Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 29 «r ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þingsályktun rekur á Viðeyjarfíörur Kortið sýnir staðsetningu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju og tiundar örnefiii. Viðeyjarstofa var reist úr grágrýti 1752-54 (emb- ættissetur landfógta). Ágústínarklaustur var stofiiað í Viðey 1226 (fylgdi Benediktsreglu 1344-52). 127 þingsályktanir 1985-89 Þingsályktanir fela í sér viljayfirlýsingu og/eða stefnu- mörkun Alþingis. Þær setja æ ríkari svip á störf löggjafans. Samkvæmt skýrslu forsætisráð- herra, sem lögð var fram undir þinglausnir, samþykkti Alþingi hvorki fleiri né færri en 127 þingsályktanir á tímabilinu lrá 1. janúar 1985 til 20. mai 1989. Framhaldið, sem er í höndum ramkvæmdavaldsins, ríki- stjórnar og ráðherra, hefúr verið á ýmsan veg. Á síðasta þingi vóru fluttar 125 iillögur til þingsályktunar. Samþykktar vóru 31, 12 var vísað til ríkisstjórnarinnar, 2 felldar en 80 hlutu ekki fúllnað- arafgreiðslu. I Það er höfuðverkefni Alþingis, þjóðkjörins löggjafarþings, að setja landslög. „Með lögum skal land byggja.“ Frumvörp að lögum vóru fyrr á tíð einkum samin og flutt af einstökum þingmönnum. Þetta hefur breytzt. Nú til dags er bróðurpartur frumvarpa stjórn- arfrumvörp, samin af ráðuneyt- um, eða af embættismönnum á þeirra vegum, að frumkvæði ríkis- stjórnar eða ráðherra. Ástæðan er m.a. fjölþættara og flóknara samfélag. Það krefst oftar en ekki mikillar gagnasöfn- unar, víðfeðms samanburðar- starfs og ekki sízt sérhæfðar þekkingar þegar drög eru lögð að lögum. Þannig hefur framkvæmda- valdið umtalsverð áhrif á löggjöf- ina, þótt hið endanlega vald sé þjóðþingsins. Ef „óbreyttir“ þing- menn eiga að halda fyrri hlut við samningu frumvarpa til laga í framtíðinni, sem er æskilegt, verður trúlega að tryggja þeim betri starfsaðstöðu, m.a. sérhæft aðstoðarlið, til slíkra starfa. Þessi orð má ekki skilja svo að verið sé að hvetja til „fjöldafram- leiðslu" laga. Það má gjarnan grisja iagasafnið meira en gert hefur verið. I/jg úreldast eins og annað. Og færri lög, skýrári og ótvíræðari er betri kostur en mý- mergð leikreglna í samfélaginu. Það er líklega af framangreind- um sökum sem hinn „óbreytti" þingmaður gerir sig gildandi — í vaxandi mæli — með flutningi til- lagna til þingsályktunar (stundum í formi áskorunar á ríkisstjórn um að láta vinna frumvarp til laga um ákveðið efni) og fyrirspurnum til ráðherra (stundum um það hvernig þingsályktun hefur verið fylgt eftir í ,,kerfinu“). Á síðasta þingi vóru, sem fyrr segir, fluttar 125 tillögur til þingsályktunar og bornar fram um 230 fyrirspurnir til einstakra ráðherra. Skráð þing- mál alls vóru um 580. II Þingsályktanir þær, sem raktar eru í skýrslu forsætisráðherra, fjalla um hin fjölbreytilegustu efni, nánast flest milli himins og jarðar. Þær fela í sér vilja Alþing- is, en hafa ekki lagagildi. Fram- kvæmdavaldið fer á stundum að þingvilja sem fram kemur í þings- ályktun. Oftar en ekki er „eitt- hvað gert í málinu". En stundum ekki. Þingsályktun er engin trygging fyrir því að mál sé í höfn. Engin leið er að tíunda á tæm- andi hátt þá flóru þingsályktana, sem ' skýrsla forsætisráðherra geymir. Þar er hins vegar margt forvitnilegt að finna, eins og þingsályktanir um undirbúning almennrar stjórnsýslulöggjafar, könnun á launum og lífskjörum, könnun á vaidi í íslenzku þjóðfé- lagi, sveigjanleg starfslok, en'dur- skoðun gjaldþrotalaga, réttaráhrif tæknifrjóvgunar, þjóðarátak í umferðaröryggi, ábyrgð vegna galla í húsbyggingum, fræðslu rneðal almennings um kynferðis- mál, útboð á opinberum rekstrar- verkefnum, umbætur í málefnum aldraðra, manneldis- og neyzlu- stefna, iðgjöld vegna bifreiða- trýgginga, landgræðslu- og land- verndaráætlun, setningu laga um skoðanakannanir, fjárfestingu er- lendra aðila hér á landi, varnir gegn mengun hafsins við ísland, Mannréttindasáttmála Evrópu, stefnu íslands gagnvart EB, deil- ur ísraels og Palestínumanna o.fl. o.fl. III Eitt skemmtilegt dæmi um skil- virka framkvæmd þingsályktunar skal nefnt: Þingsályktun um end- uireisn Viðeyjavstofu, samþykkt 9. mai 1985. Ályktunin „felur ríkisstjórninni að láta gera áætlun um endurreisn' Viðeyjarstofu og lendingarbætur á eynni... Áætl- unin verði við það miðuð að verk- inu verði að fullu lokið fyrir 18. ágúst 1986 ...“ Menntamálaráðherra, sem fékk ályktunina til meðferðar, lét ekki deigan síga. Með gjafaafsali und- irrituðu 17. ágúst 1986 (daginn fyrir tímasett mörk verkloka) af- henti hann borgarstjóranum í Reykjavík, fyrir hönd Reykjavík- urborgar, Viðeyjarstofu og Viðey- jarkirkju og. tilheyrandi til eignar og umráða. Þar með það mál leyst! Framhaldið þekkja allir. Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, sem lengi vóru vanrækt, eru í dag Reykvíkingum til sóma og öllum landsmönnum til yndisauka. Sem og þessi söguríka og fagra eyja við bæjardyr borgarinnar, sem hlotið hefur sína fyrri reisn, þótt hlutverk hennar sé annað en á löngu liðnum tíma. Vel færi á því að ráðuneytin gerðu Alþingi, við upphaf hvers þings, skriflega grein fyrir með- ferð þingsálykta frá næstliðum þingum og um stöðu þeirra mála sem þær fjalla um. Þó ekki finn- ist nema eitt Viðeyjardæmi í slíkri skýrslu er hún betur unnin en óunnin. steinsteypu. SJÖGJ Æwatt*1 Léttir \ meöfærilegir vióhaldslitlir. AvalU tyririiggjandl. (jT Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavik, simi 38640 TAHHLJEKNASTOFA Hef opnað tannlæknastofu á Háteigsvegi 1,3. hæð. Tímapantanir í síma 626106. Björn Þ. Þórhallsson, tannlæknir. ERTÞII f HÉSGAGKALEIT? Ný sending af leðursófasettum. Vönduð og þægileg. Verð frá kr. 152. OOO, - stgr. Einnig hornsófarí miklu úrvali. Hagstætt verð. LÍTIÐ í GLUGGANN UM HELGINA. SACHS KÚPLINGAR DISKAR HÖGGDEYFAR í T0Y0TA • MAZDA • H0NDA NISSAN • MITSUBISHI SACHS KÚPLINGAR OG HÖGGDEYFAR ERU JAFNAN FYRIRLIGGJANDI í FLESTAR GERÐIR JAPANSKRA BIFREIÐA. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 SIEMENS Við bjóðum gott úrval af símtækjum frá Siemens. Siemens tryggir gœði, endingu og fallegt útlit! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 tL. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.