Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÍMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 TENNIS/WIMBLEDON Boris Becker fagnar sigri á Wimbledon. Hann sigraði mjög örugglega í fjórð- ungsúrslitum. Er betri en í fyrra - segir Boris Becker sem stefnir að fjórða titlinum BORIS Becker, þrefaldur meistari mætir Stefan Edberg í undanúrslitum á Wimbledon. Báðir sigruðu þeir nokkuð örugglega íleikjum sínum. Ivan Lendl, sem átti í vandræðum með Bandaríkjamanninn Brad Pearce, mætir Júgóslavanum Goran Ivanisevic. Eg er betri en í fyrra og er bjart- sýnn fyrir undanúrslitin," sagði Boris Becker eftir að hafa sigrað Brad Gilbert, 6:4 6:4 6:1. „Það var mjög erfitt að leika í rokinu í dag og maður vissi aldrei hvert boltinn færi,“ sagði Becker eftir sannfær- andi sigur. Hann staldraði ekki lengi við á blaðamannafundinum, heldur flýtti sér á hótelið til að ná leik Englendinga og Þjóðveija í KUBBUR ER TAKMARKIÐ UGSAÐU KUBBAÐU ALVÖRU LEIKFANG FYfílfí ÞÁ SEM GETA HUGSAÐ 6 LITIR = 6 STYRKLEIKAR heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Sigur Stefan Edberg á landa sínum Christian Bergström var einnig öruggur, 6:3 6:2 6:4. Edberg er 95 sætum framar á heimslistan- um og Bergström átti aldrei mögu- leika. Lendl átti í töluverðum vandræð- um með Brad Pearce. Hann sigraði þó 6:4 6.4 5:7 6:4. í annarri lotu hafði Pearce yfirhöndina, 4:1, en gerði þá afar klaufaleg mistök sem færðu Lendl sigur. Goran Ivanisevic var sá síðasti sem tryggði sér sæti í undanúrslit- um eftir nauman sigur á Kevin Curren, 4:6 6:4 6:4 6:7 6:3. í dag mætast í undanúrslitum kvenna Steffi Graf og Zina Garrison og Martina Navratilova og Gabriela Sabatini. Philips sérum lýsinguna HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ Opinber studningsaðili HM 1990 ,. JEFIHMBUM, „ 1 JEFMBBBÚBIR1 Vegna forfalla eru lausar tvær vikur fyrir íþróttalið í æfingabúðir íþróttamiðstöðvar Islands á Laugarvatni. Pláss er fyrir a.llt að 80 manns, vikurnar 13.-20. júlí og 3.-10. ágúst. Sólarhringsverð á einstakling er kr. 1.700,- með fjórum máltíðum, gistingu, afnotum af völlum, sundlaug og gufubaði. íþróttamiðstöð íslands, Laugarvatni. Sími 98-61147 og 98-61151. íslenskur sigur í Portúgal íslenska kvennalandsliðið sigraði á al- þjóðlegu móti í Portúgal ISLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik sigraði á móti í Portúgal, sem lauk á mánu- dagskvöld. Kolbrún Jóhanns- dóttir, markvörður íslands, var kjörinn besti markvörður móts- ins og fékk íslenska liðið einnig bikar fyrir prúðasta leikinn. ís- lenska liðið lék síðan landsleik við Spánverja á þriðjudag og sigraði 22:19. Helga Magnúsdóttir, fararstjóri íslenska liðsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að góð frammistaða íslenska liðsins hafi komið verulega á óvart þar sem mikil endurnýjun hefur átt sér stað í liðinu. Fimm stúlkur höfðu ekki leikið landsleik áður en haldið var í þessa ferð og er meðalaldur liðsins aðeins 19,3 ár. Á mótinu í Portúgal vann íslenska liðið Angóla, 17:15, í fyrsta leik. Guðný Gunnsteinsdóttir var markahæst með 5 mörk og Svava Sigurðardóttir gerði 3. Svava gerði 7 mörk er ísland vann Ítalíu, 16:13. ísland vann síðan Alsír, 23:18, og var Halla Helgadóttir markahæst með 9 mörk. Halla var einnig markahæst gegn Finnum, 24:16, gerði 12 mörk. í síðasta leik móts- ins tapaði_ ísland fyrir Portúgal, 15:25, en ísland hafði þegar tryggt sér sigur í mótinu fyrir þann leik. Halla og Guðný voru markahæstar með 4 mörk hvor. Á þriðjudag færði íslenska liðið sig um set yfir til Spánar og lék gegn spænska landsliðinu og sigr- aði 22:19. Halla fór á kostum og gerði helming marka íslands, eða 11 mörk. Herdís og Svava komu næstar með 3 mörk. Um næstu helgi tekur íslenska liðið þátt í móti í Badejoz á Spáni þar sem landslið Spánar, íslands og félagslið frá Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu taka þátt. Halla Helgadóttir úr Víking, sem er 19 ára, gerði 11 mörk í landsleik gegn Spáni á þriðjudag. KNATTSPYRNA/ HM Upp með sokkana Kínverjar!“ 99 Hvernig getur staðið á því, að áhugamennirnir frá Kamer- ún komast í fjórðungsúrslitin á HM, en kínversku atvinnumenn- irnir sitja heima?“ spurði Kínverska Dagblaðið síðastliðinn fimmtudag. „Séu Asíuþjóðir aft- arlega á merinni í knattspyrnu í heiminum, eiga Kínveijar langt í iand með að verða fremsta knatt- spyrnuþjóð álfunnar," segir enn- fremur í Kínatíðindum og blaðið undrast mjög, að eina Asíuþjóðin sem komst í úrslit skyldi vera Suður-Kórea, sem ekki náði að vinna svo mikið sem einn einasta leik. Knattspyrna er líklega ekki það fyrsta sem berst í tal þegar íþrótt- ir í Kína eru ræddar. Borðtennis væri nær lagi. Samt er það nú svo, að kínverska þjóðin — sem telur um 1,1 milljarð manna — hefur síst minni áhuga á bolta- sparki en pingpong. Kvöld eftir kvöld hafa milljónir Kínveija, þar á meðal sjálfur leiðtogi þjóðarinn- ar, Deng Xiaoping, þreytt strang- ar setur fram á rauða nótt við sjónvarpsskjái og fylgst með gervihnattasendingum frá Heims- meistarakeppninni á Ítalíu. Kínatíðindi lögðu til, að átak yrði gert í knattspyrnumálum þjóðarinnar, meðal annars með því að fá erlenda þjálfara til að hrista upp í kínverskum knatt- spymuköppum. ISLANDSMOTIÐ 1.DEILD HÖRPUDEILD V c MYNDBAND HM Á ÍTALÍU Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 8 6 1 1 14: 6 19 KR 8 5 0 3 13: 9 15 ÍBV 8 4 2 2 11: 13 14 FRAM 8 4 1 3 15: 6 13 ViKINGUR 8 3 3 2 10: 9 12 STJARNAN 8 3 1 4 10: 14 10 FH 8 3 0 5 11:11 9 ÍA 8 2 2 4 8: 13 8 KA 8 2 1 5 8: 13 7 PÓR 8 2 1 5 6: 12 7 Markahæstir 1. DEILD G — Uuðmumlui' Stcinsson, Fram. 4 — Goran Micic, Víkingi, Hlynur Stcfáns- son, ÍBV, Hörður Magnússon, FH. 3 — Árni Sveinsson, Stjörnunni, Ríkharður Daðason, Fl'am, Atli Einarsson, Víkingi, Sigurjón Kristjánsson, Val, Antony Karl Gregoiy, Val, Bjarni Sveinbjörnsson, Þór, Ormarr Örlygs- son, KA, Ragnar Margeirsson, KR, Pétur Pétursson, KR, Pálmi Jónsson, FH. 2. DEILD 5 — Dervic, Selfossi, Grétar Steindói-sson, UBK. 4 — Cíuðmumiur Baldursson, Fylki, Grétar Einarsson, Víði. 3 — Páll Guðmundsson, Selfossi, Salla Poivic, Selfossi, Heimir Karlsson, Sel- fossi, Kristinn Tómasson, Fylki, Örn Valdimareson, Fylki, Bragi Björnsson, ÍR, Þórarinn Ólafsson, Grindavík, Hafþór Kolbeinsson, KS, Guðbrandur Guðbrandsson, Tindastól. 3. DEILD 9 — Óskar Óskarsson, Þrótti R. 8 — Þráinn Haraldsson, Þi'ótti N., Jóhann Ævareson, BÍ. 7 — Gai'ðar Nlelsson, Reyni Á., Ólafur Viggósson, Þrótti N. 4. DEILD 10 — Sveinbjörn Jóhannsson, Huginn. 9 — Rafn Rafnsson, Snæfelli, Ragnar Baldureson, Leikni R., Jóhann Sig- urðsson, Hetti, Garðar Jónsson, Sindra, Lúðvík Vignisson, Val Rf. 8 Sigurður Björnsson, Vjkv.ena. Ólafur Gottskálksson KR (1) Þorg Þráinsson Val (3) Friðrik $æbjörnsson IBV (2) Bjarni ónsson KA(1) Gunnar Skúlason KR (D Svelnbjörn' Hákonarson Stjörnunni (2) Karl þóröarson IA (2) Bjarni Sveinbjörnsson Þór (1) Atli Einarsson Víklngi (1) LIÐ 8. UMFERÐAR ÁTTUNDU umferð 1. deildar lauk með leik Fram og Stjörnunnar á þriðjudagskvöld. Sex nýliðar eru í Morgunblaðsliðinu að þessu sinni. Gömlu félagarnir úr ÍA, Karl Þórðarson og Sigurður Lárusson, sem nú leikur með Þór, eru einu leikmennirnir sem fá tvö M í einkunn f síðustu umferð. Valur, KR og Þór eiga tvo leikmenn í liðinu, en þau unnu öll leiki sína. ÍA, Stjarnan, Víkingur, ÍBV og KA eiga einn full- trúa hvert lið. Níunda umferð hefst á þriðjudagskvöld í næstu viku. Þá fara fram fjórir leikir; Valur - Fram, Stjarnan - ÍBV, KA - KR, ÍA - FH. Víking- ur og Þór leika síðan á miðvikudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.