR verða í Þingeyrakirkju í A-Húnavatnssýslu á föstudags- kvöldið kl. 21. Þar koma fram Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Hörð- ur Áskelsson orgelleikari. Flylja þau verk eftir Bach og Handel auk annarra. Þau kynna jafnframt tónlistina og hljóðfærin. Á síðastliðnum vetri fóru Rut Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson um uppsveitir Árnessýslu og efndu til tónleika og kynningar í flestum kirkjum og skólum. Verður dagskrá tónleikanna að Þingeymm með svipuðu sniði. Þau ferðast með pípu- orgel sem nýlega var keypt til Skál- holtskirkju til notkunar þar og í fleiri kirkjum í Skálholtsprestakalli. Hljómburður er talinn mjög góð- ur í Þingeyrakirkju en hún er talin meðal fegurstu kirkna landsins. Tónleikamir á föstudagskvöld eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Stöð 2: Opnunargj aldið til að vega upp á móti kostnaði BIRNA Einarsdóttir, markaðsstóri Stöðvar 2, segir að 500 kr. opnun- argjald hjá þeim áskrifcndum stöðvarinnar, sem fella niður áskrifl eftir 1. júlí og vilja síðan gerast áskrifendur á nýjan leik, sé tilkom- ið vegna mikils kostnaðar við innheimtu hjá þeim. „Það fylgir því töluverður kostn- aður fyrir okkur að vera að inn- heimta hjá þeim áskrifendum sem ekki gréiða okkur mánaðarlega, en við þurfum að senda þeim gíróseðil og einnig Sjónvarpsvísi. Við ætlum þess vegna að láta hvem þann áskrifanda sem veldur þessum kostnaði bera hann í stað þess að þurfa að draga úr dagskránni gagn- vart hinum,“ sagði Birna. Sungið af innlifun við varðeldinn. Landsmótið á Úlfljótsvatni: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Skátarósin blómstrar í blíðunni Um 2000 manns við Undralandsvarðeldinn í gærkvöldi Selfossi. NÁLÆGT tvö þúsund manns komu saman við Undralands- varðeldinn á Úlfljótsvatni í gær- kvöldi. Skátaflokkarnir gengu í röðum undir blaktandi fánum frá tjaldbúðunum og röðuðu sér í brekkuna og í lokin var hún þéttsetin. Það var góð stemmn- ing og hraustlega tekið undir söng og aðra skemmtan sem fram fór á þar til gerðum palli. Hrópin og söngurinn heyrðust langt að og ■ á stundum gekk brekkan í bylgjum. Skemmtiatriðin við varðeldinn voru með ýmsu móti og flutt á mörgum tungumálum. Öll áttu þau það sameiginlegt að gera ráð fyrir virkni áheyrendanna sem voni vel með á nótunum enda skátar þekkt- ir fyrir að kunna að skemmta sér við varðeld. Við varðeldinn voru veitt verð- laun fyrir besta þorpið þann daginn og upp kom þorp Drottningarinn- ar. Tjaldbúðaverðlaun hlutu Kópar úr Kópavogi úr þorpi Kattarins. Það er keppikefli fyrir þorpsbúana að fá slíka viðurkenningu því hún nær til allra og sýnir vel hversu samhentir íbúamir eru við afi halda öllu í horfinu. Allt í röð og reglu Það er ekkert verið að gaufa við að koma sér á fætur og til starfa eftir að ræst hefur verið. Áður en við er litið eru svefnpokamir komn- ir út úr tjaldinu og á þar til gert hengi. Allt er í röð og reglu í tjöld- unum því á hveijum morgni fer fram tjaldskoðun áður en haldið er til verkefna dagsins. Skátafélagið Klakkur frá Akur- eyri heldur þeirri reglu að fram- kvæma tjaldskoðun á hveijum morgni áður en athöfn er við fána- stöngina á miðju svæði félagsins innan þorps Drottningarinnar. Skátamir, sem eru 120 frá Akur- u Á fullri ferð í rennibrautinni. eyri, standa teinréttir við tjöldin og heilsa foringjunum þegar þeir framkvæma skoðunina og raða sér síðan í hring í kringum fánastöng- ina og heilsa fánanum þegar hann hefu.r verið dreginn að húni. Síðan er ábendingum komið á framfæri og tekið við spurningum áður en hópurinn tvístrast. I gærmorgun fengu Gaulveij- arnir í Akureyrarhópnum viður- kenningu fyrir bestu tjaldbúðina. Þeim kom saman um að það væri ekki nóg að tjaldbúðirnar væru góðar heldur yrðu auðu svæðin að vera það líka. Þeim félögum kom einnig saman um að það væri ekki svo erfitt að fá verðlaun ef sveitar- foringinn væri góður. Og auðvitað voru þeir sammála um að það væri alveg frábært að vera á Landsmót- inu, það hefðu allir af því gagn og gaman. Líf og Qör í vatnalandi „Það er skemmtilegast í vatna- landinu,“ sögðu stelpurnar í Vofun- um frá Akureyri. Og það var ekki Það þarf lagni í brettahlaupi. um að villast að þar var hægt að fá útrás fyrir athafnaþörfina. Á vatnsbakkanum er stór rennibraut sem skilar viðkomandi út í vatnið og á bólakaf. Bátar dóla um, ára- bátar og mótorbátar. Þá var hægt að spreyta sig á því að ganga yfir vatnið á kaðlabrú og reyna að standa á seglbretti. Mótshaldið gengur. í alla staði vel og ekkert óleysanlegt hefur komið upp. Sólskinið og lognið á mótssvæðinu gerir að verkum að skátarósin springur út og er í full- um blóma þessa dágana á Úlfljóts- vatni. Það þarf ekki annað en líta í augu þeirra fjölmörgu sem eru á leið um mótssvæðið að sinna verk- efnum, nú eða bara að láta sér líða vel. „Kvöldin eru ógleymanleg. Það var dýrðleg stemmning í gærkvöldi eftir varðeldinn, mikið sungið og t.rallað," sagði Ingibjörg Jónsdóttir í mótsstjórninni. „Hér hnýtir fólk vináttubönd milli landa og lands- hluta.“ — Sig. Jóns. Það var vel mætt við Undralandsvarðeldinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.