Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 7 Óðinn Air fær þrjár nýjar farþegaþotur FLUGFÉLAGIÐ Óðinn hefiir nú tekið í notkun tvær af þremur far- þegaþotum sem það festi nýlega kaup á. Vélarnar, sem eru af gerð- inni British Aerosgace Jeatstream, eru búnar þrýstiklefa og taka 18 farþega í sæti. Óðinn flýgur daglega milli Reykjavíkur og Kulu- suk á Grænlandi í sumar. A veturna eru tvær vikulegar ferðir, en einnig annast félagið verkeftii í leiguflugi innanlands og utan. Flug- drægi nýju þotanna nægir til ferða á meginland Evrópu. „Við höfðum lengi haft augastað á þessum þotum, Þær henta sér- staklega vel fyrir okkar rekstur og auka mjög hagkvæmnina í áætlun- arfluginu. Þar fer saman spar- neytni, stærð og kaupverð," segir Jytte M. Jónsson, annar eigenda Oðinn Air og flugskóla Helga Jóns- sonar. Vélarnar þijár eru smíðaðar árið 1970 í Bretlandi. Tvær þeirra voru í áætlunarflugi í Klettafjöllum Bandaríkjanna, en sú þriðja í einka- eigu í Atlanta, höfuðborg Georgíu- fylkis. Jeatstream þoturnar koma í stað tveggja Mitsubishi þota, sem báru níu farþega. Sætaframboð tvöfald- ast því i hverri ferð, auk þess sem flugflotinn stækkar. „Við flugum alltaf með hinar vélarnar fullar og því var kominn tími til að auka við sig,“ segir Jytte. Jytte _ og eiginmaður hennar Helgi Jonsson hafa verið- í flug- rekstri frá árinu 1964. Fastar áætl- unarferðir á vegum félagsins til Grænlands hófust árið 1984. Um síðustu áramót var fyrirtækinu skipt í tvo hluta, Óðinn Air sem annast farþegaflugið og flugskól- ann. Hjá fyrirtækinu starfa átta flugmenn. Morgunblaðið/BAR Jytte M. Jónsson og Helgi Jónsson eigendur Óðinn Air og flugskóla Helga Jónssonar. Tvær Jeatstream þotanna sjást í baksýn, en sú þriðja kemur tii landsins um miðjan júlí. Þegar Einar og Alda ákváðu að kaupa nýjan bíl fyrir sig og fjöiskyiduna var mark- miðið að fínna bíl sem væri stílhreinn í útliti. notadriúgur. á góðu verði og ódvr í rekstri. Úrvalið af nýjum bílum er mikið en þeim fannst þó aðeins einn bíll sameina þessa kosti. Bíllinn er Daíhatsu APPLAUSE. Innanrými og ótrúlega stór farangursgevmsla gera APPLAUSE að einstökum fjölskyldubíl. Hönnun Daihatsu APPLAUSE er líka nýst- árleg og sameinar stílhreint útlit fernra dyra fólksbíls og notagildi hinna vinsælu fimm dyra bíla. (Siá opnun á skotti/skut á mvnd). Einar og Alda sáu einnig að Daihatsu APPLAUSE er tæknilega vel búinn og fannst hann einkar lipur og þægilegur í akstri. Af búnaði í APPLAUSE má nefna framhióladrif. siálfskiptingu. vökvastvri. samlæsingu á hurðum. siálfstæða fiöðrun á hveriu hjóli og öfluga 16 ventla vél. 91 hestafía vél. Fyrir Einar og Öldu er Daihatsu APPLAUSE sá fullkomni fjölskyldubíll sem þau leit- uðu að - á mjög hagstæðu verði, eða frá kr. 884.000 stgr. á götuna. Ef þín fjölskylda er í bílahugleiðingum þá ættuð þið ekki að sleppa því að skoða og reynsluaka Daihatsu APPLAUSE. Verið velkomin. Brimborg hf. Faxafeni 8 • S: 68 58 70 Af hverju völdu Einar og Alda Daihatsu APPLAUSE?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.