Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990
Kýpur sækir um aðild
að Ewópubandalaginu
Brussel. Reuter.
KÝPUR sótti um inngöngu í Evrópubandalagið í gær en utanríkis-
ráðherra iandsins, George Iacovou, viðurkenndi að skipting eyjar-
innar og deilur milli grískra og tyrkneskra Kýpurbúa gætu komið
í veg fyrir inngöngu. Talsmaður Miðjarðarhafseyjarinnar Möltu
tilkynnti í Brussel í gær að Malta myndi einnig sækja um aðild
að Evrópubandalaginu þegar utanríkisráðherrar aðildarríkja þess
hittast í borginni um miðjan mánuðinn.
Kýpur hefur verið klofin síðan
1974, þegar Tyrkir gerðu innrás
á norðurhluta eyjarinnar eftir stutt
valdarán í Nikosíu sem stjórnað
var af herforingjastjórninni í
Aþenu. Iacovou sagðist telja að
inngöngubeiðnin myndi flýta lausn
á innbyrðis deilum á Kýpur en
Tyrkir telja hins vegar að hún
muni hafa þveröfug áhrif. Tyrk-
land er eina landið sem hefur við-
urkennt klofningsríki Tyrkja á
norðurhluta Kýpur.
Umsókn Kýpur verður vísað til
framkvæmdastjórnar Evrópu-
bandalagsins en hún hefur nú þeg-
ar frestað afgreiðslu umsókna
Austurríkis og Tyrklands þar til
eftir 1992 þegar hinn sameiginlegi
innri markaður Evrópubandalags-
ins verður orðinn að veruleika. Þá
telja stjórnarerindrekar banda-
lagsins að klofningur eyjarinnar
muni hafa áhrif á möguleika Kýp-
ur til inngöngu í Evrópubandalag-
ið.
Ramm-
leikur
Tveir ísbirnir rammir
að afli létu vel hvor
að öðrum í dýragarð-
inum í Hamborg í
gær.
Reuter
Sameinað Þýskaland: Hversu stórt verður það?
Austur- og Vestur-Þýskaland í samanburði við önnur Evrópuríki
Ibúafjöldi
Milljónir manna 1989
Pýskaland: 77,6
Ítalía: 57,6
Bretland: 57,0
Frakkland: 56,0
Spánn: 39,4
I þúsundum ferkm
Frakkland: 543,9
Spánn: 504,8
Svíþjóö: 440,9
Þýskaland: 357
Finnland: 338,1
Verg þjóöarframleiösla
I billjónum dala 1988
Pýskaland: 1,07
Frakkland: 0,76
Bretland: 0,75
Ítalía: . 0,75
Spánn: 0,36
Heimildir; Chicago Tribune, CIA Handbook of Economic Slatistics, World Factbook, World Almanac
KRTN
Stálframleiösla
í milljónum tonna 1988
Þýskaland: 49,1
Itaiía: 23,7
Frakkland: 19,0
Bretland: 19,0
Pólland: 16,9
Hráolíuframleiðsla
Milljónir fata á dag 1988
Bretland: 4,82
Pýskaland: 4,15
Pólland: 2,57
Noregur: 2,20
Frakkland: 2,08
Kornframleiösla
I milljónum tonna 1988
Frakkland: 54,77
Þýskaland: 36,68
Rúmenía:* 32,60
Bretland: 24,48
Pólland: 24,40
‘Samkvæmt tölum stjórnvalda;
líklega of háar
Áhrif sameiningar Þýskalands á haglölur:
Austur-Þýskaland:
Tugir þúsunda
verkfallsmanna
vilja kjarabætur
Austur-Berlín. Reuter.
TUGÞÚSUNDIR verkamanna í Austur-Þýskalandi efiidu til
verkfalla í gær til að Ieggja áherslu á kröfiir sínar um hærri
laun, aukið atvinnuöryggi og styttri vinnutíma.
Verkamenn í stáliðnaði í norð-
urhluta landsins kröfðust meira
en 30% launahækkana og trygg-
ingar fyrir því að þeir héldu át-
vinnu sinni í að minnsta kosti tvö
ár.
Launþegar í Austur-Þýska-
Halda forystu í bjórdrykkju
en nytin í kúnum fellur
landi margir hverjir hafa miklar
áhyggjur af sameiningu Þýska-
lands en því hefur verið spáð að
allt að þriðjungur vinnufærra
manna verði atvinnulaus á með-
an verið er að breyta áætlunar-
búskap í markaðshagkerfi. Einn-
ig hækkaði verðlag á flestum
sviðum við efnahagssamrunann
um helgina vegna þess að niður-
greiðslum var hætt en laun hafa
ekki hækkað að sama skapi.
Fjárfestar í Vestur-Evrópu hafa
margir sagt að þeir muni hætta
við að veija fé til uppbyggingar
í Austur-Þýskalandi ef launa-
hækkanir verða örar.
Nýjar tölur um atvinnuleysi í
Austur-Þýskalandi voru birtar í
gær. Samkvæmt þeim voru
142.000 án atvinnu í júnímánuði
en voru tæplega 100.000 í maí.
FRÁ því í ársbyrjun hafa vest-
ur- og austur-þýskir hagliræð-
ingar unnið að því í samein-
ingu að spá fyrir um hagstærð-
ir í sameinuðu Þýskalandi, að
sögn vestur-þýska vikublaðs-
ins Die Zeit. Þetta er erfitt
verk, ekki er um einfalda sam-
lagningu að ræða vegna þess
Krzysztof Skubiszewski, ut-
anríkisráðherra Póllands, sagði í
gær að slíkan samning um landa-
mæri Póllands og Þýskalands
væri nóg að gera þegar í stað
eftir sameininguna.
Pólveijar hafa óttast að Þjóð-
veijar geri tilkall tii landsvæða
sem tilheyrðu Þýskaiandi fyrir
að ólík hugtök eru lögð til
grundvallar í löndunum tveim-
ur. Að sumu leyti eru austur-
þýsku gögnin mun ítarlegri
en þau vestur-þýsku þökk sé
miðstýringunni, þar má t.d.
lesa um hversu margar íbúðir
hafi eigin salerni og hversu
mörg börn hafi dagheimilis-
stríð en eru nú austan Oder-
Neisse-línunnar. Ríkisstjórnir
beggja þýsku ríkjanna hafa lýst
því yfir að þær ásælist lendurnar
ekki en áhrifamikil samtök flótta-
manna frá þessum héruðum halda
kröfunni um endurheimt þeirra á
loft.
pláss. í Vestur-Þýskalandi
vantar oft samsvarandi upp-
lýsingar. Öllum slíkum spám
er hins vegar sameiginlegt að
framleiðni sé mun minni í
Austur-Þýskalandi og er haft
fyrir satt að hún sé ekki nema
40% af þvi sem gerist í Vestur-
Þýskalandi.
Atvinnuleysi er meðhöndlað á
ólíkan máta í löndunum tveimur.
í Vestur-Þýskalandi er ekki
reynt að draga fjöður yfir at-
vinnuleysi á meðan mikil leynd
hvílir yfir því í Austur-Þýska-
landi líkt og tölum um fjölda
útlendinga í vinnu. í Vestur-
Þýskalandi eru til nákvæmar
upplýsingar um afbrot og refs-
ingar en engar slíkar í Austur-
Þýskalandi.
Á nokkrum sviðum er þó hægt
að bera Vestur- og Austur-Þjóð-
veija saman og komast að því
hvað skilur þá að. Til dæmis er
bjórneysla nokkurn veginn sú
sama beggja vegna landamæ-
ranna og neysla nautakjöts er
svipuð. Austur-Þjóðveijar neyta
hins vegar helmingi meira smjörs
og sama á við um snafsdrykkju.
Húsnæðisskortur ríkir í báðum
löndum og lítill munur er á
læknaþjónustu, tölfræðilega séð.
Austur-Þjóðveijar munu heldur
ekki leysa fólksfækkunarvanda
Vestur-Þjóðveija. Þrátt fyrir öll
dagheimilin er fæðingartíðnin
lítið eitt meiri fyrir austan. Við
sameininguna verða tæplega 78
milljónir íbúa í Þýskalandi. Um
aldamótin verða þeir um 80 millj-
ónir en árið 2040 verða Þjóðveij-
ar ekki fleiri en 62,3 milljónir
eða jafnmargir og íbúar Vestur-
Þýskalands eru nú aukist fijó-
semi þeirra ekki frá því sem nú
er!
Eftir sameininguna verða
Þjóðveijar því áfram mesta bjór-
drykkjuþjóð heims en framboð á
dagheimilisplássum og atvinnu-
þátttaka kvenna verður meiri en
í Vestur-Þýskalandi einu og sér.
Útbreiðsla símtækja verður hins
vegar minni í sameinuðu Þýska-
landi og fer niður fyrir Aust-
urríki svo dæmi sé tekið. Sama
á við um bíla og frystikistur en
mótorhjólin eru fleiri fyrir aust-
an. Nytin i kúnum fer niður á
við að meðaltali og Þýskaland
verður ekki lengur í fyrsta sæti
hvað varðar hlutfallslegan fjölda
háskólánema.
Franskur ráðherra:
Sameining
Þýskalands
áhyggjuefni
París. Reuter.
EDITH Cresson, ráðherra Evr-
ópumála í frönsku ríkisstjórn-
inni, segist hafa þungar áhyggj-
ur af sameiningu Þýskalands. I
nýlegu viðtali við franska tíma-
ritið Paris Match segir hún að
Frakkar verði að taka verulega
á í efnahagsmálum til þess að
vega upp á móti mætti Þjóð-
verja.
Cresson segir að hingað til hafi
Frakkar getað bætt efnahagslega
veikleika upp með sterkri þjóðar-
heild. Nú þegar Þjóðveijar séu að
sameinast dugi slikt ekki lengur
til að tryggja jafnræði með þjóð-
unum. „Þetta er áhyggjuefni fyrir
Frakka, fyrir Evrópubúa og
reyndar alla heimsbyggðina," seg-
ir Edith Cresson.
Landamæri Póllands og Þýskalands:
Sættast á samning
eftir sameiningu
Frankfurt. Reuter.
POLSK stjórnvöld kreijast þess ekki lengur að þýsku ríkin geri
samning við Pólveija um Oder-Neisse-línuna áður en til sameining-
ar kemur.