Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 17 Björgvin Sveinn Jónsson efnafi'æðingur sýnir gestunum tölvustýrt sjálfvirkt stjórnkerfi fyrir annan bræðsluofiiinn. köllum Steindalít. Það er vara sem við höfum notað nú á annað ár og enginn vafi á að sparar okkur tals- verðar fjárhæðir á hvetju ári, bæði í efniskaupum og ekki síður í vinnu. ■Það er líka búið að sækja um einka- leyfi á því og við erum höfum þeg- ar sent prufusendingu til samstarfs- verksmiðja innan Elkem, nokkurra af þeim sem hér eru fulltrúar fyrir og nú erum við farnir að senda þetta í einhveijum tugum tonna til að fylla upp í pantanir. Mér þýkir líklegt að út úr þessum fundi núna hafi komið eitthvað talsvert af pönt- unum. Menn vilja prófa þetta.“ —Stendur Járnblendifélagið á einhverjum tímamótum um þessar mundir, er vendipunktur nú, þannig að þið séuð að fara út í víðtækari rekstur en áður? „Við getum sagt sem svo að núna í nokkur ár ár höfum við sem erum hér í fyrirsvari sagt sem svo: Við sem fyrirtæki getum ekki vaxið verulega í þeirri grein sem fyrirtæk- ið er upphaflega stofnað til. Við getum náð aukningu með því að gera hlutina ögn betur, það eru nákvæmnisatriði sem við erum að ná tökum á. Þannig að við náum flughæð sem við eigum að geta haldið. En, fyrirtækið vex ekki í þessari grein, af því að það borgar sig til dæmis ekki fyrir okkur að byggja viðbótarofn, það er alveg ljóst. Efnið úr honum yrði of dýrt til að keppa á markaðnum þegar verðið er lágt eins og til dæmis núna. Þess vegna erum við hér búin að vera í mörg ár að leita að möguleikum þar sem við getum fundið okkur vaxtarbrodd og þetta er liður í því. Það að framleiða efni sem aðrar verksmiðjur geta notað á að geta verið vaxtarbroddur. Að framleiða tæki sem við getum selt öðrum, það á að geta verið vaxtar- broddur og við erum með önglana úti hér og þar til að finna okkur önnur svið, einkum í sambandi við svona tæki og búnað sem okkur finnst geta þegar upp er staðið átt heima með þessum hlutum sem við höfum verið að gera hér. Við erum að leita að möguleikum til að koma upp einhveiju slíku,“ segir Jón Sig- urðsson. Jacques Lajoie, Kanada: Hér hefur atliyglis- vert starf verið unnið JACQUES Lajoie er fram- kvæmdastjóri tæknideildar kísil- járnverksmiðju Elkem í Queebec í Kanada. _ Hann segist hafa þekkst boð íslenska járnblendifé- lagsins um að koma hingað, þar sem hans fyrirtæki er í sams konar íramleiðslu og hann geri sér væntingar um að geta sótt hingað nýjungar, eftir að hafa fylgst með undanfarin ár. „Við erum í sams konar fram- Ieiðslu," segir hann. „Verksmiðja, okkar framleiðir 75% kísiljárn eins og þessi, en okkar verksmiðja er minni, með einn ofn, en hann er sömu gerðar. Annar munur er að við framleiðum fleiri afbrigði kísil- járnsins en hér er gert. Verksmiðja okkar er 23 ára gömul og vel tækj- um búin, en þar sem starfsemin er minni um sig en hér höfum við færri tæki, þannig að þau þurfa að vera mjög örugg í rekstri, við getum síður gripið til varatækja. Hjá okk- ur er menntað starfsfólk til að sjá um reksturinn og við leggjum hart að okkur til að skilja betur hvað er að gerast í ofninum." — Getur þessi heimsókn orðið ykkur að gagni? „Já. Þeta er spurning sem við erum alltaf að velta fyrir okkur, til dæmis varðandi stjórnun kolefna- magnsins, um mælingu rafskauta- lengdar og fleira. Við stöndum allir frammi fyrir þessum vandamálum í þessum rekstri og þessir menn hér eru að reyna að finna svörin. Ég held að þeir séu vel á veg komnir að finna svör sem sýna okkur að minnsta kosti hvert við eigum að líta eða hvert ekki. Allt eru þetta grundvallaratriði í þessum rekstri eins og til dæmis kölefnisstjórnunin og rafskautalengdin. Við sjáum Jacques Lajoie nefnilega ekki inn í ofninn þótt við gjarnan vildum, það er ekki hægt. Þess vegna reynum við að finna mælitækni sem „sér“ fyrir okkur. Hér hefur áthyglisvert starf verið unnið og þeir leggja greinilega mjög hart að sér við að leita lausna á þessum vandamálum.“ — Er þessi stjórnunar- og mæli- tækni það sem þér þykir athyglis- verðast hér? „Já, ég er framleiðandi og leita þess vegna eftir góðri framleiðslu og miklum afköstum og þessir hlut- ir verða að vera í lagi til að verk- smiðjan sé góð. Þess vegna þótti mér reyndar flest afar athyglisvert sem hér kom fram. Þess utan er alltaf lærdómsríkt að koma og sjá hvernig aðrir gera hlutina, ekki síst fyrir mig, því að við erum frekar einangraðir þarna vestur í Queebec, en ég hef þó komið hingað áður og við fylgjumst vel með því sem er verið að gera hér,“ sagði Jacques Lajoie. FIÐLULEIKUR ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari héldu tónleika í Norræna húsinu sl. þriðjudag og fluttu verk eftir J.S. Bach, Ra- vel, Mozart og Saint-Saéns. Fyrst á efnisskránni var ein af sex sónötum sem Bach samdi fyrir fiðlu og sembal (BWV 1014-19), nefnilega sú þriðja í E-dúr. Þessar sónötur eru sér- stæðar, auk þess að vera ágæt’ tónlist, fyrir það að Bach færir vinnuaðferð tríósónötunnar yfir á tvíleiksverk og afleggur „cont- inue“-aðferðina. Margt í þessum sónötum á sér fyrirmynd í verk- um eftir Corelli og Legrenzi. Þrátt fyrir að Greta og Helga Bryndís léku á köflum vel, vant- aði nokkuð á öryggi og hend- ingamótun. Fiðlusónatan eftir Ravel er að miklu leyti leikur með blæbrigði og hryn, sem er hvað mest áber- andi í „blues“-kaflanum og þeim síðasta (Perpetuum mobile). I sónötu eftir Mozart, nr. 40, K.V. 454, gat að heyra margt ágæt- lega gert en án þess að snert væri við mótun hendinga og víða gætti ónákvænmi í styrkleika- breytingum. Líklegt er að þessi vöntun á „músískri“ mótun sé einkennandi fyrir þá kennslu sem situr í fyrirrúmi við stóru banda- rísku, frönsku og rússnesku tónr listarskólana, en þar er mark- miðið að kenna tækni en ekki fagurfræði, þar verði hver nem- andi að treysta á sjálfan sig. í þýska skólanum er öðruvísi farið að, því að þar er túlkunin jafn- vel sett ofar tækninni. Eitt er þó víst að í Bandaríkjunum er trúlega erfiðara að læra að skilja evrópska tónlist en þar sem sáð- jörð hennar stendur og blóm- strandi akrar. Síðasta verkið, Inngangur og hringdans eftir Saint-Saéns, sem er tæknilega erfiðara en fyrri verkin, lék Greta mjög vel. Ýmis tæknileg atriði, sem beinlínis eru samofin tónlistinni, útfærði hún ágætlega. Greta er vel menntuð í tónlist og hefur aflað sér góðr- ar tækni. Það sem á vantar mun hún samkvæmt bandarísku skólastefnunni (Serkin bls. 204-206 í Reverberation, Vision Press, 1975) sjálf finna í átökum við erfið verkefni í framtíðinni. Helga Bryndís Magnúsdóttir skilaði sínu vel og auðheyrt- að hún gæti átt það til, er tímar líða, að sýna töluverð tilþrif við píanóið. Hótel Holiday Inn hefur allt sem til þarf svo gjöra megi góða veislu. Brúðhjónin geta valið um glæsilegt hlaðborð með heitum og köldum réttum, virðulegt kaffihlaðborð eða spennandi pinnahlaðborð. Veislusalir hótelsins taka allt að 130 manns í sæti eða 300 manns í standandi hanastél. Kóróna hótelsins er Háteigur, þar sem gestir njóta hins rómaða útsýnis til Esjunnar og yfir sundin blá. Hótelsvítan fylgir með í veislukaupunum og þegar brúðhjónin draga sig í hlé bíður þeirra glaðningur frá hótelinu á svítunni. Að sjálfsögðu er morgunverðurframreiddur þegar ungu hjónin óska þess. Allar upplýsingar eru veittar í síma 689000. Sigtún 38 - 105 Reykjavik - Simi (91) 689000 . i i I ' I I! L I i I M' V* l-.MÍr ■. i I í 'rt " '■ ' i 1. I ' i I ■ V: ; I ; ■: i : i j EB . NÝR DAGUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.