Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 Getur maðurinn lif- að í sátt og samlyndi við umhverfi sitt? __________Bækur_______________ Skúli Sigurðsson Donald Worster. Nature’s Econ- oray: A History of Ecological Ide- as. Studies in Environment and History Series. Önnur útgáfa. Cambridge University Press, 1985, xviii + 404 bls. Pappírs- kiljuverð: $ 10.95 (ISBN 0-521- 31870-X). A seinustu áratugum hafa Vest- urlandabúar vaknað af værum blundi og uppgötvað að iðnaður og framleiðslutækni nútímans hefur gjörbreytt ásýnd jarðarinnar. Ný sagnfræðigrein er hluti þessarar vakningar: umhverfissaga. Þrennt er haft að leiðarljósi við ritun henn- ar: hver hafa verið áhrif mannsins á umhverfi sitt, hvernig hafa aðrar lífverur og umhverfisöfl breytt framvindu mannkynssögunnar, og loks hvernig skilningur manna á náttúrunni hefur breyst í tímans rás. Eyðing skóga, uppbiástur, út- rýming dýrategunda og mengun væri sýnishorn þess fyrsta, á hvaða hátt frumbyggjar Ameríku stráféllu fyrir evrópskum sjúkdómum á tímum landafundanna er dæmi um annan rannsóknarþáttinn og náin tengsl náttúrusýnar Darwins við framleiðsluhætti ensks 19. aldar þjóðfélags er sígilt dæmfhins þriðja. Eitt af fyrstu verkum í umhverf- issögu er bók Donalds Worsters Hagkerfi náttúrunnar, sem kom út árið 1977. Hún skiptist í fimm hluta: vistfræði á 18. öld; ró- mantíska vistfræði sem höfundur- inn kennir við Henry David Thoreau (1817-1862); vistfræði Darwins á 19. öld; vistiræði á nýnumdum svæðum í Bandaríkjunum um síðustu aldamót; og siðfræði, hag- fræði og vistfræði á 20. öld. Atburð- um á engilsaxneska menningar- svæðinu er mestur gaumur gefinn. Bókin er mjög vel skrifuð og sýnir glöggt hverju er unnt að áorka á sviði hefðbundinnar hugmynda- sögu. Skýr siðferðileg afstaða auð- kennir verkið líkt og önnur skrif höfundarins. Togstreita tveggja hugmynda einkennir sögu vistfræðinnar og setur mjög sterkan svip á alla bók- ina: annars vegar heimsvaldasinnuð viðhorf til náttúrunnar og hins veg- ar sveitasælukennd. Er maðurinn herra jarðarinnar sem getur nýtt sérhvern jarðargróða að vild sinni eða ber honum að lifa í sátt og samlyndi við aðrar skepnur og lífverur jarðarinnar? Fyrra viðhorfið hefur mótast af gyðinglegri og kristinni menningararfleifð vest- rænna manna. í því síðara er upp- haflega unnt að greina nokkur heið- im áhrif. Að mati þýska náttúrufræðings- ins Ernst Haeckel (1834-1919) átti vistfræðin að fjalla um lifnaðar- hætti lífvera, samskipti þeirra inn- byrðis og tengsl við efnisheiminn. Til þess að vistfræðin yrði viður- kennd vísindagrein þurfti tvennt. Kenningar og sveigjanleg hug- myndakerfi og öruggan stað fyrir greinina innan þeirra vísindastofn- ana sem voru í örum vexti beggja vegna Atlantshafsála við lok nítjándu aldar. Aðalhluti bókarinnar fjallar um þann grundvöll sem enski náttúru- fræðingurinn Charles Darwin (1809-1882) lagði að vistfræðinni. Hann hafði verið þeirrar gæfu að- njótandi að fara í langa ferð um- hitabeltissvæði jarðarinnar á íjórða áratug 19. aldar. í bók sinni Urn uppruna tegundanna (1859) hélt hann fram tvennu - til að útskýra líffræðilegar breytingar og ótrúleg- an fjölbreytileika lífríkisins; nátt- úruvali og sérhæfingu. Það fyrra lýsir hinni miskunnariausu sam- keppni sem ríkir í náttúrunni og hafði birst í bölsýnni kenningu sem Thomas Robert Malthus (1766- 1834) setti fram um aldamótin 1800: fólksfjöldi vex ætíð hraðar en fæðuframboðið. Sérhæfing og aðskilnaður eiginleika var mótvæg- ið í þróunarkenningu Darwins gegn banvænum þunga reikningslistar Malthusar: lífverur geta leitað sér skjóls frá harðri lífsbaráttunni í vistfræðilegum afdrepum. Því er unnt að álíta að í þróunarkenningu hans takist á niðurstöður landkönn- unar í anda Alexanders Humboldts (1769-1859), sem lagði áherslu á innbyrðistengsl alls lífríkisins og sundrandi samkeppnisandi enskrar 19. aldar auðhyggju. Það var á útjöðrum byggðar hvítra manna í Bandaríkjunum sem vistfræðin hóf að festa sig í sessi í menntastofnunum. Það var með hástigskenningu vistfræðingsins B'rederic Clements (1874-1945) frá því snemma á þessari öld. Henni er lýst í fjórða hluta bókarinnar, á hveiju landsvæði tekur einn hópur lífvera við af öðrum þangað til stöð- ugleika er náð. Kenningin bar nokk- urn svip af framsókn hvítra land- nema í Norður-Ameríku, sem út- rýmdu frumbyggjum landsins og vísundahjörðum sem höfðu verið á beit á sléttum landsins í árþúsundir. Þessi endursköpun og óhefta hagnýting á náttúrunni endaði nærri því með ósköpum á fjórða áratug aldarinnar í Bandaríkjunum. Yistfræðilegt jafnvægi hafði verið rofið og vélknúin landbúnaðartækni gerði illt verra. Gróðureyðingu og uppblæstri þessara ára hefur verið lýst með eftirminniiegum hætti í bókinni Þrúgur reiðinnar (1939) eftir John Steinbeck. Worster hefur fjallað um þessa atburði og náin tengsl þeirra við kreppuna miklu í bókinni Dust Bowl: The Southern Plains in the 1930 (1979) sem hlaut Bancroft-verðlaun Bandaríska sögufélagsins árið 1980. I síðasta hluta bókarinnar greinir höfundurinn frá því hvernig vist- kerfiskenningin leysti hástigskenn- inguna af hólmi um miðja þessa öld. I vistkerfiskenningunni skiptast á framleiðendur og neytendur: lífverur ofar í fæðupýramídanum nærast á framleiðslu þeirra sem eru neðar. Stakkaskiptin sem vistfræð- in tók átti sér samsvörun í hag- kerfi neysluþjóðfélags 20. aldarinn- ar, en auk þess voru þau til vitnis um síaukna notkun stærðfræðilegra líkana í vistfræði og því að aðrar greinar líffræði studdust sífellt meira við tilraunir og magnbundnar aðferðir. Samtímis fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Það var dregið í efa að vistfræðin væri eins hlutlæg og laus við gildismat og haldið hafði verið fram. Umhverfisvakning und- anfarinna áratuga hefur sótt mikið til þessarar gagnrýni og hún fellur Worster vel i geð. Ljóst er af lestri bókarinnar að ríkjandi hugmyndir í hagfræði ráða miklu um skoðanir manna á náttúr- unni: hagfræðiskoðanir eru ristar óafmáanlega á ásjón náttúrunnar. Ógerlegt er að vita hvort náttúran hafi gildi í sjálfu sér eða sé einung- is til afnota fyrir manninn án þess að grandskoða þessa víxlverkun hagfræði og náttúruvísinda. Eitt af meginviðfangsefnum umhverfis- sögu er að rannsaka hveijar séu afleiðingar þess að telja manninn ekki hluta náttúrunnar heldur að- skotahlut sem ráðskast getur með lífríki jarðarinnar að vild sinni. Þessi skoðun er hugmyndafræðileg rétt- læting þess að graslendi Banda- ríkjanna var umskipað á síðustu öidum, að regnskógar hitabeltis- landanna eru í hættu um þessar mundir og að skefjalaus uppblástur viðgengst enn á Islandi. COÐAR FRÉTTIR ÚR FARCJALDA- FRUM- SKÓCIIUUM BRÚSSEL KR. 36.720 | MALTA I KR. 42.300 8 KAIRO KR. 43.320 ORLANDO KR. 50.780 SAIil FRAHISISCO KR. 55.320 BOSTON KR. 50.780 LOS ANCELES KR. 55.320 SEATTLE KR. 55.320 SYDNEY KR. 135.160 Ifið veitum fjölskylduafslátt á Saga-farrými Flugleiða til Bandaríkjanna 4 4 URVfl L-UTSYN Alfabakka 16. slmi 60 30 60 og Póslhússlræti 13, simi 26900. MONTANA 10 ÁRA ÁBYRGÐ 28“ KVENM., 3gira. Litir: Vfnrautt, svart, hvítt, rautt/hvítt, svart/blátt. Verð: kr. 19.910,- stgr. 26“ KVENM., 3gira. Litir: Hvitt, hvítt/rautt, rautt/hvitt, rautt, vfnrautt og mosagrænt. Verð: kr. 19.910,-stgr. 26“ KVENM., án gira. Litir: Hvítt, svart. Verð: kr. 15.310,-stgr. 24“ STELPU, 3 gíra. Litir: Hvítt, fjólubláttt/hvítt, hvítt/purp- urarautt. Verð: kr. 19.110,- stgr. 24“ STELPU, án gíra. Litir: Hvítt, hvítt/purpurarautt, fjólu- blátt/hvítt. Verð: kr. 14.940,- stgr. 20“ STELPU, án gíra. Litir: hvítt, hvitt/purpurarautt. Verð kr. 14.940,- stgr. 28“ KARLM., 3 gíra. Litur: Svart. Verð kr. 19.910,- stgr. 26“ KARLM., 3gira. Litír: svart/silfur, svart/blátt. Verð kr. 19.910,-stgr. KARLM., - full stærð, 18gíra. Litur: Svart, svart/silfur. Verð kr. 28.640,- stgr. KVENM., - full stærð, 18gíra. Litur: Rautt/svart. Verð kr. 28.640,- stgr. 24“, 10gira. Litur: Gult/svart. Verð: kr. 22.640,- stgr. 20“, 5 gíra. Litur: Gult/svart. Verð: kr. 17.210,- stgr. 28“ KARLM., 10gira. Lltlr: Svart, hvitt. Verð: kr. 20.630,- stgr. ÖRNINN Spitalaslig 8 við Oóinslorg simar: 14661,26888 SERVERSLUN I 65 AR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.