Morgunblaðið - 05.07.1990, Side 28

Morgunblaðið - 05.07.1990, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 Tónleikar fastnr liður í þrem kirkjum í sumar A Kolbeinn Bjarnason og Guðrún Oskars- dóttir á fyrstu tónleikunum SUMARTÓNLEIKAR í þremur kirkjum á Norðurlandi eru nú að hefjast, en þetta er í Ijórða sinn sem efnt er til slíkra tónleika í kirkj- unum. Tónleikarnir verða í Húsavíkurkirkju á föstudagskvöldum, Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöldum og í Akureyrarkirkju á sunnudögum. Haldnir verða sex tónleikar í hverri kirkju, þeir fyrstu nú um helgina. Á fyrstu tónleikunum sem verða í Húsavíkurkirkju annað kvöld, föstudagskvöld kl. 20.30 leika þau Kolbeinn_ Bjarnason á flautui og Guðrún Óskarsdóttir á sembal. Þau leika í Reykjahlíðarkirkju á laugar- dagskvöld og í Akureyrarkirkju kl. 17 á sunnudag. Á efnisskránni eru verk eftir Blavet, Couperin, Tele- man og Handel. Guðrún lauk píanó- kennaraprófi vorið 1986, og stund- aði síðan nám í semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Frá því í jan- úar hefur hún stundað sembalnám í Sweeiink tónlistarháskólanum í Amsterdam. Kolbein lauk burtfar- arprófi í flautuleik 1979 og nam síðan hjá Manuelu Wiesler í tvö ár. Síðan dvaldist hann í Kanada, Sviss og Bandaríkjunum við flautunám. Dagskráin í sumar verður að vanda fjölbreytt, um aðra helgi leik- ur Kristinn Árnason gítarleikari á sumartónleikunum, þá verða tón- leikar Lauféyjar Sigurðardóttur, fiðluleikara, og Elísabetar Waage, hörpuleikara, síðan Carola Bischoff, sópransöngkonu, Margrétar Bóas- dóttur, sópransöngkonu, og Prof. Heinz Markus Göttsche, orgelleik- ara. Á síðustu sumartónleikunum, sem verða um verslunarmannahelg- ina verður sönghópurinn Hljómeyki á ferðinni, en stjórnandi er Hjálmar H. Ragnarsson. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Morgunblaðið/Einar Falur Ægir í slipp Varðskipið Ægir verður tilbúið um næstu helgi, en síðustu vik- ur hefiir skipið verið sandblásið, málað og minniháttar viðgerð- ir gerðar á því hjá Slippstöðinni. Fyrir skömmu var Týr í slipp í samskonar viðhaldi og Óðinn var tekinn á síðasta ári, þannig að öll varðskipin þrjú eru nýmáluð og sandblásin. MENOR: Grófargil verði að listagili Menningarsamtök Norðlend- inga hafa lýst yfír stuðningi við þá hugmynd að gera Grófargilið að listagili. Á aðalfundi MENOR sem haldinn var á Kópaskeri sunnudaginn 1. júlí sl. var samþykkt ályktun þar sem samtökin lýsa yfir stuðningi sínum við framkomnar hugmyndir um að gera Grófargilið að listagili. Fagnar fundurinn því að í málefna- samningi meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar sé því heitið að styðja þessar hugmyndir. Þá telur fundurinn fullvíst að slík starfsemi á Akureyri yrði menning- armálum á Norðurlandi til fram- dráttar. Því skorar fundurinn á bæjaryfirvöld að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd í samvinnu við leikmenn og lærða á sviði lista og menningarmála á Akureyri og á Norðurlandi. Atvinnuleysisbætur Trésmíðafélagsins: greiddar fyrir hálflt á öllu síðasta ári Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Miklar framkvæmdir eru að hefjast við Dalvíkurhöfn, en áætlað er að vinna þar að ýmsum verkefnum fyrir um 30 milljónir króna. Með þessum framkvæmdum er stigið fyrsta skrefið í mikilli uppbyggingu hafnarinnar. FLEST verkalýðsfélög á Akur- eyri hafa greiti hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur á fyrri helm- ingi þessa árs, en greiddar voru allt síðasta ár. Á siðasta ári, 1989 voru samt greiddar umtalsvert hærri bætur en var á árinu þar á undan. Iðja, félag verksmiðjufólks hefur greitt 9,5 milljónir króna í atvinnu- leysisbætur til sinna félaga á fyrstu Umfangsmiklar framkvæmdir við Dalvíkurhöfíi: Uppbygging á hafiiarsvæð- inu vegna aukinna umsvifa MIKLAR framkvæmdir eru nú að hefjast við Dalvíkurhöfn, en fyrir- hugað er að um 30 milljónum króna verði varið til framkvæmda á árinu. Áætlað er að byggja upp grjótvörn við norðurgarð og fylla upp allstórt svæði og auka þannig athafnarými við höfnina. Á fjárlögum þessa árs eru áætl- aðar 3 milljónir króna til verksins og mun hafnarsjóður greíða mis- muninn. Hluti verðurtekinn að láni, en 10 milljónir króna, sem hafnar- sjóður fær frá ríkinu vegna upp- gjörs fyrri verkefna, renna til fram- kvæmdanna. Gijótvörnin hefur ver- ið boðin út og var tilboði Jarðverks og Bifreiðastöðvar Dalvíkur tekið, en það hljóðaði upp á tæpar 26 milljónir króná. Með þessari framkvæmd er fyrsta skrefið stigið í mikilli upp- byggingu hafnarinnar á Dalvík. Nauðsynlegt er orðið að bæta að- stöðu við höfnina en á síðustu árum hefur umferð vöruflutningaskipa aukist og eru skipakomur um 40 fleiri en á sama tíma og í fyrra. Á síðasta ári samþykkti bæjarstjórn erindi hafnarstjórnar þess efnis að Óskum eftir að ráða skrifstofustjóra á skrifstofu Hríseyj- arhrepps. Starfssvið: ★ Staðgengill sveitarstjóra. ★ Umsjón með bókhaldi hreppsins. ★ Reikningsgerð og innheimtustjórnun. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi viðskiptamenntun og/eða reynslu í bókhaldi. Upplýsingar aðeins á skrifstofu okkar. Ráðningar Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 96-26600. óska eftir því við fjármálaráðuney- tið að Dalvíkurhöfn verði gerð að tollhöfn, en ekki hefur enn fengist svar við þeirri ósk bæjaryfii’valda. Nú hafa bæði Eimskip og Skipa- deild Sambandsins ákveðið að auka umsvif sín á Dalvík og hefur Útibú Kaupfélags Eyfirðinga tekið að sér að annast skipaafgreiðslu fyrir Sambandið og Ríkisskip, en unnið er að því að lagfæra húsnæði Fóður- stöðvarinnar hf. fyrir afgreiðsluna. Þá hefur Eimskip sótt um 2.000m- lóð til hafnarstjórnar undir kæli- geymslu og mun félaginu verða ætlaður staður á væntanlegri upp- fyllingu norðan norðurgarðs. Með nýrri feiju milli Hríseyjar og Grímseyjar er einnig ljóst mikilvægi Dalvíkurhafnar eykst, en rætt héfur verið um að Dalvíkurhöfn verði fastur viðkomustaður feijunnar. Á síðasta ári áttu fulltrúar Ólafs- ijarðar viðræður við hafnarstjórn Dalvíkur um samstarf og samvinnu í uppbyggingu hafna með tilliti til breyttra og bættra samgangna. Ýmsar hugmyndir voru þar reifaðar og ákveðið að halda viðræðum áfram. Svo virðist að milli þessara tveggja sveitarfélaga sé sátt um að Dalvíkurhöfn sé byggð upp sem umskipunarhöfn fyrir utanverðan Eyjafjörð. Fréttaritari sex mánuðum þessa árs, en á sama tíma í fyrra var búið að greiða rúm- ar 7 milljónir króna. Allt síðasta ár voru greiddar 12,6 milljónir króna í atvinnuleysisbætur hjá fé- laginu. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju sagði að á síðasta ári hefði atvinnuleysi verið mikið og áfall hefði verið hversu mikið var greitt í atvinnuleysisbætur, en útlit væri fyrir að upphæðin yrði talsvert hærri á þessu ári. Hún sagði að bæði kæmi til meira atvinnuleysi og að gripið hefði verið til vinn- utímaskerðingar hjá Álafossi, þann- ig að starfsfólk vann hluta úr viku og var á bótum hluta. Um 50 Iðjufé- lagar eru nú án atvinnu. Hjá Félagi verslunar- og skrif- stofufólks hafa verið greiddar rúm- ar 12 milljónir króna í atvinnuleys- isbætur á fyrri helmingi ársins, en á öllu síðasta ári greiddi félagið 11,6 milljónir króna í bætur. Asa Helgadóttir hjá félaginu sagði að ástandið væri engan vegin nógu gott, en þó hefði verslunar- og skrif-. stofumönnum fækkað talsvert á skrá frá því mest var í maí. Trésmíðafélag Akureyrar hefur greitt 5,7 milljónir króna í atvinnu- leysisbætur á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er töluvert meira en greitt var út fyrir allt síðasta ári, en þá voru greiddar út um 3,3 millj- ónir króna. Guðmundur Ómar Guð- mundsson formaður Trésmíðafé- lagsins sagði að sjá mætti hvert stefndi, en á árinu 1987 voru greiddar tæplega 900 þúsund krón- ur í bætur, 1,1 milljón ári síðar og síðan 3,3 milljónir í fyrra. Nú þegar einungis væri hálft árið liðið væru bótagreiðslur orðnar umtalsvert hærri. Hjá félaginu er greiddar út bætur til trésmiða og rafvirkja og sagði Guðmundur að á miðju fram- kvæmdatímabili væru enn nokkrir trésmiðir atvinnulausir, en það hefði aldrei áður gerst í sögunni og þá væru einnig 8 rafvirkjar án at- vinnu, en rafvirkjar hefðu ekki ver- ið skráðir atvinnulausir á Akureyri í áraraðir. Morgunblaðið/Einar Falur Einn fluttur á sjúkrahús Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Strandgötu í gær. Areksturinn varð um kl. 14 og var öðrum bílnum ekið austur götuna og hinum vestur. Ökumaður bifreiðar- innar sem ók í austur stöðvaði og ætlaði að beyja norður Hjalt- eyrargötu, en ók síðan fyrirvaralaust af stað og inn í hlið bílsins sem var á leið vestur og var ökumaður hennar fluttur á sjúkra- hús. Hann fékk höfuðhögg, að sögn lögreglu en var óbrotinn og meiðsl hans voru minni en talið var í fyrstu. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.